Morgunblaðið - 18.07.2019, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JÚLÍ 2019
Er stærsti
framleiðandi
sportveiðarfæra
til lax- silungs-
og sjóveiða.
Flugustangir og
fluguhjól í úrvali.
Gott úrval af
fylgihlutum til
veiða stólar, töskur,
pilkar til sjóveiða,
spúnabox margar
stærðir, veiðihnífar
og flattningshnífar.
Abulon nylon
línur.
Gott úrval af kaststanga-
settum, fyrir veiðimenn
á öllum aldri, og úrval af
„Combo“ stöng og hjól til
silungsveiða, lax veiða og
strandveiða. Flugustanga sett
stöng hjól og lína uppsett.
Kaststangir,
flugustangir, kast-
hjól, fluguhjól, gott
úrval á slóðum til
sjóveiða. Lokuð
kasthjól.
Úrval af
flugustöngum,
tvíhendur og hjól.
Balance Lippa, mjög
góður til silungsveiða
„Original“
Fireline ofurlína, gerfi-
maðkur sem hefur reynst
sérstaklega vel,
fjölbreitt gerfibeita
fyrir sjóveiði og
vatnaveiða,
Berkley flattnings-
hnífar í úrvali og
úrval fylgihluta fyrir
veiðimenn.
Flugnanet, regnslár,
tjaldhælar, og úrval af
ferðavörum
Helstu Útsölustaðir eru:
Veiðivon Mörkinni
Vesturröst Laugavegi
Veiðiportið Granda
Veiðiflugur Langholtsvegi
Kaupfélag Borgfirðinga Borgarnesi
Kassinn Ólafsvík
Söluskáli ÓK Ólafsvík
Skipavík Stykkishólmi
Smáalind Patreksfirði
Vélvikinn Bolungarvík
Kaupfélag Steingrímsfjarðar Hólmavík
Kaupfélagi V-Húnvetninga Hvammstanga
Kaupfélag Skagfirðinga Sauðárkróki
SR-Bygginavöruverslun Siglufirði
Útivist og Veiði Hornið Akureyri
Veiðiríkið Akureyri
Hlað Húsavík
Ollasjoppa Vopnafirði
Veiðiflugan Reyðarfirði
Krían Eskifirði
Þjónustustöðvar N1 um allt land.Dreifing: I. Guðmundsson ehf.
Nethyl 1, 110 Reykjavík.
Nánari upplýsingar um þessar vörur má fá á eftirfarandi vefsíðum: www.purefishing.com - www.abugarcia.se - www.kuusamonuistin.fl - www.coghlans.com.
Þekktustu veiðivörumerkin eru seld í öllum
„Betri sportvöruverslunum landsins“
Veronika S. Magnúsdóttir
veronika@mbl.is
358,3 kíló af mat fóru til spillis á átta dögum
á sex deildum hjúkrunarheimilisins Eirar.
Fari jafnmikið til spillis á öllum deildum á
þremur heimilum Eirar má gera ráð fyrir að
um 18 tonnum af nýtanlegum mat sé sóað þar
á ári hverju.
Þetta kemur fram í nýlegri könnun Eirar,
sem er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi
að sögn Írisar, og viðfangsefni hennar var
matarsóun hjúkrunarheimilisins yfir átta
daga tímabil í byrjun árs-
ins 2017. Íris hvetur önnur
hjúkrunarheimili til að
fylgja fordæmi Eirar.
„Þetta kom okkur á
óvart, þar sem iðulega er
talað um vannæringu eldri
borgara,“ segir Íris Dögg
Guðjónsdóttir, hjúkrunar-
deildarstjóri á Eir, og bæt-
ir við að gæði matarins séu
hér orsökin fremur en
magn hans. Súpur, grautar
og sætmeti eru það sem fer helst til spillis og
vöntun er á heitum mat í hádeginu, að því er
fram kemur í athugasemdum starfsmanna
Eirar sem birtar eru í rannsóknarskýrslunni.
Íris segir að forstöðumenn Eirar hafi þegar
hafist handa og brugðist við niðurstöðum
könnunarinnar:
„Við tókum strax af skarið og réðum nær-
ingarfræðing sem hefur þegar hafið störf.
Hann fer yfir hverja einustu máltíð þannig að
hún uppfylli næringarskilyrði og sé betur fall-
in fyrir eldri borgara.“
Hún segir að hjúkrunarheimilið hyggist
minnka framreiðslu sætmetis, grauta og
súpu, auk þess sem heitur matur verði oftar í
boði í stað súpu og grauts. Aðalundirstaðan
sé að gera fæðuna einstaklingsmiðaða svo
fólk fái það sem það óskar eftir, þegar það
vill.
22,8% af mat hent á þremur deildum
Á þremur deildum var að meðaltali 22,8%
matar hent. Þá var ekki einungis maturinn
sem fór til spillis vigtaður, eins og á hinum
deildunum þremur, heldur einnig allur matur
sem barst inn á deildirnar. Hæst hlutfall só-
unar mældist á deild sem er kölluð deild 3 í
könnuninni, um 30,6%, en minnst var sóunin
á deild 2, um 16,2%. Íris segir að mishátt
hlutfall sóunar milli deilda sé vegna misjafnra
þarfa heimilismanna hverrar deildar.
Starfsmenn sögðu í athugasemdum að
heilsufar íbúa og dagsform skipti máli, mis-
jafnt væri eftir dögum hvort klárað væri af
diskum og hvort heimilismenn hefðu lyst á
þeim mat sem borinn væri fram.
Könnunin olli vitundarvakningu innan
hjúkrunarheimilisins Eirar:
„Vegna þess að við gerðum þessa rannsókn
urðu allir svo meðvitaðir og fóru að hugsa
meira um að geyma og endurnýta. Ef það var
skyr einn daginn, til dæmis, var það nýtt til
að gera „búst“ daginn eftir,“ sagði Íris að
lokum.
Sóun nemur 18 tonnum á ári
Að meðaltali er 59,7 kg af mat hent daglega á sex deildum Eirar hjúkrunarheimilis Samtals fara 18
tonn í ruslið á öllum þremur heimilum Eirar Réðu næringarfræðing og endurskoða matseðilinn
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Matur Á þremur deildum Eirar fóru um 23% matar til spillis og hefur heilsufar og dagsform
heimilisfólks þar mikil áhrif. Könnun á matarsóun hefur vakið starfsfólk Eirar til umhugsunar.
Íris segir að Eir sé fyrst hjúkrunar-
heimila á Íslandi til að kanna mat-
arsóun.
Könnunin var gerð á sex sólarhrings-
deildum Eirar, í samstarfi við hjúkr-
unardeild HÍ og Landspítala. Á þremur
deildum var allur matur vigtaður áður
en hann var borinn fyrir heimilismenn
og síðan allur nýtanlegur matur, sem
varð afgangs, vigtaður áður en honum
var hent.
Starfsmenn Eirar söfnuðu nýtan-
legum mat, þ.e. þeim mat sem hægt
hefði verið að neyta, í sérmerktar rusla-
fötur. Allir matarafgangar, s.s. eggja-
skurn, bananahýði og kaffikorgur, fóru í
ruslapoka sem einnig voru vigtaðir, svo
að þyngd þeirra teldist ekki með þegar
matarsóunin var tekin saman.
„Kannað í
fyrsta sinn“
MATARSÓUN
Íris Dögg
Guðjónsdóttir