Morgunblaðið - 18.07.2019, Page 37
37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JÚLÍ 2019
Fjöldinn allur af
Íslendingum hefur
fest kaup á fast-
eignum í öðrum
löndum. Það finnst
okkur sjálfsagt að
þeir geti gert. Auð-
vitað. Þjóðerni eig-
anda fasteignar á
ekki að skipta neinu
máli fyrir heima-
ríkið. Um fasteign-
irnar gilda lög og
reglur viðkomandi
ríkis án tillits til
þjóðernis eigenda
þeirra.
Þegar við ræðum
hins vegar um
heimild útlendinga
til að eignast fast-
eignir á Íslandi
kemur oft annað
hljóð í strokkinn. Þá
er eins og sumir
telji að fullveldi okk-
ar sé ógnað. Setja
verði reglur sem
takmarka þetta eða
jafnvel banna. Þetta
er auðvitað mis-
skilningur. Eftir
sem áður myndu ís-
lenskar lagareglur
gilda um þessar
fasteignir og lögskipti á grundvelli eignarréttar
að þeim. Fullveldi þjóðarinnar yrði á engan hátt
ógnað.
Menn ættu að átta sig á því að með kröfum um
bann við sölu t.d. jarðnæðis til útlendinga er verið
að láta eigendur þessara eigna bera kostnaðinn
af heimóttarlegum sjónarmiðum þeirra sem slík-
ar kröfur gera. Vera má að maður með erlendan
ríkisborgararétt sé fús til að greiða miklu hærra
verð fyrir viðkomandi eign heldur en hugsanlegir
íslenskir kaupendur.
Og þá skal spurt: Höfum við mörlandarnir sið-
ferðilega heimild til að láta eigendur landareigna
bera kostnaðinn af þjóðernisrembingi okkar?
Svari sá sem svara vill.
Eftir Jón
Steinar
Gunnlaugsson
»Menn ættu
að átta sig á
því að með kröf-
um um bann við
sölu t.d. jarð-
næðis til útlend-
inga er verið að
láta eigendur
þessara eigna
bera kostnaðinn
af heimóttar-
legum sjónar-
miðum þeirra
sem slíkar kröf-
ur gera.
Jón Steinar
Gunnlaugsson
Höfundur er lögmaður.
Þjóðernis-
rembingur
mörlandansStjórnarskrá lýðveldisinsslær skjaldborg um þrjár
undirstöður frjáls samfélags:
Sjálfsákvörðunarrétt sérhvers
manns (mannréttindi), vernd
eignarréttar og réttarríkið.
Lög, stjórnmál, menntun, upp-
alendur, frjáls félög og stofn-
anir ríkisins styðja við þennan
samfélagsgrunn og styrkja
hann. Það er gert á grunni
laga, samninga, hefða og með
hófsemd í stjórnarháttum. Í
samræmi við þetta er það markmið bæði
innanlandsréttar og alþjóðlegs samstarfs að
virða og vernda sjálfsákvörðunarrétt og
eignarrétt bæði einstaklinga og þjóða, svo
og að leysa ágreining án ofbeldis og ofríkis.
Íslensk lagahefð miðar að því að vernda
þessar undirstöður og sú hefð mótar óhjá-
kvæmilega stjórnmálin. Í þessu ljósi er
vandséð hvaða „frjálslyndi“ er í því fólgið
að kalla eftir auknum ríkisafskiptum af
hversdagslífi fólks. Myndir þú, lesandi
góður, vilja afsala þér forræði á eigin lík-
amsorku? Myndi það einhverju breyta um
ákvörðun þína, ef ég segði að miðstýrð
opinber stofnun ætti að taka ákvörðun um
hvernig þér bæri að ráðstafa þeirri orku?
Eða, ef ég segði að sú stofnun starfaði í
anda „frjálslyndis“?
Helsta tylliástæða þeirra sem kalla eftir
miðstýringu og auknum afskiptum ríkis-
valds er jöfnuður, ekki frelsi. Dæmin sanna
að jöfnuður og frelsi eiga ekki alltaf sam-
leið. Jöfnuði verður almennt ekki komið á
nema með því að skerða frelsi. Sá sem stað-
hæfir að það sé „framsækið“ að krefjast
aukins jöfnuðar þarf að standa fyrir máli
sínu; færa fram rök gagnvart þeim sem
telja á sér brotið. Sá rökstuðningur þarf að
geyma meira en innantóm orð eins og
„framþróun“ og „nútímalegt“. Gróf ofbeldis-
verk og illvirki hafa verið framin í nafni
„jafnræðis“ og raunar „frelsis“ einnig. Í því
ljósi sjá allir mikilvægi þess að stjórnmál
umbreytist ekki í grímudansleik þar sem
dulbúin skrímsli og úlfar í sauðargæru leika
lausum hala og krefja grunlausa kjósendur
um húrrahróp. Þvert á móti. Stjórnmál eiga
að stuðla að fyrirhyggju og meðvitund um
þá ábyrgð sem við berum gagnvart sjálfum
okkur og öðrum. Menn sem boða „frelsi“ og
„félagslegt réttlæti“ verða að útskýra hvaða
skilning þeir leggja í þessi hugtök. Frelsi
frá hverju? Réttlæti hvers? Hvaða girðingar
á að brjóta niður í því skyni og hvaða hags-
munum á að fórna? Gæðum heimsins verður
aldrei jafnt skipt. Til þess eru aðstæður of
ólíkar og mennirnir of misjafnir.
Vestræn siðmenning hefur
flutt með sér dýrmætan arf.
Þessi arfur geymir visku kyn-
slóðanna – reynslu þeirra af
því hvað gefist hefur vel og
hvað illa. Að þessum arfi hlúa
fjölskyldur, kennarar, forystu-
menn og farsælir leiðtogar. Í
stuttu máli geymir þessi arfur
undirstöður siðaðs samfélags,
þar sem stjórnmál byggjast á
samræðu um stefnumörkun
og viðbrögð við aðstæðum á
hverjum tíma. Stjórnmálin
eiga þannig að byrja og enda í
rökræðum um raunveruleikann, en ekki
um kenningar eða staðleysur (útópíur).
Ekki allar breytingar jafngilda „fram-
förum“ og það er ekki „afturhald“ að and-
æfa „hreinni“ hugmyndafræði (kreddu)
sem afneitar staðreyndum.
Með því að innleiða Orkupakka 3 (O3)
væru Íslendingar að nauðsynjalausu að
flækjast enn fastar í þéttriðnu neti erlends
regluverks um raforkumál, án þess að hafa
nokkuð um það að segja hvernig sá mála-
flokkur mun þróast á komandi árum. Ég
hef haldið því sjónarmiði á loft að Íslend-
ingar eigi eftir fremsta megni að stýra
orkumálum út frá þjóðarhag en ekki hags-
munum erlendra ríkja eða alþjóðlegra stór-
fyrirtækja. Þeir sem lýst hafa efasemdum
um O3 verða ekki með réttu flokkaðir
sjálfkrafa sem svarnir andstæðingar EES-
samningsins, enda er ekkert í þeim samn-
ingi sem bannar aðildarþjóðum að gæta
hagsmuna sinna í því samstarfi!
EES-samningurinn miðar að því að efla
hag og verja rétt aðildarþjóða. Með aðild
sinni stefndu hlutaðeigandi þjóðir að því að
efla hag og verja rétt ríkisborgara sinna.
Réttarkerfi allra þessara ríkja miða að því
að standa vörð um einstaklingsbundin rétt-
indi. Orkupakkamálið snýst því í grunninn
um mjög einfalt hagsmunamat: Eykur inn-
leiðing O3 líkur á að Íslendingar muni
þurfa að greiða hærra verð fyrir raforku
en þeir hafa hingað til þurft að gera? Ef
svo er þá ber Alþingi að bregðast fumlaust
við. Verðlagning á raforku skiptir íbúa
þessa lands augljóslega miklu máli. Varðar
ískaldan veruleika einstaklinga og fyrir-
tækja. Á þessum grunni verður Alþingi að
afla upplýsinga um málið og taka ákvörð-
un, þ.e. byggja á traustum staðreyndum,
en ekki láta hrekjast út frá kenningum eða
kreddum.
Svokölluð „frjálslynd stefnumið“
Evrópusambandsins og innlendra stjórn-
málaflokka hafa ekki mikið vægi gagnvart
beinhörðum efnahags- og fjárhagslegum
hagsmunum Íslendinga og íslenskra fyr-
irtækja. „Frjálslynd stefnumið“ ein og sér
vega heldur ekki þungt á vogarskálum
lagahefðarinnar sem áður var nefnd. Og
hér er komið að sjálfum kjarna málsins,
sjálfsákvörðunarrétti einstaklinga og þjóð-
ríkja.
Fullvalda ríki fer með æðsta vald í öllum
málum á yfirráðasvæði sínu; sækir það
ekki til neins annars ríkis. Verði O3 inn-
leiddur í íslenskan rétt mun það fela í sér
takmörkun á fullveldi þjóðarinnar í raf-
orkumálum. Með innleiðingu O3 værum við
að játa okkur undir það að raforka, eins og
hver önnur vara, flæði frjálst á milli landa.
Þeir fyrirvarar sem ráðamenn hafa veifað
yrðu ekki pappírsins virði í samningsbrota-
máli fyrir EFTA-dómstólnum. Í framhald-
inu stæði íslenska ríkið frammi fyrir tveim-
ur valkostum: Að heimila lagningu
sæstrengs eða greiða himinháar skaðabæt-
ur. Eftir að tengingu yrði komið á myndi
ESB-stofnunin ACER taka við stjórnar-
taumum í þessum efnum og láta ESA um
framkvæmdina. Allar valdheimildir yrðu þá
komnar til ESB og Íslendingar orðnir far-
þegar í lestinni, án uppsagnarákvæðis og
án aðgangs að bremsukerfi þeirrar lestar.
Þessa hlið málsins ber að ræða heiðarlega
en ekki með því að beina umræðunni að
aukaatriðum og persónum.
Umræða um O3 á að beinast að því að
tryggja að Íslendingar hafi sjálfir forræði
yfir íslenskri raforku og hvernig henni er
ráðstafað. Vilja Íslendingar í raun og veru
framselja æðsta vald í þessum efnum til
erlendra yfirvalda? Íslensk þjóð réði ekki
eigin málum í tæplega 700 ár og hafði al-
mennt slæma reynslu af þeirri tilhögun.
Hvers vegna ættum við að leggja aftur í
slíka óvissuför með eina af okkar mik-
ilvægustu auðlindum? Með vísan til alls
framanritaðs leyfi ég mér að leggja til að
þingmenn nálgist málið á þessum grunni:
Með sama hætti og það er rangt að
svipta einstaklinga forræði á því sem þeir
eru sjálfir vel færir um að annast, þá er
það einnig rangt að þjóðríki afsali sér, að
þarflausu, forræði á náttúruauðlindum sín-
um í hendur erlends valds.
Eftir Arnar Þór Jónsson » Orkupakkamálið snýst um
mjög einfalt hagsmunamat:
Eykur innleiðing O3 líkur á að
Íslendingar muni þurfa að
greiða hærra verð fyrir raf-
orku?
Arnar Þór Jónsson
Höfundur er héraðsdómari og hefur
unnið eið að stjórnarskránni.
Sjálfsákvörðunarréttur þegna og þjóðar
Snemma á síð-
asta ári stóðu
ákveðnir fjölmiðlar
með hrakmáluga í
broddi fylkingar að
pólitískri aðför að
mannorði Ásmund-
ar Friðrikssonar,
þingmanns Sjálf-
stæðisflokksins.
Því miður virðist
það færast í aukana að haldið sé uppi frétta-
flutningi þar sem saklausir er sagðir sekir og
tilhæfulausum dylgjum dreift eins og um sann-
leik sé að ræða. Allir sem hafa einhverja sóma-
kennd í brjósti sér hljóta að mótmæla því sem
þingmaðurinn hefur þurft að þola.
Fram voru settar tilhæfulausar ásakanir,
dylgjur og lygar þar sem stór orð féllu en ásak-
anirnar hafa ítrekað verið hraktar, m.a. af
bæði forsætisnefnd Alþingis og skrifstofu Al-
þingis. Ásmundur gerðist í raun ekki sekur um
neitt annað en að hann er duglegur að sinna
vinnunni sinni og heldur tryggð við kjósendur.
Gott er að halda því til haga að kjördæmi Ás-
mundar, Suðurkjördæmi, er langstærsta kjör-
dæmi landsins og langar vegalengdir einkenna
kjördæmið en því má einnig halda til haga að
eitt hlutverk þingmanna er að vera fulltrúar og
til þess að vera góður fulltrúi þarf þingmaður
að vera í tengslum við fólkið sitt. Besta leiðin
til þess að vera í tengslum við fólkið í landinu
er að fara til fólksins og tala við það.
Burðarstoðir lýðræðisins þurfa viðhald og
þetta er ein leið til
þess að efla þær
stoðir. Viðhalds-
kostnaðurinn í
þessu tilfelli er
margrædd akst-
ursgjöld og þau
eru lítil í samhengi
hlutanna. Ef við
fáum betri þing-
menn og þingmenn
sem eru í tengslum
við almenning
verður slík auðlind
ekki metin til fjár.
Það er ekki gott fyrir þingmenn að einangra
sig í litlum hluta Reykjavíkur eða á samfélags-
miðlum.
Traust til Alþingis mælist í lágmarki þessa
dagana og ekki hjálpa sendingar frá Brussel.
Gjá hefur myndast á milli þings og en það hlýt-
ur að vera samstaða um að brúa þessa gjá. Til
þess að brúa þessa gjá hljóta þingmenn að at-
huga hvernig þeir geta aukið tengsl sín við
þjóðina og það hefur Ásmundur svo sannar-
lega gert. Það vitum við sjálfstæðismenn. Ás-
mundur þekkir hvern krók og kima í Suður-
kjördæmi og fólki þykir vænt um þá
staðreynd.
Það hefur verið einstaklega dapurlegt að
fylgjast með hvernig vegið er að mannorði Ás-
mundar og maður hefði nú haldi að allt fólk
með einhvern vott af sómakennd myndi í það
minnsta sjá að sér og biðjast afsökunar þegar
forsætisnefnd Alþingis komst fyrr á árinu að
þeirri niðurstöðu „að ekkert hafi komi fram
sem gefi til kynna að hátterni hans [Ásmund-
ar] hafi verið andstætt siðareglum fyrir al-
þingismenn“ eða þegar siðanefnd Alþingis,
sem er m.a. skipuð dósent í lögfræði, komst að
þeirri niðurstöðu að framganga þingkonu Pír-
ata, braut gegn siðarreglum Alþingis með al-
varlegum og ógeðfelldum hætti. Hvað þá þeg-
ar skrifstofustjóri Alþingis hefur ítrekað bent
á að skrifstofa Alþingis hafi engin gögn sem
benda til þess að rangt hafi verið haft við. Tví-
vegis hafi skrifstofan gert athugun á aksturs-
bók Ásmundar í kjölfar umræðunnar en þar
væri „ekkert að finna sem vakti grun um mis-
ferli“.
Allt þetta liggur fyrir en sómakennd „góða
fólksins“ virðist því miður ekki meiri en svo að
það heldur áfram að ásaka þingmanninn um
eitthvað sem ekki stenst. Fréttablaðið birti
sem dæmi, þann 8. júní sl., skrif þar sem fyrr-
nefnt álit siðanefndar Alþingis (og úrskurður
Persónuverndar um að mannréttindi hafi verið
fótum troðin þegar þingmenn voru hleraðir á
laun) var lagt að jöfnu við fjöldamorð í Búrma.
Því miður eru slík mannorðsmorð ekki eins-
dæmi og ástæðan er einföld.
Stjórnmálamenn með sjálfstæðan vilja eru
orðnir að pólitískum skotspónum umrótsafla
sem veigra sér ekki við að ala á höfuðsyndum
Biblíunnar með lygum, útúrsnúning og dylgj-
um í hugmyndafræðilegu stríði sínu.
Ráðið eftir Pál Árdal kemur enn og aftur
upp í hugann.
Ef ætlarðu að svívirða saklausan mann,
þá segðu aldrei ákveðnar skammir um hann,
en láttu það svona í veðrinu vaka,
þú vitir, að hann hafi unnið til saka.
En biðji þig einhver að sanna þá sök,
þá segðu að til séu nægileg rök,
en náungans bresti þú helst viljir hylja,
það hljóti hver sannkristinn maður að skilja,
og gakktu nú svona frá manni til manns,
uns mannorð er drepið og virðingin hans,
og hann er í lyginnar helgreipar seldur,
og hrakinn og vinlaus í ógæfu felldur,
en þegar svo allir hann elta og smá,
með ánægju getur þú dregið þig frá,
og láttu þá helst eins og verja hann viljir,
þótt vitir hans bresti og sökina skiljir.
Og segðu hann brotlegur sannlega er
en syndugir aumingja menn erum vér,
því umburðarlyndið við seka oss sæmir,
en sekt þessa vesalings faðirinn dæmir.
Svo leggðu með andakt að hjartanu hönd,
með hangandi munnvikum varpaðu önd,
og skotraðu augum að upphimins ranni,
sem æskir þú vægðar þeim brotlega manni.
Já, hafir þú öll þessi happsælu ráð,
ég held þínum vilja þú fáir náð,
og maðurinn sýkn verði meiddur og smáður,
en máske að þú hafir kunnað þau áður.
Gjör rétt, þol ei órétt
Eftir Viðar
Guðjohnsen og
Ólaf Hannesson
» Besta leiðin til þess að vera
í tengslum við fólkið í land-
inu er að fara til fólksins og
tala við það.
Viðar Guðjohnsen
Viðar er sjálfstæðismaður og lyfjafræðingur.
Ólafur er framkvæmdasjtóri.
Ólafur Hannesson