Skessuhorn


Skessuhorn - 30.05.2007, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 30.05.2007, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 30. MAI 2007 Borgfirðingabók - áttundi árgangur kominn út Borgfirðingabók, rit Sögufélags Borgarfjarðar, kom í síðustu viku út í íjórða sinn efitir að ritið var vakið af vær- um svefini árið 2004. Ritið að þessu sinni er því 8. árgang- ur og er allt hið veglegasta, ríflega 200 síður og vandað til verka, eins og við var að búast af ritnefnd sem í sitja Finn- ur Torfi Hjörleifsson, Snorri Þorsteinsson, Snjólaug Guðmundsdóttir og Þóra Magnúsdóttir. I Borgfirðinga- bók er leitast við að safina og skrá ýmsan firóðleik úr Borg- arfjarðarhéraði í bundnu og óbundnu máli. I formála rit- ar Finnur Torfi m.a.: „Borgfirðingabók er til vitnis um menningu sagna og rita í Borgarfjarðarhéraði. I henni sýnir sig hverju héraðsmenn kunna að segja frá og hvert vald þeir hafa á máli og stíl að koma kunn áttu sinni til lesenda.“ Meðal efnis í Borgfirðingabók að þessu sinni er grein um hreppsbækur Reykholts- dals og Hálsasveitar, þær elstu firá 17. öld. Þá er efini fengið að láni úr Gullastokkn- um, færslum sem félagar í Félagi aldr- aðra í Borgarfjarðardölum skrá. Þá skrá- ir Páll Guðbjartsson verslunarsögu norðan Skarðsheiðar og birtist fýrri hluti í ritinu að þessu sinni. Berglind Gunnarsdóttir ritar um skáldið Pétur Beinteinsson frá Grafardal og Ami bóndi á Beigalda ritar stiklur úr sögu Faxa, Skugga og Dreyra. Ymislegt fleira er í ritinu að finna, sem of langt mál væri að telja. Með góðfuslegu leyfi ritnefndar Sögufélags Borgarfjarðar birtir Skessuhom hér einn kafla úr bókinni. Þar segir firá því þegar tengda- feðgamir Bergþór Jónsson og Hjörtur R. Jó- hannsson, bændur í Fljótstungu í Hvítársíðu, drakknuðu við silungsveiðar í Ulfsvatni á Amar- vatnsheiði sumarið 1955. Dauðaslys á Úlfsvatni 9. júlí 1955 Arnarvatnsheiði er syðst og aust- ast á hinu mikla heiðaflæmi milli Húnavatnssýslu og Borgarfjarðar- héraðs. Tvídægra er vestar, en mörkin milli hennar og Arnarvatns- heiðar eru óljós. Fjölmörg vötn eru á báðum svæðunum. Arnarvatn stóra er allt í Norðlendingafjórð- ungi. Það er stærsta vatn heiðarinn- ar. Ulfsvam er næststærst; það er í Borgarfjarðarhéraði. Segja má að heiðin hafi áður fyrr verið bjargvættur og forðabúr nær- liggjandi sveita þegar hart var í ári og fátt til bjargar. Silungur er í vel- flesmm vörnum, og fleira er þar matarkyns, fjallagrös, hvönn og fuglar. Oft sótm menn djarft á heið- ina. Þar geta veður orðið válynd og þór Jónsson og Hjörmr R. Jó- hannsson, bændur í Fljótsmngu í Hvítársíðu, drukknuðu við silungs- veiðar í Ulfsvami á Arnarvams- heiði. Bergþór fæddist í Fljótsmngu 8. október 1887, sonur hjónanna Guðrúnar Pétursdótmr og Jóns Pálssonar er þar bjuggu. Hann ólst upp hjá foreldrum sínum og bjó í Fljótstungu frá 1919 til dánardags. Kona Bergþórs var Kristín Páls- dóttir ffá Bjarnastöðum og áttu þau sjö böm: Guðrúnu, Þorbjörgu, Pál, Jón, Sigrúnu, Gyðu og Ingibjörgu. Þau hjón vora systkinaböm. Hjörtur Rósinkar Jóhannsson fæddist 21. september 1926. For- eldrar hans, Jóhann Jóhannsson og gamall og á þeim 55 árum sem hann átti þá ólifuð hafi hann farið ótal margar ferðir inn á heiðarnar á ýmsum tímum árs, bæði í fjárleitir og í veiðiskap. Válynd veður Sumarið 1955 var mjög votviðra- og vindasamt á Suður- og Vestur- landi vegna lægða sem bárust að landinu úr suðvestri. Bergþór var sem fyrr segir þaulvanur veiðum í Ulfsvami og mun hafa ætlað að nota hlé milli lægða til veiðanna. Guðmundur Þorsteinsson hefur dregið saman upplýsingar um veður og veðurspár 8. og 9. júlí 1955. Samkvæmt veðurkortum, veðurlýs- ingum og veðurspám Veðurstofu A Úlfivatni. Ljósm. MM skipast skjótt. Búnaður manna var oft af skomum skammti og bátar lé- legir. Slys urðu þó furðu fá miðað við aðstæður. Kristleifur Þorsteinsson á Stóra- Kroppi skráði frásögn um banaslys á öndverðri nítjándu öld þegar bát hvolfdi á Arnarvatni stóra, maður drukknaði og félagi hans var hætt kominn og nánast kraftaverk að hann komst til byggða nær dauða en lífi af kulda og vosbúð. Laust eft- ir aldamótin 1900 lá við slysi á Ulfs- vami þegar bát með tveim mönnum hvolfdi. Þeir voru Jóhannes Benja- mínsson, síðar bóndi á Hallkels- stöðum, og Davíð Sigurðsson, þá vinnumaður í Kalmanstungu og síðar á Stokkseyri og Akranesi. Þeim varð til lífs að þeir gám hald- ið sér í bátinn sem bar upp í svo- kallaðan Móahólma. Þar gám þeir rétt bátinn við og komist í land. Bergþór og Hjörtur Sumarið 1955 varð það hörmu- lega slys að tengdafeðgarnir Berg- Marta Hjartardóttdr bjuggu á Arn- arstapa á Snæfellsnesi. Hann var nýkvæntur Ingibjörgu Bergþórs- dótmr og átm þau einn son í vöggu. Hjörtur og Ingibjörg voru nýtekin við búi í Fljótstungu. Haldið til veiða Laugardaginn 9. júlí 1955 héldu þeir Bergþór og Hjörmr í Fljóts- tungu til veiða í Ulfsvatni. Þeir gerðu ráð fyrir að koma aftur ekki síðar en næsta dag. Kristín hús- ffeyja bjó sig undir að halda upp á sjötugsafmæli sitt næstkomandi miðvikudag, 13. júlí. Hafði verið ákveðið að börn og barnabörn þeirra Bergþórs yrðu í Fljótstungu þann dag auk annarra gesta. Skyldi þeim m.a. fagnað með nýjum sil- ungi. Kolbeinn Guðmundsson í Stóra- Asi hefur sagt svo frá að Bergþór hafi verið með allra kunnugusm mönnum um Arnarvatnsheiði. Hann hafi farið sína fyrsm veiðiferð í Ulfsvatn þegar hann var 12 ára íslands fyrir þennan dag, 9. júlí, var að koma lægð upp að landinu úr suðvestri. Orðrétt spá kl. 22:00 þann 8. júlí: „Lægð á Grænlands- hafi en hæð yfir Bretlandseyjum. Gtunn lægð um 1000 km SA af Hvarfi á Grænlandi á hreyfingu ANA.“ Spásvæði 1-4: „SV kaldi. Smáskúrir í nótt en úrkomulaust og víða léttskýjað á morgun." Þegar ferðin var ráðin að kvöldi föstudags 8. júlí var veðurspá sam- kvæmt þessu hagstæð og því lagt á heiðina snemma morguns á laugar- degi. Veðurspá breyttist mjög til hins verra á laugardagsmorguninn. Klukkan 10:10 þann 9. júlí var hún þannig: „Lægð yfir Grænlandshafi á hreyfingu NA. Hæð yfir Bret- landseyjum og Norðurlöndum.“ Spásvæði 1-4: „Allhvass SA og rign- ing í dag. Allhvass SV og skúrir í nótt.“ Samkvæmt veðurlýsingu á Kefla- víkurflugvelli 9. júlí kl. 15:00 er vindur SA 5 og óbreyttur kl. 18:00. Yst á Snæfellsnesi er í veðurlýsingu kl. 15:00 vindur SSA 6 en kl. 18:00 hefur hann snúist í SV 6. Við vinnslu þessara veðurfarsupplýsinga lét Einar Sveinbjörnsson veður- fræðingur þessa getið við Guð- mund Þorsteinsson (6. febr. 2006), að venjulega væri mun meiri veður- hæð á hálendi, þannig að í þessu til- felli hefði mátt reikna með all- hvössu eða hvössu. Það jafngilti 7-8 vindstigum, en þá hvímaði í báru og tjöld færu að fjúka. Oftast lygndi um tíma meðan vindur væri að snú- ast. Eftirgrennslan hafín Þegar komið var nokkuð ffarn yfir áætlaðan komutíma þeirra tengdafeðga á sunnudegi ákváðu þær systur, Ingibjörg og Þorbjörg, sem þá var heima í Fljótsmngu, að fara og athuga hvað væri að. Ef til vill höfðu hestar tapast. Þar sem ekki voru hestar tiltækir heima hringdu þær til Stefáns Olafssonar í Kalmanstungu til að fá léða hesta til fararinnar og kom Kalman, sonur hans, þá þegar með þá. Þetta sumar var Gunnar Jónsson, frændi Kristínar og Bergþórs, sum- arunglingur á Þorvaldsstöðum, en hann hafði áður verið mörg sumur hjá þeim. Hann var því heimagang- ur í Fljótsmngu og vissi gjörla um aðstæður. Sigurður Jóhannesson á Þorvaldsstöðum frétti því fljótlega af áhyggjtun og för þeirra systra inn á heiðina. Hann reið því snarlega á eftir þeim og náði þeim inn við Strút. Það varð að ráði að Ingibjörg sneri aftur heim en Þorbjörg og Sigurður héldu áffam. Þegar þau komu að Ulfsvatni fundu þau tjald þeirra Bergþórs og Hjartar mann- laust, en annar farangur var óupp- tekinn, þar á meðal nesti. Bámrinn og netin voru horfin, og var þá aug- ljóst hvað skeð hafði. Þau héldu svo áffam austur með vaminu og norð- ur fyrir það, en þar fundu þau bát- inn rekinn. Nokkrum árum áður hafði allt sauðfé í Borgarfirði og víðar verið skorið niður vegna mæðiveikinnar. Nokkrir Borgfirðingar stofnuðu þá fjárbú á Bjargarstöðum í Miðfirði. Aðfaranótt mánudagsins 11. júlí komu þeir Marinó Jakobsson á Skáney og Arni Þorsteinsson í Giljahlíð suður yfir Arnarvatns- heiði ffá Bjargarstöðum. Hitm þeir Þorbjörgu og Sigurð við Ulfsvam þar sem bátinn hafði rekið að landi skammt ffá gömlum leitarmanna- kofa. Þeir fóru að leita Fljótstungu- hrossanna þriggja sem voru í höft- um en fundu aðeins tvö sem þeir tóku með sér til byggða. Skipuleg leit undirbúin Þorbjörg og Sigurður héldu rak- leiðis niður af heiðinni. Sigurður fór strax að Gilsbakka, en þá var komið undir morgun, og ræddi við þau hjón, Önnu Brynjólfsdóttur og Sigurð Snorrason, um næstu að- gerðir. Haft var samband símleiðis við hreppstjórann, Torfa Magnús- son í Hvammi, og hóf hann strax að undirbúa leit ásamt Jóni Oddgeir Jónssyni hjá Slysavarnafélagi Is- lands. Gerð var efrirfarandi leitaráætlun: Fá leitartæki hjá SVFÍ. Utvega flumingatæki inn á heið- ina. Utvega flugvél til leitar úr lofti. Utvega menn til leitar sem ætti að hefjast snemma næsta dag. Þeir Bergþór Jónsson. Hjörtur RJóhannsson. skyldu vera komnir á slysstað fyrir áætlaðan leitartíma úr loffi. Þeir þyrffu að koma að Ulfsvami þeim bámm sem tiltækir væru á heiðinni. Engir fjarskiptamöguleikar voru fyrir hendi á Arnarvamsheiði á þessum tíma og var því ákveðið að senda þá um kvöldið tvo menn á undan til að leita reka. Ef eitthvað fyndist mætti frekar afmarka leitar- svæði. Annar átti að halda áfram leit meðfram vaminu, en hinn skyldi snúa við og segja tíðindi og mundu þau e.t.v. nýtast við leitina og þá sérstaklega úr lofti. Leitartækin frá SVFÍ komu að Fljótstungu seinni hluta dags. Kristleifur Þorsteinsson á Húsafelli átti torfærubíl, Unimog, og var ákveðið að reyna að nota hann, en

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.