Morgunblaðið - 18.07.2019, Page 40

Morgunblaðið - 18.07.2019, Page 40
40 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JÚLÍ 2019 Ertu einangr- unarsinni? Ertu kannski genginn til liðs við Klausturdólgana í Miðflokknum? Góður kunningi minn til margra áratuga, dag- farsprúður maður að eðlisfari og yfirveg- aður, hreytti þessu framan í mig eftir að ég hafði gerst svo djarfur að lýsa yfir efasemdum um þriðja orkupakkann þegar umræða um það hvimleiða mál stóð sem hæst í vor. Ég verð að játa að mér var verulega brugðið yfir ofsafengnum viðbrögðum hins geðprúða manns. Eitt er að vera sakaður um að vera þröngsýnn einangrunarsinni, en verra þó að vera bendlaður við Mið- flokkinn. Við kunningi minn höfum verið pólitískir samherjar um árabil. Hann alla tíð afar flokkshollur og lætur ekki bifast hvað sem á gengur, ég hins vegar hef rekist illa í flokki á undanförnum árum. Eftir þennan áfellisdóm fór ég því í naflaskoðun og inn- hverfa íhugun um stöðu mína og skoðanir al- mennt á sviði þjóðmála og alþjóðamála. Frjálslyndi og víðsýni Er ég þröngsýnn einangrunarsinni af því að ég hef efasemdir um orkupakkann og er andvígur inngöngu Ís- lands í Evrópusam- bandið? Talsmenn Samfylkingar og Viðreisnar munu eflaust telja að svo sé, en Viðreisnarfólkið klifar stöðugt á því að það sé tákn um frjálslyndi og víðsýni að ganga í evrópska ríkja- sambandið og fela embættis- mönnum í Brussel stjórn utanríkis- mála og alþjóðaviðskipta fyrir hönd Íslands. Gott og vel, látum það liggja á milli hluta því um þetta snerist klofningurinn úr Sjálfstæðis- flokknum á sínum tíma. En þegar grjótharðir sjálfstæðismenn, inn- vígðir og innmúraðir, eru farnir að saka mann um einangrunarhyggju og jafnvel landráð fyrir það eitt að hafa uppi efasemdir um að ráðlegt sé að færa Brusselvaldinu yfirráð yf- ir orkuauðlindum landsins er mér öllum lokið. Ungt og framsækið fólk í forystusveit flokksins virðist vera sömu skoðunar og rökin eru þau að með því að hafna þessum þriðja orkupakka sé samningurinn um evr- ópska efnahagssvæðið, EES, í upp- námi. Hnignun Evrópu EES-samningurinn, sem veitti Ís- lendingum aðgang að innri markaði ESB, var vissulega gæfuspor fyrir Ísland hvað varðaði utanríkis- viðskipti og hafði í för með sér upp- gang í efnahagslífinu og framfarir í landinu. Evran var svo tekin upp á evrusvæðinu laust eftir síðustu alda- mót og ég skal viðurkenna að ég var hallur undir aðild að ESB á þeim tíma. En síðan hefur talsvert vatn runnið til sjávar og ýmsar aðstæður í Evrópu hafa tekið breytingum til hins verra, bæði í efnahagslegu og félagslegu tilliti. Mörg aðildarríki ESB, einkum í suðurhlutanum, urðu illa úti í alþjóðlegu bankakreppunni árið 2008 og hafa enn ekki náð vopn- um sínum, a.m.k. ekki í samanburði við endurreisn Íslands eftir „hrunið“. Evran hefur heldur ekki reynst sú töfralausn sem að var stefnt og hef- ur ekki þótt henta hinum efnaminni aðildarríkjum sem skyldi. Stöðnunin í Evrópu á undanförnum árum veld- ur því að dregið hefur úr kaupmætti margra aðildarríkja ESB og ekki er spáð miklum uppgangi evrópska hagkerfisins í bráð. Þar að auki hef- ur félagsleg upplausn gert vart við sig í sívaxandi mæli, sem margir telja að rekja megi til misheppn- aðrar stefnu kanslara Þýskalands í innflytjendamálum. Í löndum ESB búa nú um 8% af heildaríbúafjölda heimsins. Hin 92% búa sem sagt fyrir utan lögsögu ESB og eru því óháð þeim tilskip- unum og reglugerðum sem streyma frá Brussel. Efnahagsstórveldi eru að rísa í öðrum heimshlutum og er vöxturinn einkum í Asíu. Maður spyr sig því hvort ekki sé tímabært að beina viðskiptum okkar í auknum mæli út fyrir túnfótinn á „litlu“ Evr- ópu? Eða er EES-samningurinn svo heilagur að réttlætanlegt sé að hanga á honum eins og hundur á roði? Er það til marks um víðsýni og frjálslyndi að kyngja öllum tilskip- unum og kvöðum sem koma frá Brusselvaldinu í gegnum EES- samninginn og að lokum að múra þjóðina alfarið inn í Evrópusam- bandið? Einangrun af völdum EES Leidd hafa verið rök að því að EES-samningurinn sé ekki eins hagstæður fyrir Ísland og hann var fyrir aldarfjórðungi. Menn hafa jafn- vel gengið svo langt að fullyrða að samningurinn sé að einangra landið frá eðlilegum viðskiptum við lönd ut- an Evrópusambandsins. Ofan á þetta bætast ýmsar kvaðir og höft sem fylgja þessum samningi, vegna óteljandi reglugerða og tilskipana frá Brussel, sem margar hverjar henta ekki hagsmunum Íslands. Mér þykir vænt um Evrópu og Evrópubúa og er hlynntur friðsam- legum og eðlilegum samskiptum við þá. En ég tel óráðlegt að einangra okkur innan tollamúra ESB. Við eig- um að eiga viðskipti við öll ríki, sem vilja kaupa af okkur vöru og þjón- ustu og forðast að taka á okkur skerðingu á fullveldi okkar með því að einangra okkur í tollabandalagi, sem stýrt er af embættismönnum með óljóst umboð. Óæskilegur ellibelgur Ég geri mér grein fyrir að þessar hugleiðingar eru festar á blað af full- komnu ábyrgðarleysi leikmanns, sem hefur verið skákað út fyrir hlið- arlínuna fyrir aldurs sakir. Vera má að það sé eitthvað til í því að menn eins og ég, sem komnir eru á eftir- launaaldur, séu bara til óþurftar og með þvermóðsku að þvælast fyrir viðleitni ungs og frjálslynds fólks við að færa landið inn í 21. öldina. Skoðanir okkar séu úreltar og ein- hvers staðar heyrði ég ýjað að því að stuðningur okkar og jafnvel atkvæði væru óæskileg fyrir frjálslynd fram- faraöfl á 21. öldinni. En hvað sem öðru líður finnst mér satt að segja ekki sanngjarnt að stimla mig þröngsýnan einangr- unarsinna fyrir að hafa efasemdir um orkupakkann og velta því fyrir mér hvort ekki sé ráðlegt að staldra aðeins við og endurskoða EES- samninginn. Það er víðar guð en í Görðum og mér finnst ómaksins vert að skoða möguleikana á því að rækta betur eðlileg og frjáls samskipti við allar þjóðir heims, sem eru tilbúnar til að eiga við okkur heiðarleg við- skipti án kvaða og tilskipana. Að mínu mati felst meira frjálslyndi og víðsýni í slíkum hugsunarhætti en þeirri stefnu að vilja einangra Ísland innan tollamúra Evrópusambands- ins. Einangrun eða alþjóðasamvinna Eftir Svein Guðjónsson »Mér finnst ómaksins vert að skoða mögu- leikana á því að rækta betur eðlileg og frjáls samskipti við allar þjóð- ir heims, sem eru til- búnar til að eiga við okkur heiðarleg við- skipti án kvaða og til- skipana.Sveinn Guðjónsson Höfundur er blaðamaður á eftirlaunum. Móttaka að- sendra greina Morgunblaðið er vettvangur lif- andi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgun- blaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notk- un og tryggir öryggi í samskiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru send- ar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendi- kerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að við- komandi hefur skráð sig sem not- anda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn.   þú það sem    á FINNA.is IÐNAÐARMENN VERSLANIR VEITINGAR VERKSTÆÐI BÓKHALDSÞJÓNUSTA OG FLEIRA m. Lítil og létt loftpressa. Kemur með fjórum stútum sem passa á dekk, bolta, vindsængur og fleira. REDLITHIUM-ION™ rafhlaða. Sveigjanlegt rafhlöðukerfi sem virkar með öllum Milwaukee® M12™ rafhlöðu Verð 16.900 kr. (án rafhlöðu) M12 Inflator Alvöru loftpressa fráMilwaukee vfs.is VERKFÆRASALAN • SÍÐUMÚLA 9, REYKJAVÍK • DALSHRAUNI 13, HAFNARFIRÐI • DALSBRAUT 1, AKUREYRI • S: 560 8888 Ársalir ehf fasteignamiðlun 533 4200 og 892 0667 arsalir@arsalir.is Engjateigi 5, 105 Rvk Örugg og traust þjónusta í fasteignaviðskiptum í áratugi Ef þú vilt selja, kaupa eða leigja fasteign, hafðu samband í síma 533 4200 eða arsalir@arsalir.is Ársalir fasteignamiðlun 533 4200 725,2 m² – Vandað og gott atvinnuhúsnæði sem skiptist í 515 m² á jarðhæð með tven- num innkeyrsluhurðum og hárri lofthæð, og 210 m² á efri hæð, sem henta vel fyrir skrifstofur og þh. Góð aðkoma og bílastæði á lóð. 374,9 m2 – Gott 375 m² atvinnuhúsnæði við Skútuvog í Reykjavík. Húsnæðið á jarðhæð sem er 256 m² með hárri og góðri innkeyrsluhurð, lofthæð ca. 4,3m Skrifsto- fur, kaffistofa og snyrting á efri hæð, eru 119 m² allt í mjög góðu ástandi. Til afhendingar við kaupsaming. 154,2 m² – Til sölu einstaklega vandað sumarhús neðan við 11. brautina á einum fallegasta golfvelli landsins, Kiðjabergi. Húsið er á skjólsælum og fallegum útsýnis- stað. Fjögur rúmgóð svefnherbergi, tvö baðherbergi með sturtu. Sér geymsla. Hiti er í öllum gólfum. Allar innréttingar eru sérsmíðaðar og vandaðar. Lóðin er 11.000 m² eignarlóð. Björgvin Björgvinsson, löggiltur fasteignasali Dragháls 10, 110 Reykjavík Skútuvogur 10B, 104 Reykjavík Kiðjaberg lóð 9, 801 Selfoss Til s ölu Til s ölu Til s ölu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.