Skessuhorn


Skessuhorn - 30.05.2007, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 30.05.2007, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 30. MAI 2007 Söfiiuní orgelsjóð gengur vel Vel hefur gengið að safna í org- elsjóð Stykkishólmskirkju síðan kraftur var settur í söfhunina fyrir um þremur vikum síðan. A þeim tíma hefur tekist að safna um 15 milljónum króna, en áætlað er að nýtt orgel komi til með að kosta í kringum 35 milljónir. Þetta kemur fram í Stykkishólmspóstinum. Nú síðast barst sjóðnum gjöf frá félög- um í Liverpoolklúbbnum í Stykk- ishólmi sem létu fé af hendi rakna í sjóðinn og tók Sesselja Pálsdóttir, formaður sjóðsins við gjöfmni sem sögð er duga fyrir heilli pípu í nýja orgelið. mm Ttl mtnnis Við minnum á sjómannadag- inn sem er á sunnudaginn. Dagskrá verður í flestum bæj- arfélögum og tilvalið er að taka þátt í henni með fjölskyldunni. Veihvrhorfw Það verður hlýtt næstu daga og léttskýjað. Á fimmtudag verður hann að austan og norðaustan en snýst í suðaust- an og austan á föstudag og um helgina. Hiti verður 9-16 stig. Búast má við úrkomu á sunnudag og kannski vætu við sunnanverðan Faxaflóa á föstu- dag. Það verður hæglætisveð- ur fimm til átta metrar á sek- úndu. Spnrnincj viKnnnar í síðustu viku spurðum við að því hvort lesendur Skessuhorns ætluðu sér að sækja einhverja bæjarhátíð í sumar. Rétt tæp 50% eru ákveðin í því( en um 20% ætla sér ekki að gera það. Þá eru um 30% ekki búin að taka ákvörðun þar um og Ijóst að nokkurt sóknarfæri er í hópi óákveðinna fyrir markaðsfólk þeirra fjölmörgu bæjar- og héraðshátíða sem verða á Vest- urlandi í sumar. Næst spyrjum við: „Hefurðu migið í saltan sjó?" Vestlencfin^^T viknnnar Vestlendingar vikunnar eru að þessu sinni sjómennirnir, hinar saltbörðu hetjur hafsins sem draga björg í þjóðarbú. Vel- ferðarríki nútímans á sjómönn- um og verðmætasköpun þeirra mikið að þakka og því við hæfi að þeir séu heiðraðir á sjó- mannadaginn sem er á sunnu- dag. Bruni í húsnæði Vignis G á Akranesi Nokkrar skemmdir urðu í hús- næði hrognavinnslu Vignis G Jó- hannssonar á Akranesi að kvöldi sl. fimmtudags þegar kviknaði í út frá eldavél, að því að talið var. Um 20 tonn af hrognum voru í húsinu og gætu þau verið óvinnsluhæf, að hluta til eða öllu leyti. Slökkviliðinu á Akranesi barst tilkynning um eld- inn uppúr klukkan 22 og var allt til- tækt lið kallað á staðinn. Að sögn Þráins Olafssonar, slökkviliðsstjóra gekk slökkvistarf vel og var búið að ráða niðurlögum eldsins um er ekki talið að um íkveikju hafi fimmtán mínútum eftir að á staðinn verið að ræða. var komið. Málið er í rannsókn og nmi Kvarthektara íjós byggt á Kvemgrjóti Axel Oddsson bóndi á Kvern- grjóti í Dalasýslu hyggst reisa fjós sem er kvarthektari að stærð eða 2.675 frn. I stuttu spjalli við Skessu- hom sagði Axel að meiningin væri að hagræða í vinnu með vélvæð- ingu. Því þyrfti fjósið að vera svona stórt. Breiður fóðurgangur verður þvert í gegnum fjósið sem verður véltækur og sagðist Axel hafa hugs- að þessa byggingu alfarið út ffá hagræðingu við verkin. Aðspurður hvort svona bygging væri ekki af- skaplega dýr svaraði Axel því til að margt væri hægt að virma sér í hag- inn ef hlutirnir væru skoðaðir gaumgæfilega. „Eg flyt húsið inn sjálfúr, beint frá Ameríku. Það kost- ar minna. Þetta er stálgrindarhús sem kemur hingað í einingum með klæðningu og einangrun. Eining- arnar verða síðan boltaðar saman effir ákveðnu kerfi. Meiningin er að búið verði að reisa í haust svo hægt verði að fara í innivinnuna í vetur,“ sagði Axel Oddsson bóndi. bgk Viðvöriiiiarkerfi fældi skemmdarvarga á brott Um miðjan dag á sunnudag var enn einu sinni reynt að brjótast inn í háhýsið á Miðbæjarreitnum á Akranesi, eða svokallað Húsbygg- blokk við Stillholt. Eins og greint hefur verið frá í fréttum Skessu- horns var a.m.k. í tvígang farið inn í blokkina fyrir skömmu og unnin veruleg skemmdarverk, m.a. á lyftuhúsi. Nú hefur verið komið fyrir öryggiskerfi í blokkinni og fældi það nýjustu óboðnu gestina á brott. „Oryggisvörður fór strax og kerfið sendi út viðvörun og var kominn á staðinn þremur mínútum síðar. Skemmdarvargarnir höfðu þá haft sig á brott en náð að steyta skapi sínu á öryggiskerfinu sjálfu og eyðilögðu hreyfiskynjara í því. Or- yggiskerfið hefur því nú þegar sannað gildi sitt en mjög grannt verður áfram fylgst með blokkinni," sagði Guðni Haraldsson hjá Oryggismiðstöð Vest- urlands í samtali við Skessuhorn. I síðustu viku ákvað Húsbygg, verktakinn við ffamkvæmdirnar að heita 100 þúsund króna laun- um fyrir upplýsingar sem leitt gætu til þess að fyrri skemmdarverk í blokk- inni upplýsist, en skemmdirnar eru metnar á milljónir króna. mm Jarðvélar fa ekki gatnagerð í Borgamesi Ekkert verður af því að sveitar- stjórn Borgarbyggðar taki tilboði Jarðvéla um nýlagningu vega í Borgarnesi, en það varð nýlega lægst í útboði, þar sem fyrirtækið hefur ekki staðið í skilum með op- inber gjöld. Að sögn Björns Bjarka Þorsteinssonar, forseta sveitar- stjórnar er alltaf athugað hvort við- komandi verkbjóðandi sé í skilum með opinber gjöld eða ekki. Svo reyndist ekki vera í þessu tilfelli og verður því gengið til samninga við Borgarverk ehf. sem á sínum tíma átti næst lægsta tilboðið. Tilboð Jarðvéla hljóðaði upp á 99,9 millj- ónir króna en tilboð Borgarverks var 116,9 milljónir. Kostnaðaráætl- un Borgarbyggðar hljóðaði hins vegar upp á 141,9 m. krónur. Um er að ræða nýlagningu vega í Borg- arnesi í Bjargslandi II, Selás, Kára- staðaveg og göngustíg. bgk Tíu skeimntiferðaskip til Grundarfjarðar í sumar Þessa dagana er verið að vinna við ffágang á plani smábátahafnar- innar í Grundarfirði. Auk þess er unnið við aðstöðu fyrir bensínstöð Orkunnar sem er á svæðinu. Með þessum framkvæmdum er m.a. verið að undirbúa komu skemmti- ferðaskipa sem koma til Grundar- fjarðar í sumar og munu léttabát- ar skemmtiferðaskipanna leggjast að smábátahöfninni. Þá er gert ráð fyrir því að rútur sem munu fara með farþega í skoðunarferðir noti svæðið sem biðstöð. I sumar koma 10 skemmtiferðaskip til Grundar- ijarðar, það stærsta um 30 þúsund tonn að stærð. Fyrsta skipið kemur í byrjun júní. Bílvelta á Staflioltsvegi BORGARFJÖRÐUR: Fólks- bíll valt ofan í skurð á svokölluð- um Kotavegi í Borgarfirði, þ.e. á veginum að Stafholti á þriðja tímanum á föstudag. Lítil eða engin meiðsl urðu en ökumað- urinn, ung stúlka var ein í bíln- um. Að sögn lögreglunnar í Borgarnesi missti ökumaðurinn stjórn á biffeið sinni í lausamöl. Klippubíll Slökkviliðsins í Borg- arnesi var kallaður út en ekki kom til að beita þyrfti klippun- um. Okumaðurinn var fluttur í sjúkrabíl til skoðunar á Heilsu- gæslustöðina í Borgamesi og er ekki talinn mikið slasaður. -bgk Yfirlýsing firá starfsmannafélagi GRUNDARTANGI: Stjórn Starfsmannafélags Norðuráls sendi á föstudag ffá sér yfirlýs- ingu vegna máls fyrrurn gjald- kera félagsins, sem Skessuhorn greindi frá á forsíðu síðasta tölu- blaðs, og snýst um meintan fjár- drátt gjaldkerans úr sjóðum fé- lagins. Tilkynning stjórnar STNA er svohljóðandi: „í kjöl- far aðalfundar Starfsmannafé- lags Norðuráls hefur orðið upp- víst að gjaldkeri starfsmannafé- lagsins hefúr dregið sér fé úr sjóðum félagsins. Upphæðin nemur á aðra milljón króna. Viðkomandi, sem hefur látið af störfum hjá Norðuráli, hefur gengist við brotinu og málið hefur verið afhent lögfræðing- um til effirfylgni. Fjárhagsstaða félagsins er eftir sem áður traust." -mm Skólastjóri hættir BORGARBYGGÐ: Þórunn María Oðinsdóttir, skólastjóri Varmalandsskóla hefur sagt upp störfúm. Þórann tók við stöð- unni á síðasta ári og segir núna upp af persónulegum ástæðum. Að sögn Björns Bjarka Þor- steinssonar, forseta sveitar- stjórnar Borgarbyggðar hafa stjórnendur sveitarfélagsins ver- ið afar ánægðir með störf Þór- unnar Maríu og átt við hana gott samstarf. „Þórunn María er að hætta af persónulegum ástæðum þannig að staðan verður auglýst einhvern næstu daga og nýr skólastjóri mun að líkindum taka við stjórnartaumum á Varmalandi næsta haust,“ sagði Björn Bjarki. -bgk Skortur á vinnuafli DALIR: Sveitarfélagið Dala- byggð er með ýmsar fram- kvæmdir á döfinni sem að sögn Gunnólfs Lárussonar sveitar- stjóra hefur dregist að ffam- kvæma, mest vegna skorts á vinnuafli. „Við erum að vinna að nýju húsi fyrir leikskólann og ganga frá Leifssafni í gamla kaupfélagshúsinu svo eitthvað sé neftit og það er sama hvar drep- ið er niður í þessum efnum, það fæst enginn til að vinna þau verk sem til þarf. Það virðist varla skipta máh á hvaða sviði það er, allir eru með verkefni upp fyrir haus,“ sagði Gunnólfur Lárus- son sveitarstjóri í samtali við Skessuhorn. -bgk af Framkvœmdir við smábátaböfnina í Grundarfirði

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.