Morgunblaðið - 18.07.2019, Síða 33

Morgunblaðið - 18.07.2019, Síða 33
FRÉTTIR 33Tækni og vísindi MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JÚLÍ 2019 síðan í umbúðir sem voru vatns- og súrefnisheldar en varðveittu keim matvælanna. Tímamót í læknisfræði Til að losna við eitraðan úrgang í löngum geimferðum þróaði NASA sérstaka efnameðferð og aðra til að fjarlægja salt úr vatni. Leiddi það til svonefndrar „sorbent“ himnuskilj- unar sem upprætti þörfina fyrir stöð- ugt vatnsstreymi og veitti sjúkling- um meira frelsi. Stafræn mynd- vinnslutækni sem fyrst var brúkuð til að greina yfirborð tunglsins var síð- an notuð til að framleiða tölvusneið- myndatæki (CAT) og segulómskanna (MRI) til notkunar í læknisfræði. Tunglbússur og sportskór Efni í stígvélum tunglfaranna sem þróuð voru hjá NASA hafa ratað inn í framleiðslu íþróttaskófatnaðar þar sem þau hafa verið notuð til að auka höggdeyfingu og úthaldsþol undir álagi. Samkvæmt grein í tímariti NASA, Spinoff, frá árinu 1991 betrumbætti Al nokkur Gross, vísindamaður við Apollo-áætlunina, miðsóla skófatnaðar íþróttamanna með því að uppræta fjöðrunartap af völdum líkamsþyngdar. Mylar-neyðarteppi Núverandi mylar-teppi sem nýtt eru við hvers kyns neyðaraðstoð voru fundin upp og fyrst notuð til að verja geimfarana og tæki geimfara þeirra. Þetta málmgerða efni er nú notað til einangrunar, svo sem í bílum og á heimilum manna. Þráðlaus tæki og áhöld Tunglfarar Apollo-áætlunarinnar þurftu færanlegan bor til að ná upp jarðsýnakjörnum allt niður á þriggja metra dýpi undir yfirborði tunglsins. Black & Decker þróaði reiknirit, algóritma, til að brúka rafmótor borsins með sem ákjósanlegustum hætti og draga úr orkuþörf hans. Þeirri tækni var síðar beitt við fram- leiðslu á þráðlausum ryksugum. Aukaafurðir geimbúnings Geimurinn er harðneskjulegt um- hverfi með hitastigi frá því að vera langleiðina niður í alkul og síðan upp í ógurlegan hita er geimförin koma aftur inn í gufuhvolfið. Að ekki sé minnst á hættur geimgeislunar. Gerviefnið Polybenzimidazole (PBI) sem þróað var fyrir banda- ríska herinn og NASA til notkunar á sjötta og sjöunda áratugnum var not- að við framleiðslu hlífðarfatnaðar slökkviliðsmanna ofarlega á áttunda áratugnum. Hita- og kælitækni sem þróuð var fyrir Apollo-ferðirnar er núna brúkuð við meðferð ýmissa sjúkdóma og læknisverka – og til að vernda jarðarbúa fyrir efnaleka. Odom sagði þetta gott dæmi um þróun sem einkageirinn einn og sér hefði ekki ráðið við vegna gríðarlegs rannsóknarkostnaðar. „Ekkert eitt fyrirtæki ræður í raun við hann. Það gat Apollo hins vegar og geimverk- efnin halda því áfram.“ Skilar fjárfestingin sér? Hvað víðtækari áhrif á bandarískt efnahagslíf varðar er talið að fjár- festing í Apollo-áætluninni hafi skil- að sér að minnsta kosti tvöfalt til baka, ef ekki meira þegar meðtalin eru störf hundruð þúsunda hvít- flibba-, iðnaðar- og verksmiðjufólks um Bandaríkin öll og ferðaþjónusta sem miðar að starfsemi og umsvifum NASA. En það væru mistök að láta þar við sitja og hugsa einungis um afrakst- urinn í þessa veru, sagði Casey Dreier, helsti talsmaður félagsins The Planetary Society. „Ferðirnar voru grundvallaryfirlýsing um tæknilega og skipulagslega getu, skilaboð til Bandaríkjanna sjálfra, ekki bara Sovétríkjanna, heldur einnig til nýlendna sem nýlega höfðu öðlast sjálfstæði frá evrópskum herraþjóðum sínum og voru að velja milli kapítalisma og kommúnisma.“ Ljóst er að jarðvegssýnin sem Apollo 11. flutti fyrst til jarðar fyrir 50 árum – og þau sem á eftir komu – urðu til þess að gjörbreyta skilningi vísindamanna á alheiminum. Höfðu geimfarar Apollo alls heim með sér 382 kíló af jarðvegi og grjóti í sex ferðum á árunum 1969 til 1972. „Tunglið er rósettusteinn sólkerfis- ins, það er hyrningarsteinn alheims- vísinda,“ sagði Samuel Lawrence, sem starfar í Johnson-geimferða- miðstöðinni í Houston, við AFP. „Fólk gerir sér ekki fyllilega grein fyrir mikilvægi rannsókna jarðvegs- sýnanna fyrir sólkerfið og alheiminn umhverfis okkur. Margar uppgötv- anir okkar, ekki bara á tunglinu, heldur líka á Merkúr og Mars og smástirnum, tengjast beint niður- stöðum sem við fengum í Apollo- ferðunum,“ bætti hann við. Rannsóknir á tunglgrjóti hafa veitt vísindamönnum innsýn í hvernig máninn hrímföli varð til á svipuðum tíma og jörðin, eða fyrir 4,3 til 4,4 milljörðum ára. Lausa- grjót hélst næstu hundruð milljóna ára á braut um jörðu og rann saman í það sem við þekkjum sem tunglið í dag, útskýrði Lawrence. „Við upp- götvuðum að innri bygging tungls- ins er eins og í jörðinni. Það er með jarðskorpu, möttli og kjarna. Líf kviknaði svo á jörðinni en tunglið er líflaust.“ ferðunum AFP Grjót Apollo-förin sneru til jarðar með 382 kíló af tunglgrjóti og jarðvegi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.