Skessuhorn


Skessuhorn - 30.05.2007, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 30.05.2007, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 30. MAI 2007 su'rtssnMgsiaia Frábær árangur á stúdensprófi Nanna Einarsdóttir úr Borgar- nesi varð dúx á stúdentsprófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík síð- astliðinn föstudag. Hún hlaut 10 í meðaleinkunn fyrir alla áfanga á fjórða ári og samtals 9,58 í meðal- einkunn á stúdentsprófinu. Hún útskrifaðist af náttúruff æðibraut en samtals voru 144 stúdentar braut- skráðir. Foreldrar hennar eru Guð- rún Jónsdóttir og Einar Guðbjartur Pálsson. Nanna sagði í samtali við Skessu- horn að skipulag og ánægja með viðfangsefnið væri lykilinn að þess- ari góðu útkomu. „Það er nefnilega þannig að á síðasta árinu voru ein- ungis eftir þau fög sem mér finnast skemmtilegust, eins og stærðfræði, efna- og eðilsfræði og auðvitað er betra að ná góðum árangri ef áhug- inn á viðfangsefninu er mikill. Ég stefni síðan á bygginga- og um- hverfisverkfræði eins og staðan er núna þótt fleiri greinar verkfræð- innar komi til greina. En ég þarf að fara að ákveða mig þar sem um- sóknarfrestur fer að renna út.“ Aðspurð af hverju hún hefði sóst efidr því að fara í Kvennaskólann sagði Nanna ástæðuna vera þá helsta að skólinn væri ffernur lítill og þægilegur, þar væri bekkjarkerfi og stærðin væri í samræmi við grunnskólann í Borgarnesi, þar sem hún stundaði nám áður fyrr. Nanna vinnur í sumar sem gjald- keri hjá Kaupþingi í Borgarnesi en starfaði undanfarin sumur á Hótel Hamri við Borgarnes. Við brautskráninguna í Hall- grímskirkju hlaut Nanna meðal annars verðlaun Stærðffæðifélags Islands fyrir framúrskarandi árang- ur í stærðffæði og verðlaun fyrir 100% skólasókn. Bgk/ljósnt. Hildur Sigurgrímsdóttir. Nanna Einarsdóttir med jjölskyldunni og kærastanum. En þau erujrá vinstri Guðrún Jónsdóttir, Einar Guðbjartur Pálsson, Nanna og kærastinn Guðfinnur Gústavsson. Útskriftarhópur FVA árið 2007. Ljósmynd: Myndsmiðjan. Fjörutíu útskrifast úr FVA Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi brautskráði á laugardag- inn 40 nemendur við hátíðlega at- höfn. Alls útskrifuðust 28 með stúdentspróf, 10 með burtfarar- próf af iðnbraut, einn bæði með stúdentspróf og burfararpróf af iðnbraut og einn úr öðru námi sem skiptinemi. Kristín Mist Sigur- björnsdóttir fékk verðlaun fyrir bestan árangur á stúdentsprófi og Ingólfur Pétursson fyrir bestan ár- angur af iðn- og starfsmennta- brautum. Við athöfnina veittu þeir Gísli Einarsson, bæjarstjóri Akraness og Böðvar Bjarki Þorsteinsson, forseti sveitarstjórnar Borgarbyggðar námsstyrk sveitarfélaganna tveggja. Hann skiptist jafnt milli þeirra Doffa Jónassonar sem lauk burtfar- arprófi af námsbraut í rafvirkjun og Stefáns Jóhanns Sigurðssonar sem lauk stúdentsprófi af félagsffæða- braut. Báðir útskrifuðust þeir í des- ember 2006. Hörður O. Helgason, skóla- meistari FVA ávarpaði samkomu- gesti og útskriftarefni við athöfn- ina. Hvatti hann unga fólkið ein- arðlega til að taka þátt í félagsstarfi í ffamtíðinni, hvort sem það væri innan stjórnmálaflokka eða hags- munasamtaka. Bræðurnir Björn Þorri og Viktor Viktorssynir, komu fram sem fulltrúar 10 og 20 ára stúdenta og afhentu skólanum gjöf ffá afmælisárgöngunum. Var þar um að ræða málverkið Þorpið eftir Bjarna Skúla Ketilsson, eða Baska. kóp Forstöðumaður Safiiamiðstöðvar Keyptu rútu til að flytja knattspymufólk Knattspyrnudeild Víkings hef- ur keypt 16 manna rútu til að aka fótboltakrökkum í Snæfellsbæ á leiki sem þau taka þátt í um land- ið og á samæfingar á Snæfells- nesi. „Ljóst er að starf knatt- spyrnunnar í Snæfellsbæ er alltaf að aukast og krakkarnir þurfa að ferðast meira vegna þátttöku í fleiri leikjum. Hefur knatt- spyrnudeildin fengið nokkar styrktaraðila með sér í lið til þess sjá um rekstur rútunnar," segir Jónas Gestur Jónasson, formaður meistaraflokks knattspyrnudeild- ar Víkings. Bætir hann því við að Forsvarsmenn knattspymudeilar Vt'kings ásamt ungum knattspymumönnum úr Víkingi í Olafsvík. vel yrði þegið að fá fleiri styrktar- efni með Víkingi. aðila til að taka þátt í þessu verk- af Guðrún Jónsdóttir menningar- fulltrúi Borgarbyggðar hefur verið skipuð forstöðumaður Safhamið- stöðvar Borgarbyggðar til 1. sept- ember. Eins og greint var ffá í fréttum Skessuhorns sagði Ása Harðardóttir forstöðumaður Safnahúss Borgarfjarðar upp starfi sínu og tók uppsögnin gildi 1. mars síðastliðinn. Hinsvegar lagði vinnuhópur sem skipaður var til að gera tillögur um framtíð Safnahúss Borgarfjarðar til að ekki yrði ráðið í starf fráfarandi forstöðumanns heldur sæi menningarnefnd sveit- arfélagsins um málefhi safinanna og menningarfulltrúi yrði því yfir- maður þess. Þessi ráðstöfun er því í samræmi við þær tillögur. Sami hópur lagði einnig til að heiti Safhahúss Borgarfjarðar yrði breytt í Safnamiðstöð Borgarfjarðar sem sinni einnig þjónustu og ráðgjöf til annarra safha og sýninga í hérað- inu. Jafhffamt voru tillögur um að rekstri Safnamiðstöðvar Borgar- fjarðar verði skipt upp í þrjár að- skildar en þó tengdar einingar: Héraðsskjalasafn Borgarfjarðar, Héraðsbókasafii Borgarfjarðar og Munasafn Borgarfjarðar. Skipting- in verði gerð á grundvelli þess að um mismunandi starfsemi og áherslur er að ræða. Nú hefur sveitarfélagið ákveðið að heimila forstöðumanni að ráða minjavörð í hálft starf. Að sögn Björns Bjarka Þorsteinssonar, forseta sveitar- stjórnar Borgarbyggðar var ákveðið að prófa þetta til að byrja með og sjá til hverju ffam vindur, en líklega muni þetta starf vaxa með árunum. bgk Pistill Gísla Ég man ekki hvort ég hef ein- hverntíman nefrit það áður á þess- um vettvangi, sem flestir mér kunnugir vita náttúrulega, að ég er nánast óttalaus. Eg veit að þetta er nokkuð stór fullyrðing enda hvarfl- aði ekki að mér að slá henni ffam nema geta staðið við hana. Hvað sem hver segir þá hræðist ég varla neitt, hvort eð er í lofti, láði eða legi. Fyrir utan konuna mína þá er það aðeins eitt sem mér stendur stuggur af í návígi en það eru vöru- bifreiðar með viðhengi. Þannig vill til að ég brúka þjóð- vegi landsins meira en margir aðr- ir og tel mig því hafa þokkalega yf- irsýn yfir það sem þar á sér stað. Það er því ekki út í bláinn að ég fullyrði að vörubílar með aftaní- vagna séu að verða algengasti ferðamáti Islendinga. Miðað við hversu mörgum trukkum með tengivagna ég mæti á vegum lands- ins dag hvern þá lætur nærri að tíu hjóla trukkar með jafn margra hjóla vögnum aftaní séu til á hverju heimili. Auðvitað veit ég að það eru stór- kostlegar ýkjur en þeir eru samt býsna margir og vel rúmlega það á íslenskum vegum og vegleysum. Astæða þess að ég er eilítið smeykur, eða öllu heldur þónokk- Asjó uð smeykur við vörubílalestir er ekki að ég telji bílstjóra þeirra hafa illt í huga gagnvart mér eða mín- um. Eg efast ekki um það eitt and- artak að vörubifreiðastjórar lands- ins eru upp til hópa mestu geð- prýðismenn sem ekkert aumt mega sjá. Það vill hinsvegar þannig til að þessir bílar passa ekki fyrir íslenska vegi ffekar en fílar eru hannaðir til að ferðast um á hlaupahjólum. Eg geri mér reyndar ekki grein fyrir hvort það eru vörubílarnir sem eru of stórir eða vegirnir sem eru of litlir. Hvernig sem það snýr þá passar þetta tvennt allavega ekki saman. Þegar maður mætir þessum ferlíkjum þá er maður undantekn- ingarlaust með lífið í lúkunum og það er ekki svo sjaldan því maður gerir ekki mikið annað ef maður er á vegum úti á annað borð, slíkur er fjöldinn eins og áður hefur verið vikið að. Eg á heldur ekki von á því, með fullri virðingu, að full- lestaðar og jafnvel oflestaðar vöru- bifreiðarnar bæti vegakerfið. Það skemmtilega við þetta leið- inlega vandamál er að lausnin er einföld. Með því að færa þunga- flutningana á haf út þar sem þeir eiga best heima er hægt að slá tvær flugur í einu höggi. Annarsvegar að hlífa vegakerfinu við óþarfa á- níðslu og hinsvegar að hlífa tauga- kerfi mínu við þeirri áníðslu sem ég minntist á hér í upphafi. Það er því verðugt verkefni fyrir nýjan samgönguráðherra að finna leiðir til að endurvekja strandsiglingar hér við land. Eg get ekki látið mér detta í hug betri byrjun nema ef vera skyldi örmur Héðinsfjarðar- göng, þ.e. í hina áttina. Eg bíð spenntur. Gísli Einarsson, samgöngumála- ráðgjafi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.