Morgunblaðið - 11.06.2019, Síða 32
Hægt og hljótt
– vandaðar hurðapumpur í úrvali
Rafknúnar hurðapumpur eru mikilvæg öryggistól sem
tryggja fötluðum og öldruðum aðgengi og eru til
þægindaauka fyrir okkur öll. Rétt stillt hurðapumpa
kemur í veg fyrir slys á fólki. Eigendum og umsjónar-
fólki fasteigna ber skylda til að tryggja öryggi þeirra
sem leið eiga um. ÍVélum og verkfærum fást margar
gerðir af rafknúnum hurðapumpum, m.a. rafeinda-
stýrðar, fyrir inni- og útihurðir og eldvarnarhurðir.
Sérfræðingar okkar veita allar nánari upplýsingar.
SKÚTUVOGI 1C | 104 REYKJAVÍK | SÍMI 550 8500 | WWW.VV.IS
Face SW2
Fyrir innihurðir allt að
200 kg (ekki þar sem er
mikill dragsúgur).
Silfur, mjög nett H:82
mm/D: 117 mm/L:443
mmVottuð samkvæmt
EN 16005.
Ath. skoða þarf aðstæður
hverju sinni.
EMO
Rafeindastýrð
hurðapumpa. Hámarks
hurðarbreidd 1400 mm.
Hámarksþyngd hurða-
blaðs 210 kg. Ekki fyrir
eldvarnarhurðir eða
útihurðir. Ath. skoða þarf
aðstæður hverju sinni.
EMSW
Rafknúin. (Getur einnig
lokað mekanískt).
Hentug fyrir eldvarnar-
og útihurðir. Hámarks
hurðarbreidd 1600mm.
Hámarksþyngd hurðar-
blaðs 250 kg.Vottuð
samkvæmt EN 16005.
Ath. skoða þarf aðstæður
hverju sinni.
PSW250
Mjög nett en öflug raf-
eindastýrð pumpa. Getur
einnig lokað mekanískt.
Hentug fyrir eldvarnar-
hurðir og útihurðir.
Hámarksþyngd hurðar-
blaðs 250 kg.Vottuð
samkvæmt EN 16005.
Ath. skoða þarf aðstæður
hverju sinni.
Verð 93.310 kr. m. vsk*
Verð 144.770 kr. m. vsk*
Verð 165.726 kr. m. vsk*
Verð 187.550 kr. m. vsk*
*Verð miðað við gengi EUR 1.2.2019
Stórskáldið nefn-
ist leikrit eftir
Björn Leó Björns-
son sem verður
frumsýnt í Borg-
arleikhúsinu í
haust. Í því segir
frá heimildar-
myndagerðarkon-
unni Rakel og elskhuga hennar
Andra sem komin eru í niðurníddan
iðnaðarbæ í Amasónregnskóginum
til að gera heimildarmynd um Bene-
dikt, sérvitran nóbelsverðlaunahafa
og föður Rakelar, sem er dauðvona.
Benedikt leikur Jóhann Sigurð-
arson og var hlutverkið skrifað sér-
staklega fyrir hann en aðrir leikarar
verða Hilmar Guðjónsson og Unnur
Ösp Stefánsdóttir. Leikstjóri er Pét-
ur Ármannsson.
Stórskáldið skrifað
með Jóhann í huga
ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 162. DAGUR ÁRSINS 2019
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 670 kr.
Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr.
PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr.
Mikilvægi 1:0 sigursins á Albönum
á Laugardalsvellinum á laugardag-
inn er óumdeilt og það var undir-
strikað enn frekar sama kvöld þeg-
ar Tyrkir gerðu sér lítið fyrir og
sigruðu frönsku heimsmeistarana
2:0 í Konya. Þau úrslit breyta stöð-
unni í H-riðlinum á afgerandi hátt
og setja leik Íslands og Tyrklands í í
undankeppni EM karla í knatt-
spyrnu á Laugardalsvelli í kvöld í
annað og stærra samhengi. »24
Sigur Tyrkja á Frökkum
breytir leiknum í kvöld
ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM
Vegna fjarveru Ómars Inga Magn-
ússonar er Teitur Örn Einarsson
eina örvhenta skyttan í íslenska
landsliðshópnum í handknattleik
sem fór til Grikklands í gær til þess
að keppa við landslið heimamanna í
undankeppni Evrópumótsins. Ómar
Ingi Magnússon hefur ekki jafnað
sig eftir höfuðhögg sem hann varð
fyrir undir lok síðasta mán-
aðar í kappleik í
dönsku úrvals-
deildinni. Guð-
mundur Þórður
Guðmundsson,
landsliðsþjálfari,
ákvað að kalla
ekki inn aðra
örvhenta skyttu
í stað Ómars
Inga.
Teitur Örn er eina örv-
henta skyttan í liðinu
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Framsýnar konur stofnuðu Kven-
félagið Heklu í Minneapolis í Banda-
ríkjunum 1925 og nú, tæplega öld
síðar, hafa þær hleypt körlum í fé-
lagið í þeim tilgangi að fjölga rödd-
um, efla félagið og styrkja.
Hekla er elsta starfandi Íslend-
ingafélagið í Bandaríkjunum og átti
sína fulltrúa á 100. þjóðrækn-
isþinginu, sem fór fram í Winnipeg í
Kanada ekki alls fyrir löngu. Pat
Brennecke er formaður og Ásrún Ýr
Kristmundsdóttir varaformaður.
Tilgangurinn með stofnuninni var að
treysta bönd fólks af íslenskum ætt-
um, hlúa að íslenskri arfleifð og að-
stoða hjálparþurfi fólk, ekki síst
ungar konur, sem fluttu frá Minne-
sota og nágrenni til borgarinnar.
„Konurnar úr sveitinni höfðu ekkert
félagslegt stuðningsnet í borginni og
félagið var hugsað sem hjálparhella
fyrir þetta unga fólk, nokkurs konar
félagslegt kerfi,“ segir Katrín Sig-
urðardóttir kjörræðismaður, sem
vinnur náið með stjórn félagsins.
Til að byrja með var félagið
saumaklúbbur 17 kvenna. Þær urðu
að vera frá Minnesota, vera giftar og
af íslenskum ættum í báðar ættir.
Reglurnar hafa breyst mikið í tím-
anna rás en konurnar hafa samt ekki
viljað opna félagið fyrir körlum fyrr
en nú.
Ágengir karlar
Katrín segir að ekki verði horft
framhjá þeirri staðreynd að fé-
lagsmenn séu í eldri kantinum og
þörf sé á nýju blóði. „Nýliðun hefur
til þess að gera verið lítil en af og til
hafa borist fyrirspurnir frá karl-
mönnum, sem sótt hafa um inn-
göngu, en þeim hefur öllum verið
hafnað,“ segir hún. Til dæmis sótti
Vestur-Íslendingurinn Steingrímur
Steinólfsson um inngöngu 1993.
Hann fór bónleiður til búðar og þá
stofnaði hann ásamt öðrum Íslend-
ingafélagið The Icelandic American
Association of Minnesota 1994.
Kvenfélagið hefur alla tíð haldið
uppi reglulegri starfsemi, sem færð
hefur verið til bókar, haldið fé-
lagsfundi mánaðarlega á veturna og
látið gott af sér leiða. Helsta verk-
efnið er Samkoma, nokkurs konar
árshátíð en um leið aðalfjáröfl-
unarkvöldið, fyrst og fremst fyrir
Styrktarsjóð Val Bjornson, sem aft-
ur styrkir nemendur úr Minne-
sota-háskóla til náms í Háskóla Ís-
lands og öfugt. Til þessa hafa 43
nemendur frá Íslandi fengið styrk úr
sjóðnum. Hann styrkir jafnframt
önnur málefni og nýlega var til
dæmis ákveðið að styrkja Stofnun
Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum
tungumálum. Margrét „Maddý“ K.
Arnar kom jólaballi fyrir börnin á
dagskrá fyrir áratugum og nýtur
það mikilla vinsælda.
Katrín segir að undirbúningur að
inngöngu karla hafi hafist í fyrra-
sumar. Færð hafi verið rök fyrir því
að þátttaka karla, sem hefðu áhuga á
því sem tengdist Íslandi, myndi auka
líftíma félagsins og lífga upp á starf-
semina. Breyting á lögum félagsins í
þessa veru hafi síðan verið samþykkt
á félagsfundi fyrr í mánuðinum.
„Skrefið hefur verið stigið, allir fé-
lagsmenn eru stoltir af upprunanum
og karlmenn eru velkomnir,“ segir
Katrín. Hún leggur áherslu á að ekki
þurfi að breyta nafni félagsins því
það sé Icelandic Hekla Club.
Framsýnar konur Frá vinstri: Ásrún Ýr Kristmundsdóttir, Katrín Sigurðardóttir og Ólöf Indriðadóttir.
Kvenfélag fyrir karla
Hekla, elsta starfandi Íslendingafélagið í Bandaríkjun-
um, hleypir inn nýju blóði til þess að auka líftímann