Morgunblaðið - 11.06.2019, Page 24

Morgunblaðið - 11.06.2019, Page 24
EM 2020 Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Mikilvægi 1:0 sigursins á Albönum á Laugardalsvellinum á laugardaginn er óumdeilt og það var undirstrikað enn frekar sama kvöld þegar Tyrkir gerðu sér lítið fyrir og sigruðu frönsku heimsmeistarana 2:0 í Ko- nya. Þau úrslit breyta stöðunni í H- riðlinum á afgerandi hátt og setja leik Íslands og Tyrklands í kvöld í annað og stærra samhengi. Tyrkir voru fyrir umferðina á laugardaginn væntanlega af flestum taldir þeir andstæðingar sem helst myndu standa í vegi fyrir íslenska liðinu og möguleikum þess á að komast í lokakeppni EM 2020. Nú koma þeir til leiks gegn Íslandi með enn meira sjálfstraust en áður og með níu stig í hendi eftir fyrstu þrjár umferðirnar. Tyrkir eru sem sagt með 9 stig, Frakkar 6, Íslendingar 6, Albanar 3, Moldóvar 3 og Andorra er án stiga. Auk leiks Íslands og Tyrklands í kvöld mæta Frakkar liði Andorra og Albanía mætir Moldóvu. Eftir úrslit laugardagsins er leik- urinn í kvöld orðinn að algjörum úr- slitaleik hvað framhaldið varðar. Ætli íslenska liðið að vera með í slagnum um tvö efstu sæti H-riðils sem veita keppnisréttinn á EM 2020 þá þarf það sigur í kvöld og í versta falli jafntefli. Ósigur kæmi því í afar erfið mál. Einstaklingsframtak sem þurfti Leikurinn við Albana á laug- ardaginn var ekki skemmtilegasti leikur íslenska liðsins á Laugardals- velli. Langt í frá. En það skiptir engu máli. Glæsilegt mark Jóhanns Bergs Guðmundssonar gerði gæfu- muninn og færði Íslandi gríðarlega dýrmætan sigur. Í lokuðum og þétt- um leik tveggja svipaðra liða þar sem nánast engin opin marktæki- færi litu dagsins ljós, þurfti ein- staklingsframtak á borð við þetta. Eftir að forystunni var náð kom til kasta reynslunnar og seiglunnar í þessu íslenska landsliði, sem sýndi á ný mörg af þeim einkennum sem fleytti því inn á stórmótin 2016 og 2018. Samstaða, kraftur, ákveðni og sigurvilji voru til staðar. Og líka ákveðin gæði sem gerðu útslagið í jafnri viðureign. Erik Hamrén kom nokkuð á óvart með val sitt á hægri bakverði. Hjörtur Hermannsson leysti Birki Má Sævarsson af hólmi og Birkir, sem hefur átt stöðuna um árabil, var ekki einu sinni í 23 manna hópnum í leiknum. Hjörtur hefur lengi verið einn af okkar efnilegustu varn- armönnum og hann sýndi á laug- ardaginn að hann getur gert stöðu hægri bakvarðar að sinni, á meðan hann bíður þess að komast í sína að- alstöðu sem miðvörður. Þar virðast þó engir geta haggað Ragnari Sig- urðssyni og Kára Árnasyni enn um sinn. Ragnar átti stórgóðan leik á laugardaginn og Kári, sem var óvenju mistækur framan af, sýndi styrk sinn og öryggi í varn- arleiknum þegar á leið. Hann virðist líklegur til að klára þessa und- ankeppni með liðinu þótt margir teldu hans tíma liðinn eftir HM í fyrra. Aron í sínu besta standi lengi Þá var ánægjulegt að sjá hversu gott standið er á landsliðsfyrirlið- anum um þessar mundir. Aron Ein- ar Gunnarsson hefur spilað þjak- aður af meiðslum undanfarin ár, oft af meiri vilja en mætti, en virkar nú í betra líkamlegu standi en hann hefur verið um árabil. Miðjan úr 21-árs landsliðinu frá 2010-11, Aron, Gylfi, Jóhann og Birkir Bjarnason, hefur smám sam- an þróast úr því að vera samsett af frískum og efnilegum strákum í þrautreynda jaxla sem jafnframt búa yfir miklum gæðum og eru enn á besta aldri sem fótboltamenn. Frá þeim þarf að koma enn meira fram- lag í kvöld hvað sóknarleikinn varð- ar. Jóhann Berg fór af velli snemma í seinni hálfleik eftir að kálfinn sem hefur verið til vandræða undanfarna mánuði stífnaði upp. Eins gott að Jóhann verði leikfær í kvöld! Við sáum líka á laugardaginn hve Kolbeins Sigþórssonar hefur verið saknað undanfarin þrjú ár. Hann spilaði síðasta hálftímann og þó enn vanti mikið upp á leikformið þá býr Kolbeinn yfir eiginleikum sem nýt- ast landsliðinu sérstaklega vel, og það var synd að hann skyldi ekki kóróna góða innkomu með því að skora í uppbótartíma leiksins þegar Berisha í marki Albana varði naum- lega frá honum. Allt undir gegn Tyrkjum á Laugardalsvelli í kvöld  Lykilleikur fyrir íslenska liðið hvað varðar möguleikana á að komast á EM Morgunblaðið/Eggert Gleði Rúnar Már Sigurjónsson, Birkir Bjarnason, Aron Einar Gunnarsson, Ragnar Sigurðsson, Ari Freyr Skúlason, Kári Árnason og fleiri fagna Jóhanni Berg Guðmundssyni eftir að sá seinastnefndi skoraði markið gegn Albaníu. 24 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 2019 Norðlingabraut 8 110 Reykjavík S: 530-2005 Bíldshöfði 16 110 Reykjavík S: 530-2002 Tryggvabraut 24 600 Akureyri S: 461-4800 &530 2000 www.wurth.is Verkfæri – Festingar – Fatnaður – Persónuhlífar – Efnavara – Bílaperur – Rafmagnsvörur Bætiefni • Bensín og dísel bætiefni í tankinn • Hreinsar bensíndælu, leiðslur og fl. • Minnkar eldsneytisnotkun • Lengir líftíma hvarfakúts og súrefnis- skynjara, kemur í veg fyrir stíflaða ventla • Minnkar losun út í umhverfið Vnr: 0893 73 Verð: 1.990 kr. Álfelguhreinsir • Hentar aðeins álfelgum • Fjarlægir erfiðustu bremsuryks- bletti sem og tjörubletti • Inniheldur sýru Vnr: 0890 102 Verð: 3.152 kr. Undankeppni EM karla 2020 A-RIÐILL: Búlgaría – Kósóvó .................................... 2:3 Tékkland – Svartfjallaland...................... 3:0 Staðan: England 2 2 0 0 10:1 6 Tékkland 3 2 0 1 5:6 6 Kósóvó 3 1 2 0 5:4 5 Búlgaría 4 0 2 2 5:7 2 Svartfjallaland 4 0 2 2 3:10 2 B-RIÐILL: Serbía – Litháen....................................... 4:1 Úkraína – Lúxemborg ............................. 1:0 Staðan: Úkraína 4 3 1 0 8:1 10 Lúxemborg 4 1 1 2 4:5 4 Serbía 3 1 1 1 5:7 4 Portúgal 2 0 2 0 1:1 2 Litháen 3 0 1 2 3:7 1 C-RIÐILL: Eistland – Norður-Írland ........................ 1:2 Hvíta-Rússland – Þýskaland................... 0:2 Staðan: Norður-Írland 3 3 0 0 6:2 9 Þýskaland 2 2 0 0 5:2 6 Holland 2 1 0 1 6:3 3 Eistland 2 0 0 2 1:4 0 Hvíta-Rússland 3 0 0 3 1:8 0 D-RIÐILL: Danmörk – Georgía.................................. 5:1 Írland – Gíbraltar..................................... 2:0 Staðan: Írland 4 3 1 0 5:1 10 Danmörk 3 1 2 0 9:5 5 Sviss 2 1 1 0 5:3 4 Georgía 4 1 0 3 4:8 3 Gíbraltar 3 0 0 3 0:6 0 E-RIÐILL: Króatía – Wales ........................................ 2:1 Aserbaídsjan – Ungverjaland ................. 1:3 Staðan: Króatía 3 2 0 1 5:4 6 Ungverjaland 3 2 0 1 5:4 6 Slóvakía 2 1 0 1 2:1 3 Wales 2 1 0 1 2:2 3 Aserbaídsjan 2 0 0 2 2:5 0 F-RIÐILL: Færeyjar – Noregur ................................ 0:2 Malta – Rúmenía ...................................... 0:4 Spánn – Svíþjóð ........................................ 3:0 Staðan: Spánn 4 4 0 0 11:2 12 Rúmenía 4 2 1 1 11:5 7 Svíþjóð 4 2 1 1 8:7 7 Noregur 4 1 2 1 8:7 5 Malta 4 1 0 3 2:10 3 Færeyjar 4 0 0 4 3:12 0 G-RIÐILL: Norður-Makedónía – Austurríki ............ 1:4 Lettland – Slóvenía .................................. 0:5 Pólland – Ísrael......................................... 4:0 Staðan: Pólland 4 4 0 0 8:0 12 Ísrael 4 2 1 1 8:7 7 Austurríki 4 2 0 2 7:6 6 Slóvenía 4 1 2 1 7:3 5 N-Makedónía 4 1 1 2 5:7 4 Lettland 4 0 0 4 1:13 0 Þjóðadeild UEFA Úrslitaleikur í Porto: Portúgal – Holland................................... 1:0 Bronsleikur í Guimaraes: England – Sviss................................ (0:0) 6:5 KNATTSPYRNA 1:0 Jóhann Berg Guðmundsson 22. fékk boltann frá Birki Bjarnasyni, stakk sér glæsilega á milli varn- armanna Albaníu og skoraði með föstu skoti. I Gul spjöldRúnar Már (Íslandi), Basha, Dermaku, Veseli (Albaníu). I Rauð spjöldEngin Lið Íslands: (4-5-1) Mark: Hannes Þór Halldórsson. Vörn: Hjörtur Her- mannsson, Kári Árnason, Ragnar Sigurðsson, Ari Freyr Skúlason. Miðja: Jóhann Berg Guðmundsson (Arnór Ingvi Traustason 56), Aron Einar Gunnarsson, Gylfi Þór Sigurðs- son, Birkir Bjarnason, Rúnar Már Sigurjónsson (Arnór Sigurðsson 81). ÍSLAND – ALBANÍA 1:0 Sókn: Viðar Örn Kjartansson (Kol- beinn Sigþórsson 63). Lið Albaníu: (5-3-2) Mark: Etrit Ber- isha. Vörn: Elseid Hysaj, Ardian Is- majli, Kastriot Dermaku, Freddie Ve- seli, Ermir Lenjani. Miðja: Amir Abrashi, Tauland Xhaka (Emanuele Ndoj 72), Migjen Basha (Ergys Kace 68). Sókn: Sokol Cikalleshi (Arm- ando Sadiku 79), Bekim Balaj. MM Ragnar Sigurðsson M Aron Einar Gunnarsson Hjörtur Hermannsson Gylfi Þór Sigurðsson Jóhann Berg Guðmundsson Birkir Bjarnason Dómari: Bobby Madden, Skotlandi. Áhorfendur: 8.968.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.