Skessuhorn


Skessuhorn - 30.05.2007, Blaðsíða 30

Skessuhorn - 30.05.2007, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 2007 ^^Ssunu^ Menning framundan Rekstur Reykholts á fyrri tíð Þriðjudagskvöldið 5. júní nk. klukkan 20:30 mun Benedikt Eyþórsson, sagn- fræðingur flytja fyrirlestur í bókhlöðu Snorrastofu sem ber titilinn Cuðsorð og gegningar - Af búskap- arháttum og annarri um- sýslu staðarhaldara í Reykholti á fyrri tíð. Fyrirlesturinn er hluti af fyrirlestra- röðinni Fyrirlestrar í héraði, sem styrkt er af Menningarsjóði Borgar- byggðar. Benedikt lauk BA-prófi í sagnfræði frá Háskóla fslands árið 2002 og MA- námi í sömu grein við sama skóla í febrúar 2007. Fyrirlestur sinn mun Benedikt byggja á rannsóknum sínum á staðn- um Reykholti, enda fjölluðu báðar lokaritgerðir hans um Reykholt og sögu staðarins. Þær voru hluti af hinu viða- mikla Reykholtsverkefni og unnar undir leiðsögn Helga Þorláks- sonar, prófessors við Háskólann. Fyrirlesturinn hefst sem fyrr segir klukkan 20:30 þriðjudaginn 5. júní í bókhlöðu Snorrastofu í Reykholti. Aðgangseyrir er 500 kr, en boðið verður upp á kaffi í hléi. (fréttatilkynning) Byggðaþing Samtökin Landsbyggðin lifir munu standa fyrir byggðaþingi á Hvann- eyri á laugardaginn kemur. Þingið er haldið í samvinnu við Landbúnaðar- háskóla íslands og stendur frá klukk- an 14 til 18. Magnús B. Jónsson, prófessor við Lbhí verður ráðstefnu- stjóri. Haldin verða fimm stutt fram- söguerindi; Ágúst Sigurðsson, rektor Lbhí fjallar um jafnrétti til náms um allt land, Jónatan Hermannsson, lektor við Lbhí, fjallar um nýtingu landsins, Skúli Skúlason rektor Hóla- skóla fjallar um nytjar sjávarfangs og vatna og fjölbreytileika í ferðaþjón- ustu, Jón Baldur Lórenz, forstöðu- maður tölvudeildar Bændasamtaka íslands fjallar um mikilvægi háhraða- nets og upplýsingatækni fyrir allar byggðir og Cuðný Sverrisdóttir, sveitarstjóri fjallar um þjóðlendumál- ið, stöðu þess og framhald. Að auki verður haldið pallborð með þátttöku framsögumanna og fleiri. Þetta er í þriðja sinn sem Lands- byggðin lifir stendur fyrir byggða- ráðstefnu af þessu tagi. Ragnar Stef- ánsson, formaður samtakanna, sagði í samtali við Skessuhorn að fram- sögumálin væru allt mál sem mikil- væg væru landsbyggðinni, en fleiri mál yrðu rædd. „Það sem ekki er tekið fyrir í framsögum verður rætt í pallborðinu, s.s. samgöngumál, en við ætlum að reyna að fá nýjan sam- gönguráðherra til að taka þátt í því. Þá munum við ræða atvinnulist á á Hvanneyri Ragnar Stefánsson formaður samtak- anna Landsbyggðin lifir. landsbyggðinni og væntum góðrar þátttöku heimamanna í þeim um- ræðum, sem og umræðum um skól- ana á svæðinu." Ragnar segir svona ráðstefnu skila miklum fróðleik og fólk geri sér mun betri grein fyrir stöðunni eftir um- ræður. „Starf samtakanna fer fyrst og fremst fram í ýmsum félögum og samtökum víða um land, framfarafé- lögum og fleiri félögum. Þess vegna eru svona ráðstefnur svo mikilvægar til þess að skiptast á skoðunum. Við gefum út rit í tengslum við byggða- þingin og nú er að koma út rit eftir ráðstefnuna í fyrra sem haldin var á Hallormsstað, „Lífið eftir virkjun." Byggðaþing senda ekki frá sér álykt- anir nema í undantekningartilfellum, enda eru Landsbyggðin lifir þverpóli- tísk samtök. Þetta eru upplýsinga- og umræðuþing þar sem við mótum skoðanir okkar á helstu málefnum landsbyggðarinnar." kóp Afsakið seinkun - leiksýning í Logalandi í vetur hafa nemendur í 9. bekk Grunnskóla Borgarfjarðar á Klepp- járnsreykjum verið í leiklistartímum hjá Arnoddi Magnúsi Danks. Ákveðið var fljótlega að semja leikrit og æfa til sýningar í vor. Nú er komið að því að sýna afraksturinn sem er sýning upp á rúman klukkutíma með áhættuatriðum, söng og ýmsum dramatískum uppákomum. Miða- verð er kr. 1500 fyrir fullorðna og 1000 fyrir börn, innifalið er kaffi og með því í hléi. Sýnt er í Logalandi miðvikudaginn 30. maí og fimmtu- daginn 31. maí, kl 20.00 Miðapant- anir eru í símum 435-1530, 848- 8668 og 844-8134. Ágóði af sýning- unum rennur í ferðasjóð bekkjarins. (fréttatilkynning) Reykholtskórinn á góðri stundu í Reykholtskirkju: Ljósmynd: Ásdís H Bjarnadóttir. Reykholtskórinn í Vinaminni Reykholtskórinn heldur tónleika í Vinaminni á Akranesi á sunnudaginn klukkan 20:30. Kórinn mun flytja ís- lensk Ijóð og lög, en tilefni tónleik- anna er ferð til vesturstrandar Banda- ríkjanna og Kanada 10. júní. Tónleik- arnir eru liður í undirbúningi kórsins fyrir ferðina, sem hefur verið skipu- lögð í samvinnu við Þjóðræknisfélag íslendinga. Fararstjóri verður Jónas Þór sagnfræðingur. Heimsóttar verða íslendingabyggðir í Seattle, Blaine, Victoria og Vancouver. Á þessum slóðum býr margt fólk af íslensku bergi brotið og sumt hvert af borg- firskum ættum. Stjórnandi kórsins er Bjarni Guðráðsson og meðleikari Við- ar Guðmundsson. Einsöng og fram- sögn annast þau Dagný Sigurðar- dóttir, Kristín Á. Ólafsdóttir, Snorri Hjálmarsson, Þorvaldur Jónsson og Þórunn Reykdal. í kómum eru 42 syngjandi sálir en þátttakendur í ferðinni eru alls um 70. kóp ÍA - N1 mótið í sundi Um næstu helgi fer hið árlega ÍA - N1 mót fram í Jaðarsbakkalaug á Akranesi. Mótið, sem fram til þessa hefur heitað ÍA-Essó mótið, er nú haldið í 19. skipti. Að sögn talsmanna Sundfélags Akraness, sem ber hita og þunga af móts- haldinu, er gert ráð fyrir að um 350 ungmenni taki þátt. Þannig er mótið með þeim fjölmennari sem haldin eru á landinu. Yngstu keppendurnir verða um átta ára gamlir og þeir elstu eitthvað á þrítugsaldrinum. Mótið hefst á föstudaginn klukkan 16 og lýkur því á sunnudag. Af þessum sök- um verður margt um manninn á Akranesi enda fylgir slíkum fjölda keppenda foreldrar, þjálfarar, liðsstjórar og ýmsir fleiri. mm A myndinni eru hressir krakkar með stjörnublik í augum. Stóri- Bjöm og félagar „Spennandi, gaman, frábært, ringlað, váá...“ sögðu krakkar í Grunnskóla Snæfellsbæjar þegar reildstjörnur virtust koma á fljúg- andi ferð, nálgast þau og gleypa. Það var Snævarr Guðmundsson sem ffæddi krakkana um undur al- heimsins, stjörnur og sólkerfi í stjörnuveri sínu í síðustu viku. Fullorðnum var einnig boðið að auka við þekJdnguna og fá innsýn í óravíddir himinhvolfsins. Þjóð- garðurinn Snæfellsjökull og Grunnskólinn stóðu fyrir stjömu- ffæðslunni og fengu til þess styrk frá Menningarsjóði Sparisjóðs Olafsvíkur. af Sveinn í Hvammi biður Skessuhom að birta eftirfar- andi orðsendingu til Samfylkingar: Hér er þjóð á feigðarflani flestu valdadrukknir jánka. Leika sér á lágu plani landeyður með spillta þanka. Utlendfor er baðvatn búa buslar þar í allur fjöldinn. Enginn vill nú orðið trúa Islandi með hreina skjóldinn. Hollan bagga heimafenginn hyggja margir lygi tóma. Bráttfer svo að aktar enginn íslenskt mál né landsins sóma. Alþýðan með eigin rökum öllum sínum kröftum beiti. Ftjálshyggjunnar fantatökum fólkið einum rómi neiti. Borgfirðingahátíð eftir rúma viku Borgfiröingahátíð hefst 8. júní næst- komandi með upptakti þann sjö- unda í Lyngbrekku þar sem Stebbi og Eyfi halda tónleika í boði Loftorku. Þetta er í áttunda sinn sem hátíðin er haldin og er það Ung- mennasamband Borgarfjarðar sem sér um undirbúninginn en Borgar- byggð og Skorradalshreppur standa sameiginlega að hátíðinni. Dagskrá hátíðarinnar, sem formlega stendur 8. til 10. júní, er vegleg að vanda og í þetta sinn verða tvær há- tíðir haldnar á sama tíma og í sam- vinnu, þ.e Borgfirðingahátíð og Is- Nord hátíðin. Á föstudagskvöldið 8. júní verður meðal annars hið vinsæla Baðstofu- kvöld á Indriðastöðum í Skorradal þar sem flutt verða verk eftir Kjartan Ragnarsson sem sjálfur verður bað- stofustjóri. Laugardaginn 9. júní er mikið um að vera. Þétt dagskrá verð- ur á íþróttasvæðinu í Borgarnesi, söngur í Borgarneskirkju, kvikmynda- sýning í Óðali og útitónleikar í boði Sparisjóðs Mýrasýslu. Síðasta dag- inn, þ.e. 10. júní verður Sparisjóðs- hlaupið, uppákomur á planinu hjá Hvanneyrarkirkju, Útilegumenn í Grábrók og margt fleira. Sjá nánar í auglýsingu í Skessuhorni í dag. bgk Kvennakórinn Ymur og Kvennakór Kópavogs Framangreindir kvennakórar slá sam- an og halda kaffihúsatónleika í sal Tónlistarskóla Akraness að Þjóðbraut 13, fimmtudagskvöldið 31. maí næstkomandi. Á efnisskránni verða lög úr ýmsum áttum en áhersla verður lögð á að tónleikagestir eigi notalega kvöldstund. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:30 og er að- gangseyrir 1500 kr. Innifalið í að- gangseyri er ilmandi kaffi og heima- bakað bakkelsi. (fréttatilkynning) Vangaveltur um fjallskil I horninu 2 3. Sre’nt 11 1 þvl A að ágreiningi um fjallskila- gjöld vegna jarðarinnar Vilmundarstaða í Reyk- holtsdal verði skotið til dómstóla. Að hluta virðist málið snúast um eðli fjallskilagjalda en eftir niður- stöðu úr því álitamáli getur það snúist um heimild til að leggja um- rædd gjöld á landverð jarða. Borgarbyggð er stórt sveitarfélag og virðist skv. heimasíðu skiptast í átta fjallskilaumdæmi. Ætla má af mjög lauslegum lestri fundargerða að ekki séu lögð fjallskil á landverð jarða á eftirtöldum afféttarsvæðum: Kolbeinsstaðahrepps, Álftanes- hrepps, Hraunhrepps, Norðurár- dals norðan Norðurár og líklega upprekstrarsvæði Þverárréttar. Lagt er 1,4% á fasteignamat jarða á svæði Oddstaðaréttar og 3 % á svæði Borgarhrepps. Oljóst um álagningu á svæði Rauðsgilsréttar. I frétt Skessuhornsins er vitnað í álitsgerð Más Péturssonar og það sögð lokaniðurstaða Más að ef upp- rekstrarrréttur fylgi jörð, þá séu fjallskil afleidd skylda þessarar rétt- inda. I þessu felst að saman fari réttindi og skyldur og þykir mér það afar skynsamleg niðurstaða. Þeirri spurningu er hins vegar ósvarað hvort eigandi jarðar getur einhliða afsalað sér upprekstrar- réttindum og í eðlilegu firamhaldi af því orðið undanþeginn fjallskila- gjöldum. I ljósi gjörbreyttra jarða- laga ffá 2004, og aukinnar áherslu á stjórnarskrárbundið atvinnuffelsi, verður að telja líklegt að þetta sé hægt. Löggjöf um fjallskil er að stofni til ein elsta löggjöf sem byggt er á í íslensku atvinnulífi. Það þarf því engum að koma á óvart þótt gjör- breyttar aðstæður veki spurningar og kalli á breytingar. Það er líka mjög eðlilegt að slíkt gerist hér í Borgarbyggð þar sem mikil gerjtm og gróska er í samfélaginu og notk- un landsins er að breytast. Það verður forvitnilegt að fylgj- ast með ffamvindu þessa máls. Þórólfur Sveinsson, Ferjubakka II

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.