Morgunblaðið - 18.07.2019, Side 41
MINNINGAR 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JÚLÍ 2019
✝ Guðný HelgaGeirsdóttir
fæddist 29. sept-
ember 1940 í
Vallarkoti í Gríms-
ey. Hún lést á
hjúkrunarheim-
ilinu Kirkjuhvoli á
Hvolsvelli 5. júlí
2019 eftir langvinn
veikindi.
Hún var dóttir
Geirs Jósepssonar
verkamanns og Birnu Stef-
ánsdóttur verkakonu.
Sammæðra bræður hennar
voru Pétur Stefánsson sjómað-
ur og Gunnar Ásgrímsson
verkstjóri, sem er látinn.
Guðný Helga ólst upp í
Grímsey en 15 ára fór hún í
vist til Akureyrar í einn vetur.
Í tvö sumur vann hún við síld-
arsöltun í Grímsey og á vetr-
um í verslun á Akureyri. Hún
fór til Reykjavíkur 17 ára
gömul og vann þar við fata-
saum, var á vertíðum og í
frystihúsum. Manni sínum, Sig-
urði Eggertssyni frá Smárat-
úni í Fljótshlíð, kynntist hún á
Þeirra börn eru: Jónína Helen,
sem á tvo syni, Guðný Snædís
og Eva Sóldís. 2) Ingibjörg
Elfa, f. 31. des. 1966, eigandi
Kaffi Langbrókar í Fljótshlíð.
Hún var gift Jóni Ólafssyni f.
16. sept. 1955, d. 24. júní 2008,
bónda og kvæðamanni á
Kirkjulæk 3 í Fljótshlíð. Þeirra
börn eru: Signý Rós, sem á tvo
syni, Ómar Smári, hann á eina
dóttur, og Andri Geir. 3) Stef-
án Eðvald, f. 14. júlí 1968,
flugstjóri hjá Atlanta, Seltjarn-
arnesi, kvæntur Ingu Kristínu
Guðlaugsdóttur, f. 2. des. 1967,
fatahönnuði. Þeirra börn eru:
Guðlaugur Vignir, Thelma
Kristín og Eðvald Þór. 4) Egg-
ert Ólafur, f. 19. sept. 1972,
rekstrarstjóri í Svíþjóð, kvænt-
ur Johönnu Margarethu
Öhrnell, f. 6. júlí 1976, sálfræð-
ingi í Svíþjóð. Börn þeirra eru:
Klara Margaretha, Elsa Vigdís
og Sigurður Olow. 5) Arndís
Soffía, f. 6. júní 1978, lögfræð-
ingur, staðgengill sýslumanns
á Suðurlandi, gift Ívari Þor-
marssyni, f. 16. nóv. 1975,
matreiðslumeistara og veit-
ingamanni á Hótel Fljótshlíð.
Börn þeirra eru: Emma Eir,
Elfar Egill og Eldey.
Útför Guðnýjar Helgu fer
fram frá Breiðabólstaðarkirkju
í Fljótshlíð í dag, 18. júlí 2019,
og hefst athöfnin klukkan 13.
vertíð í Grindavík.
Þau gengu í hjóna-
band hinn 28.
mars 1964.
Árið 1963 hófu
Sigurður og Guð-
ný Helga búskap á
Efri-Þverá í Fljóts-
hlíð. Þar bjuggu
þau með bland-
aðan búskap til
ársins 1983 þegar
þau tóku við
Smáratúni, föðurarfleifð Sig-
urðar. Þar héldu þau áfram
búskapnum, en aðeins með
kúabú. Árið 1986 hófu þau
rekstur ferðaþjónustu. Árið
2002 hættu þau með kúabú-
skapinn og sneru sér alfarið
að ferðaþjónustunni og unnu
við hana æ síðan og eftir að
dóttir og tengdasonur tóku við
rekstrinum.
Börn Guðnýjar Helgu og
Sigurðar eru: 1) Anna Bjarney,
f. 21. nóv. 1963, viðskiptafræð-
ingur í Reykjavík og fjármála-
stjóri RÚV, gift Jóni Val Jóns-
syni, f. 27. sept. 1961, húsa-
smíðameistara og arkitekt.
Það er óraunverulegt að hafa
horft á eftir mömmu síðustu árin
fjarlægjast og lokast inni í ann-
arri veröld. Alltaf erfiðara og
erfiðara að ná sambandi og teng-
ingu. Að lokum var aðeins eitt
sem hún náði tengingu við;
söngurinn. „Sestu hérna hjá mér
ástin mín, horfðu á sólarlagsins
vonarglóð.“
Þrátt fyrir allt erum við lán-
söm að hafa þó átt öll góðu árin
saman. Mamma elskaði að stjana
við alla í kringum sig og gefa
fólki að borða. Því fleiri því betra
og heimilið var oft eins og um-
ferðarmiðstöð, börn og barna-
börn á ferð og flugi. Sérstaklega
um helgar, þá var mín í essinu
sínu: „Fáðu þér nú eitthvað að
borða!“ Það var alveg sama
hvort fólk var að koma eða fara;
óétinn færi viðkomandi ekki úr
eldhúsinu hennar mömmu – og
guðdómlegur var mömmumatur
útbúinn undir söng að sjálfsögðu.
Mamma syngjandi í eldhús-
inu, mamma syngjandi að sauma,
mamma syngjandi að mála,
mamma syngjandi úti í garði,
mamma syngjandi glöð. Það er
sú mamma sem við minnumst
með bros á vör. Heimakæra
mamma, kalt á fótunum að horfa
á Matador eða segja stjórnmála-
mönnum að þegja með þjósti í
gegnum sjónvarpsfréttirnar.
Mjúkur faðmurinn tók á móti af-
komendum og hver fékk sína
kveðju: Kötturinn hennar
mömmu sinnar. Truntan hennar
mömmu sinnar. Skröggurinn
minn og kúkurinn minn. Enginn
gat sagt þetta við fólkið sitt á
eins ástríkan og elskulegan hátt
og mamma.
Hún var einstök og hennar er
sárt saknað. Hvíldin frá sjúk-
dómnum sem tók hana frá okkur
er henni væntanlega kærkomin
og við gerum fastlega ráð fyrir
því að hún hafi fundið góða söng-
félaga í sumarlandinu.
Við elskum þig,
Arndís (Dísa), Ívar
og krakkarnir.
Yndislega mamma mín er bor-
in til grafar í dag. Hún upplifði
tímana tvenna eins og margir af
hennar kynslóð. Hún fæddist í
Grímsey og bjó þar ásamt
mömmu sinni, afa og tveimur
bræðrum í litlum torfbæ. Heim-
ilið var ekki efnamikið og
mamma fór snemma að vinna
fyrir sér og 15 ára ferðaðist hún í
fyrsta sinn til Íslands til að fara í
vist hjá heldra fólki á Akureyri.
Unga stúlkan þurfti því
snemma að standa á eigin fótum,
langt frá fjölskyldunni. Hún var
svo lánsöm að eignast góða vini
og síðan kynntist hún pabba,
sem kom úr ólíku umhverfi,
bóndasonur af Suðurlandi og átti
stóra fjölskyldu. Ungu hjónin
hófu búskap í Fljótshlíðinni,
sveitinni hans pabba, á Efri-
Þverá og á næstu fimmtán árum
fæddumst við systkinin fimm.
Jörðin var lítil og erfið en þau
náðu samt að gera ótrúlega mik-
ið úr hlutunum. Lífið hafði því
breyst hratt hjá ungu stúlkunni,
sem áður hafði verið mikið ein.
Nú átti hún mann og hóp af
börnum, sem hún umvafði um-
hyggju og gleði.
Mamma var ofurkona. Hún
vann frá morgni til kvölds og
hafði einstaka ástríðu fyrir því
sem hún tók sér fyrir hendur,
auk þess að vera mjög dugleg og
öguð. Árum saman framreiddi
hún t.d. tvær heitar tvíréttaðar
máltíðir á dag fyrir fjölskylduna
og heimabakaðar kökur og
smurt brauð í hverjum kaffitíma.
Þá saumaði hún gríðarlegt magn
af fatnaði og gerði miklar kröfur
til sín um vandvirkni. Við systk-
inin vorum gangandi vitnisburð-
ur um gæðin í jólafötum, jökkum
og kápum. Eitt haustið saumaði
hún 16 flíkur samhliða jólaund-
irbúningi og kökubakstri sem
stóðst alla góða húsmæðramæli-
kvarða. Þar að auki tók hún mik-
inn þátt í útiverkum á bænum.
Þegar tíminn leið fór mamma
að geta sinnt betur fleiri hugð-
arefnum, gera upp gömul hús-
gögn og rækta garðana sína, á
Efri-Þverá og síðar í Smáratúni.
Hún byggði þá upp af mikilli
vandvirkni og fékk tvisvar við-
urkenningar fyrir þá.
Mamma var líka kona sem
þorði að fara ótroðnar slóðir.
Hún byggði upp ferðaþjónustuna
í Smáratúni frá grunni, í byrjun
við frekar þröngar aðstæður.
Framtakið var óvenjulegt á þeim
tíma en mamma var ákveðin í að
nýta húsnæðið vel og gestir
kunnu vel að meta matinn og
blátt áfram framkomu hennar.
Þrátt fyrir alla vinnuna var
hún hin fullkomna mamma, alltaf
til staðar til að styðja okkur
systkinin, skrafa og bollaleggja.
Hún var mjög hvetjandi og dug-
leg að hrósa og draga fram já-
kvæðar hliðar fólks. Hún lagði
ofuráherslu á að mismuna aldrei
systkinahópnum, þannig að ef
hún t.d. saumaði flík á eina okkar
systra var hún ekki sátt nema
hún gæti gert eitthvað svipað
fyrir hinar. Mamma var þakklát
fyrir allt sem lífið færði henni og
vissi að ekkert er sjálfgefið.
Stundum er sagt að þakklæti sé
undirstaða hamingjunnar og það
átti sannarlega við í hennar til-
felli. Mamma var hamingjusöm
manneskja sem smitaði frá sér
krafti og gleði og söng iðulega
við verkin sín.
Ofurkonan hún mamma hefur
kvatt okkur. Ég sakna hennar
mikið en er mjög þakklát fyrir að
hafa fengið að njóta lífsins með
henni. Hvíldu í friði elsku
mamma mín.
Anna Bjarney
Sigurðardóttir.
Mamma er farin í sumarland-
ið, landið sem við eigum öll eftir
að heimsækja á endanum. Þar
munum við hittast aftur, kátar
og hressar og lausar við sjúk-
dóma og áhyggjur. Mig langar
að minnast hennar hér með
nokkrum orðum.
Mamma var fyrst og fremst
dugnaðarforkur og gekk að öll-
um verkum með það fyrir aug-
um að gera þau vel og snyrti-
lega. Þegar hún var við vinnu í
garðinum, hvort sem það var
uppi á Efri-Þverá eða í Smárat-
úni, var vandvirknin áberandi
og sýnilegt að hún vildi hafa allt
fínt. Reytti arfann um leið og
hann kíkti og undi sér vel í rósa-
og gladíóluhafi í litlu gróður-
húsunum sem pabbi smíðaði
fyrir hana. Þegar við krakkarn-
ir vorum að alast upp saumaði
hún iðulega öll jólafötin á okkur
og oft rakti hún upp sauma af
því að hún vissi um einhvern
hlykk eða mislöng spor. Allt
þurfti að vera fullkomið. Við
vorum alin upp við söng frá
henni alla daga og alltaf söng
hún við vinnuna með fallegri
sópranrödd. Hún kunni líka
mörg lög og gamla texta sem
hún söng fyrir okkur og spilaði
undir á gítarinn sinn. Alltaf var
hún tilbúin að taka við barna-
börnunum sínum og leyfa þeim
að vera í kringum sig og kenna
þeim ýmsa hluti sem ég veit að
þau eru líka þakklát fyrir.
Bakstur og eldamennska lék í
höndunum á henni og þau voru
samhent hjónin í sláturtíðinni
að gera sem mestan mat úr hrá-
efninu sem gafst. Heldur fóru
þessir hæfilekar að dala upp úr
2010 þegar bera fór á þessum
heilabilunarsjúkdómi sem að
lokum hafði yfirhöndina hinn 5.
júlí sl. þegar hún lést á Dval-
arheimilinu Kirkjuhvoli södd líf-
daga og frelsinu fegin trúi ég.
Innilegar þakkir til starfsfólks
Kirkjuhvols sem sinnti henni
alltaf vel og með virðingu.
Takk fyrir allt.
Ingibjörg Elfa
Sigurðardóttir.
Elsku Guðný, mig langar að
minnast þín með smá og hálf fá-
tæklegu bréfi.
Nú eru öll þín veikindi horfin
og þú komin í dýrð drottins og
allt það vonda sem þú hefur
þjáðst af er horfið. Ég kynntist
þér fyrir mörgum árum, þegar
þú komst fyrst að Smáratúni
með Sigga þínum og frænda
mínum. Þið Siggi frændi byrj-
uðuð búskap á Efri-Þverá og
þangað kom ég til ykkar á hverju
sumri og alltaf tókst þú jafn vel á
móti mér og minni fjölskyldu,
síðan fluttuð þið að Smáratúni og
börnum ykkar Sigga fjölgaði.
Fyrst kom Anna, síðan Inga,
Stefán, Eggert og Arndís Soffía
rak lestina. Þið Siggi hafið verið
heppinn með börnin ykkar, öll
gott fólk og góðir þjóðfélags-
þegnar. Þú varst góð söngkona
og mér þótti gaman að spila fyrir
þig, og þú varst dugleg að fá mig
til að taka í nikkuna þegar eitt-
hvað var um að vera í Fljótshlíð-
inni. Ég man alltaf eftir því þeg-
ar þú doblaðir mig til að spila
fyrir að mig minnir kvenfélagið í
einhverju húsi inni við Fljótsdal.
Þar sat ég einn innan um allar
konurnar sem þar voru og ég
eini karlmaðurinn á staðnum
með nikkuna og allar konurnar
sungu. Það var ekki eins og mér
líkaði þetta ekki, enda þegar ég
kvaddi þetta kvöld, þá fylgdir þú
mér út að bíl og ég man að þú
spurðir mig hvort mér hefði ekki
þótt gaman að vera einn innan
um allar þessar kellingar! Þú
varst alltaf svo hress og þú og
hann Siggi þinn voruð hamingju-
söm. Guðný mín, þegar ég sit hér
og skrifa þessar línur þá rifjast
svo margt upp í huga mér, en ég
held að ég láti það bíða betri
tíma. Ég veit að þú hefur fengið
góða heimkomu í dýrðina, þang-
að sem við öll förum, og frels-
arinn Jesús Kristur hefur verið
með opinn faðminn. Elsku
Guðný, takk fyrir mig og njóttu
dýraðarinnar í ríki drottins,
þannig kveð ég þig að sinni en
við hittumst aftur einhvern tím-
ann. Elsku frændi minn, Sigurð-
ur Eggertsson: Nú er þessu
stríði lokið hjá Guðnýju, þér og
fjölskyldu þinni og ég bið þess að
góður Guð blessi og varðveiti
þig, börnin þín, barnabörn og
barnabarnabörn. Hann sem öllu
ræður og stjórnar gefi ykkur
styrk í ykkar miklu sorg.
Friðrik Ingi Óskarsson.
Elsku vinkona. Það er svo
skrýtið með okkur, þótt við vit-
um að hverju dregur þá er eins
og við séum aldrei tilbúin að taka
við þeim fréttum að einhver góð-
ur vinur sé fallinn frá. Við vorum
báðar fæddar í Grímsey og ól-
umst þar upp. Þú varst góðum
gáfum gædd og áttir auðvelt með
að koma saman vísum, samanber
braginn um Togga sem byrjar
svo: „Sefur sæll í sinni hvílu, silf-
urhærður námsstjórinn.“ Lengst
af okkar skólagöngu vorum við
þrjú í skólanum og snemma byrj-
aði keppni milli okkar um hver
fengi hæstu einkunn. Þá þótti
prestinum sem fermdi okkur,
séra Pétri Sigurgeirssyni, gaman
að spyrja okkur því við stóðum í
þeirri trú að við ættum að kunna
kverið utan að. Meðal annars
bentum við honum á að hann
hefði gleymt að hlýða okkur yfir
sálm sem var fremst í kverinu.
Þá er minnisstæður dugnaður
þinn, sama hvort þú varst að
salta síld eða heyja fyrir afa
þinn. Eins eru minnisstæð böllin
í Grímsey, þar sem úrvalið var
ekki mikið af kvenfólki. Við hlóg-
um oft að Norðmönnunum
tveimur sem dönsuðu við okkur
mestallt kvöldið. Svo þegar ballið
var búið vildu þeir endilega
fylgja okkur heim og okkur
grunaði að þeir ætluðu sér inn
með okkur svo ég stakk upp á að
við slitum okkur frá þeim og
hlypum hvor til síns heima sam-
tímis. Þetta tókst vel en ég rétt
slapp inn og gat læst hurðinni en
Nojarinn alveg vitlaus á
glugganum! Það er svo ótal
margt sem hægt væri að rifja
upp elsku vinkona en ég læt
þetta duga. Guð geymi þig.
Þín gamla vinkona,
Birna.
Það hafa verið sólríkir dagar
og sumarið í sínum besta skrúða,
þegar þú kveður, kæra vinkona.
Þér var ekki ætlað að njóta efri
áranna sem þú áttir svo sann-
arlega skilið. Aldrei féll þér verk
úr hendi og alltaf hægt að finna
sér verk að vinna en þú gast líka
glaðst og haft gaman þegar tæki-
færi gafst. Þau eru orðin mörg
árin síðan við hittumst fyrst á
vertíð suður með sjó. Þú ættuð
úr Grímsey og ég úr sunnlenskri
sveit. Svo ólíkt umhverfi og við
ólíkar í eðli okkar en svo fljótt
smullum við saman og urðum
bestu vinkonur til hinsta dags.
Verbúðarlífið var eitthvað sem
enginn myndi gera sér að góðu í
dag og þægindalaust að öllu leyti
en við þekktum ekki annað. Fólk
kynntist og gerði sér glaðan dag.
Á vorin fórst þú norður að salta
síld og ég fór til míns heima. Þá
voru símar ekki gripnir upp, þá
voru það sendibréfin sem komu
með vissu millibili eins og himna-
sending sem beðið var eftir. Á
vetríð kynntist þú þínum góða
lífsförunaut sem hefur verið þín
stoð og stytta. Svo kom að því að
ég festi ráð mitt og þeir skóla-
bræður og sveitungar. Betra gat
það ekki verið og samgangur
sem aldrei fyrr. Eftir stutta dvöl
í borginni var flutt í sveitina og
ekki skemmdi það nú fyrir að þið
fenguð þá jörð sem minn maður
hafði alist upp á sem barn og
unglingur. Oft var farið í heim-
sókn og þegar ég lít til baka get
ég dáðst að hvað þú varst fljót að
tileinka þér sveitastörfin og
gerðir það með sóma. Þegar við
svo eignuðumst smáhús inni í
Hlíð var komið flesta frí- og
helgidaga, alltaf tími til að hitt-
ast og gleðjast og þið önnum kaf-
in með börn og bú sem óðum
stækkaði. Svo kom að því að þið
vilduð breyta til og þá varð óðal
feðranna til staðar, stórt hús og
betri jörð að öllu leyti. Og þú
sást líka tækifæri sem fáum
hefði látið sér detta í hug, alltaf á
undan. Börnin að tínast að heim-
an eitt og eitt og þá varð líka
meira pláss. Þið settuð upp
ferðaþjónustu sem var lítil í
fyrstu en eru stoðirnar að því
stóra sem nú er á hlaðinu í dag.
Þegar við svo þurftum að hverfa
frá okkar stað kom ekkert annað
til greina en að finna okkur
hreiður sem næst þér. Þú fannst
okkur fallegan og skjólgóðan
stað og Siggi nafnið að Smára-
lind. Þau hafa verið yndisleg og
góð þessi ár sem við höfum átt
hér í túninu ykkar og allir þeir
góðu nágrannar sem hér voru í
kring. Oft labbað á milli bæja á
fallegum sumarkvöldum og lagið
tekið. Það skemmdi nú ekki þeg-
ar þú tókst gítarinn í hönd og þá
var tekið uppáhaldslagið þitt,
Undir bláhimni. Þú varst mikið
söngelsk og naust þess að hlusta
á músík.
En allt hefur upphaf og endi.
Nú hefur fækkað í þessum vina-
hóp sem gerist alltof fljótt. Fjöl-
skyldan þín hefur verið okkar
fólk og sorgmædd höfum við
fylgst með hvað þessi sjúkdómur
hefur tekið skelfilegan toll.
Þökkum fyrir ár hvert eitt,
enginn veit hvað næst oss bíður.
Best er að vita ekki neitt,
tíminn er fljót sem hratt fram líður.
Elsku vinkona, ég þakka þér
fyrir öll árin sem þú varst hluti
af mínu lífi og gerðir það
skemmtilegra að öllu leyti. Guð
blessi þína ástvini og græði sár-
in.
Auður Helga og Júlí.
Guðný Helga
Geirsdóttir
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
SIGRÍÐUR HELGADÓTTIR,
Aflagranda 40, Reykjavík,
lést á Landspítala Landakoti mánudaginn
15. júlí. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í
Reykjavík þriðjudaginn 23. júlí og hefst klukkan 15.
Guðlaug Ólafsdóttir Geir Rögnvaldsson
Karítas Ólafsdóttir Ari Ólafsson
Helgi Ólafsson Sigurborg Arnarsdóttir
Anna Vigdís Ólafsdóttir Benedikt Lund
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginkona mín, móðir, amma
og langamma,
ÞÓRA VALGERÐUR ANTONSDÓTTIR,
Fjarðargötu 19, Hafnarfirði,
andaðist á líknardeild Landspítalans í
Kópavogi fimmtudaginn 11. júlí.
Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 23. júlí
klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim
sem vilja minnast hennar er bent á Styrktarfélag
krabbameinssjúkra barna.
Friðþjófur Sigurðsson, Ólafur Þór Ólafsson
og fjölskyldur
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og afi,
GUNNAR ÞÓRÐARSON,
Hábergi 16,
Reykjavík,
varð bráðkvaddur þriðjudaginn 2. júlí.
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug.
Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Hafdís Kjartansdóttir
Þórný Gunnarsdóttir
Eyþór Gunnarsson Rán Pétursdóttir
Jóhanna Gunnarsdóttir
og barnabörn