Morgunblaðið - 10.07.2019, Page 19

Morgunblaðið - 10.07.2019, Page 19
irrúmi). Borgaði námið á borð- ið. Var stofnfélagi Loftleiða kornungur maður með 5.000 krónum. 70 ára flugsaga Dag- finns Stefánssonar hófst þegar Alfreð Elíasson sendi ráðning- arbréf og skipun að kaupa júní- form í New York. Fyrsta verk að skúra flugvélar og svo síld- arleit frá Miklavatni í Fljótum á sjóflugvél. Þar dró Daddi Loftleiðafána að húni allt undir það síðasta. Hann rómaði samheldna fjöl- skyldu á Hringbrautinni. Hve Loftleiðaandinn var skemmti- legur og drífandi. Þegar Loft- leiðir fóru með himinskautum öfluðu þær meiri gjaldeyris en fiskiskipafloti Íslands. Helst að Dagfinnur lækkaði róminn þeg- ar minnst var á sameiningu Flugfélags Íslands og Loftleiða sem honum líkaði ekki. Var ekki einhver lukka með Dadda? Þegar unglingurinn fór að beiðni ömmu niður á kæja til að spyrjast fyrir um afdrif föður síns eftir kafbátsárás á Goða- foss. Daddi sá ekkert fyrir manngrúa, en afi hringdi svo heim seint um kvöld af Laug- arnesspítala. Týndur á jökli í marga daga, mikið sár eftir Geysisslysið en allir lifðu af. Erfiðasta raunin: Kapteinn á staðnum við stjórn eftir mann- skætt slys Loftleiðaflugvélar sem hann átti að taka við. Á honum hvíldi ábyrgð sem hann stóðst við hræðilegar aðstæður: „Það erfiðasta sem ég lenti í.“ Við afkomendur Júnu og Stefáns höfum verið góð saman. Jafnvel ræktað „Júnur“ sem eru fjölskyldustolt í mynd Glox- eníu á hverju heimili og eru komnar af móðurjurtinni frá ömmu. Eftir fráfall ömmu, Þóru og mömmu Sirru hafa þau Daddi og Áslaug móðursystir átt sérstakan sess. Táknmyndir um samheldni, vinarþel, glað- lyndi og frændsemi. Nýlega var ljóst hvert stefndi og setið með Dadda löngum stundum að fara yfir minningar. Ertu sáttur með lífsferilinn? var spurt. „Já, ég er mjög sáttur,“ svaraði hann af sannfæringu. Sá heiminn, kynntist fólki og líkur sjálfum sér fór í stutta sögu um heim- sókn að legstein gamals grínara í Ameríku að lesa grafskrift: „I have never met a person I didn’t like“. Svo glotti Daddi út í annað: „Mér líkaði vel við alla“. Stefán Jón, Þórunn Júní- ana, Sigrún Soffía, Hildur Björg og Hannes Júlíus, Sirrubörn og Hannesar. Hjartkær vinur hefur enn hafið sig á loft á vit nýrra æv- intýra. Ljúfar minningar til margra ára fljúga um hugann; flugferðir á DC-sexum, Mons- um, DC-áttum Loftleiða og Flugleiða, áburðarflug á DC-3 Páli Sveinssyni og skemmtileg- ar einkaflugferðir, veiðiferðir og margt fleira voru oft sann- kölluð ævintýri í návist Dag- finns Stefánssonar. Hann var einn af stofnendum Loftleiða hf. og einn af frum- kvöðlum flugs á Íslandi og því ein af aðalpersónum og goð- sögnum íslenskrar flugsögu. Hann var virtur og dáður sam- starfsmaður, ferðafélagi, fjöl- skyldufaðir og vinur. Við kveðjum Dagfinn með virktum, þökkum honum sam- fylgdina og sendum fjölskyldu hans og ástvinum hjartans samúðarkveðjur. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (Valdimar Briem.) Harald Snæhólm og fjölskylda. Góða ferð, ég bið að heilsa þeim öllum saman, sagði ná- granni minn Dagfinnur Stef- ánsson með glampa í augum, er hann gekk yfir til mín til að kasta á mig kveðju. Hann hafði séð á mér farar- sniðið þar sem ég stóð tilbúin í flug vestur um haf. Íklædd ein- kennisbúningi þess flugfélags sem hann ásamt félögum sínum hafði lagt grunnstoðirnar undir rúmum sjötíu árum fyrr. Goðsögnin um hetju há- loftanna, Dagfinn Stefánson, var mér að góðu kunn frá þeim tíma er ég hóf störf sem flug- freyja hjá Flugleiðum á miðjum áttunda áratug síðustu aldar, eða um svipað leyti og hann var að hætta hjá fyrir- tækinu, rúmlega sextugur. Manninum sjálfum kynntist ég þó ekki af eigin raun, fyrr en við fjölskyldan fluttum í næsta hús við hlið hans í Haukanesinu. Það voru sann- arlega góð nágrannakynni og tókst strax hlý vinátta með honum og okkur hjónum. Sem einn af frumbyggjum Arnarnessins var hann okkur nýbúunum á nesinu mikill viskubrunnur. Uppfullur af fróðleik um allt sem að hverf- inu kom. Alltaf til í spjall. Endalaust að hlúa að nær- umhverfi sínu, sýsla í garðinum og dytta að húsinu. Sannur náttúruverndarsinni og ötull talsmaður fyrir vernd viðkvæmrar Arnarnesfjörunn- ar. Svo ótrúlega duglegur og fylginn sér bæði í orði sem og á borði alla tíð. Frá fyrstu kynnum okkar Kolbeins af Dagfinni, fór ekki framhjá okkur hversu stoltur hann var af hlutdeild sinni í Loftleiðaævintýrinu, og hve vænt honum þótti um minningu félagsins. Ekki hvað síst skein í gegn hjá honum væntumþykja til allra þeirra dugmiklu manna og kvenna sem áttu aðkomu að stofnun Loftleiða. Um þetta spjölluðum við oft og mikið. Alltaf flaggaði hann Loftleiðaf- ánanum þann 10. mars á stofn- degi félagsins síns. Einnig gátum við svo gott sem stillt klukkuna eftir hon- um, en klukkan átta á hverjum morgni, sama hvernig viðraði, fór hann af stað til að hitta gömlu félagana, sitt fólk úr fluginu í kaffi. Af því mátti hann alls ekki missa. Hús Dagfinns við Miklavatn, sem hann af örlæti lánaði okk- ur til afnota, er svo saga út af fyrir sig. Húsið geymir afar merkilegt safn, sem Dagfinnur hefur um árabil og af mikilli al- úð og elju hlúð að. Þar hefur minningu Loftleiða sannarlega verið haldið lifandi og til haga, með myndum og munum frá fyrsta degi félagsins. Heimsókn í það hús er æv- intýri líkust fyrir alla þá sem tengjast Loftleiðum og flugi á Íslandi með einhverjum hætti. Dagfinnur Stefánsson var fallegur maður sem vakti eft- irtekt. Mikill töffari og sjar- matröll af guðs náð. Beinn í baki og virðulegur í fasi gekk hann um í snjáðum gallabux- um, gallajakka, kúrekastígvél- um og með tóbaksklút um háls- inn. Heldur óvenjulegur klæðnaður eldri borgara á tí- ræðisaldri, en afar einkennandi fyrir hans persónu, sem fór aldrei troðnar slóðir og valdi fremur forgöngu en sporgöngu í sínu lífi. Við Kolbeinn þökkum okkar ljúfa nágranna og góðvini ánægjulega samfylgd og biðj- um honum blessunar í nýjum heimkynnum. Fjölskyldu hans vottum við einlæga samúð. Góða ferð kæri Dagfinnur, ég bið að heilsa þeim öllum saman. Ruth Gylfadóttir.  Fleiri minningargreinar um Dagfinn Stefánsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 2019 ✝ Ragnar StefánMagnússon fæddist á Akureyri 11. september 1936. Hann lést á Vífilsstaðaspítala 2. júlí 2019. Foreldrar hans voru Magnús I.S. Guðmundsson, f. 23. ágúst 1909, d. 17. nóvember 1996, og Anna Margrét Elíasdóttir, f. 6. desember 1913, d. 12. febrúar 2010. Systur Ragnars eru Svanhvít Magnúsdóttir, f. 16. febrúar 1941, d. 26. mars 2019, og Elín Guðmunda Magnúsdóttir, f. 23. apríl 1953. Ragnar giftist 18. október 1958 Guðlaugu Pálsdóttur Wíum, f. 15. október 1937. For- eldrar Guðlaugar voru Páll Wíum, f. 15. maí 1911, d. 20. febrúar 1993, og Þorbjörg Guð- rún Guðlaugsdóttir, f. 7. maí 1909, d. 23. ágúst 1985. Reykjavíkur 1969. Lengst bjuggu þau í Unufelli í Breið- holti, á árunum 1972 til 1996. Þau fluttu 2006 aftur í Hafnar- fjörðinn og hafa búið þar síðan. Þau byggðu sumarbústaðinn Blómsturvelli í landi prentara í Miðdal 1981 og voru oft þar á sumrin. Ragnar hóf nám í prentiðn 1954 og lauk sveinsprófi 1959. Hann starfaði i Steindórsprenti og í Prentsmiðju Hafnarfjarðar áður en hann hóf störf í prent- smiðju Morgunblaðsins árið 1962. Þar starfaði hann til árs- ins 2004, lengst af sem prent- smiðjustjóri, frá árinu 1972. Áhugamál Ragnars voru mörg en var hann virkur í íþróttastarfi hjá FH og Leikni, bæði sem iðkandi, þjálfari yngri flokka og stjórnandi, auk þess sem hann starfaði fyrir knatt- spyrnudómarasambandið. Hann tók m.a. þátt í starfi og stjórn- um Framfarafélagsins í Breið- holti, Sjálfstæðisfélagsins í Efra-Breiðholti, Félags fjar- stöðvaeigenda og var um tíma í stjórn Hins íslenska prentara- félags. Útför Ragnars Stefáns fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 10. júlí 2019, klukkan 15. Börn Ragnars og Guðlaugar eru 1) Sigrún, f. 7. júlí 1963. Sonur hennar og Þorsteins Sch. Thorsteinssonar, f. 26. júlí 1961, er Atli Bent, f. 30. júlí 1984. 2) Þór, f. 9. júlí 1964, d. 19. maí 1986. 3.) Magnús Páll, f. 22. nóvem- ber 1968. Dóttir hans og Guðrúnar Bjarnfinns- dóttur, f. 3. nóvember 1964, er Þuríður, f. 16. maí 1993. Sam- býliskona Magnúsar Páls er Þórunn Þorleifsdóttir, f. 17. september 1976. 4) Stúlka (nefnd Anna Margrét), f. 7. júní 1972, d. 9. júní 1972. Ragnar var fæddur á Akur- eyri. Hann fluttist með fjöl- skyldu sinni til Hafnarfjarðar og var alinn upp þar frá fimm ára aldri. Fyrstu hjúskaparár sín bjuggu Ragnar og Guðlaug í Hafnarfirði en fluttust til Elsku ástin mín, nú er stundin runnin upp. Eitt heiðríkt kvöld við hittumst fyrr en varði. Og húmsins blámi rann að ljósri óttu. Og þúsund rósir uxu á einni nóttu í okkar júlígræna skemmtigarði. Hvert atlot þitt ég innst í minni geymi, og ennþá fer um blóð mitt ljúfur þytur, því hjartað sló svo ört – og annar litur var yfir hinum dula jarðarheimi. (Ólafur Jóhann Sigurðsson) Nú syng ég fyrir okkur bæði: Ég hef elskað þig frá okkar fyrstu kynnum og enga litið fegurri en þig. ... (Loftur Guðmundsson.) Hvíl í friði ástin mín. Þín eiginkona, Guðlaug Wíum (Lilla Ragga Magg.). Þeir segja að það sé vætusamt undir Eyjafjöllum, en það var alltaf sól þau sumur sem Raggi og Lilla, og seinna Sigrún, Þór og Magnús Páll, komu til okkar í sveitina. Það dró allavega frá sólu svo skemmtilegt var að fá frænd- fólkið. Mikið gladdist fallega hjartað hennar mömmu við að fá systur sína alla leið austur í sveit. Það voru ófáir baggarnir sem moggaprentarinn kom til skila inn í hlöðu eftir að hafa skutlað þeim misþungum upp á heyvagn- inn. Reyndar tók Raggi til hend- inni þegar heysáturnar voru og hétu. Þá þurfti sannarlega á mannskap að halda. Bændur kunna að meta glaða hjálpar- hönd. Það var farið með kindur á fjall, börnin í „þvott“ í Seljavalla- laug, gengið drjúgan spotta eftir malarveginum, yfir brúna og fram hjá tóftunum út að Núpi, til þess að fylla á kókbirgðirnar hans Ragga. Krakkarnir skiptu tómu flöskunum, fyrir eitthvað verulega sætt, sem var bak við búðarborðið hjá Guðjóni gamla. Myndavélin og Raggi voru óaðskiljanlegir vinir. Kannski var það vegna hans listræna auga og listrænu handa eða bara vegna skynjunar hans á því að líf ein- staklingsins hverfur hægt og ró- lega inn í sog eilífðarinnar. Burt- séð frá þessum vangaveltum þá er ég og fleiri honum þakklát fyr- ir að hafa haldið fortíðinni til haga. Nú eru allir að taka mynd- ir, liggur við á fimm mínútna fresti. Það var ekki þannig í þá daga. Tækifærisræðurnar voru ófá- ar við hin og þessi veisluhöld hjá Drápuhlíðarfjölskyldunni, sann- arlega má þakka Ragga fyrir að stíga á stokk. Hann átti auðvelt með að koma frá sér orði. Raggi átti ekki langt að sækja það því móðir hans og móðurafi státuðu af slíku. Síðastliðið vor var ég í heim- sókn hjá Ragga á Landakotsspít- ala. Ekki þurfti ég að bíða lengi eftir að fá fréttir úr fortíðinni en það fannst mér afskaplega gam- an. Raggi fékk hjól frá mömmu sinni og pabba, svart og fínt hjól. Einu sinni var hann fyrir utan húsið heima hjá sér með vinum sínum þegar Elías afa hans bar að garði. Ragga vantaði þá 1-2 ár í fermingu. Raggi bað afa sinn um að semja vísu um sig og hjólið sitt. Þá sagði afinn: „Þú verður að læra vísuna, því ég segi hana bara einu sinni.“ Ragnar hefur hárið dökkt, hann er oft á rólinu, ekki heyrist í honum snökt er hann fer á hjólinu. Raggi var ákveðinn og glettinn ljúflingur sem skildi eftir sig fal- leg spor í lífsins sandi. Raggi minn, vonandi hefur þú fengið góða heimkomu í fagra veröld sem er full af kærleika, gleði og ævintýrum. Eflaust hafa börnin þín, Þór og Anna Margrét, tekið brosandi á móti þér. Ég þakka fyrir að hafa kynnst Ragga og sendi samúðar- kveðjur til Lillu, Sigrúnar og Magga Palla. Sigríður Anna Einarsdóttir. Kveðja frá Morgunblaðinu Starfsmenn Morgunblaðsins minnast Ragnars S. Magnússon- ar með virðingu og þakklæti. Ragnar átti langan og farsæl- an starfsferil á Morgunblaðinu, hóf störf í prentsmiðjunni árið 1962 og var þar verkstjóri lengst af. Störfum sínum sinnti Ragnar af alúð og kostgæfni, hann var vakinn og sofinn yfir hagsmunum blaðsins og prentsmiðjunnar. Hann var trúr yfirmönnum sín- um og þeim verkefnum sem hon- um voru falin. Það gustaði gjarn- an af Ragnari í daglegu amstri vinnunnar og hann lá ekki á skoð- unum sínum á mönnum og mál- efnum. Eftir að hann hætti störf- um árið 2004 kom hann oft í heimsókn í prentsmiðjuna og var jafnan aufúsugestur, honum fylgdi jafnan gleði og uppörvandi gáski og til hans var alltaf gott að leita. Ragnar var drengskaparmað- ur, tryggur vinum sínum og vinnufélögum. Starfsmenn Morgunblaðsins og Landsprents, prentsmiðju Morgunblaðsins, senda Guðlaugu eiginkonu hans og börnum þeirra, Sigrúnu og Magnúsi Páli, einlægar samúðarkveðjur. Guðbrandur Magnússon. Í dag kveðjum við hjónin vin okkar til margra ára, Ragnar Magnússon. Gunna kynntist Ragnari á barnaskólaárunum en leiðir okkar lágu saman árið 1967 sem prentarar hjá prentsmiðju Morgunblaðsins. Frá árinu 1967- 1980 og 1987-2000 unnum við ná- ið saman og þróaðist með fjöl- skyldum okkar ævilöng vinátta. Skemmtilegar og ógleyman- legar eru ótal minningar frá ferðalögum um landið, bæði há- lendisferðir og með hjólhýsin okkar. Þessar ferðir fórum við ásamt fleira góðu vinafólki. Ynd- islegt er að rifja upp þennan tíma og skoða myndir frá þessum ferð- um. Eftir hjólhýsaárin okkar byggðum við Gunna okkur sum- arhús í landi prentara í Miðdal við Laugarvatn og stuttu seinna Lilla og Raggi líka. Héldu þá samskipti okkar og barna okkar áfram. Að rifja upp allar stund- irnar okkar yfir grillinu, ferðirn- ar niður að brennu, kvöldstund- irnar sem setið var og rabbað saman fram á nótt og fleiri augnablik vekur upp gleði í hug- anum og þakklæti fyrir góð kynni. Raggi var hagyrðingur og var ekki lengi að skella í eina vísu og fá aðra viðstadda til að grípa bolt- ann á lofti. Þar sem þau hjón voru ríkti ætíð gleði og kátína. Við Gunna þökkum Ragga fyr- ir margar góðar stundir og vin- skap og vottum Lillu, Sigrúnu, Magga Palla, tengdadóttur og barnabörnum okkar innilegustu samúð. Hvíl í friði kæri vinur, Viðar Janusson og Guðrún Eiríksdóttir. Fallinn er frá góður félagi okk- ar í Fimleikafélagi Hafnarfjarð- ar, Ragnar Magnússon, prentari. Við undirritaðir áttum mjög skemmtilega og árangursríka samleið með Ragga í FH, sér- staklega í knattspyrnudeildinni á árunum frá 1964. Við sátum þar saman í stjórn deildarinnar undir öruggri stjórn Árna Ágústsson- ar. Raggi þjálfaði líka yngri flokka deildarinnar á þessum tíma með góðum árangri. Auk þess var hann um langan tíma eini knattspyrnudómarinn í Hafnarfirði og dæmdi hann ótrú- lega marga leiki í Hafnarfirði og víðar og aldrei verða fullþökkuð störf hans á þeim vettvangi, þá starfaði hann lengi í stjórn Dóm- arasambands KSÍ. Um tíma var hann einnig formaður Knatt- spyrnuráðs Hafnarfjarðar. Öll sín störf vann hann af mikilli trú- mennsku. FH-ingar eiga Ragnari mikið að þakka, hann var alltaf reiðubú- inn til starfa fyrir félagið, hug- myndaríkur og þótti vænt um fé- lagið sitt. Hafa verður í huga að á þessum tímum voru öll þessi störf unnin í þegnskaparvinnu og segir það enn frekar hversu fórn- fúst starf Ragnars var. Við félagarnir minnumst frá- bærs félaga og þökkum alla þá góðu og skemmtilegu tíma sem við áttum með Ragga í fé- lagsstarfinu og þeim hjónum ut- an félagsstarfsins. Elsku Lilla, við sendum þér og fjölskyldunni innilegustu samúð- arkveðjur. Minningin um góðan dreng lifir lengi. Bergþór Jónsson, Ingvar Viktorsson. Leiðir okkar og Ragnars lágu saman fyrir 26 árum þegar við fjölskyldan festum kaup á sum- arhúsi í Miðdal við hliðina á þeim eðalhjónum Ragga og Lillu. Frá fyrstu stundu áttuðum við okkar á að við höfðum dottið í ná- grannalukkupottinn. Raggi var alltaf boðinn og búinn að gefa krökkunum góð ráð enda þekkt- um við lítið inn á svona sumarbú- staðalíf. Strákarnir okkar voru ekki há- ir í loftinu þegar þeir byrjuðu að rölta yfir til Ragga og Lillu á Blómsturvelli, var þeim alltaf tekið fagnandi með spjalli og sæt- indum. Það var hægt að tala um allt við Ragga en fótbolti var eitt af áhugamálum hans og þrátt fyr- ir að við héldum hvorki með FH né Leikni þá áttum við Valsar- arnir hauk í horni í Lillu sem var auðvitað Hlíðastelpa þegar þau kynntust svo við vorum í góðum málum. Raggi fylgdist alltaf vel með strákunum okkar og var það ósjaldan sem skokkað var yfir á Blómsturvelli til að ræða um fót- boltamót, skólann eða bara lífið og tilveruna. Hann bjó yfir mikilli og skemmtilegri frásagnargáfu. Raggi mun alltaf eiga stað í hjarta okkar en við vitum að leið hans liggur í sumarlandi sem lík- legast er alveg eins og dalurinn okkar fagri. Linda Ósk, Georg Páll, Fjölnir Daði og Daníel Gauti. Ragnar Stefán Magnússon

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.