Skessuhorn


Skessuhorn - 30.05.2007, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 30.05.2007, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 30. MAI 2007 Sjómannskonur verða að vera sjálfbjarga Sigurlína Guðmundsdóttir er ís- firskur Skagamaður sem búið hefnr á Akranesi síðan árið 1963. Hún kynntist manni sínum Kristófer Bjarnasyni í Rein árið 1964 á balli með Dúmbó og Steina og eftir það varð ekki aftur snúið. Þau hófu bú- skap tveimur árum síðar. Kristófer var í Stýrimannaskólanum þegar þau kynntust en fór á sjóinn um leið og skóla lauk og byrjaði sem skipstjóri 1972. Sigurlína, eða Lína eins og hún er jafnan kölluð, hafði kynnst því vestur á Isafirði hvernig það var að eiga ættmenni á sjó, það var því fátt sem kom á óvart í þeim efhurn þegar þau Kristófer fóru að búa. Ein í uppeldi og flutningum „Þetta var yfirleitt ekkert vanda- mál,“ segir Lína aðspurð um ævi sjómannskonunnar. „Og meira að segja held ég að ef byrjað yrði upp á nýtt myndi ég fáu breyta. Oneit- anlega hefði ég viljað að hann yrmi í landi en hann hafði valið sér þetta lífsstarf. Það gat verið erfitt að vera einn og þegar ég horfi til baka finnst mér merkilegt hvað við kon- urnar björguðum okkur, en þetta vandist eins og flest annað. Fyrsta bamið okkar fæddist 1967 klukkan sjö að morgni. Kristófer var á síld fyrir austan á þessum tíma, rétt fékk að kíkja á barnið, flaug svo austur um eittleytið sama dag til mánaðar útivem og það þótti bara sjálfsagt enda hefur ekki tíðkast að túrarnir séu sniðnir eftir bamsfæð- ingum sjónmannskvenna. Eg fór síðan heim með barnið og lífið hélt áfram. A þessum mánuði flutti ég einnig í nýju íbúðina okkar, sem við höfðum fest kaup á. Eg fékk gott fólk til að hjálpa mér svo mér fannst það ekkert tiltökumál. Mað- ur var hraustur og það hafði allt að segja. En sjómenn fara á mis við margt sem gerist í landi. Fjölskyld- an er stór, við eigum fjögur böm, tólf barnabörn og tvö barnabarna- böm. Allir gátu hlustað Hér áður fyrr þegar engir vom farsímar eða NMT langdrægt kerfi var ekki hægt að hringja til að fá fréttir. Konurnar höfðu fá úrræði til að heyra í mönnum sínum nema nota bátabylgjuna, hún var eins og sveitasíminn, á hana gátu allir hlustað. Sumir vora búnir að koma sér upp táknmáli til þess að geta talað saman án þess að alþjóð vissi hvað um væri að vera. Var það svo- leiðis hjá Línu og Kristófer? „Nei biddu fyrir þér, ég hefði ábyggilega ekki getað munað hvemig táknmálið var,“ segir Lína hlæjandi, „maður var ekkert mikið að hafa samband nema þegar eitt- hvað alveg sérstakt var á seiði. Það lengsta sem leið frá því að ég frétti af honum var hálfur mánuður og þegar ég lít til baka finnst mér það ótrúlegt. Eg man nú ekki hvaða ár það var sem farsímarnir komu til sögunnar, en þeir vora algjör bylt- ing, samskiptaleysið var oft erfitt. Yfirleitt ekki hrædd Eins og kom ffam í upphafi er Sigurlína alin upp á Isafirði. Móðir hennar var sjómannskona og alltaf svo bjartsýn um að allt færi á besta veg. Lína heldur að bjartsýni móð- urinnar hafi smitast í dótturina og ekki megi gleyma trúnni sem hefur sinn sess. „Það kom varla fyrir að ég væri hrædd þegar hann var úti. Fannst alltaf að allt yrði í lagi. Þó man ég eftir einu tilfelli þar sem mér stóð sannarlega ekki á sama. Þá bilaði hjá þeim stýrið í kolbrjáluðu veðri. Kristófer var skipstjóri þá. Þetta bjargaðist allt hjá þeim, þeir út- bjuggu neyðarstýri og björguðu sér þannig. Konur skipsverjanna höfðu firétt af þessu og hringdu í mig til að athuga hvort ég vissi eitthvað meira en þær, við voram að vonum mjög áhyggjufullar. Eg held að svo hafi oft verið með konu skipstjór- ans, aðrar konur hringdu gjarnan í hana til að fá fféttir. Stundum vissi ég eitthvað meira, en ekki alltaf. Gjaldkeri, smiður, pípari, Á mörgum heimilum er það eig- inmaðurinn sem sér um það sem þarf að gera við eða lagfæra. Því getur ekki verið þannig farið á heimili sjómannsins, allavega ekki þar sem heimilisfaðirinn er langan tíma í burtu. „Sjómannskonan þarf að hafa ýmsa eiginleika og ef karlarnir era ekki til staðar þarf hún að tileinka sér þá. Það er ekki hægt að kalla til iðnaðarmann í hvert sinn sem eitt- hvað gefur sig. Maður verður bara að ganga í verkin sjálfur. Eg reyndi Samtök um endurreisn ✓ Olafsdals stofiiuð Næstkomandi sunnudag verða Samtök um endurreisn Olafsdals stofhuð formlega í Olafsdal í Döl- um. Unnið hefur verið að stofnun samtakanna um nokkurt skeið og hafa þau Sumarliði Isleifsson, Rögnvaldur Guðjónsson, Guðjón Torfi Sigurðsson, Sigríður Jör- undsdóttir, Guðný Gestsdóttir og Torfi Hjartarson setið í undirbún- ingshópi. Lagt verður af stað ffá Bifröst klukkan 10 um morguninn og er ætlunin að snæða hádegisverð í Búðardal og leggja þaðan af stað klukkan 11:30. Klukkan 14 verður haldinn fundur í Tjarnarlundi og samtökin síðan stofnuð formlega klukkan 16 í Olafsdal. Allir áhugasamir um sögu og endurreisn staðarins era hvattir til að mæta. I Olafsdal stofnaði Torfi Bjarnason fyrsta búnaðarskóla landsins árið 1880 og var hann starfræktur til ársins 1907. Enn sjást merki ffamkvæmda Torfa og hluti gamla skólahússins stendur erm. Samtök um endurreisn Olafs- dals hafa hug á mikilli uppbygg- ingu á svæðinu. Skessuhorn mun greina frá samþykktum stofnfundar og áætlunum samtakanna í næsta tölublaði. kóp Kristófer Bjamason og Sigurltna Guðmundsdóttir. að laga hitt og þetta og fannst það ekkert tiltökumál. Og auðvitað sá ég um fjármálin í mörg ár, þótt Kristófer sjái um þau núna. Eg er svo fegin að vera laus við þann pakka að ég veit varla hvað ég á inn á reikningnum mínum,“ segir Lína kímin. Jólin þegar bóndinn var í landi Ég reyndi alltaf að vera búin að öllu þegar bóndinn kom í land eftir langa útivera. Þá var best að hafa engin aukaverkefhi hangandi yfir hausnum á sér, enda fannst fjöl- skyldunni alltaf vera jólin þegar pabbi var heima. Ég fann aldrei fyr- ir því að hann væri einhver kóngur á heimilinu þegar hann átti ffí og hann var ekki það lengi úti í einu að það væri eins og gestur væri að koma. Kristófer hefur alltaf tekið til hendinni hér heima, rétt eins og við hin. Hann var sem dæmi ansi lið- tækur við uppvaskið enda ól ég börnin upp við það að ganga í öll verk. Markmiðið var að geta bjarg- að sér þegar út í lífið væri komið. Geta eldað ofan í sig og þrifið í kringum sig. Auðvitað urðum við þá að vera góðar fýrirmyndir í því.“ Oskaði þess í eitt sinn að veiddist lítið Lína hefur ekki alveg farið var- hluta af sjómennskunni sjálf. Þegar hún var yngri skellti hún sér sem kokkur á síld í þrjú sumur. Eitt sinn þá vantaði Kristófer kokk í einn túr þegar hann var á rækjuveiðum. „Ég sagði við hann að ég kæmi bara með. Kokkurinn sem var að fara í ffí var búinn að kaupa allan kostinn svo þetta var í góðu lagi. Svo lögð- um við í hann, hjónin með fjóra stráka. Eiginlega var þetta eins og fjölskyldan væri saman til sjós. Það var alveg brjálað að gera. Ég vann líka á dekkinu og þegar því lauk fór ég í eldamennskuna, við voram svo fá að um annað var ekki að ræða. Þetta var stærsti túr sumarsins og ábyggilega í eina skiptið sem Krist- ófer hefur óskað þess að lítið væri í. Hann hafði svo mikla áhyggjur af frúrmi, að hún myndi kafkeyra sig á þessu. Og þegar ég mætti í mína föstu vinnu aftur sagði ég við stelp- urnar að það væri munur að skella sér bara í einn túr í nokkra daga og koma heim með ríflega mánaðar- launin þeirra til baka. En lífið er sannarlega ekki alltaf svona og yfir- leitt mikil vinna sem liggur á bak við þessar krónur sem fólk sem starfar við sjávarútverg er að vinna sér inn,“ sagði Sigurlína Guð- mundsdóttir og bætti við að hún væri svo fegin að kjör sjó- mannskvenna hefðu batnað síðan hún var að eiga börnin. Feðraorlof og betri fjarskipti væra meðal ann- ars það sem henni finndist ffábært að er nú til staðar. Kristófer er við annan mann með smábátaútgerð sjálfur. Þeir era á netum og Línu finnst yndislegt að hafa eiginmann- inn hvern dag í stað þess sem áður var. Mál er að linni. Þau hjón vora að drífa sig í sumarbústaðinn og blaðamaður kveður með góðum óskum og þökkum fyrir að veita landkrabbanum innsýn í líf sjó- mannskonunnar. bgk Fjölskyldugöngur á Hreggnasa og Eyrarfjall HSH hefur skipulagt göngu á flallið Hreggnasa fimmtudaginn 7. júní klukkan 19 frá Eysteinsdal. Ganga þessi er hluti af verkefni UMFÍ „Fjölskyldan á fjallið.“ HSH tilnefndi tvö fjöll í ár; Hreggnasa í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli og Eyrarfjall í Framsveit v/Grandar- fjörð. Göngustjóri á Hreggnasa verður Þórunn Sigþórsdóttir sem þekkir svæðið vel enda unnið sem land- vörður í þjóðgarðinum og stikaði einnig þessa leið. Eysteinsdalur er skammt utan við Gufuskála. Frá veginum upp í Eysteinsdal er stikuð leið á Hreggnasa (469 m.y.s). Farið er yfir göngubrú á Móðulæk og þaðan upp á milli Hreggnasa og Miðfells. Af Hreggnasa er fallegt útsýni yfir Öndverðarnes og víðar. Gangan er stutt og þægilega og tekur 1-2 klst. Loks stendur HSH og Sigríður H. Pálsdóttir afmælisbarn og göngustjóri fyrir fjölskyldugöngu á Eyrarfjall í framsveit við Grundar- fjörð fimmtudaginn 14. júní nk. Mæting er klukkan 20:00 að Hall- bjarnareyri. Sigríður hefur í mörg ár haft það fýrir hefð að ganga á Eyrarfjall á afmælisdaginn. Þekkir því svæðið mjög vel. Eyrarfjall (352m.y.s) er með snarbröttum gróðurlausum skriðum og klettum að norðanverðu. Ofarlega í þeim upp af bænum Skallabúðum era tveir hrikalegir drangar, sem nefn- ast Strákar (Eyrarstrákar). Þeir eru úr blágrýti og allgildir að neðan, en mjórri hið effa og enda sem odd- hvöss spjót. Ahugafólk um holla hreyfingu og útivist er hvatt til að fjölmenna og hafa gaman af göngunum. Héraðs- sambandið hvetur félagsmenn sem og aðra landsmenn til að skoða þessar náttúraperlur og skrifa nafh og símanúmer í gestabækurnar sem staðsettar era í póstkössunum á fjöllunum. Síðar í haust mega ein- hverjir göngugarpar eiga von á vinningi. mm

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.