Skessuhorn


Skessuhorn - 30.05.2007, Blaðsíða 31

Skessuhorn - 30.05.2007, Blaðsíða 31
ssessiíssosíri MIÐVIKUDAGUR 30. MAI2007 31 Tvö 2-2 jafntefli og fyrstu stigin IA og Fram skildu jöfn á Akra- nesvelli á fimmtudaginn, 2-2 og náði IA sér þar í sitt fyrsta stig í deildinni. Arni Thor Guðmunds- son kom IA yfir eftir hornspyrnu á 39. mínúm. Hornið kom eftir ffá- bært skot Kára Steins Reynissonar sem varið var út af. Andri Júlíusson átti góða tilraun eftir gott samspil við Ellert Jón Björnsson inni á teig Fram um miðjan hálfleik, en skaut yfir úr þröngu færi. Nokkru fyrr hafði Helgi Pétur Magnússon, sem ber fyrirliðabandið í dag, átt gott skot af löngu færi en yfir. Staðan í hálfleik var því 1-0 fyrir IA. Fram- arar komu mun ákveðnari til leiks í síðari hálfeik og pressuðu stíft, þó IA ætti góða spretti. Fram jafhaði eftir varnarmimstök á 63. mínúm þegar engin hætta virtist vera á ferðum. Á 76. mínútu kom Gísli Freyr Brynjólfsson Skaganum aftur yfir, en hann hafði ekki verið inn á í mínútu. Tveimur mínúmm síðar jafhaði Fram metin á ný eftir að varnarmenn IA náðu ekki að hreinsa almennilega frá. Það var vandamál Skavarnarinnar og hvað eftir annað spörkuðu þeir boltanum á leikmenn Fram. Sömu úrslit í Arbænum Skagamenn voru með eitt stig á botni deildarinnar ásamt KR þegar þeir mætm í Árbæirm á mánudag- inn. Þeir nældu sér þar í annað stig með 2-2 jafntefli. Tveir nýir leik- menn vora í hópi IA, þeir Dario Cingel miðvörður og Vjekoslav Svadumovic ffamherji. Fylkir átti 40 ára afmæli og blés til stórhátíðar af því tilefhi. Það blés þó ekki byr- lega fyrir liðinu ffaman af leiks og það missti mann út af á 20. mínútu leiksins. Jón Vilhelm Ákason kom IA yfir með góðu skoti eftir glæsi- legan samleik við Svadumovic. Átta mínúmm síðar tókst Fylki að jafha og stóðu leikar 1-1 í hálfleik. Svadumovic kórónaði góðan leik sinn með marki á 70. mínútu. Bjarni Guðjónsson tók aukaspyrnu og Svadumovic komst inn í send- ingu og negldi boltanum í slána og inn. Frábær byrjun hjá leikmannin- um! Tíu mínúmm síðar jafnaði Fylkir á ný og þeir vora nærri því að skora þegar þeir fengu víta- spyrnu rétt fyrir leikslok. Páll Gísli varði hins vegar í markinu og bjarg- aði stiginu fyrir Skagamenn. -----------y---------------------------- Víkingur O. gerði jafntefli á heimavelli Jón Steinar í dauðafæri en markvörður Njarðvíkur náði að verja. Víkingur Ólafsvík lék fyrsta heimaleik sinn á leiktíðinni á þessu keppnistímabili á föstudagskvöld og náði sér þar í sitt fyrsta stig í deildinni.. Fjölmargir áhorfendur mætm á völlinn þótt veður væri með versta móti; austan strekking- ur og kalt í veðri, en áhorfendur lém það ekki á sig fá og hvötm sína menn áfram. Andstæðingarnir vora Njarðvík og niðurstaðan marka- laust jafntefli. Völlurinn var í fi'nu standi og aðstæður því ágætar til knattspyrnuiðkunar í Ólafsvík. Suad Begic var í leikbanni og mun- ar um minna, en að öðra leyti gat Víkingur teflt fram sínu sterkasta liði. Vörnin stóð sína plikt þrátt fyrir fjarvera Bega, en liðinu tókst ekki að koma boltanum í net and- stæðinganna. Víkingur hefur ekki enn unnið leik í sumar, en liðið hef- ur tapað tveimur og gert eitt jafti- tefli og situr í þriðja neðsta sæti deildarinnar. Skallagrímur gerði 1-1 jafhtefli við Hvöt á Blönduósi sama kvöld og Kári tapaði 1-2 á Akranesvelli fyrir Víði. Þá tapaði Snæfell 5-1 fyrir KV á KR-velli. kóp/ Ijósm. af. Kári tapaði naumt en Snæfell stórt Kári tapaði fyrir GG á mánudag í liðinni viku leik sem fram fór í Grindavík. Lokatölur urðu 3-2 fyr- ir GG. Heimamenn komust snemma yfir en Þorsteinn Gíslason jafnaði úr víti á 11. mínúm. I upp- hafi síðari hálfleiks komst GG í 2-1 en Kári jafhaði metin á ný þegar Hilmir Hjaltason skoraði. GG skoraði síðan sigurmarkið skömmu fyrir leikslok. Sunnudaginn 20. maí tók Snæfell á móti Víði í Stykkishólmi. Skemmst er frá því að segja að heimamenn steinlágu og lokatölur urðu 0-9 fyrir Víði, en staðan í hálf- leik var 0-4. kóp Meistaramót í skotfimi Fyrsta meistaramót Akraness í skotfimi með loftrifflum og loft- skammbyssum fór fram í íþrótta- húsinu við Vesturgötu á Akranesi sl. miðvikudag. Skotfélag Akraness stóð fyrir mótinu sem var opið öll- um og viðurkennt til meta og flokka af Skotíþróttasambandinu. Skotfé- lagsmenn lyftu grettistaki við undir- búning mótsins en í lauslegri sam- antekt kemur fram að um 80 vinnu- stundir hafi farið í að setja upp völl og ganga frá að móti loknu. Hér sannaðist enn og aftur að margar hendur vinna létt verk og var full- búinn, löglegur völlur settur upp á þriðjudagkvöldinu og tekinn niður aftur þegar móti lauk á tíunda tím- anum á miðvikudagskvöldið. 20 keppendur skráðu sig til keppni og vora þar á ferðinni m.a. allir landsliðsmenn í báðum grein- um. Árangur keppenda á mótinu var með besta mótd og setti Guð- björg Perla Jónsdóttdr, Skotfélagi Akraness, Islandsmet í loftskamm- byssu stúlkna, 286 stig og bætti þar með eigið met um 39 stdg. Ásgeir Sigurgeirsson úr Skotfélagi Reykja- víkur var aðeins einu stigi frá því að jafna 14 ára gamalt Islandsmet Ólafs Jakobssonar. Keppnin var tví- þætt, þ.e. heildarmótið sem allir tóku þátt í og svo börðust heima- menn innbyrðis um titilinn Akra- nesmeistari í loftskammbyssu. mm Efstu á mótinu urðu: Loftskammbyssa karla: 1. sæti Ásgeir Sigurgeirsson SR 2. sætd Þorsteinn Guðjónsson IFL 3. sæti Hannes Tómasson SR Loftskammbyssa kvenna: 1. sætd Kristína Sigurðardóttir ÍFL 2. sæti Jórann Harðardóttir SR 3. sæti Jóhanna Heiður Gestsdótt- irSKA Loftriffill: 1. sætd Guðmundur Helgi Christensen SR 2. sæti Amfinnur Jónsson SK 3. sæti Hörður Lárusson SR Akranesmeistarar: Loftskammbyssa karla: Jón S. Ólason Loftskammbyssa kvenna: Jóhanna Heiður Gestsdóttir Loftskammbyssa drengja: Pétur Ingi Jónsson Loftskammbyssa stúlkna: Guðbjörg Perla Jónsdóttir Guómundur Guðjónsson í baráttu við Framara. Kári Steinn ÍA spilaði vel gegn Fylki og bjó sér til fi'n færi. Lið- inu tókst hins vegar ekki að nýta sér liðsmuninn og missti leikinn því í jafhtefli. Ljóst er að nýju leikmennirnir styrkja hópinn til muna og gera hann breiðari. Gaman verður að sjá til W*™eð. liðsins þegar Þórð- ur Guðjónsson og Dean Martin verða leikfærir á ný. Margt gott býr í liðinu og nú er það verkefni manna að ná því fram á vellinum. Liðið nær að skora mörk og það veit á gott. Það er þó ekki nóg á meðan andstæðingurinn skorar jafhmörg mörk eða fleiri. kóp Óskum eftir að ráða sjálfstæða og skipulagða bílstjóra í sumarstörf. Umsækjendur þurfa að hafa "trailer" réttindi. Nánari upplýsingar veitir Pétur G. Jónsson í síma 444 3052. Hægt er að sækja um á www.skeljungur.is eða senda ferilskrá á starf@skeljungur.is. í tilefni að 90 ára afmæli Gróu Guðmundsdóttur, Álftártungu verður haldið samsæti henni til heiðurs, mánudaginn 4.júní frá kl.19.00 til 22.00 íLyng- brekku.Eru allir velkomnir. Benda skal á að allar gjafir henni til handa eru af- þakkaðar, en fólki bent á hjólastólabílssjóð D.A.B. Söfnunarbaukur á staðnum. Bílstjórar Sjómenn KIRKJUBRAUT4-6 ' AKRANESI-SlMI 431 2244 Vantar föt fyrir sjómannadaginn? Þið fóið þau f Nfnu Opið til kl. 16. laugardaga

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.