Morgunblaðið - 11.06.2019, Page 17

Morgunblaðið - 11.06.2019, Page 17
MINNINGAR 17 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 2019 ✝ Sigríður ErlaJónsdóttir fæddist í Keflavík 23. maí 1935. Hún lést á Heilbrigð- isstofnun Suður- nesja 29. maí 2019. Foreldrar henn- ar voru Jón Einar Bjarnason, f. 27.6. 1910, d. 30.11. 1982, og Kristín Þórðardóttir, f. 21.9. 1912, d. 27.3. 1988. Systkini Sigríðar eru, Ragn- ar Birkir, Elías Símon (látinn), Björg Birna, Þórður (látinn), Gréta Svanhvít, Kristján Þór, Ásmundur Sv., Jón Einar Berg- mann og Borgar Lúðvík. Sigríður, eða Sigga eins og hún var alltaf kölluð, bjó í Keflavík fyrstu æviárin, en 5-6 ára fluttist fjölskyldan til Sandgerðis. Þar misstu þau heimili sitt að Laufási í bruna þegar hún var átta ára og fluttu þá í Skálholt í Garði. Þar bjuggu þau þar til Sigga var 16 ára en þá fluttu þau til Kefla- víkur aftur. 17 ára kynntist Sigga Olgeiri Magnúsi Bárð- arsyni f. 22.12. 1935, d. 29.7. Eyrún Erla, maki Unnar Örn Ólafsson og eiga þau þrjú börn. 5. Bárður, f. 1966, maki Jónína Gunnarsdóttir, fyrrverandi kona hans er Trine Heiberg, þau eiga eina dóttur, Tinna Charlotte Heiberg, maki Pat- rick Oxholm Snede. Sigríður og Olgeir skildu. Sigga fór í sveit nokkur sumur í Kolbeinsstaðahreppi. Hún varð fyrsti Suðurnesja- meistari kvenna í kúluvarpi. Sigga starfaði aðallega við verslunarstörf. Lengst af hjá aðalverslun Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli og var þar deildarstjóri íslensku deild- arinnar til starfsloka. Sigga var í Kvenfélagi Njarðvíkur til margra ára og allt til dán- ardags. Þar sinnti hún ýmsum störfum og var formaður til nokkra ára. Sigga var í sóknarnefnd Ytri-Njarðvíkurkirkju í mörg ár. Hún var virk í Félagi eldri borgara, sat þar í varastjórn frá 2008 og mætti á alla fundi. Hún var einnig í kaffinefnd og ýmsum störfum fyrir félagið. Sigga tók þátt i Landsmótum UMFÍ 50+ og þar keppti hún m.a. í hóplínudansi og unnu þau til gullverðlauna á Hvammstanga árið 2011. Sigríður Erla verður jarð- sungin frá Ytri-Njarðvík- urkirkju í dag, 11. júní 2019, klukkan 14. 1998, og byrjuðu þau sinn búskap fljótlega í Njarðvík þar sem þau byggðu sér heimili að Brekkustíg 17. Sigga bjó þar allt til ársins 1988. Sig- ríður og Olgeir giftu sig þegar þau voru 20 ára. Þau eignuðust fimm börn: 1. Jón Davíð, f. 1954, maki Guðbjörg Vil- hjálmsdóttir, fyrrverandi kona hans er Magnea Þorsteins- dóttir, þau eiga tvö börn a) Magnús Geir, maki Þórunn Jónsdóttir og eiga þau þrjú börn, b) Sigríður Erla, maki Haraldur Björnsson. 2. Eyrún Kristín, f. 1955. 3. Sigurveig Ósk, f. 1959, maki Georg Arnar Þorsteinsson, þau eiga þrjú börn a) Þorsteinn Atli, maki Birna Sif Magnúsdóttir, þau eiga einn son, b) Edda Ýr, maki Haraldur Leví Gunnarsson, þau eiga tvær dætur, c) Olga Ýr, maki Ólafur Frímann Kristjánsson. 4. Sjöfn, f. 1962 maki Sigurgeir Guðni Tóm- asson, þau eiga eina dóttur, Elskulega mamma mín er fall- in frá. Þetta er ennþá svo mikil fjarstæða og verður örugglega lengi að síast inn. Mamma var algjör gullmoli, hún var hress og skemmtileg og hafði svo góða nærveru. Hún gerði bestu pönnukökurnar, það er bara svoleiðis. Í gegnum árin hafa það verið nokkuð fastir liðir að skreppa til mömmu í pönnu- kökur á sunnudögum. Þar hitt- umst við systkinin með börnin okkar þegar þau voru lítil og svo þau núna síðustu ár með sín börn, yndislegar stundir, líf og fjör. Mamma hafði gaman af að halda kaffiboð, fá fólkið sitt til sín. Mamma átti níu systkini og það er ótrúlegt að hugsa til þess að á hverju ári frá því ég man eftir mér hélt hún jólaboð á jóladag fyrir fjölskylduna sem stækkaði með hverju árinu. Þetta var henni eðlilegt, og þegar hún ákvað að fara í minna húsnæði árið 1988 var ómögulegt að koma öllum fyrir í litlu íbúðinni. Þá var ekkert annað í stöðunni en að við börnin og systkinabörnin hennar tókum okkur til og fórum að halda jóla- ball fjölskyldunnar á hverju ári þaðan í frá þar til í fyrra. Mamma var félagsvera, hún elskaði að dansa, samkvæmis- dansar, línudansar og hverskyns dansspor heilluðu hana. Hún tók oft dansspor heima fyrir ef hún heyrði gott lag. Hún gat tjúttað við barnabörnin sín og barna- barnabörnin af minnsta tilefni við mikla gleði barnanna. Hún hafði mjög gaman af að spila á spil alls konar og svo auð- vitað bingó. Bingóferðir fór hún tvisvar í viku til Reykjavíkur til fjölda ára með systrunum sínum Björgu og Grétu. Mamma hafði gaman af að ferðast bæði innanlands sem ut- an. Sumarbústaðaferðir með henni voru alltaf skemmtilegar. Mamma hefur ferðast víða er- lendis. Hún fór oft til Danmerkur þar sem tvö börn hennar, tengda- dóttir og barnabarn búa. Hún fór til Flórída á hverju ári í nóvem- bermánuði í mörg ár með systur sinni Björgu og Hilmari manni hennar og vinum Guðrúnu og Má. Ég er svo þakklát fyrir ferðina til Flórída núna í nýliðnum apr- ílmánuði. En hana fórum við sam- an systurnar þrjár, makar okkar og mamma. Þetta var yndisleg ferð, við náðum að gera svo margt skemmtilegt saman, góðar minningar í minningabankann. Hjarta mitt er kramið, ég sakna mömmu. Ósk. Elskulega móðir mín, Sigríður Erla Jónsdóttir, lést á HSS mið- vikudaginn 29. maí eftir mjög svo stutta dvöl þar. Við hjónin komum við hjá henni síðla kvölds með sloppinn hennar og fleiri nauð- synjar og einnig til að kveðja hana þar sem ég var á leiðinni til út- landa morguninn eftir og óskaði hún okkur góðrar ferðar og skemmtunar og sagði að við ætt- um að fara varlega. Við vorum svo ánægð með það að hún væri nú komin inn og að hún fengi nú bót á sínu meini. En eitthvað gekk illa að sofna þetta kvöld, sjálfsagt spenningur og að hvort maður mundi ná að sofna eitthvað þar sem við þurftum að fara snemma á fætur en í framhaldi á þessu brölti að þá fengum við símtalið um að móður mín væri látin. Mamma var afskaplega lífsglöð og jákvæð manneskja, alltaf hress og kát, heilsaði og talaði við alla þó svo að hún þekkti viðkomandi ekki, tók alltaf upp hanskann fyrir hvern sem er ef það var verið að ræða eitthvað sem fór miður, sá alltaf björtu hliðarnar á öllu, alveg yndisleg kona og það er svo skrýt- ið að maður fattar það ekki fyrir en maður fer að hugsa til hennar hvað hún var einstök. Einnig var hún mamma svo dugleg kona, vildi allt fyrir alla gera eða tilbúin að leggja fram sína hjálp, alveg sama hvað það var. Ef einhver var að flytja eða fara að halda veislu þá var hún alltaf fyrst til að bjóða sig fram. Og svo var hún alltaf svo gestrisin, átti alltaf eitthvað með kaffinu og svo ég tali nú ekki um pönnukök- urnar hennar, þær bestu í heimi. Þegar ég og minn maður giftum okkur þá ætluðum við bara að fara á Þingvöll og gifta okkur þar í lopapeysum og fínt en nei hún hélt nú ekki, hélt okkur veislu heima í stofu fyrir nánustu fjölskylduna. Svona var hún elsku mamma. Við vorum mjög nánar og góðar vinkonur, fórum í nokkrar ferðir saman og brölluðum margt skemmtilegt saman og við syst- kinin öll. Hennar síðasta ferð var til Flórída um páskana s.l. með okkur systrum og mökum og var sú ferð alveg yndisleg. Við gistum í sama húsinu og mamma, Björg systir hennar, Hilmar mágur hennar, Guðrún og Már voru vön að gista í þegar þau fóru í sína ár- legu ferð til Flórída til margra ára. Og var það mjög gaman og var hún alsæl að hafa farið með okkur þangað. Ég vil fá að þakka elskulegri systur hennar, henni Björgu, og honum Hilmari fyrir hvað þau voru einstök við hana og buðu henni með í svo margar ferðir í gegnum líf hennar. Hvíl í friði, elsku mamma, ég elska þig, þín dóttir Sjöfn. Elsku amma Sigga, farin frá okkur svona skyndilega. Enginn átti von á því. Alltaf svo hress, skemmtileg og með frábæran húmor. Hún var svo mikil fé- lagsvera og allt henni að þakka hversu náin við frændsystkinin er- um. Okkur leiddist aldrei hjá ömmu. Hún átti svo mikið af fal- legu glingri, slæðum, skóm og var algjört ævintýri að fá að leika við það. Sjálf var hún alltaf svo fín með skartgripina sína og langar lakkaðar neglur. Yfir jól og páska skreytti amma allt hátt og lágt og það mátti alveg leika sér með skrautið. Það var allt svo ótrúlega spennandi. Það var alltaf stutt í fjörið og hláturinn. Amma hafði þann hæfi- leika að gera alla íþróttaleiki skemmtilega með því að horfa á þá með henni. Þótt hún þekkti hvorki íþróttina né liðið þá vantaði ekki spenninginn. Amma varð á svip- stundu stuðningsmaður númer eitt og ekki hrædd við að láta leik- menn heyra það ef þeir stóðu sig ekki. Amma vildi alltaf spila við okk- ur og gekk oftar en ekki með spila- stokk í veskinu. Keppnisskapið var mikið í spilum og var hún ekk- ert að leyfa okkur að vinna þegar við spiluðum við hana. Amma Sigga var líka ótrúlega gjafmild. Allt pakkaflóðið á jólun- um og alltaf eitthvað spennandi frá Ameríku. Hún var engin venjuleg amma því hún var alltaf nýmóðins og vissi alveg hvað var vinsælt. Gjafirnar sem standa svo sannarlega upp úr eru þó þær sem hún gerði sjálf. Hún gerði svo fal- lega hluti úr gleri. Allar fallegu skálarnar og diskarnir sem við munum varðveita alla ævi. Amma skrifaði líka bestu kortin þar sem hún þurfti oft að nota báðar hliðar til að koma öllu því fallega frá sér sem hún vildi segja við okkur. Að heimsækja ömmu á sunnu- dögum og fá pönnukökurnar henn- ar er ein ljúfasta minning okkar allra, enda bestu pönnukökur í heimi. Þá var lengi von á einum í After Eight-kassanum fína. Best var þegar tími gafst til að fá hana til að spá í kaffibolla. Oftast gafst þó ekki tími til þess því hún þurfti að drífa sig í bingó og stundum var hún rokin út þótt við sætum ennþá. Það mun ekki líða einn sunnudagur án þess að við hugsum til hennar með þakklæti í hjarta. Við söknum hennar strax svo sárt. Það eru algjör forréttindi að hafa átt hana ömmu Siggu. Þín barnabörn. Magnús Geir, Þorsteinn Atli, Sigríður Erla, Edda Ýr, Eyrún Erla, Olga Ýr og Tinna. Það tekur á að skrifa minning- arorð um systur sína með augun full af tárum, sérstaklega þegar andlát ber brátt að. Sigga systir var meira en bara systir, hún var besta vinkona mín og við vorum mjög nánar. Við ferðuðumst mikið bæði hér heima og erlendis, hér áður fyrr fórum við í mörg ferðalög ásamt eiginmanni mínum Hilmari og manni Siggu, honum Olla, sem var góður vinur okkar en er nú látinn. Síðastliðin 20 ár höfum við farið á hverju ári til Orlando, við systur með Hilmari og vinum okkar, hjónunum Má og Guðrúnu frá Hafnarfirði. Þetta voru ógleyman- legar ferðir sem við hlökkuðum alltaf til að fara í. Sigga systir á fimm yndisleg börn, sjö barnabörn og sjö lang- ömmubörn. Það var mikill samgangur hjá okkur þegar börnin okkar voru yngri í útileigum og í sumarbústað sem við byggðum saman ásamt Grétu systur og Palla heitnum sem var giftur Grétu. Sigga var alltaf kölluð Sigga systir af öllum systk- inabörnum hennar, og ég veit bara með börnin mín að Sigga var þeim mjög kær, það kemur enginn í staðinn fyrir Siggu systur sem var elskuð. Sigga var stoð og stytta systk- ina sinna, sem eru átta á lífi af tólf. Sigga var mikil félagsvera og undi sé best þegar nóg var að gera. Hún vann mörg störfin með eldri borgurum, sá t.d. um félagsvistina, bingó var í sérstöku uppáhaldi, var í dansi og svona mætti lengi telja. Sigga systir var kát og glaðvær, jákvæð og alveg sérstaklega dug- leg. Ég votta samúð mína elsku Davíð, Eyrúnu, Ósk, Sjöfn og Bárði, mökum þeirra og börnum. Takk fyrir allt elsku systir, sjáumst síðar. Þín systir Björg. Sigga mín. Nú hefur þú kvatt okkur að sinni. Fyrstu kynni okkar Siggu voru þegar ég flutti í Njarðvík 1956. Þá var mér boðið í saumaklúbb. Það var mitt lán og mér var svo vel tekið, því gleymi ég ekki. Margs er að minnast frá okkar samveru- stundum. Alltaf varst þú glöð og hress, og gafst af þér til okkar hinna. Mér er hugsað nú til margra góðra stunda okkar. Margt var stundum spjallað og alltaf gleði. Alltaf var gaman þeg- ar við fórum í ferðir með mökum okkar. Þá var gleði og við sáum margt skemmtilegt. Saumaklúbb- urinn okkar frábæri sem hefur starfað í rúm 60 ár. Þá var saumað og prjónað og líka spjallað. Ég kann þér miklar þakkir fyrir þá tíma. Það er gott að eiga minningu um það, hún yljar. Blessuð sé minning yndislegrar konu. Ég votta fjölskyldunni mína innilegustu samúð. Ada Elísabet Benjamíns- dóttir (Lella). Elsku besta frænka mín er lát- in. Sigga „systir“ eins og ég og fleiri kölluðum hana var systir mömmu minnar. Mikill samgang- ur var á milli systranna og kom Sigga ávallt í öll afmæli og veislur hjá okkur ásamt sumarbústaða- ferðir. Á hverju ári í yfir 20 ár fór hún með mömmu, pabba, Guðrúnu og Má til Orlando í nóvember. Alltaf var jafn gaman svo að kíkja í kaffi til hennar í desember og skoða all- ar jólagjafirnar sem hún keypti og hafði hún jafn gaman af að sýna mér þær. Hún var svo gjafmild. Siggu fannst gaman að spila og fór oft í bingó. Ég fór ósjaldan með henni og mömmu í Stapann í gamla daga. Við fórum oft í ferða- lög saman. Ein minnisstæð ferð er þegar við fórum hringveginn og gistum í fellihýsinu okkar Ómars og vorum við með tvö elstu börnin okkar, foreldrar mínir og yngsti bróðir minn og svo Sigga „systir“. Það fór vel um okkur þó að mörg værum og var þetta hin skemmti- legasta ferð. Mamma og Sigga voru mjög nánar og fylgdust að alla tíð. Nú verður mikið tómarúm hjá henni. Ég á margar góðar og dýrmætar minningar um elsku bestu Siggu mína sem ég mun varðveita vel. Elsku Eyrún, Davíð, Ósk, Sjöfn og Bárður, ég vil votta ykkur og fjölskyldum ykkar mína dýpstu samúð. Megi Guð styrkja ykkur í sorg ykkar. Siggu „systur“ verður sárt saknað. Íris B. Hilmarsdóttir. Sigríður Erla Jónsdóttir FALLEGIR LEGSTEINAR Verið velkomin Á góðu verði Auðbrekku 4, 200 Kópavogi, sími: 537-1029, www.bergsteinar.is Opið: 10-17 alla virka daga Okkar ástkæri eiginmaður, faðir og afi, JÓN GUNNAR SKÚLASON verkfræðingur, lést 7. júní á Hjúkrunarheimilinu Sóltúni. Útförin verður auglýst síðar. Hildigunnur Ólafsdóttir Marta María Jónsdóttir Jóakim Uni Arnaldarson Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi PÁLL JAKOBSSON bóndi, Hamri á Barðaströnd, lést á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Patreksfirði fimmtudaginn 6. júní. Hann verður jarðsunginn frá Brjánslækjarkirkju 15. júní klukkan 14. Guðrún Jóna Jónsdóttir Jón Bjarni Pálsson Kolbrún Vídalín Ólöf Sigríður Pálsdóttir Finnbogi Kristjánsson Jóna Bryndís Pálsdóttir Sigurður Sigurðsson Auðbjörg Gerður Pálsdóttir Víðir Ingason Dóra Eydís Pálsdóttir Pétur Gunnarsson Jakob Pálsson Guðný Matthíasdóttir Útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu SIGFRÍÐAR ERLU RAGNARSDÓTTUR fer fram frá Hafnarkirkju, Höfn í Hornafirði, laugardaginn 15. júní klukkan 14. Minningarathöfn verður haldin í Kapellu HSA á Egilsstöðum föstudaginn 14. júní klukkan 17. Okkar innilegustu þakkir til starfsfólks HSA fyrir góða umönnun og hlýju. Hver minning er dýrmæt perla. Ljós og friður fylgi þér. Dætur, tengdasynir, barnabörn og barnabarnabörn Okkar ástkæra móðir JAKOBÍNA KRISTÍN STEFÁNSDÓTTIR Hjúkrunarheimilinu Hlíð, lengst af búsett í Aðalstræti 8 á Akureyri, lést 27. maí. Að ósk Jakobínu fór útför hennar fram í kyrrþey. Fjölskyldan þakkar samúð og hlýjar kveðjur frá vinum og ættingjum. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Beykihlíðar fyrir einstaka umönnun og gæsku til Bínu á undanförnum árum. Anna Ringsted Stefán Guðlaugsson Guðlaug Ringsted Gísli Sigurgeirsson Sigurður Ringsted Bryndís Kristjánsdóttir og aðrir laukar frá Bínu, stórir sem smáir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.