Skessuhorn


Skessuhorn - 30.05.2007, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 30.05.2007, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 2007 §iaessiíH©EH Krístinn þing- flokksformaður FRJÁLSLYNDIR: Kristinn H. Gunnarsson, níundi þingmaður Norðvesturkjördæmis, hefur verið skipaður þingflokksfor- maður Frjálslynda flokksins. Flokkurinn fundaði sl. mið- vikudag og skipti á milli sín embættum, en fjórir sitja á þingi fyrir flokkinn. Fyrsta verk nýkjörins þingflokks var að álykta um vanda sjávarþorpa. Kristinn hefur áður verið þing- flokksformaður, en hann var þingflokksformaður Framsókn- arflokksins 1999-2003. -kóp Innbrot í verslanir SNÆFELLSBÆR: Aðfar- arnótt fimmtudags í síðustu viku var brotist inn í tvær versl- anir í Snæfellsbæ; Virkið í Rifi og Kassann í Olafsvík. Að sögn lögreglu var litlu stolið en þó tókst þjófunum að komast á brott með tóbak og eitthvað af skiptimynt. Engar skemmdir voru unnar. Málið er í rann- sókn hjá lögreglunni í Olafsvík. -af Fjallskilamál skoðuð DALIR: Sveitarstjórn Dala- byggðar hefur samþykkt að boða formenn fjallskilanefnda til fundar til að fara yfir fjall- skilamál í sveitarfélaginu. Gunnólfur Lárusson sveitar- stjóri sagði í samtali við Skessuhorn að það þyrfti að fara að skoða þessi mál í ljósi breyttra aðstæðna í sveitum. „Hér eins og víða annarsstaðar er erfitt að fá mannskap í smalamennskur. Fólki hefur fækkað á bæjunum og jafnvel eru sumar jarðir í eigu manna sem eiga lögheimili utan Dala- byggðar. Að kalla formennina saman til fundar er byrjunin á þessari endurskoðun og svo tökum við framhaldsskrefin út frá þeim viðræðum,“ sagði Gunnólfur. -bgk HS-verktak með gangstétta- viðgerðir BORGARBYGGÐ: Byggða- ráð Borgarbyggðar hefur sam- þykkt að fela forstöðumanni framkvæmdasviðs að ganga til viðræðna við HS-verktak um gangstéttaviðgerðir í Borgar- nesi. Páll S. Brynjarsson, sveit- arstjóri sagði í samtali við Skessuhorn að meirhluti byggðaráðs teldi að það þjónaði best hagsmunum sveitarfélags- ins að semja við HS-verktak. „Menn telja að á þennan hátt verði verkið unnið fljótt og vel. Hluti af þessari vinnu er þegar inni í samningum sveitarfélags- ins við HS-verktak þannig að það þarf einungis að semja um það sem út af stendur. Mikil þörf er orðin fyrir þessar lag- færingar og því leggjum við áherslu á að verkið verði klárað í sumar,“ sagði Páll S. Brynjars- son sveitarstjóri. -bgk Sturla kveður ráðuneyti sitt eftir átta ára veru Síðastliðinn fimmtudag tóku nýir ráðherrar við lyklavöldum ráðu- neytanna. Þá afhenti Sturla Böðv- arsson, samgönguráðherra og 1. þingmaður NV kjördæmis m.a. lyklavöld af ráðuneyti sínu til Krist- jáns Möllers, nýs ráðherra Samfylk- ingarinnar. Við þetta tækifæri sagði Sturla Böðvarsson meðal annars að í samgönguráðuneytinu væri unnið eftir langtímaáætlunum f öllum málaflokkum. „Þetta á við sam- gönguáætlun, fjarskiptaáætlun og ferðamálaáætlun og jafnframt höf- um við lagt áherslu á bætta stjórn- sýslu með miklum skipulagsbreyt- ingum í ráðuneytinu. A þessum tímamótum get ég ánægður staðið upp frá þessum vettvangi og tel að nýr ráðherra taki við góðu búi. Þannig er málum háttað með sam- gönguráðuneytið að það er eins og stórt tankskip sem tekur langan tíma að snúa við og ég vona að Kristjáni Möller gangi vel að sigla eftir svipaðri stefnu og ég hef gert,“ sagði Sturla Böðvarsson meðal annars við þetta tækifæri. mm Töluverður hagnaður á fyrsta ársfjórðungi HB Granda Hagnaður fyrsta ársfjórðungs HB Granda eftír tekjuskatt nam 2,4 milljörðum króna, en á sama tíma- bili í fyrra var tap upp á ríflega 1,3 milljarða. Líkt og Skessuhorn hefur greint frá var fyrirtækið rekið í fyrra með tæplega tveggja milljarða króna tapi og er því um mikinn við- snúning að ræða. Rekstrartekjur á fyrsta ársfjórðungi 2007 námu 4.670 mkr, samanborið við 3.675 mkr á sama tíma árið áður. Aukning tekna réðist að hluta til af veikara gengi krónunnar, en meðalgengis- vísitala fyrsta ársfjórðtmgs hækkaði HB GRANDI á milli ára úr 110 í 122 eða um 11%. Þá jókst afli á loðnuvertíð verulega á milli ára vegna meiri út- hlutunar kvóta, auk þess sem verð- mæti á veidd kíló voru hærri vegna mikillar hrognaffamleiðslu. Hagn- aður af sölu togarans Engeyjar var 662 milljónir króna. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftír (EBITDA), án söluhagnaðar af Engey, var 1.478 mkr eða 31,6% af rekstrartekjum, en var 760 mkr eða 20,7% árið áður. Hærra EBITDA hlutfall réðist m.a. af veikari krónu og góðri loðnuvertíð. Við bættist 662 mkr hagnaður af sölu Engeyjar. Rekstrarhagnaður af eigin starfsemi var 1.838 mkr, en var 455 mkr á sama tímabili árið áður. kóp Century Alnmimim sældr um skráningu hjá KauphölÍinni Century Aluminum Company, móðurfélag Norðuráls hefur farið þess á leit við Kauphöll Islands að hlutir félagsins verði skráðir á First North Iceland. Century Aluminum er skráð á bandaríska Nasdaq mark- aðinn og er fyrsta skráða fyrirtækið í Bandaríkjunum, sem sækir um skráningu á Islandi. Félagið verður því bæði skráð í Bandaríkjunum og á Islandi. I undirbúningi er að auka hlutafé fyrirtækisins um fjórðung. Söluandvirði hlutanna gæti numið allt að 28 milljörðum króna miðað við núverandi markaðsverð. Is- lenskum stofhana- og fagfjárfestum verður boðið að taka þátt í útboð- inu, sem fram fer á sama tíma í Bandaríkjunum og á Islandi. Umsjón með útboðinu á Islandi er í höndum Kaupþings banka og Landsbanka Islands. Fyrir tveimur árum önnuðust bankarnir 365 milljóna dala fjármögnun vegna stækkunar og endurfjármögmmar álvers Norðuráls á Grundartanga. Aætlað er að nota meginhluta af afrakstri útboðsins til að fjármagna fyrirhugaða byggingu álvers í Helguvík. Reiknað er með að fram- kvæmdir getí hafist þar í byrjun næsta árs. Aður en fyrirhugaðar framkvæmdir hefjast í Helguvík verður andvirðið notað í áhættulitl- ar fjárfestingar og til að greiða nið- ur skuldir. Ragnar Guðmundsson fram- kvæmdastjóri viðskiptaþróunar og fjármálasviðs Norðuráls segir að skráning Century Aluminum á Is- landi sé í samræmi við þá stefnu fyrirtækisins að treysta böndin við íslenskt samfélag. „Við höfum áður leitað til íslenskra banka með verk- efni og svo vel tókst til að eftír því var tekið. Nú stefnum við að því að auka enn samstarfið með því að gera okkur sýnilegri á íslenska fjár- málamarkaðinum.“ „I ljósi framvindu verkefnisins í Helguvík, teljum við skynsamlegt að stíga þetta mikilvæga skref til að undirbúa fjármögnun á verkefninu" segir Logan W. Kruger, forstjóri Century. „Með þessu stefnum við að því að styrkja enn frekar það far- sæla samstarf sem við höfum átt við fjölmarga aðila á Islandi á tmdan- förnum árum.“ Utboðsferlið hefst formlega á morgun miðvikudaginn 30. maí með kynningum fyrir fagfjárfesta. Það stendur út næstu viku. I fram- haldi af því verður félagið skráð á First North Iceland og gefst þá al- menningi kostur á að eiga viðskipti með hluti í fyrirtækinu. Umsjónar- aðilar útboðsins á alþjóðavísu eru Credit Suisse Securities (USA) og Morgan Stanley & Co. Incor- porated, en Kaupþing banki hf. og Landsbanki Islands hf. sjá um fram- kvæmdina hér á landi. Kaupþing Securities Inc. í New York er með- al söluaðila í Bandaríkjunum. mm/ Ljósm. Mats. Réttindalaus á núrnerslausum M AKRANES: Lögreglan á Akranesi afgreiddi 151 mál í vikunni sem leið og voru umferðarmálin fyrir- ferðarmest. 67 ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur og þeir sem hraðast óku voru á 131 og 133 km/klst hraða. Þeir munu fá sína 30.000 kr sektir. 5 ökumenn voru kærðir fýrir að nota ekld ör- yggisbelti. Þá var tilkynnt um öku- mann sem var á bifreið án skrán- ingamúmera og þegar lögregla æd- aði að hafa afskipti af honum hljóp hann í burtu en náðist skömmu síð- ar. Okumaðurinn var 16 ára gamall og þar af leiðandi próflaus. -mm Hannes í stjóm LANDSBJÖRG: Á landsþingi Slysavamafélagsins Landsbjargar sem haldið var fyrir skömmu var Hannes Frímann Sigurðsson fyrr- verandi formaður Björgunarfélags Akraness kosinn í stjóm. Á árum áður starfaði hann einnig með björgunarsveitinni Ok í Borgar- firði. Hannes býr nú í Reykjavík og starfar sem deOdarstjóri fast- eigna Orkuveitu Reykjavíkur. Það mun vafalast verða fengur fyrir björgunarsveitir á Vesturlandi að hafa öflugan liðsmann í stjóm heildarsamtaka björgunar og slysavama, sem Landsbjörg er. -mm Eignast tvinnM HVALFJ.SVEIT: Á morgun verður skipulags- og byggingar- fulltrúa Hvalfjarðarsveitar afhent- ur umhverfisvænn tvinnbfll frá sveitarfélaginu. Athöfnin fer fram við félagsheimilið Miðgarð, þar sem sem skrifstofur Skúla Lýðs- sonar, skipulags- og byggingar- fulltrúa, em til húsa, og hefst ldukkan 16. Formaður umhverfis- og náttúruvemdarnefhdar, Am- heiður Hjörleifsdóttir, afhendir þá lyklana að nýrri Toyota Prius- bifreið, en þetta er fýrsta bifreiðin sem Hvalljarðarsveit festir kaup á og er ætluð Skúla til afnota í starfi sínu. Starfi skipulags- og bygging- arfulltrúa fylgir mikOl akstur um stórt og víðfeðmt sveitarfélagið og því vora fest kaup á tvinnbfl, en þeir eru bæði búnir rafmótor og bensínhreyfli. -kóp Nýr leigutaki Langár MÝRAR: Frá árinu 2009 verður fýrirtækið Lax ehf með Langá á Mýram til leigu. Veiðifélag Langár samþykkti samhljóða á að- alfundi fyrr í vor að taka tilboði fýrirtækisins í leigu á ánni árin 2009-2011. Núverandi leigutaki, Ingvi Hrafh Jónsson (Langárveið- ar) smddi þetta tilboð enda hefur hann þegar átt í samstarfi við nýj- an leigutaka um árabfl. Viðsldpta- vinir Langár til margra ára munu njóta forgangs um sína veiðidaga hjá söluaðOtun eins og frekast er kostur og mun Ingvi Hrafh verða Lax ehf til ráðgjafar, meðal annars við lagfæringar á ánni og veiði- staðagerð. I framhaldinu hefur verið gerður samstarfssamningur á mifli Stangveiðifélags Reykjavík- ur, SVFR, og Lax ehf um sölu veiðOeyfa í Langá. Áin mun því standa félagsmönnum SVFR til boða, jafnvel strax á næsta ári. Fyr- ir era SVFR og Lax ehf með sam- starf um sölu á fjölmörgum vatna- svæðum og er Laxá í Kjós gott dæmi um það. bgk

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.