Skessuhorn


Skessuhorn - 30.05.2007, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 30.05.2007, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 30. MAI 2007 SgjgSSliiIÍMKI Kirkjubraut 54-56 - Akranesi Sími: 433 5500 Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14:00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skilafrestur smáauglýsinga er til 12:00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.000 eintökum og selt til áskrifenda og t lausasölu. Áskriftarverð er 1400 krónur með vsk á mánuði en krónur 1300 sé greitt með greiðslukorti. Elli- og örorkulíf.þ. greiða kr. 1050. Verð í lausasölu er 400 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 ALLA VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. - 433 5500 Ritstj. og ábm. Magnús Magnúss. 894 8998 Blaðamenn: Alfons Finnsson, Snæfellsnesi 893 4239 Birna G Konráðsdóttir 864-5404 Kolbeinn Ó. Proppé 659-0860 Magnús Magnúss. 894 8998 Augl. og dreifing: Hekla Gunnarsd. 821 5669 Umbrot: Ómar Örn Sigurðsson 437 1677 Bókhald og innheimta: Guðbjörg ðlafsdóttir skessuhorn@skessuhorn.is magnus@skessuhorn.is birna@skessuhorn.is kolbeinn@skessuhorn.is magnus@skessuhorn.is hekla@skessuhorn.is augl@skessuhorn.is bokhald@skessuhorn.is Leiðarinn Nú er Snorrabúð stekkur Landbúnaðar- og sjávarútvegsmál heyra frá síðustu viku undir sama ráðherrann. Þar eru elstu atvinnuvegir íslenskrar þjóðar sett- ir undir hatt Einars K Guðfinnssonar sem tekst nú á við tvöfalt hlutverk ffá tíð síðustu ríkisstjórnar. Sú var tíðin að þessar tvær at- virmugreinar voru burðarásar íslensks samfélags. Menn stunduðu annaðhvort sjó eða búskap, höfðu jú að litlu öðru að hverfa. I ald- ir voru lidar ffamfarir í þessum greinum, ffemur en í samfélaginu að öðru leyti. Bændur handmjólkuðu sínar ær og kýr og sjómenn réru til fiskjar á árabátum óvarðir fyrir veðri og vindum. Alikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þannig háttaði, sem bemr fer. Miklar tækniframfarir urðu á síðusm öld og útgerð blómstraði í flesmm sjávarplássum - það var effirspurn eftir störfum tengdum veiðtun og vinnslu. Þegar undirritaður flutti sig um set, fór úr sveitinni og settist að í sjávarplássinu Akranesi fyrir hálfum áramg síðan mátti nær daglega heyra drunurnar í togurunum og bámnum sem sigldu inn eða út úr höfninni á Skaganum. Hægt var að fylgj- ast með út um eldhúsgluggann lífinu sem ríkti í og við höfhina; ið- andi mannlífi athafnasamra sjómanna og starfsemi tengdri útgerð- iuni. Nú er Snorrabúð stekkur, í það minnsta á Akranesi. I dag er viðburður ef stórt skip sést leggjast að bryggju og stærsti atvinnu- rekandinn hefur verið settur undir fyrirtæki í Reykjavík. Vinnslan er auk þess komin um borð í skipin og störfum í landi hefur hríð- fækkað. Utgerðarbærinn Akranes hefúr vissulega breytt um svip og með sanni má segja að þar hafi átt sér stað eitt hljóðlátasta andlát nokkurrar atvinnugreinar fyrr og síðar. Fólk hafði jú sem betur fer að öðrum störfum að hverfa og iðnaður m.a. á Grundartanga átti sixm þátt í að veita hundruðum störf. Afallið varð ekkert. Ekki á neinn hátt svipaðar aðstæður og t.d. Onfirðingar búa við vestur á fjörðum nú um stundir. I viðtali við Einar K. Guðfinnsson, ráðherra landbúnaðar og sjávarútvegs, sem birtist í Skessuhorni í dag, segir hann að sjávar- útvegur eigi að vera leiðandi afl í íslensku samfélagi. Hann sé það enn eins og um aldir þótt menn vilji tala aðrar atvinnugreinar fremri. Einar heldur auk þess fram að lífskjarasókn síðustu áratuga hefði ekki átt sér stað ef sjávarútvegurinn hefði ekki staðið sína plikt; hann hafi verið dráttarklárinn á gnægtarvagn samfélagsins. Nú vanti hinsvegar nýliðun í greinina og þannig sé komið að ungt fólk vilji ekki starfa í henni. Sjómenn sjálfir hafa af þessu áhyggjur og segja margir að eina breytingin frá ári til árs sé sú að þeir verði árinu eldri! Fyrrum skipstjóri á Snæfellsnesi sem rætt er við í blað- inu í dag segir það einnig sorglegt að nú sé leiguverð á kvóta orð- ið svo hátt að sjómaður sem gera vilji út á leigukvóta fái í sinn hlut um það bil fimmta hvern fisk sem veiðist. Þetta er dapurleg stað- reynd og óræk ástæða ein og sér fyrir að ungir menn sækja ekki í sjómennsku. Við getum ekki stöðvað ffamrás tímans. Við getum hinsvegar ferðast með breytingunum og stýrt þeim okkur í hag. Enn um sinn verða landbúnaður og sjávarútvegur undirstaða búsetu í hinum dreifðu byggðum landsins. Hlutverk Einars K Guðfinnssonar er því ærið fyrir okkur sem viljum búa á þessu landssvæði. mm Tjaldur SH keyptur til Rifs KG fiskverkun í Rifi hefur keypt línubátínn Tjald SH af útgerðarfé- laginu Brimi ehf. á Akureyri. Tjald- ur sem er einn af stærstu beitnings- véla línubátun á Islandi er um 412 tonn að stærð og er smíðaður í Tomrefjord í Noregi árið 1992. Upphaflega var skipið einmitt smíðað fyrir KG fiskverkun svo segja má að Tjaldur sé kominn heim á nýjan leik. „Með þessum kaupum eru við að styrkja rekstur- inn,“ segir Hjálmar Kristjánsson, ffamkvæmdastjóri KG í samtali við Skessuhorn. „Við eigum einnig Faxaborgina en það er óvíst hvað við gerum við hana, en áhöfnin af Faxaborgini fer yfir á Tjald SH og skipstjóri verður Jónas Jónasson sem í dag er skipstjóri á Faxaborg- inni. Við munum svo taka í notkun Tjaldur SH sem KG hejrir keypt afBrimi. nýtt húsnæði hér í Rifi þann 13. formleg opnun verður svo þann 16. ágúst næstkomandi en þá mun ágúst,“ segir Hjálmar. vinnsla hefjast í nýja húsinu og Af Nýtt hús KG fiskverkunar í Rifi. Jónas Jónasson verður skipstjóri á Tjaldi SH. Hefur nú þegar átt viðræður við nýj- an heilbrigðisráðherra Björn Bjarki Þorsteinsson, forseti sveitarstjómar Borgarbyggðar hefur þegar átt viðræður við nýjan heil- brigðisráðherra um húsnæði Dval- arheimilis aldraðra í Borgarnesi. Þörf fyrir stækkun og endurbætur á húsnæði heimilisins hefur verið framarlega á forgangslista ráða- manna í Borgarbyggð sem telja að nú sé röðin komin að stækkun heimilisins enda þörfin brýn. Form- legt erindi var því sent til heilbrigð- isráðuneytisins um að leyfi fengist til að leysa málin á þann hátt að heimamenn, með fulltingi Spari- sjóðs Mýrasýslu og Borgarbyggðar, fjármögnuðu til bráðabirgða ffam- kvæmdir, gegn því að ríldð greiddi þær niður síðar, eða eftir árið 2012. Viðbrögð bámst ekki ffá ráðuneyt- inu áður en gengið var til kosninga þann 12. maí sl. en sl. fimmtudag tók nýr heilbrigðisráðherra, Guð- laugur Þór Þórðarson, við völdum. Eins og áður segir hefur Björn Bjarki Þorsteinsson þegar átt við- ræður við heilbrigðisráðherra um málefni heimilisins. „Eg á ekki von á öðru en hann hugsi hlýtt til okkar, nú sem endranær og að skriður Bj 'óm Bjarki Þor- Guðlaugur Þór steinsson, forseti Þórðarson, heil- sveitarstjómar. hrigíisráíherra. komist á málið,“ sagði Bjöm Bjarki í samtali við Skessuhom. bgk Gáma einkarekin frá 1. september Rekstur Gámastöðvarinnar Gámu á Akranesi var auglýstur til útboðs um liðna helgi og mun nýr rekstrar- aðili taka við 1. september. Bæjar- stjóm hefur samþykkt útboðsgögn og falið sviðsstjóra tækni- og tun- hverfissviðs að afla tilboða í reksmr- inn og verða þau opnuð 27. júní. Jón Pálmi Pálsson, bæjarritari sagði í samtali við Skessuhorn að engum starfsmönnum hefði verið sagt upp og af því yrði ekki fyrr en afstaða hefði verið tekin til tilboða. Ef ekk- ert þeirra næði ffam markmiðum um hagræðingu yrði þeim hafnað og engum sagt upp. Samingurinn mun gilda til 1. júlí 2009, en þá rennur út gildandi samningur við Gámaþjón- ustu Vesturlands um söfnun sorps. Verður þá möguleiki á því að bjóða saman út hirðingu sorps og rekstur gámastöðvar. Ekkert hefur þó verið ákveðið í þeim efiium. Minnihluti bæjarstjórnar lagði til að gengið yrði til samninga við byggðasamlagið Sorpu run rekstur Gámu. Á meðan viðræður færu ffam yrði rekstur Gámu með svipuðu sniði og verið hefur. I greinargerð með tillögunni kemur ffam að Sorpa sé í fararbroddi varðandi flokkun og meðhöndlun úrgangs og með sam- starfi sé tryggt að málaflokknum verði sinnt. Meirihlutinn hafnaði til- lögunni og sem áður segir verður reksturinn boðinn út og mun nýr aðili taka við honum í haust. Líkt og Skessuhom greindi ff á var mikil óánægja innan Starfsmannafé- lag Akraness með útboð rekstursins þegar bæjarráð samþykkti það í október síðastliðnum. Stjórnin ályktaði gegn útboðinu og vinnu- brögðum við það og átaldi að ein- stakir starfsmenn bæjarins þyrftu að lesa um uppsagnir sínar í fjölmiðl- um. Þá sagði í ályktuninni að um grunnþjónustu sveitarfélaga væri að ræða og efast var um að reksturinn yrði skilvirkari í höndum einkaaðila. Gunnar Sigurðsson, forseti bæjar- stjórnar sagði á sínum tíma við Skessuhom að Akranes væri að fara sömu leið og mörg önnur sveitarfé- lög með góðum árangri. Þá þyrfti ekki útboðið ekki að koma á óvart, því Sjálfstæðisflokkurinn hefði lengi haft útboð á sinni stefiiuskrá. kóp Mun flytja tillögu um afiiám veggjalda í göngin \ Guðbjarmr Hannesson mun flytja þingsályktunartillögu á Al- þingi um afnám gjaldtöku í Hval- fjarðargöngunum. Guðbjartur leiddi lista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, en flokkur- inn lagði ríka áherslu á afnám veggjaldsins í kosningabaráttunni. Nú hefur Kristján L. Möller verið skipaður samgönguráðherra og málefni Hval- fjarðarganganna em því á hönd- um Samfylking- arinnar. Guð- bjartur segir að ekkert sé skráð í stjórnarsáttmál- ann um gjald- tökuna og hann Guðbjartur Hann- esson. hafi ekki rætt við samgönguráð- herra um málið. Hann segir að stjórnarflokkarnir hafi haft mis- munandi áherslur þegar kemur að gjaldtöku á vegum og afnám veggjalds í Hvalfjarðargöng sé því samkomulagsatriði. Hann sé hins- vegar ákveðirm í að flytja tillögu um málið á Alþingi. kóp

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.