Morgunblaðið - 11.06.2019, Síða 15

Morgunblaðið - 11.06.2019, Síða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 2019 Ferðalag aftur í tímann Starfsfólk á Árbæjarsafni klæddist fatnaði sem tíðkaðist á 19. öld á sunnudaginn og gestir safnsins gátu séð þá sinna ýmsum gömlum bústörfum, svo sem tóskap og lummubakstri. Bræðurnir Stefán Bethúel og Jón Hafliði fúlsuðu ekki við lummunum þótt þær væru gerðar úr afgangs hafragraut. Skemmtu gestir safnsins sér hið besta við þetta uppátæki. Eggert Íslensk tunga á í vök að verjast. Þeir sem helst ættu að standa vörð eru blaðamenn og aðrir þeir sem skrifa í dagblöð, á vefmiðla og textavarp. Ég er nú enginn íslenskufræð- ingur en nú tel ég að blaðamenn séu að fara út af sporinu. Nú tíðkast það að sleppa sögnum úr fyr- irsögnum og tekst stundum svo illa til að fyrirsögn sem átti að segja les- andanum að eitthvað hafi farið úr- skeiðis verður öfugmæli. Ekki ætla ég mér að verða persónulegur og bý því til dæmi máli mínu til stuðnings. „Kókaínneysla aukist um 25%.“ Hér vildi blaðamaðurinn segja lesandanum að neysla kókaíns hafi aukist en fyrirsögnin hvetur til aukinnar neyslu. Hér hefði verið heppilegra að nota „eykst“ eða „jókst“ í stað aukist. Hér á árum áður varð að búa til fyrirsögn sem gaf sterklega til kynna um hvað fréttin fjallaði. Þá voru skrif- aðar ítarlegar fréttir um menn og málefni. Þetta hefur mikið breyst og nú skal helst búa til fyrirsagnir sem tvíræðastar. Það er allt gott og blessað en mér finnst að blaðamenn eigi bara að nota okkar góða tungumál eins og það er. Ef- laust munu einhverjir staldra hér við og segja að þetta sé þróun tungu- málsins. Ef svo er – af hverju þróast talmál ekki eins? Að „vinna sigur“ Fyrir nokkrum áratugum hóf ung- ur maður störf hjá annarri sjón- varpsstöðinni sem íþróttafréttamað- ur. Þá er hann sagði frá úrslitum kappleiks vann annað liðið sigur á hinu. Má segja að hann sagði nánast aldrei öðruvísi frá. Aldrei vann annað liðið hitt eða bar sigur úr býtum hvað þá að annað liðið hefði betur en hitt. Svona ambögur síast auðvitað inn í málið og nú er svo komið að í fréttum af dönsku kosningunum í sjónvarp- inu nýlega (7. maí) sagði hinn reyndi fréttamaður Bogi Ágústsson að vinstri blokkin hafi unnið sigur. Dag- inn eftir kom svo Mogginn og aðal- fyrirsögnin „Vinstriblokkin vann sig- ur“. Ég veit að þessi orðasamsetning er til í gömlum heimildum en eru ekki til urmull orða í íslensku sem ná yfir þann atburð þá er sigur vinnst? Unga fólkið og ferðamenn Hvert stefnir íslenskt mál? Unga fólkið í mínu nágrenni segir að ég tali forníslensku! Mér finnst það ekki leiðinlegt. Ég fór í Bónus á dögunum og kom á afgreiðslukassann og segi við drenginn sem stimplaði inn að ég ætlaði að fá þetta hvorutveggja. Hann kallar í næsta afgreiðslumann. „Siggi er hvorutveggja „bæði“?“ Þá var ég á ferð í fyrra og kom á þekktan veitingastað norðan heiða. Ungur maður stóð við afgreiðslu- borðið. „Can I help you?“ Ég segi á íslensku „Já, takk, en er ekki einhver á þessum bæ sem talar íslensku?“ Afgreiðslumaðurinn snarar sér inn í eldhús og kemur að vörmu spori. „Get ég aðstoðað herrann?“ Húm- orinn í lagi hjá þessum unga manni en hvert stefnir íslensk tunga þegar Íslendingar eru ávarpaðir á erlendri tungu í sinni heimasveit? Eftir Arnór Ragnarsson »Hvert stefnir ís- lenskt mál? Unga fólkið í mínu nágrenni segir að ég tali forn- íslensku! Mér finnst það ekki leiðinlegt. Arnór Ragnarsson Blaðamenn tröllríða íslenskri tungu Höfundur er síungur ellilífeyrisþegi sem starfaði í nokkra áratugi á Morgunblaðinu. Nú hefur verið fallið frá því að ráðast í breytingar í haust á skólum í norð- anverðum Grafarvogi sem meirihlutinn í borgarstjórn var að reyna að keyra í gegn. Íbúar eru gríðarlega ósáttir við þessar hug- myndir um breytingar. Þeir risu upp á móti meirihlutanum í borg- arstjórn og höfðu sigur í þessari orr- ustu. Það er merkilegt þegar íbúar þurfa orðið að verjast gegn valdhaf- anum til þess að halda í þá lög- bundnu grunnþjónustu sem sveitarfélaginu ber skylda til þess að reka. Það er sorglegt að horfa upp á það hvernig meirihlutinn hefur miss tengingu við íbúana, þau hlusta ekki heldur reyna allt sem þau geta til þess að troða sínum hug- myndum áfram. Hug- myndum sem íbúarnir kæra sig ekkert um og eiga að fá að hafa mikið um þær að segja. Við skulum vona að þessar hugmyndir eigi ekki eftir að skjóta upp kollinum aftur. Enda algerleg fráleitt að loka og sameina skóla í hverfi sem er í mikilli endurnýjun og til stendur að byggja á svæðinu. Þegar hefur þetta þó leitt til þess að ungt barnafólk sem hefur komið sér fyrir í norðanverðum Grafarvogi hefur ákveðið að flytja burtu. Það var að kaupa í hverfi þar sem öll þjónusta var fyrir börnin þeirra. Fólk hefur misst traust og trú á meirihlutanum og þeim vinnubrögð- um sem eru viðhöfð. Íbúar hafa verið að missa af sölum á húsnæði þar sem ungt fólk hefur dregið til baka tilboð í eignir sem hafa verið til sölu. Þar er möguleiki að Reykjavíkurborg sé að skapa sér skaðabótaskyldu, enda má ekki samkvæmt áliti umboðsmanns Alþingis gera breytingar sem eru í andstöðu við aðalskipulag. Ungt fólk vill búa þar sem þjón- usta er góð. Það er því óskiljanlegt að ætla að draga úr þeirri þjónustu sem er í Grafarvoginum. Það er að- för að okkur íbúunum. Það skýtur einnig skökku við að nú er verið að milda áhrif sameiningar Álftamýr- arskóla og Hvassaleitisskóla sem voru sameinaðir fyrir sjö árum. Þar varð gríðarlegt rót á skólastarfinu. Nú sjö árum síðar er verið að ráða inn auka skólastjóra. Það verða því tveir skólastjórar yfir þessum tveim skólum. Aftur og aftur er verið að gera tilraunir með börnin okkar, það er ekki verið að gera tilraunir í þá átt að auka gæði kennslunnar. Þó svo þetta sé auðvitað allt gert í nafni þess að auka gæði kennslu. Hér er verið að spara, spara í þeirri grunn- þjónustu sem Reykjavíkurborg á að veita. Hefur Reykjavíkur borg ekki burði til þess að reka þessa grunn- þjónustu. Mistókst Reykjavík- urborg verkefnið. Höfum við sé líðan barna á grunnskólaaldri batna, sjáum við betri árangur í lestri, hef- ur viðhaldi skólahúsnæðis verið sinnt? Þetta eru spurningar sem þeir sem eru við völd og hafa verið lengi verða að spyrja sig. Eftir Valgerði Sigurðardóttur »Aftur og aftur er ver-ið að gera tilraunir með börnin okkar. Valgerður Sigurðardóttir Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. valgerdur.sigurdardottir@reykjavik.is Aðför að Grafarvogi – Skólamál í norðanverðum Grafarvogi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.