Morgunblaðið - 11.06.2019, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 2019
Raðauglýsingar
Félagsstarf eldri borgara
Árskógar 4 Smíðastofa. kl. 9-15. Opin handavinnustofa kl. 9-12.
Opið hús t.d. spil kl. 13-15. Bridge kl. 12.30. Bónusbíllinn, fer frá
Árskógum 6-8 kl. 12.30.. Handavinnuhópur kl. 12-15.30. Opið fyrir
innipútt og 18 holu útipúttvöll. Hádegismatur kl. 11.40-12.45. Kaffisala
kl. 14.45-15.30. Heitt á könnunni, Allir velkomnir. s: 535-2700.
Áskirkja Leggjum af stað frá Áskirkju kl 08.30. Heimsækjum Pál lista-
mann á Húsafelli. Hádegisverður á Brúarás. Sr Sigurður Jónsson
mun síðan messa í Reykholti kl 14. Kaffistopp á Hvanneyri á heimleið.
Áætluð heimkoma 18:30. Verð 9000 kr. Skráning hjá Petreu í
s 891-8165 fyrir 1. júli Allir velkomnir Safnaðarfélag Áskirkju
Boðinn Þriðjudagur: Bridge og Kanasta kl. 13.00.
Bólstaðarhlíð 43 Opin handverksstofa kl. 9-16. Yngingar yoga með
hláturívafi kl. 09.00-09.50. Morgunkaffi kl. 10-10.30. Boccia kl. 10.40-
11.20. Bónusrútan kemur kl. 14.40. Göngutúr um nágrennið kl. 13.00.
Opið kaffihús kl. 14.30-15.15.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffispjall og blöðin við hring-
borðið kl. 8.50. Listasmiðja opin 9-16. Hádegismatur kl. 11.30. Salatbar
kl. 11.30-12.15. Enska kl. 13-15. Gáfumannakaffi kl. 14.30. Hugmynda-
bankinn opin kl 9-16. Allar hugmyndir eru góðar hugmyndir. Allir
velkomnir óháð aldri. Nánari upplýsingar í síma 411-2790
Garðabæ Vatnsleikfimi. Sjál kl. 08.00 og 13.00. Gönguhópur fer frá
Jónshúsi kl. 10.00. Bónusrúta fer frá Jónshúsi kl. 14.45.
Gerðuberg 3-5 111 RVK Þriðjudagur Opin handavinnustofa
kl.08.30-16.00. Keramik málun kl.09.00-12.00. Glervinnustofa m/leiðb.
kl 13.00-16.00. Leikfimi gönguhóps kl. 10.00-10.30. Gönguhópur um
hverfið kl. 10.30-. Allir velkomnir.
Gjábakki kl. 9.00 Handavinna, kl. 13.00 Handavinna, kl. 13.30 Alkort.
Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá 8-16, blöðin og púsl
liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, útvarpsleikfimi kl. 9.45 og
hádegismatur kl. 11.30. Bridge í handavinnustofu kl. 13 og eftir-
miðdagskaffi kl. 14.30.
Norðurbrún 1 Morgunleikfimi kl, 9.45, Lesið upp úr blöðum
kl. 10.15, Upplestur kl. 11-11.30, Hádegisverður kl. 11.30-12.30,
Kaffihúsaferð á Hrafnistu kl. 14.
Seltjarnarnes Nú eiga allir að vera búnir að fá dagskrána sem gildir
frá 11. júní - 16. ágúst þar sem Thelma og Jói munu stjórna.
Þeirra aðsetur verður í félags og tómstundaraðstöðunni að Skóla-
braut 3-5. Í dag er Vatnsleikfimi kl. 07.10. Snallsímanámskeið í slanum
á Skólabraut kl. 10.00. Kaffispjall í króknum kl. 10.30 og pútt á golf-
vellinum kl. 13.30. Þeir sem vilja far mæti á Skólabr. kl. 13.15.
Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10 – 16. Heitt á
könnunni frá kl. 10 – 11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er
frá kl. 11.30 – 12.15 og panta þarf matinn daginn áður. Bókabíllinn
kemur kl. 13.15 og Bónusbíllinn kl. 14.40. Kaffi og meðlæti er til sölu
frá kl. 14.30 – 15.00. Allir velkomnir. Síminn í Selinu er: 568-2586.
Smáauglýsingar
Húsnæði óskast
Húsnæði óskast í sumar
í Hafnarfirði.
Húsnæði óskast frá 15/06-15/09, í
Hafnarfirði, 3-4 svefnherbergi. Helst
með húsbúnaði. Vinsamlegast hafið
samband við Tómas í
brattahlid.accounting@gmail.com
eða í síma 8472596
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Bókhald
NP Þjónusta
Annast liðveislu við
bókhaldslausnir o.fl.
Hafið samband í síma
831-8682.
Byggingavörur
Harðviður til húsabygginga
Sjá nánar á www.vidur.is
Vatnsklæðning, panill, pallaefni,
parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu
verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð-
viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía.
Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
660 0230 og 561 1122.
Ýmislegt
Húsviðhald
FLÍSALAGNIR - MÚRVERK
FLOTUN - SANDSPARSL
MÁLUN - TRÉVERK
Ásamt öllu almennu viðhaldi
fasteigna
Áratuga reynsla og þekking
skilar fagmennsku og gæðum
Tímavinna eða tilboð
Strúctor
byggingaþjónusta ehf.
S. 893 6994
200 mílur
✝ Sigurður Z.Skúlason fædd-
ist í Reykjavík 9.
mars 1928. Hann
lést 27. maí 2019.
Foreldrar Sig-
urðar voru: Svan-
laug Einarsdóttir
húsmóðir, f. 25.
desember 1908, d.
13. mars 2010,
Skúli Sigurðsson
bifreiðastjóri, f. 13.
janúar 1898, d. 24. nóvember
1980.
Systkin Sigurðar: Skúli Svan-
anum í Hveragerði. Sigurður
og Gréta giftu sig 17. júní 1950.
Fyrstu árin bjuggu þau í
Hveragerði en árið 1957 fluttu
þau í Þorlákshöfn í nýbyggt
hús að Oddabraut 16 og árið
2004 fluttu þau að Sunnubraut
2, Þorlákshöfn. Gréta lést 5.
september 2018. Börn þeirra
eru Skúli Sigfús, maki er Hjör-
dís Svavarsdóttir, þau eiga þrjú
börn og níu barnabörn. Svan-
hildur Soffía, maki er Sævar
Sigursteinsson, þau eiga tvö
börn, fimm barnabörn og eitt
barnabarnbarn. Halldór Þor-
lákur, maki er Hugrún Guð-
mundsdóttir og hann á þrjú
börn og þrjú barnabörn.
Útför Sigurðar Z. Skúlason-
ar fer fram frá Þorlákshafn-
arkirkju í dag, 11. júní 2019, og
hefst athöfnin klukkan 14.
berg, f. 1931, d.
2015, Baldvin Ein-
ar, f. 1933, d. 2011,
Gillý Sigurveig, f.
1937, Ölver, f.
1940, d. 2018, og
Elías Skúlason, f.
1943.
Sigurður ólst
upp hjá foreldrum
sínum í Reykjavík
og á Kirkjuferju í
Ölfusi.
Árið 1950 kynntist Sigurður
Grétu Sigfúsdóttur, sem stund-
aði skólanám í Húsmæðraskól-
Við lát pabba hugsum við til
baka og þá streyma fram minn-
ingar sem rifjast upp við þessi
tímamót. Pabbi hafði ekki glímt
við stórvægileg veikindi, ekki
frekar en margt eldra fólk sem
hefur unnið hörðum höndum allt
sitt líf. Pabbi var einn af svoköll-
uðum frumbyggjum í Þorláks-
höfn. Pabbi var einn af stofn-
félögum í Kiwanisklúbbnum
Ölveri, hann var heiðursfélagi.
Eftir að mamma dó fékk pabbi
inni á Hjallatúni í Vík í Mýrdal og
þar dvaldi pabbi þar til í febrúar.
Þá flutti hann á Höfða dvalar- og
hjúkrunarheimilið á Akranesi,
þar hafði hann dvalið í aðeins í
rúma þrjá mánuði er hann lést.
Ég man fyrst eftir mér í
Hveragerði þar sem mamma og
pabbi áttu heima fyrstu æviárin
mín en ég var sex ára gamall þeg-
ar við fluttum til Þorlákshafnar
(1957). Pabbi var vörubílstjóri
fyrst í Hveragerði svo eftir að við
fluttum til Þorlákshafnar vann
hann mikið hjá Meitlinum sem
var útgerðarfyrirtæki. Síðari ár-
in vann hann hjá Ölfushreppi líka
sem vörubílstjóri en hætti störf-
um þegar hann var 70 ára. Ég
man hve mikla vinnu pabbi lagði
á sig til að fæða og klæða fjöl-
skylduna. Ég var ekki gamall
þegar pabbi leyfði mér að keyra
vörubílinn, í minningunni var það
stórkostlegur tími. Þegar ég var
4-5 ára man ég eftir því að pabbi
var að tala við kollega sinn í
Hveragerði, hann skildi mig eftir
í vörubílnum, mig langaði að fara
út, en gat ekki opnað dyrnar á
stýrishúsinu, þegar pabbi kom
svo og lagði af stað þurfti hann að
beygja, þegar hann beygði datt
ég á hurðina og það skipti engum
togum að ég datt út úr stýrishúsi
vörubílsins niður í stórgrýttan
kantinn, en það fór betur en í
upphafi leit út fyrir. Pabbi og
mamma sögðu mér margar sögur
frá þeim tíma sem ég var með
pabba í vörubílnum, einhvern
tíma stóð ég við hliðina á pabba
þegar hann var að keyra, þá voru
ekki bílbelti né barnabílstólar, en
eitthvað fannst mér hann vera
seinn til að flauta á kindur sem
voru við veginn og ég sagði við
pabba „pabbi flauta, bíb, bíb“
sem hann og gerði. Við þessi
tímamót koma upp margar minn-
ingar sem of langt mál er að
segja frá í stuttri minningar-
grein. Síðan ég flutti frá Eskifirði
(1995) hef ég reynt eftir fremsta
megni að heimsækja mömmu og
pabba nær vikulega að Sunnu-
braut 2 í Þorlákshöfn sem nú er
ómetanlegur tími. Nú er pabbi
loksins kominn á þann stað sem
hann óskaði sjálfur eftir að kom-
ast á eftir að mamma dó, en það
var honum mikið áfall og sorg-
artími. Elsku pabbi og mamma,
það hlýtur að vera yndislegt að
hittast aftur og vera saman eins
og þið voruð búin að vera í tæp 69
ár.
Skúli og Hjördís.
Nú er pabbi farinn og þá rifj-
ast upp margar góðar minningar
sem við áttum með honum og
mömmu bæði frá B götu 16 og
Sunnubraut 2. Pabbi hugsaði vel
um okkur systkinin og mömmu.
Það var alla tíð gott samband
milli okkar og barna okkar og
þeirra. Pabbi var alltaf tilbúinn
að aðstoða okkur og átti mörg
handtök bæði í bílum og húsinu
okkar. Pabbi og Sævar voru með
mikla jeppadellu og þar voru
Ford Econoline fremstir sem var
þeirra sameiginlega áhugamál og
studdu þeir hvor annan heilshug-
ar í því. Við ferðuðumst mikið
saman um hálendi Íslands, og
meðal annars margar ferðir í
Þórsmörk og var hann ætíð
fremstur, hann hafði mestu
reynsluna í að keyra yfir árnar.
Svo þegar þangað var komið voru
allir drifnir í göngutúr sem var
alla lifandi að drepa en þetta var
hans líf og yndi. Einnig voru
margar veiðiferðir bæði í Þóris-
vatn og Kvíslarveitur og eru
þetta ógleymanlegar ferðir. Veitt
vel og allir ánægðir þegar heim
var komið.
Eins voru ferðir út um allt
land, síðustu hálendisferðirnar
voru þegar við fórum Gæsa-
vatnaleið og komum niður í
Öskju, svo þegar við fórum Skæl-
ingana frá Eldgjá og yfir í
Langasjó, þetta var síðasta há-
lendisferð þeirra. Það er marks
að minnast. Eftir að við fluttum
til Noregs komu pabbi og
mamma fimm sinnum í heimsókn
og þá var spurt hvort ekki væri
eitthvað hægt að gera, jú, það
þurfti að vinda lopa og hann fór í
það. Við keyrðum mikið um Nor-
eg með þau og fannst þeim það
mjög gaman. Við eigum margar
góðar minningar frá þessum
heimsóknum. Við töluðum mikið
við þau í gegnum Skype og svo
við hann í gegnum síma daglega
síðasta árið. Það verða mikil við-
brigði að geta ekki verið með
honum þegar við komum til Ís-
lands.
Hans er sárt saknað en minn-
ingarnar eru margar og góðar.
Svanhildur og Sævar.
Elsku Siggi pabbi og tengda-
pabbi, nú er komið að kveðju-
stund og þú kominn til hennar
Grétu þinnar, sem þú saknaðir
svo mikið, það var 5 september
2018 ( fyrir átta og hálfum mán-
uði síðan) sem hún kvaddi, eftir
stutt veikindi. Þú fórst þá í hvíld-
arinnlögn á Hjallatún í Vík í Mýr-
dal og varst þar í 5 mánuði. Það
var hugsað vel um þig þar, en í
byrjun febrúar fengum við þig
fluttan á Höfða á Akranesi, mikið
nær okkur. Það var vel hugsað
um þig þar, við gátum kíkt á þig
oft eftir vinnu og um helgar. Það
var skrítið fyrir þig að flytja á
Akranes og segja heima þar. Þú
varst búinn að búa í 62 ár í Þor-
lákshöfn, þar reistuð þið fallegt
hús að Bgötu 16 og síðar fluttu
þið á Sunnubraut 2. Þið voruð
meðal frumbyggja í Þorlákshöfn.
Margs er að minnast, oft hljóp
ég á móti pabba niður götuna
þegar hann var að koma í mat,
fékk ég far heim með honum.
Margar ferðirnar fórum við sam-
an með fiskflutninga suður í
Garð, fórum í gegnum Reykjavík
og þurfti þá að greiða vegatoll á
Keflavíkurveginum. Á unglings-
árum mínum tók ég meira þátt í
að hjápa til, meðal annars hand-
dæla olíu á bíl af heimatanki og ef
komið var heim á sprungnu, var
skipt um dekk á meðan pabbi
snæddi. Í dagslok var oft farið að
gera við dekk, ekki var þá
dekkjavél til í skúrnum. Hann
var ábyrgur og öruggur bíls-
stjóri, bílar hans voru allir hrein-
ir og fallegir. Hann var alltaf boð-
inn og búinn að hjálpa öllum. 17.
júní 2018 (á 68 ára brúðkaups-
afmælinu ykkar) buðum við ykk-
ur út að keyra, við fórum á Eyr-
arbakka í hádegisverð, og svo
Flóahringinn. Síðan fórum við í
Hveragerði þar sem þið kynntust
og áttuð heima fyrstu búskapar-
árin ykkar. Þið voruð svo dugleg
og nægjusöm, um 20. ágúst 2018
voruð þið að bera á pallinn hjá
ykkur. Þið voruð ekki að biðja
um aðstoð, svo dugleg voruð þið,
pabbi 90 ára og mamma 86 ára.
Það eru 23 ár síðan ég kom
með Halldóri syni ykkar á Odda-
braut 16 eða B-götu 16 og þið
tókuð mér opnum örmum. Betri
tengdaforeldra er ekki hægt að
hugsa sér. Margar stundir áttum
við saman bæði í útilegum, sum-
arbústaði, Þorlákshöfn og á
Bakkastöðum .
Við söknum þín og þökkum all-
ar góðu stundirnar og ekki síst
núna síðustu mánuðina.
Kveðja, þinn sonur
Halldór og Hugrún.
Elsku afi, nú er kveðjustundin
komin. Nú ertu komin í sumar-
landið til ömmu. Sé ykkur fyrir
mér knúsa hvort annað ham-
ingjusöm sameinuð á ný. Það
voru forréttindi að fá að alast upp
hjá ykkur með annan fótinn. Þú
kenndir mér svo margt og varst
alltaf svo góður við mig. Það rifj-
ast upp margar minningar, þú
varst alltaf í bílskúrnum að gera
og græja ef þú varst ekki að
keyra vörubílinn. Þú varst alltaf í
bláa sloppnum með verkfæri í
hendi. Ein minningin er sú að
þegar ég var lítil og það voraði þá
fór ég með hjólið mitt niður eftir
til þín. Hjólinu var skellt á hvolf
svo fékk ég skiptilykil til að herða
á og smurolíukönnu til að smyrja
keðjuna og svo bónað með
mjallabóni á eftir. Það var ein-
hvern veginn bæði með þig og
ömmu að alltaf fékk ég að taka
þátt í öllu. Ég fékk að fara í ófáar
útilegurnar með ykkur og svo
þegar áhuginn fór að koma á að
keyra þá fórstu með mig upp á
gamla veg og þar kenndir þú mér
að keyra.
Mér verður hugsað til þess
þegar þú og amma komuð í síð-
ustu heimsóknina til okkar fjöl-
skyldunnar. Það var um verslun-
armannahelgina í fyrra, þið
voruð hress og kát í bragði eins
og alltaf þegar þið komuð. En
eftir þá helgi, þá fór heilsan að
stríða þér smátt og smátt og þú
náðir þér aldrei eftir það .Það
gerðist margt á stuttum tíma.
Við reyndum að vera dugleg að
koma til þín bæði á Vík og Akra-
nes. Alltaf tókstu á móti okkur
brosandi. En þetta var erfiður
tími fyrir þig, miklar breytingar.
Það er sárt að sakna. Mikið
sem ég er búin að sakna ömmu
og nú mun ég sakna ykkar
beggja. En þá er gott að eiga
góðar minningar
Drottinn er minn hirðir,
mig mun ekkert bresta.
Á grænum grundum
lætur hann mig hvílast,
leiðir mig að vötnum,
þar sem ég má næðis njóta.
Hann hressir sál mína,
leiðir mig um rétta vegu
fyrir sakir nafns síns.
Jafnvel þótt ég fari um dimman dal,
óttast ég ekkert illt,
því að þú ert hjá mér,
sproti þinn og stafur hugga mig.
Þú býr mér borð
frammi fyrir fjendum mínum,
þú smyr höfuð mitt með olíu,
bikar minn er barmafullur.
Já, gæfa og náð fylgja mér
alla ævidaga mína,
og í húsi Drottins bý ég langa ævi.
(23. Davíðssálmur)
Ykkar
Sigrún Björk.
Þegar ég hugsa til baka þá
koma margar skemmtilegar
minningar með afa, frá því að
vera með honum í bílskúrnum,
vörubílnum og ferðalögum uppi á
fjöllum. Hann var alltaf tilbúinn
að hjálpa mér og lærði ég mikið
af honum í bílaviðgerðum og
hvernig átti að haga sér á fjöll-
um. Margar góðar stundir áttum
við í ferðalögum upp á hálendinu
eða Þórsmörkinni. Í einni af
þessum skemmtilegu fjölskyldu-
ferðum á leið inná Fjallbak þá
var ég með afa og ömmu í græna
Bronconum og skyndilega stopp-
ar afi og segir við ömmu: Nú leyf-
um við stráknum að keyra. 10 ára
gamall var ég settur undir stýri
og keyrði af stað. Það gekk á
ýmsu og héldu allir að sá gamli
væri orðin vitlaus því það var allt
komið á yfirsnúning en þá var
bara strákurinn undir stýri með
allt í botni í lága drifinu. Það var
alltaf gott að koma til afa og
ömmu því þar var tekið vel á móti
mér hvort sem ég var í pössun
þar eða ekki. Þegar ég kom til
þeirra þá var alltaf byrjað að fara
í skúrinn því þar var afi að dunda.
Afi var hlýr og góður og gaf sér
alltaf tíma til að kenna og segja
mér sögur um gamla tíma og gát-
um við setið lengi við að tala sam-
an um bíla og lífið og tilveruna.
Þín verður sárt saknað og eftir
standa allar góðu minningarnar.
Sigursteinn Sævarsson.
Sigurður Zophanías
Skúlason
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann