Morgunblaðið - 18.07.2019, Page 42
42 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JÚLÍ 2019
✝ María Sigur-borg Jonný
Rósinkarsdóttir
fæddist 25. septem-
ber 1928 á Snæfjöll-
um á Snæ-
fjallaströnd við
Ísafjarðardjúp.
Hún lést á Land-
spítalanum 1. júlí
2019.
Foreldrar henn-
ar voru Jakobína
Gísladóttir, f. 31. maí 1896, d.
24. apríl 1960, og Rósinkar Kol-
beinsson, f. 24. júní 1891, d. 5.
nóvember 1956. Systkini Maríu
eru Ólafur, f. 28. september
1917, d. 24. mars 1987, Gestur, f.
3. ágúst 1920, d. 29. júní 1998,
Guðmundur, f. 27. jan. 1924, d.
19. apríl 1989, Kristný Ingigerð-
ur, f. 26. febrúar 1927, d. 30. jan-
úar 2017, Jósep, f. 15. júní 1932,
Elísabet, f. 26. september 1933,
Hilmar, f. 2. ágúst 1935, d. 30.
september 1996, Sigríður Mar-
grét, f. 14. nóvember 1937, og
Hafsteinn Þór, f. 22. mars 1941.
Eiginmaður Maríu var Ólafur
Ásgeirsson vélsmíðameistari, f.
19. febrúar 1927 á Baulhúsum í
Arnarfirði, d. 18. febrúar 2007.
Foreldrar hans voru Guðbjörg
Oktavía Kristjánsdóttir, f. 9. maí
1885, d. 29. ágúst 1974, og Ás-
geir Kristján Matthíasson, f. 20.
með Svanhildi Bryndísi Ingólfs-
dóttur og á hún tvo drengi, Elv-
ar Snæ og Hilmi Snæ. Davíð á
dótturina Ólöfu Rós með Berg-
lindi Ásgeirsdóttur en þau
skildu. Atli Þór býr með Guð-
rúnu Maríu Sigurðardóttur og
eiga þau soninn Aron Breka. 5)
Guðný, f. 1959, maki Ómar Þór
Gunnarsson, börn þeirra eru
Gunnar Heiðar og María Rós,
maki Arnar Þór Óskarsson og á
hann soninn Mikael Óskar, Óm-
ar á fyrir einn son, Birgi Þór. 6)
Ásgeir Kristján, f. 1962, maki
Aðalheiður Gylfadóttir, börn
þeirra eru Unnur Andrea og
Hanna María.
María ólst upp á Snæfjalla-
strönd, hún var í skólaskyldu í
barnaskóla á Snæfjallaströnd og
sótti svo Iðnskólann á Ísafirði.
Hún lærði og starfaði sem
saumakona hjá klæðskera á Ísa-
firði. Eftir að til Reykjavíkur
kom starfaði hún sem sauma-
kona og húsmóðir. María starf-
aði síðan lengstan hluta starfs-
ævinnar hjá Heimilishjálp
Reykjavíkur. María skírðist inn í
Mormónakirkjuna og sinnti þar
ýmsum trúnaðarstöfum, m.a.
annars fyrir líknarfélagið sem
formaður.
Útförin verður frá Fossvogs-
kirkju í dag, 18. júlí 2019,
klukkan 15.
febrúar 1885, d. 1.
maí 1959. María og
Ólafur eignuðust
sex börn, þau eru:
1) Ottó Kolbeinn, f.
1950, maki Björk
Baldursdóttir, börn
þeirra eru Daði
Baldur og Helga
Björk, fyrir átti
Ottó son, Andra,
með Hjördísi Magn-
úsdóttur. Synir
Andra og eiginkonu hans, Heið-
brár Björnsdóttur, eru Daníel
Þór og Bjartur Örn. Daði er gift-
ur Guðlaugu Katrínu Hákonar-
dóttur og synir þeirra eru Davíð
Mikael og Hugi Fannar. Helga
Björk er í sambúð með Atla Þór
Jóhannssyni. 2) Jakob, f. 1952,
maki Helena Soffía Leósdóttir
Little, sonur þeirra er Páll, fóst-
urdóttir Jakobs og dóttir Helenu
er Kristín Magnúsdóttir. Börn
Páls og eiginkonu hans, Lindu
Mjallar Andrésdóttur, f. 18. jan-
úar 1979, d. 27. júní 2018, eru
Jakob Felix og Andrea Arna.
Dætur Kristínar, fósturdóttur
Jakobs, eru Alexandra María og
Helena Ýr. 3) Óskírður drengur,
f. 1953, d. 1953. 4) Rósinkar
Snævar, f. 1956, maki Sólbjörg
Gunnbjörnsdóttir, börn þeirra
eru Ólafur Garðar, Davíð og Atli
Þór. Ólafur Garðar er í sambúð
Elsku kæra móðir mín hefur
nú kvatt þessa jarðvist.
Mamma var blíðasta og um-
hyggjusamasta manneskja sem
ég hef í lífi mínu kynnst. Hún var
einstaklega góð kona, full af kær-
leik, hafði dásamlega nærveru,
hugljúf og ráðagóð. Hún var góð-
ur hlustandi og kenndi mér að
virða skoðanir annarra. Aldrei sá
ég móður mína reiðast eða tala
illa um aðra heldur talaði hún um
fólk af virðingu og fór aldrei í
manngreinarálit. Hún sá það
besta í hverri manneskju.
Mamma var mjög trúuð og
kenndi okkur systkinunum að
bera virðingu fyrir mönnum og
málleysingjum. Á yngri árum var
hún í bænahring með góðum hópi
vinkvenna. Þegar einhver átti um
sárt að binda var beðið eða jafn-
vel setið/vakað yfir viðkomandi
barni eða fullorðnum í veikindum
þeirra.
Móðir mín opnaði heimili sitt
fyrir allskonar trúarhópum til að
fræðast um trúmál. Eitt sinn
komu trúboðar frá Mormóna-
kirkjunni til hennar og ávallt tók
mamma vel á móti þessum
drengjum með hlýhug og um-
hyggju, því hún vissi að þeir voru
ungir að árum langt frá heima-
högum. Mamma skírðist síðan í
kirkjuna þeirra og kynntist hún
mörgu góðu fólki og ferðaðist
með þeim. Öll hennar búskaparár
eftir þetta bauð hún þeim reglu-
lega í mat.
En mamma var ekki bara með
heimboð fyrir kirkjuna sína held-
ur hélt hún mörg matar- og kaffi-
boð fyrir alla þá sem henni voru
hugleiknir. Hún elskaði að elda
mat og baka. Það var oft mikill
gestagangur á heimili hennar
samhliða vinnu og um helgar, þar
var glatt á hjalla og tekið vel á
móti öllum vinum og vanda-
mönnum.
Allt hennar líf einkenndist af
því að aðstoða og hjálpa öðrum.
Henni var sérlega hugleikið eldra
fólk og þeir sem voru minni-
máttar sem hún reyndi að að-
stoða eftir bestu getu. Mamma
sýndi öllum, bæði mönnum og
málleysingum, ást og umhyggju.
Á heimili okkar voru alltaf dýr,
stundum páfagaukar en oftast
kisur.
Mamma var einstaklega list-
ræn og handlagin kona. Með mik-
illi alúð gerði hún allskonar
skreytingar bæði fyrir jól og
páska. Hún var einstaklega hrifin
af fuglum og notaði þá óspart í
skreytingar. Hún var sérstaklega
góð saumakona enda lærði hún
þá iðn hjá klæðskera á Ísafirði
þegar hún var ung að árum og
saumaði hún öll föt á okkur systk-
inin þegar við vorum lítil.
Mamma var mikil ræðukona og
flutti margar fallegar og hugljúf-
ar ræður við margskonar tæki-
færi. Hvort sem hún var stödd í
brúðkaupum, stórafmælum, ætt-
arsamkomum eða í kirkjunni. All-
ar ræður hennar einkenndust af
fallegum hugsunum og hlýleika
sem umluku gestina/hlustendur.
Mamma var ekki bara góð móðir
heldur góð amma og langamma
sem gott var að heimsækja. Þau
eiga öll eftir að sakna hennar,
þessarar fallegu og hjartahlýju
konu. Mamma átti þrátt fyrir há-
an aldur góðar vinkonur sem
voru henni trúar og tryggar alveg
fram í andlátið.
Elsku mamma mín, ég kveð
þig með sárum söknuði en minn-
ing þín mun ávallt lifa. Ég veit að
þú ert komin á æðri stað þar sem
elsku pabbi hefur beðið þín,
ásamt öllu því góða fólki sem átti
samleið með þér á lífsins braut.
Þín
Guðný.
Elsku mamma, ég veit ekki
hvers vegna mér var úthlutað
mömmu eins og þér en einhver
hefur kippt í rétta spotta. Þú
varst einstök manneskja og ef til
væri bók um hvernig á að vera
María Sigurborg
Jonný Rósinkarsdóttir
✝ Linda GuðbjörgSamúelsdóttir
fæddist 29. júní
1956 á Akranesi.
Hún lést á Sjúkra-
húsi Akraness 27.
júní 2019.
Foreldrar henn-
ar voru Samúel
Ólafsson frá Furu-
firði, f. 29. ágúst
1928, d. 20. desem-
ber 2006, og Fjóla
Sigurðardóttir frá Skagaströnd,
f. 8. ágúst 1926, d. 15. maí 2012.
Systkini Lindu eru Sigurður
Kári. f. 17. júlí 1951, d. 28. mars
1974, dóttir hans er Bergþóra, og
Ólöf Húnfjörð. f. 7. október 1961,
synir hennar eru Samúel og Jó-
hann Aðalsteinn.
Linda kynntist Guðna Þórðar-
syni, bifreiðastjóra frá Akranesi,
haustið 1974 og gengu þau í
hjónaband 17. júní 1978. For-
eldrar hans eru Þórður Þórðar-
5) Guðbjörg Rós. f. 3. ágúst 1989.
6) Linda Björg, f. 6. júlí 1992.
Linda ólst upp á Akranesi og
gekk þar í barna- og gagnfræða-
skólann ásamt því að vinna þar frá
barnæsku við ýmiss konar störf,
s.s. í niðursuðuverksmiðju, í fisk-
vinnslu, við eggjaframleiðslu og
við verslunarrekstur. Haustið 1981
keypti hún ásamt foreldrum sínum
og eiginmanni jörðina Tungu og
bjó þar alla tíð síðan. Þar hófu þau
búrekstur, sumarbúðir voru starf-
ræktar þar í átta sumur, ferða-
þjónusta var starfrækt ásamt
eggjabúinu Hamingjueggjum og
svo var opnaður veitingastaðurinn
Skessubrunnur. Auk þess starfaði
Linda á tímabili á skrifstofu Slát-
urhússins við Laxá, sem meðhjálp-
ari í Hallgrímskirkju í Saurbæ og
var einn af stofnendum Sálarrann-
sóknarfélags Akraness og Borgar-
fjarðar. Hún var mikill nátt-
úruunnandi og allt tengt náttúru-
lækningum var henni mikið
hugðarefni. Áhugamál hennar
voru hestamennska, að ferðast
innanlands sem og til fjarlægra
landa og handavinna.
Útför Lindu fer fram frá Akra-
neskirkju í dag, 18. júlí 2019, og
hefst athöfnin klukkan 13.
son, f. 26. nóvember
1930, d. 30. nóvem-
ber 2002, og Ester
Teitsdóttir, f. 26.
september 1932.
Börn Lindu og
Guðna eru: 1) Fjóla
Lind, f. 4. apríl
1978. Dóttir hennar
er Ester Þóra. 2)
Sigurður Kári, f. 13.
maí 1979, maki
Bjarney Sólveig
Annelsdóttir og eiga þau tvö
börn; Natalí Fanneyju og Annel
Teit. Fyrir átti Sigurður son,
Enrique Snæ. 3) Þórður, f. 29.
júní 1982, maki Erna Björg
Gylfadóttir og eiga þau fjögur
börn; Evlalíu Lind, Stíg Berg-
mann, Guðna og Borgþóru Bryn-
dísi. 4) Guðný Kristín, f. 6. októ-
ber 1987, maki Brynjar Ægir
Ottesen og eiga þau fjögur börn;
Arnfinn Guðna, Samúel Kára,
Þórð Ármann og Bryndísi Jónu.
Elsku besta mamma okkar.
Þó sorgin sé yfirþyrmandi þá
er þakklæti okkur efst í huga fyr-
ir að hafa fengið að eiga þig í lífi
okkar.
Það er skrítið að hugsa til þess
að lífið haldi áfram án þín okkur
við hlið. Þú varst alltaf til staðar
ef eitthvað bjátaði á og sú sem var
fyrst til að samgleðjast svo inni-
lega yfir litlum sem stórum sigr-
um í lífinu, hvort sem við lærðum
þrisvar sinnum töfluna utanbók-
ar eða stærri áföngum okkar á
lífsleiðinni. Þó stærri atburðir í
lífi okkar virtust sjaldan koma
þér á óvart því þú virtist oft hafa
vitað af þeim á undan okkur.
Þú varst alltaf svo hlý og góð
við okkur og þegar við lítum til
baka erum við full þakklætis fyrir
ástríkar og gleðilegar minningar
sem við eigum með þér. Það er
ómögulegt að telja upp allar ynd-
islegu stundirnar sem við áttum
með þér, t.d. öll ferðalögin þvers
og kruss um landið að skoða allar
náttúruperlurnar sem þið pabbi
kennduð okkur svo vel að meta,
hestaferðirnar hvort sem farið
var stuttar leiðir í sveitinni eða
lengri leiðir á slóðir forfeðra
þinna. En það var þó ekki þannig
að það þyrfti að vera sérstakt til-
efni heldur var einfaldlega nær-
veran þín svo ástrík og góð að við
munum alltaf varðveita í hjarta
okkar minningar um allar stund-
irnar sem við áttum með þér.
Mamma, þú varst stórmerki-
leg og vildir allt fyrir okkur börn-
in þín gera. Þú gerðir hugmyndir
að veruleika með því að gera litlu
hlutina í lífinu stórmerkilega fyr-
ir okkur, við munum það sem
mikil ævintýri þegar þið fóruð
með okkur í hestaferðir í ná-
grenni við Tungu og leyfðuð okk-
ur svo að tjalda uppi í fjalli eða úti
á túni og borða nestið okkar í
holtinu.
Við getum ekki ímyndað okkur
betri fyrirmyndir í lífinu en þig og
pabba, þið hafið kennt okkur svo
margt um lífið og tilveruna líkt og
vinnusemi, elju, dugnað, ein-
lægni, heiðarleika og svona væri
lengi hægt að telja áfram. Alla
þessa þætti lærðum við af því að
vinna með þér og samhliða í sveit-
inni okkar í Tungu, hvort sem það
var að sinna hinum hefðbundnu
sveitastörfum, aðstoða í sumar-
búðunum í Tungu og hestaleig-
unni, tína hamingjuegg, vinna við
tjaldstæðið, bjálkahúsin, pottana
og svo loks Skessubrunn í flottu
ferðaþjónustunni sem þið pabbi
byggðuð upp.
Tunga er alltaf okkar heimili í
hjarta en þú samgladdist okkur
öllum hvaða leið sem við fórum í
lífinu og við fundum vel hversu
stolt þú varst af okkur öllum. Þú
lagðir alltaf mikla áherslu á það
að við fyndum okkar eigin ham-
ingju og reyndir að hjálpa sem
mest þú gast á þeirri vegferð okk-
ar, fyrir það erum við ævinlega
þakklát og munum við heiðra
minningu þína með því að halda
áfram að lifa eftir þeim lífsgildum
sem þú kenndir okkur alla tíð.
Það leyndi sér ekki hvað þú
varst hamingjusöm með allan
hópinn af barnabörnum sem þú
fékkst inn í lífið ykkar pabba og
hvað þau eru þakklát fyrir að
hafa átt þig fyrir ömmu. Þau eiga
þig enn, engil á himni sem vakir
yfir þeim og okkur. Og minning
þín mun lifa áfram í sögunum sem
við munum segja börnunum okk-
ar af þér.
Linda Guðbjörg
Samúelsdóttir
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
HJÖRTUR ÁRMANN EIRÍKSSON,
lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli
laugardaginn 13. júlí.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju
föstudaginn 19. júlí klukkan 15.
Steinunn B. Hanahan Douglas Hanahan
Eiríkur Hjartarson
Valgerður Hjartardóttir
Árni Ólafur Hjartarson Eygló Walderhaug
barnabörn og barnabarnabörn
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
EYSTEINN GUÐMUNDSSON
bílasmiður,
lést mánudaginn 15. júlí á
hjúkrunarheimilinu Sóltúni í Reykjavík.
Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn
23. júlí klukkan 13.
Valgerður Þ. Guðleifsdóttir
Þór Eysteinsson
Viðar Eysteinsson
Kolbrún Eysteinsdóttir Kristinn Bjarnason
Guðrún M. Eysteinsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Elskulegur eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
GUNNAR B. EYDAL,
fv. skrifstofustjóri borgarstjórnar,
Sogavegi 112,
lést á líknardeild Landspítalans
mánudaginn 15. júlí. Útför hans fer fram frá
Bústaðakirkju fimmtudaginn 25. júlí klukkan 13.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hans er bent á líknardeild Landspítalans.
Ásgerður Ragnarsdóttir
Ragna Björk Eydal Steinar Ólafsson
Hjördís Eydal Hlynur Hendriksson
Gunnar Páll Eydal Harpa Grímsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
HANNA SIGRÍÐUR HOFSDAL
KARLSDÓTTIR,
Geitastekk 6, Reykjavik,
lést á Landspítalanum fimmtudaginn
11. júlí. Útför fer fram frá Háteigskirkju miðvikudaginn
24. júlí klukkan 13.
Magnús L. Sveinsson
Ágúst Kvaran Ólöf Þorsteinsdóttir
Sveinn Magnússon
Sólveig Magnúsdóttir
Einar Magnús Magnússon
barnabörn og barnabarnabörn
Elsku besti eiginmaður minn, faðir, sonur
og bróðir,
ATLI ÖRN SNORRASON
rokkari,
lést á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á
Ísafirði laugardaginn 6. júlí.
Útför hans fer fram frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 20. júlí
klukkan 14. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþökkuð en
þeim sem vilja minnast hans er bent á krabbameinsfélagið
Sigurvon á Ísafirði.
Hrafnhildur Hrönn Óðinsdóttir
Álfheiður Björg Atladóttir
Óðinn Örn Atlason
Hilmir Örn Atlason
Jóna Kristín Kristinsdóttir
Kristinn, Pálína og fjölskyldur
Snorri Sturluson Erla Eðvarðsdóttir
Sturla, Adda, Hulda, Kristey og fjölskyldur