Skessuhorn


Skessuhorn - 30.05.2007, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 30.05.2007, Blaðsíða 23
»ttU9unu>.) MIÐVIKUDAGUR 30. MAI 2007 23 « á þurfa að halda og það kerfi er í endurskipulagningu nú um mund- ir. Þetta er snúið mál. Annars vegar þurfum við að hagræða í kerfinu og laða að okkur bæði fólk og fjár- magn og hins vegar þurfum við að standa vörð um litlu byggðarlögin. Stærsta verkefhið er að finna þetta jafnvægi sem við finnum auðvitað aldrei alveg, en við verðum að hafa stöðugt auga á. Það væri hins vegar skelfilegt ef við værum með svo ó- hagvæman sjávarútveg að menn vildu ekki fjárfesta í honum. Þá mundi enginn vilja koma nálægt greininni, hvorki starfsfólk né fjár- magnseigendur. Það gleymist oft í umræðunni svo stórfúrðulegt sem það nú er, að sjávarútvegurinn er alvöru atvinnugrein og verður að lúta sams konar lögmálum.“ Grundvallar- atvinnuvegimir Miklar breytingar hafa orðið í landbúnaði og sjávarútvegi undan- farin ár og Einar segir það sameig- inlegt einkenni atvinnugreinanna. „Báðar greinarnar hafa tæknivæðst gríðarlega mikið. Sauðfjárbóndinn getur nú stundað gegningar í fjár- húsum að vetri til á mun skemmri tíma en fyrir fáum áratugum. Mjólkurbóndinn getur bætt við sig fjölda kúa án þess að bæta við sig fólki og hið sama má segja um úr- vinnslugreinarnar. I sjávarútvegi hefur orðið gríðarleg aukning á af- köstum og tæknivæðing hefur leyst af hólmi ótöluleg störf í greininni. Fyrirtæki eins og Marel, Skaginn og 3X Stál, sem vel að merkja vinna öll bæði fyrir landbúnað og sjávar- útveg, eru alla daga að leita leiða til að fækka starfsfólki. Þessi tækni- breyting á eingöngu eftir að aukast og við eigum eftdr að horfa upp á aukin afköst í báðum greinum. Starfsfólki mun ekki fjölga, því mun frekar fækka, en störf munu breytast og verða áhugaverðari fyr- ir ungt fólk. Okkar bíður það verk- efhi að sýna ungu fólki fram á það að tækifærin liggi í þessum grein- um.“ Þegar ég varð sjávarútvegsráð- herra hringdi ég í minn gamla vin Sigurgeir Þorgeirsson fram- kvæmdastjóra Bændasamtakanna og spurði hvort við ættum ekki að snúa bökum saman og innleiða hið gamla hugtak „grundvallaratvinnu- vegir" að nýju! Það var í hálfkær- ingi sagt þá, en nú þegar ætlunin er að sameina þessi ráðuneyti vil ég stíga skrefið til fulls og segja: „Þetta eru grundvallaratvinnuvegimir!",, Við höfum gert mistök Miklar hræringar hafa orðið í sjávarútvegi að undanfömu og ekki síst í heimabyggð ráðherra, Vest- fjörðum. Einar segir að það sé eng- um blöðum um það að fletta að mistök hafi verið gerð. „Okkur hef- ur mistekist að skapa ný atvinnu- tækifæri fyrir þau störf sem hverfa. Þá á ég ekki endilega við afleiðing- ar kvótatilfærslunnar, heldur ekki síst þau störf sem hverfa við tækni- væðingu sjávarútvegsins. Tækninýjungar leiða af sér fækkun starfa og okkur hefur ekki tekist að bregðast við þvf. Við eigum að geta komist að þeirri niðurstöðu að samfélagið hafi skyldum að gegna gagnvart sjávarútvegi og einnig landbúnaði. Við höfum hagnast í formi bættra lífskjara og lægra mat- arverðs vegna hagræðingar. Fólk í þessum greinum á því heimtingu á að samfélagið komi á einhvern hátt til móts við það. Við gemm það nú með ýmsum hætti, tilfærslu verk- efna og fleiru í þeim dúr. Það er stórt pólitískt verkefhi að herða okkur ennþá meira í byggðamálum. Það er hins vegar mín skoðun að byggðavandinn sé minni í heild sinni nú en oftast áður. Samfélagið hefur breyst og atvinnusvæði stækkað. Áhrifa höfuðborgarsvæð- isins gætir mun víðar sem og upp- byggingar á iðnaðar- og skólasviði á nokkram byggðakjörnum víða um land. Svo ekki sé nú talað um áhrif stóriðju á byggðamynstrið. Minni hluti landsins býr nú við byggðavanda en áður. Hann er engu að síður jafherfiður og sár - og kannski enn sárari - fyrir þá sem við hann búa, en það segir okkur að þjóðfélagið er betur í stakk búið að takast á við hann en áður. Kjördæmið margskipt Breytingar á ríkisstjórn á síðasta kjörtímabili olli því að ráðhermm Norðvesturkjördæmis fjölgaði úr einum við þarsíðustu kosningar í þrjá. Þeir Magnús Stefánsson, fyrr- verandi félagsmálaráðherra, og Einar tóku báðir við ráðherradómi á miðju kjörtímabili, en Sturla Böðvarsson hafði gengt samgöngu- ráðherradómi frá því árið 1999 en verður nú forseti Alþingis. I nýrri ríkisstjórn er Einar eini ráðherra kjördæmisins. „Þetta em náttúru- lega miklar breytingar frá síðari hluta síðasta kjörtímabils. Sturla hafði gegnt því með mjög mikilli prýði að vera ráðherra og þess sást víða stað innan kjördæmisins og síðan bættumst við Magnús í þann hóp og hann reyndist góður félags- málaráðherra. Það blasir hins vegar við að kjördæmið er margskipt. Við höfum svæði þar sem ríkjandi er mikill hagvöxtur og kraftur og sumsstaðar sem betur fer þensla, aðallega í suðurhluta kjördæmisins. Síðan höfum við flóruna af svæðum sem hafa verið í mikilli vörn. Verk- efnið er því tvíþætt, að halda áfram þeirri ffamfarasókn sem er til stað- ar annars vegar og að bregðast við vandamálum sem eru fyrir hendi hins vegar. Þó að við séum upptek- in af vandamálum má ekki gleyma því að hlúa að þeim hluta sem þarf að vera í samkeppni við höfuðborg- arsvæðið. „Eg er sammála því sem Sturla Böðvarsson sagði fyrir skemmstu í viðtali, að þeir sem eru í forystu fyrir kjördæmið, hann sem fyrsti þingmaður, aðrir þingmenn og ég sem ráðherra, þurfum ekki að kvíða verkefnaleysi. Hér eru mörg ólík úrlausnarefni og þeim þarf öllum að sinna.“ Landsbyggðarráðuneyti Einar segir nýja ráðuneytið henta Norðvesturkjördæminu vel, enda séu bæði landbúnaður og sjáv- arútvegur stórar atvinnugreinar í kjördæminu, sem eigi reyndar við um flest landsbyggðarkjördæmin. „Þetta verður mikið landsbyggðar- ráðuneyti. Eðli málsins samkvæmt er landbúnaðurinn stundaður á landsbyggðinni en ekki graseyjum á Miklubraut. Aflaheimildir eru næstum allar á landsbyggðinni og tilflumingur á þeim hefur einkum verið innan hennar nú síðustu árin, en ekki til höfuðborgarsvæðisins. Eg er því í óvenju landsbyggða- tengdu ráðuneyti. Það finnst mér mjög gott því þar eru rætur mínar og þar kann ég best við mig og það kann ég einnig best. Mér lætur satt að segja betur að tala um lands- byggðamál en þau mál sem eru efst á baugi á höfuðborgarsvæðinu, með fullri virðingu fyrir þeim,“ sagði Einar K Guðfinnsson að lok- um. kóp r w Akraneskaupstað ur Starf fulltrúa á bæjarskrifstofu 1 Laust er til umsóknar starf fulltrúa á bæjarskrifstofunni á Akranesi. Um er að ræða 100% starf við almenna ritvinnslu, upplýsingagjöf, aðstoð við skjalavörslu o.fl. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningum Launanefndar sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag. Stúdentspróf, góð tölvukunnátta og reynsla af skrifstofustörfum nauðsynleg. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi. Umsóknarfrestur er til og með 20. júní n.k. og skulu umsóknir berast á bæjarskrifstofuna, Stillholti 16-18, Akranesi. Einnig er hægt að sækja um með rafrænum hætti á vefsíðu Akraneskaupstaðar www.akranes.is Nánari upplýsingar veita Ragnheiður Þórðardóttir, deildarstjóri skrifstofuþjónustu, í síma 433 1000, netfang akranes@akranes.is og Jón Pálmi Pálsson, bæjarritari, í síma 433 1000, netfang jpp@akranes.is Bæjarritari Opinn kynningarfundur um umhverfismál Sementsverksmiðjunnar hf verður haldinn miðvikudaginn 6. júní 2007 kl. 15:00 í matsal í stjórnbyggingu að Mánabraut 20 (dyr á vesturenda). Boðað er til fundarins í samræmi við grein 1.19 í starfsleyfi. Nágrannar verksmiðjunnar og aðrir er láta sig málið varða eru boðnir velkomnir. K • • • SEMENTSVERKSMIÐJAN /--------------------------------------------------N Fyrirlestrar í héraði Fluttur verður fyrirlesturinn Guðsorð og gegningar. Af búskaparháttum og annarri umsýslu staðarhaldara í Reykholti á fyrri tíð í bókhlöðusal Snorrastofu þriðjudaginn 5. júní 2007 kl. 20.30. Fyrirlesari verður Benedikt Eyþórsson, sagnfræðingur. Aðgangseyrir er 500 kr. og er boðið upp á veitingar. Fyrirlesturinn er styrktur af Menningarsjóði Borgarbyggðar B0RQARBYGGÐ jþtwmiðtofa __________________________________________2 4 « ¥

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.