Morgunblaðið - 18.07.2019, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JÚLÍ 2019
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Stefnt er að því að opna nýtt hótel í
keðju Fosshótela við Lækjargötu og
Vonarstræti í upphafi ársins 2021,
en Traust verktak, eða TVT ehf.,
stjórnar byggingarframkvæmdum
fyrir Íslandshótel, sem er eigandi
Fosshótela. Hótelið er fimmta hótel-
ið sem TVT reisir fyrir Íslandshótel,
en 130 herbergi verða á hótelinu,
sem ber vinnuheitið Hótel Reykja-
vík.
Ólafur Sæmundsson, byggingar-
stjóri og annar eigenda TVT, tók á
móti blaðamanni og ljósmyndara á
framkvæmdasvæðinu í gær og lýsti
gangi framkvæmdanna, meðal ann-
ars ofan af svölum Vonarstrætis 4
sem verður eini hluti hótelsins sem
ekki er nýbygging. „Þetta hús
teiknaði Guðjón Samúelsson og það
er byggt árið 1923,“ sagði Ólafur, en
stíll Guðjóns er í hávegum hafður í
hönnun hluta hótelsins. Hótelið er
hannað af Birni Skaptasyni arkitekt
og mun útlit þess hafa skírskotun í
húsin umhverfis það. Þannig verða
þakefni í stíl við nálægar byggingar,
meðal annars þak Dómkirkjunnar
við Austurvöll. Þá mun stíll Guðjóns
Samúelssonar „flæða inn“ í nýbygg-
inguna sem nær út í Vonarstrætið.
Úthliðar Vonarstrætis 4 eru frið-
aðar, en þaki þess verður lyft og
sérstakir kvistir settir á það að
ofanverðu upp úr þakinu, sambæri-
legir þeim sem sjá má á húsi Guð-
jóns við Skólavörðustíg. Þá verða
gluggar hússins látnir halda sér og
útlitinu að innan haldið að miklu
leyti. Hótelherbergin verða í göml-
um stíl í þessum hluta hótelsins. Út-
hliðar annarra hluta hótelbygg-
ingarinnar hafa skírskotun til
bygginga frá miðri síðustu öld að
sögn Ólafs, en þar verða nýtísku-
legri herbergi.
Yfir erfiðasta þröskuldinn
Á reitnum var áður bygging sem
hýsti útibú Íslandsbanka. „Hún var
burðarþolslega ónýt eftir tvo elds-
voða og síðan var brunareitur við
hliðina þar sem hefð skapaðist fyrir
því að hafa bílastæði. Þetta var eins
og skarð í tanngarðinum og við er-
um að fylla upp í það með fallegri
fyllingu,“ segir Ólafur, en nú er að
baki vinna við bílakjallara undir
húsinu sem er meira en tvo metra
undir sjávarmáli og búinn bílalyftu
og vinna hafin við að steypa upp
fyrstu hæð. Síðla vetrar 2020 er
áætlað að búið verði að steypa alla
bygginguna upp. „Við erum komnir
upp úr jörðinni og yfir erfiðasta
þröskuldinn. Hönnunarvinnu er að
mestu lokið og síðan er það bara
markaðssetningin. Það er engan bil-
bug á þeim Íslandshótelamönnum
að finna um að hér verði nóg af
fólki,“ segir Ólafur.
Úthlið hótelbyggingarinnar mun
ná allt frá húsinu við Vonarstræti 4,
út að Lækjargötu og norður eftir
henni að gatnamótum Lækjargötu
og Skólabrúar. Aftan við framhlið
byggingarinnar við Lækjargötu rís
einnig bygging þannig að inni á
reitnum verður til lygn garður. Þær
kvaðir eru á lóðinni sem snýr út að
Lækjargötu að jarðhæð sé opin og á
teikningum má sjá stórar rúður sem
vísa út að götu. Þar fyrir innan
verður starfræktur veitingastaður á
vegum hótelsins, en hann mun ná
alla leið aftur að garðinum milli
bygginganna.
Fornleifar fundust á byggingar-
reitnum við upphaf framkvæmda,
en þær verða varðveittar í norður-
enda hótelsins að sögn Ólafs. „Hluti
af þeim var fjarlægður og það er í
geymslu. Þetta er allt skráð og
númerað,“ segir hann, en þessar
minjar verða til sýnis. „Landnáms-
sögunni verða gerð góð skil og hún
tengd við efnahagssöguna inn eftir
húsinu. Einnig er til skoðunar að
hafa til sýnis frímerkja- og seðla-
söfn,“ segir Ólafur.
Fylla senn í skarðið við Lækjargötu
Uppsteypa hafin við nýja hótelbyggingu við Lækjargötu Hönnuð með nálægar byggingar í huga
Hugverk Guðjóns Samúelssonar í hávegum höfð Fornleifar sem fundust á reitnum verða til sýnis
Hótel Byggingarlengjan nær frá Vonarstræti og norður Lækjargötu. Hún
er hönnuð með nálægar byggingar í huga, m.a. hvað varðar val á þakefni.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Byggingarstjóri Ólafur Sæmundsson, byggingarstjóri og annar eigenda TVT, leiddi blaðamann
og ljósmyndara um byggingarsvæðið. Hann segir gang í framkvæmdunum um þessar mundir.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Kjallari Vinna við kjallara hótelbyggingarinnar er að baki, en hann var erfiðasti hjallinn að
sögn Ólafs. Nú rísa hæðir hótelsins ein af annarri, en áformað er að opna hótelið árið 2021.
Opið virka daga kl. 11-18, lokað á laugard. í sumarListhúsinu við Engjateig, 105 Reykjavík, sími 551 2050
LISTHÚSINU
Fallegt úrval af
inni og úti
körfum og pottum
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Það væri viturlegt að fara með
eitthvað af fornum og viðkvæmum
helgigripum, sem ekki eru í notkun
lengur, úr kirkjum landsins í söfn
sem geta varðveitt þá við betri skil-
yrði. Þetta segir Kristján Björnsson,
vígslubiskup í
Skálholti, í tilefni
af þeim um-
ræðum sem skap-
ast hafa í kjölfar
skrifa Þórs
Magnússonar,
fyrrverandi þjóð-
minjavarðar, um
öryggi kirkna og
kirkjugripa.
Kristján bætir
við að þetta sé þó viðkvæmt mál fyrir
margar sóknir og yfirleitt hafi kirkj-
urnar verið taldar öruggir staðir.
Hann segist þekkja dæmi um að
gripir hafi horfið, t.d. hafi verið brot-
ist inn í skrúðhúsið í Skálholtsdóm-
kirkju fyrir áratug og þaðan stolið
prestsskrúða með gylltum krossi,
silfurkaleik og silfurskríni undir
oblátur. Slíkir atburðir séu þó sjald-
gæfir og aukinn ferðamannastraum-
ur til landsins hafi ekki breytt þessu.
Vígslubiskup segir að umræðan
um brunavarnir og þjófavarnir í
kirkjum tengist því hvort kirkjur
eigi að vera opnar almenningi þegar
þar fer ekki fram helgihald. Vilji sé
til þess en sums staðar sé ekki mann-
skapur til að fylgjast með kirkjunum
við þær aðstæður. Hann segir að í
Vík í Mýrdal hafi nýlega verið tekinn
upp sá siður að sjálfboðaliðar úr
sóknarnefnd staðarins gæti kirkj-
unnar þegar hún er ekki í notkun og
þannig sé hægt að hafa hana opna.
Kristján bendir á að í þúsund ár
hafi verið stuðst við traust kerfi til að
halda reiðu á kirkjugripum. Sóknar-
nefndirnar séu ábyrgar fyrir því að
gripir kirknanna varðveitist og við
reglulegar vísitasíur biskups og pró-
fasta sé farið yfir gripaskrár og
þannig tryggt að vitneskja sé um það
hvort einstakir gripir séu enn á
staðnum og í lagi. Sjálfur segist
Kristján rétt að byrja sínar vísitas-
íur í Skálholtsumdæmi og hann
heyri ekki mikið um vandamál þessu
tengd.
Vel fylgst með
kirkjugripum
Kristján
Björnsson
Viturlegt að fara með suma forna gripi
í söfn, segir vígslubiskup í Skálholti