Morgunblaðið - 11.06.2019, Side 14

Morgunblaðið - 11.06.2019, Side 14
FRÉTTASKÝRING Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Lífeyriþegarnir 593 semfengu greiddan lífeyri fráTryggingastofnun inn áerlendan bankareikning í fyrra greiddu tæpar 11 milljónir í kostnað. Samkvæmt upplýsingum frá TR eru greiddar 1.525 kr. til Kviku banka fyrir hverja færslu á erlenda reikninga og reglulega sé farið yfir stöðuna og hagstæðustu kjara leitað. Eins og fram kom í umfjöllun Morgunblaðsins á fimmtudag fellur allur kostnaður á lífeyrisþega enda hefur TR ekki heimild til þess að greiða kostnað vegna greiðslna inn á erlenda reikninga samkvæmt al- mannatryggingalögum. Á vef TR kemur ekki fram að lífeyrisþegi beri kostnaðinn en líf- eyrisþegar sem óska eftir að fá greitt inn á erlenda reikninga er sent bréf þess efnis að þeir greiði allan útlagaðan kostnað vegna þess. Samkvæmt upplýsingum frá TR er verið að fara yfir vef stofn- unarinnar og bæta við upplýsingum. TR þiggur allar ábendingar og hug- myndir um það sem betur mætti fara á vefnum. Frá Svíþjóð til Spánar 0 kr. Í kjölfar umfjallana Morg- unblaðsins á kostnaði og fjölda þeirra sem fá greiddan lífeyri frá TR inn á erlenda reikninga bárust blaðinu upplýsingar frá lífeyrisþega sem bjó á Íslandi en átti rétt á líf- eyri frá Svíþjóð. Á meðan ein- staklingurinn bjó á Íslandi árið 2017 greiddi hann 675 kr. í hvert skipti sem hann fékk greiðslur frá Svíþjóð. Þegar hann flutti til Spánar greiddi hann 900 kr. til banka á Íslandi vegna millifærslu frá Íslandi til Spánar. Spænskur viðskiptabanki hans rukkaði ekkert fyrir að taka á móti peningunum líkt og gert var á Íslandi. Lífeyrisþeginn brá á það ráð að láta flytja lífeyrinn frá Sví- þjóð beint til Spánar og greiðir ekk- ert fyrir þær millifærslur. Breki Karslsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að skiptigjald bankanna sé frá 700 kr. til tæplega 2.000 en hærra ef um flýtimeðferð á millifærslum af ís- lenskum reikningi yfir á erlenda sé að ræða. Einnig sé tekið gjald af líf- eyri sem greiddur er erlendis frá í kringum 700 krónur. Breki segir að í fjórðu iðnbyltinguna muni fólk leita hagkvæmustu leiða og sleppa sem flestum milliliðum. Erfitt geti reynst að bera saman gjaldskrár bankanna til þess að finna út bestu kjör og hafa Neytendasamtökin krafið bankana um samanburð- arhæfa gjaldskrá. Hann segir sam- keppni ganga út á það að neytendur fái tækifæri til þess að bera raun- verulega saman vörur og þjónustu. Sekúndur geta skipt máli Að mörgu er að hyggja þegar peningar eru millifærðir frá Íslandi inn á erlenda bankareikninga Kostnaður sem íslensku bank- arnir taka, hugsanlega kostnaður erlendra banka og gengi þeirrar myntar keypt er sem breytist stöð- ugt yfir daginn. Mínútur og jafnvel sekúndur geta skipt málið þegar gjaldeyrir er keyptur og millifærð- ur. Fram kom í umfjöllun Morg- unblaðsins að 3,5 milljarðar séu greiddar á ári til lífeyrisþega TR sem búa erlendis. 500 milljónir af því fari beint inn á reikninga lífeyr- isþega. Leiða má að því líkum að einhver hluti af þeim þremur millj- örðum sem eftir standa séu milli- færðir af eigendum á erlendra reikninga. Sama má ætla að gildi um lífeyrisþega sem fá lífeyri úr líf- eyrissjóðum, erlenda verkamenn og fleiri. Kostnaður vegna þessara greiðslna gæti hlaupið a.m.k á tug- um milljóna á ári. Samkvæmt upplýsingum frá Arion banka er afgreiðslugjald sett á vegna umsýslu við frágang á er- lendum greiðslum. Því fylgi marg- víslegur kostnaður svo sem vegna upplýsingatæknikerfa sem nauðsyn- leg eru til að framkvæma greiðslur. Lífeyrisþegar greiða 11 milljónir í kostnað 14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Margt er öf-ugsnúið íum- ræðum um þriðja orkupakkann. Eitt er að reynt hefur verið að tengja stuðning við þennan pakka við frjálslyndi. Nú er það raunar svo að orðið frjáls- lyndi er notað með misjöfnum hætti í umræðum um stjórn- mál og því varla nothæft lengur. Stundum er átt við klassískt frjálslyndi, þar sem sá frjálslyndi styður frelsi einstaklingsins og vill hemja útþenslu og yfirgang ríkisins, en stundum er þvert á móti átt við vinstri stefnu þar sem hinn „frjálslyndi“ er hallur undir aukið ríkisvald og hefur takmarkaðar áhyggjur af því þó að það þrengi að ein- staklingnum. Þessi ruglingur hefur lengi verið áberandi í Bandaríkj- unum en hefur í seinni tíð teygt anga sína hingað til lands og þeir sem sérstaklega hafa ýtt undir hann eru yfir- leitt, þó ekki alltaf, ákafir stuðningsmenn Evrópusam- bandsins og aðildar Íslands að því. Þetta samhengi er sjálfsagt engin tilviljun því að Evrópusambandið hefur í seinni tíð orðið æ ágengara í því að færa völdin frá borg- urum einstakra landa og til ókjörinna embættismanna í Brussel. Arnar Þór Jónsson héraðs- dómari vék að þessu í afar at- hyglisverðu viðtali sem mbl.is átti við hann sl. fimmtudag. Þar segir hann: „Það þarf að ná umræðunni upp úr lágkúru eins og þeirri að þeir sem styðji samþykkt þriðja orku- pakkans séu frjálslyndir en hinir forpokaðir. Þar fyrir ut- an má spyrja hvað sé svona frjálslynt við það að vilja játa sig undir vald erlendra skriff- inna og standa gegn sjálfs- ákvörðunarrétti þjóða? Er það að sama skapi frjálslynt að vilja lúta hagsmunum er- lendra stórfyrirtækja? Geng- ur ekki frjálslyndi einmitt út á að virða sjálfsákvörð- unarrétt annarra í lengstu lög?“ Arnar Þór hélt áfram og benti á að Evrópusambandið virtist nú starfa með þeim hætti, að ef ekki væri hægt að koma markaðsbreytingu í gegn með lýðræðislegum hætti, vegna þess að kjós- endur vilji það ekki, skuli það gert í gegnum dómstólakerf- ið. Hafa verði í huga í því sambandi að EFTA-dómstóll- inn sé léttvægur í því sam- bandi, enda beri honum að fylgja dómaframkvæmd dóm- stóls Evrópusambandsins. Einnig þurfi að hafa í huga að EES-samning- urinn sé „dýna- mískur“ samn- ingur. „Við vitum með öðrum orðum ekki hvert hann muni þróast. Við erum farþegar en ekki í bílstjórasætinu. Við erum ekki þátttakendur í lýðræð- islegu ferli. Af hverju eigum við að undirselja okkur slíkri óvissu?“ Í viðtalinu sagði hann einn- ig að með þriðja orkupakk- anum væri ekki betur séð en við værum að játa okkur und- ir það og festa það í sessi að raforka, eins og hver önnur vara, flæði óheft á milli landa. „Frjálsa flæðið á vörum er fyrir hendi, skilgreining á raf- orku sem vöru er fyrir hendi, en með þriðja orkupakkanum kemur regluverk sem fjallar sérstaklega um tengingar á milli landa.“ Og hann bætti því við að gegnumgangandi í textanum væri áhersla á að ríki skuldbindi sig til að ryðja úr vegi hindrunum í þessu sambandi.“ Þá benti hann á að miklar breytingar hafi átt sér stað á EES-samstarfinu á þeim ald- arfjórðungi sem Ísland hafi verið aðili og að lýðræðisleg vinnubrögð hafi vikið fyrir valdboði ofan frá. „Dómstólar og eftirlitsstofnanir taka ákvarðanirnar og stýra ferl- inu, en ekki kjósendur og lýð- ræðislega kjörin löggjaf- arþing. Þetta þarf að ræða heiðarlega, sérstaklega út frá hagsmunum smáþjóða í al- þjóðlegu samstarfi. Hér er runninn upp nýr veruleiki sem ég tel að við þurfum að vera vel vakandi gagnvart sé okkur á annað borð umhugað um fullveldi Íslands og efna- hagslegt sjálfstæði,“ sagði Arnar Þór og bætti því við að hvað þriðja orkupakkann varðaði væri hægðarleikur að höfða samningsbrotamál gegn Íslandi og hnekkja fyr- irvörum stjórnvalda. Eins og Arnar Þór Jónsson héraðsdómari benti einnig á er ekkert „því til fyrirstöðu að við höfnum því að innleiða þessa tilskipun Evrópusam- bandsins. Slík ákvörðun trufl- ar ekki samstarfið við það. Þetta er hagsmunagæsla. Ef við megum ekki gæta okkar eigin hagsmuna, hvað segir það þá um stöðu okkar? Erum við ekki frjáls þjóð í við- skiptum við Evrópusam- bandið?“ Ef til vill er þetta lyk- ilspurningin sem allir ættu að velta fyrir sér, ekki síst þeir sem aðhyllast hið klassíska frjálslyndi. Frjálsri þjóð er ekkert til fyrirstöðu að hafna þriðja orkupakkanum} Lykilspurningin É g var nýlega í Portúgal, sem var fyrir nokkrum öldum heims- veldi með nýlendur í mörgum heimsálfum. Fyrir 50 árum var það orðið eitt fátækasta land í Evrópu. Sic transit gloria mundi var sagt við vígslu páfa – til þess að minna jafnvel æðsta mann kirkjunnar á að lán heimsins er fallvalt. Jafnvel hin voldugustu ríki geta hrunið eins og spilaborgir. Íhugum hvað er hægt að læra af sögu Portúgala. Hvað olli því að þeir urðu svo ríkir að þeir gátu byggt hallir og kirkjur sem jafn- ast á við það glæsilegasta sem til var í Evrópu á sínum tíma? Best vegnaði þeim þegar þeir könnuðu ókunna stigu og eignuðu sér lönd, voru frumkvöðlar síns tíma. Sums staðar fundu þeir verðmæta vöru sem þeir græddu vel á: Krydd, gull og þræla. Einhverjum datt þá í hug að snjallt væri að nota þenn- an nýfundna auð til þess að breyta einhæfu atvinnulífi sem byggði fyrst og fremst á landbúnaði og fiskveiðum. Iðnbyltingin var að stíga sín fyrstu skref og Englend- ingar tóku henni opnum örmum. Portúgalar voru aftur á móti tortryggnir á nýja atvinnugrein sem tók vinnuafl úr sveitunum, frá bændum til iðnrekenda. Þegar gullið var uppurið var ekkert annað sem tók við. Vissulega hjálpaði það ekki að Lissabon hrundi til grunna í miklum jarð- skjálfta og flóðbylgju sem fylgdi í kjölfarið. Sic transit gloria mundi. Eitt af því sem hrjáði Portúgal var ógnin af stórum ná- granna, Spáni. Portúgalar gerðu bandalag við Englendinga til þess að styrkja stöðu sína. Þetta hafa þjóðirnar gert í gegnum tíðina. Þær eru sterkari saman en hver í sínu lagi. Snemma á 20. öld varð Portúgal eitt fyrstu Vestur-Evrópuríkjanna sem tók upp einræði. Meðan fasisminn var að hreiðra um sig í Evr- ópu tók Salazar, rúmlega fertugur hagfræð- ingur, völdin og hélt þeim þar til hann varð tæplega áttræður. Hann rak stefnu einangr- unar og þjóðernishyggju. Undir hans stjórn varð Portúgal eitt fátækasta ríki álfunnar. Salazar fékk heilablæðingu árið 1968 og var ekki hugað líf. Nýr forsætisráðherra tók við. Öllum að óvörum náði gamli einvaldurinn aftur meðvitund. Enginn gat fengið af sér að segja honum frá valdamissinum og ráðherrar héldu áfram að mæta til hans og taka við skip- unum þar til hann dó, tveimur árum seinna. Portúgal innleiddi aftur lýðræði árið 1974 og gekk í Evrópusambandið árið 1986. Leiðin var upp á við fram á árið 2008, þegar landið var eitt þeirra ríkja sem kom verst út úr hruninu, rétt eins og Ísland. Viðsnúningurinn hefur gengið hægt, en atvinnuleysi er nú orðið minna en fyrir hrun. Vandinn er ekki síst miklar skuldir ríkisins. Hvað geta Íslendingar lært af Portúgölum? Það er óskynsamlegt fyrir þjóðir að vera einangraðar og hafa einhæft atvinnulíf. Og ekki síst: Lán heimsins er fallvalt. Þegar á móti blæs er gott að eiga vini. Benedikt Jóhannesson Pistill Fallvalt er lán heimsins Höfundur er stærðfræðingur og stofnandi Viðreisnar STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen Íslendingar eru aðilar að SEPA, Single Euro Payments Area, í gegnum EFTA-samstarfið. Tilgangur SEPA er að evran með góðu greiðslukerfi komist sem fljótast og hagstæðast yfir landamæri. Samkvæmt SEPA skal kostn- aður við að millifæra evrur milli landa vera sá sami og milli- færsla innanlands. Þar sem ís- lenski gjaldmiðillinn er króna hefur SEPA lítið vægi hér á landi og gagnast ekki þeim sem fá laun eða lífeyri greitt í íslensk- um krónum. Krónan þvælist fyrir JAFNRÆÐI Kostnaður við erlendar millifærslur á lífeyri Íslandsbanki Landsbanki Arion bankiSWIFT* SEPA* Kostnaður vegna lífeyrisgreiðslna erlendis frá 680 kr. 700 kr. 600 kr. 650 kr. Kostnaður þegar lífeyrisþegi greiðir inn á eigin erlendan reikning Í gegnum heimabanka 900 kr. 900 kr. 700 kr. 845 kr. Í gegnum þjónustuver 1.850 kr. 1.900 kr. 1.895 kr. Greiðsla frá Tryggingastofnun inn á erlenda reikninga í gegnum Kviku 1.525 kr. * SWIFT: Hefðbundin erlend millifærsla. SEPA: Evrugreiðsla innan Evrópu. Hjá viðskiptabönkunum Hjá Tryggingastofnun

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.