Morgunblaðið - 18.07.2019, Síða 43

Morgunblaðið - 18.07.2019, Síða 43
góð mamma og manneskja þá væri þar kafli um þig og með mynd. Þú varst fædd á Snæfjalla- ströndinni undir Snjáfjöllum sjálfum og í þér bjó þessi vest- firski staðfestu- og galdrakraftur sem þú nýttir til allra þeirra góð- verka sem þú gerðir. Við börnin þín nutum þess að eiga þig að sem mömmu og ekki síður vin. Þú gast hreinsað sárin og grætt ef við hrufluðum okkur hvort sem það var á líkama eða sálartetrinu. Þú og pabbi gættuð þess alla tíð að við hefðum alltaf nóg og uppeldið var ekki strangt heldur leiðbein- andi og skemmtilegt án upphróp- ana og reiði. Þú sinntir svo mikl- um fjölda fólks sem átti erfitt og aldrei léstu bera á því heldur vannst þín störf í kyrrþey og gafst af þér til svo margra sem minna máttu sín í þjóðfélaginu. Það var ekki slæmt að vera ör- verpið þitt og fá að skottast í kringum þig og fá kennslu í mat- argerð með ýmsum leynitrixum. Þú kenndir mér að lemja fast og hnitmiðað (kótelettur þ.e.a.s.). Þó ég hafi lært sjálfsvörn í áraraðir þá kenndir þú mér mikilvægustu lexíuna að forðast vandræðin og láta ekki skapið hlaupa með sig í gönur. Mig hefur lengi grunað þið væruð í raun 2-3 mömmurnar, því hvernig í ósköpunum gastu fram- kvæmt þetta allt? Varst í fullri vinnu, sinntir okkur gríslingun- um sem var nú ekki það auðveld- asta þó svo börnin yrðu þægari því yngri sem þau voru. Sinntir skjólstæðingunum þínum eftir vinnu eða um kvöld. Heimsóttir þá sem lágu á spítala, færðir fólki mat eða fatnað eða bara hlýtt hjarta og eyru sem gátu hlustað. Þvoðir þvotta, saumaðir á okkur fötin, stoppaðir í göt og og eldaðir mat og bakaðir kökur af einstakri snilld. Svo áttirðu stærsta og hlýjasta faðmlag sem var til, þó þú værir sjálf lítil og soldið hnött- ótt rétt eins og múmínmamma. Þú varst alltaf glaðlynd og það var aldrei leiðinlegt að vera í kringum þig. Þú varst trúuð og orðvör og ég heyrði þig aldrei nota blótsyrði þó svo ég reyndi að plata þig, lékst reyndar á mig því þú áttir þitt eigið blótsyrði „árvíl- ans“ sem ég heyrði þig nota í örfá skipti. „Bara til að leggja áherslu á orð mín og ég bjó þetta til sjálf og því er þetta ekki blót,“ sagð- irðu kímin. Þú lifðir langa og við- burðaríka ævi og skilaðir ævi- starfi þínu með sóma. Ég, Alla, Unnur Andrea og Hanna María söknum þín, söknum manneskju sem var góð í gegn, glaðlynt krútt með stórt hjarta. Varst bara best. Þitt örverpi, Ásgeir. Það var alltaf einstaklega gott að heimsækja Hjaltabakkann. Oftar en ekki tók maður leið 13 eða 14 upp í Breiðholt til að heilsa upp á ömmu og afa. Þar var amma tilbúin með nýskorin epli og appelsínur í skál skreytt með súkkulaði (geggjuð blanda sem fleiri mættu tileinka sér). Ófáar klukkustundir fóru í að gramsa í bókasafninu þeirra og þar fékk maður nánast ótakmarkað næði til að glugga í alfræði- og stjörnu- fræðibækur. Amma Mæja var ekki einungis gríðarlega góðhjörtuð heldur líka úrræðagóð með eindæmum. Þeg- ar afi var vant við látinn og gat ekki teflt við mig tók hún upp á því að læra mannganginn og máta svo kauða eftir nokkrar skákir. Hún bjó líka til besta jóla- ís með sérrí sem sögur fara af og fann á sér eftir einn sopa af Egils- maltöli. Aldrei sá ég hana reiða, næst því komst hún líklega þegar hún frétti að ég, nýbúinn að fá kosningarétt, hefði kosið Alþýðu- flokkinn. Henni var ekki skemmt. Fylla þyrfti allmargar blaðsíð- ur til að koma fyrir öllum þeim já- kvæðu lýsingarorðum sem eiga við um þennan engil frá Snæ- fjallaströnd. Þetta er samt ekkert flókið. Eins og Linda sagði oftar en einu sinni: „Vá hvað amma þín er góð manneskja.“ Páll (Palli). Elsku fallega amma mín. Dagurinn rann upp sem ég hef kviðið fyrir síðan ég var barn og nú er komið að kveðjustund. Hvernig á lífið að halda áfram án þessa fallega ljóss, þessarar einstöku manneskju, þessa eng- ils? Þegar ég reyni að lýsa henni eru í raun ekki til orð sem ná yfir hvaða manneskju hún hafði að geyma, hversu dýrmæt hún var mér og öðrum í kringum sig. Ég man þegar hún kom á Sauðárkrók í heimsókn eitt sum- arið þegar ég var bara lítið barn og við ekki búnar að hittast í ein- hvern tíma og ég mundi í raun ekki mikið eftir henni en þegar hún kom þá var eins og við vær- um búnar að vera vinir í þúsundir ára og eftir það átti hún mig skuldlaust og ég gjörsamlega eignaði mér hana. Eftir að við fluttum í bæinn í Maríubakkann var lífið næstum fullkomið en þá bjuggu hún og afi í göngufjarlægð frá okkur, sem hentaði mér svo einstaklega vel enda gat ég þá farið til hennar á hverjum degi, það er að segja ef ég var ekki að gista hjá henni. Ég á svo margar minningar frá Hjaltabakkanum, allar næturnar sem ég gisti hjá henni og við end- uðum með að vaka langt fram undir morgun, uppteknar að spjalla um allt og ekkert eða í hláturskasti sem gat enst alla nóttina. Nokkrum árum seinna fluttum við saman upp í Melselið, ég kom- in á gelgjuna og vildi bara vera með vinum mínum. Þrátt fyrir það vorum við mikið saman, hvort sem það var að horfa á sjónvarp- ið, fá okkur te eða jafnvel hún að lesa fyrir mig, hún losnaði aldrei við mig. Ég gæti haldið endalaust áfram en minningarnar um hana fylla huga minn stanslaust yfir daginn og það síðasta sem ég hugsa um þegar ég fer að sofa er hún. Fallega amma, þú varst alltaf til staðar fyrir mig, gafst mér ekkert nema ást og sykur, kennd- ir mér hvað kærleikur er og hversu mikilvægt það er að vera til staðar fyrir aðra. Fallega amma, sem sá það fal- lega í öllum, sem elskaði fjöl- skyldu sína og vini meira en allt annað í heiminum og var steinn- inn í mínu lífi og margra annarra. Fallega amma, hvað ég sakna þín, engillinn minn. Þín nafna, María Rós. Geislaði af gleði, vönduð, vís, verkum hlaðin gæðum. Hún var lífsins draumadís, drottning á sjónarhæðum. Þessi vísa varð til hjá mér þeg- ar ég minnist yndislegrar vin- konu fjölskyldunnar, Maríu Rós- inkarsdóttur, sem nú hefur kvatt þennan heim eftir hörmulegt at- vik á dvalarheimilinu Eir rétt fyr- ir síðustu lífdaga hennar. María eða Maja eins og hún var alltaf kölluð var lífsglöð og sannur vinur vina sinna. Hennar gæða eiginmaður var Ólafur Ás- geirsson. Þeirra er ávallt minnst í sömu setningu, þvílík var tryggð- in og ástúðin á milli þeirra. Þau hjón voru sönn ættarprýði fjöl- skyldu sinnar í sumarbústaðnum Sjónarhól í Landsveitinni. Betri og tryggari vini sem við höfum kynnst er varla hægt að hugsa sér. Sannast máltækið „þaðan er góðs von sem gott er fyrir“. Send- um við fjölskyldan á Galtalæk 2 vinum okkar og öðrum aðstand- endum innilegustu samúðar- kveðjur, óskum öllum guðs bless- unar. Sigurbjörg Elimarsdóttir. HINSTA KVEÐJA Elsku besta mamma, tengdamamma, amma og langamma. Við biðjum að þér ljóssins englar lýsi og leiði þig hin kærleiksríka hönd í nýjum heimi æ þér vörður vísi, sem vitar inn í himnesk sólarlönd. Þér sendum bænir upp í hærri heima og hjartans þakkir öll við færum þér. Við sálu þína biðjum guð að geyma, þín göfga minning okkur heilög er. (Guðrún Elísabet Vormsdóttir) Saknaðarkveðjur, Ottó, Björk, Andri, Daði Baldur, Helga Björk og fjölskyldur. MINNINGAR 43 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JÚLÍ 2019 Við elskum þig og munum allt- af hafa þig í hjarta okkar og við huggum okkur við það að þú ert komin í faðm ástvina og værum ekki hissa ef þú værir jafnvel á hestbaki á Hornströndum. Guð geymi þig og góða ferð, elsku mamma. Þín elskulegu börn, Meira: mbl.is/minningar Fjóla Lind, Sigurður Kári, Þórður, Guðný Kristín, Guðbjörg Rós, Linda Björg. Elsku kæra frænka mín, hún Linda, beið þann 27. júní lægri hlut fyrir veikindum sem hún hafði þurft að glíma við lengi. Orku- og þróttleysi þjakaði hana í meira en tvo áratugi en núna síð- ustu árin ágerðust veikindin með minnisglöpum og fleiru því sem fylgir slíkum veikindum. Linda var fædd 29. júní 1956 og vantaði því aðeins tvo daga í 63. afmælisdaginn þegar hún kvaddi þetta líf. Hún var önnur í röð þriggja systkina, fimm árum eldri var Sigurður Kári en hann lést úr hvítblæði rúmlega tvítug- ur og var fjölskyldu ættingjum og vinum mikill harmdauði. Fimm árum yngri er síðan Ólöf Hún- fjörð sem núna syrgir ástkæra systur og er allt í einu ein eftir af systkinunum. Linda mín, ég var lánsamur að eiga þig að vini og frænku. Skyldleikinn var mikill vegna þess að feður okkar voru bræður og mæður okkar systur, sem sagt systkinabörn í báðar ættir og skyldari en hálfsystkini eins og ég sagði oft við ykkur systurnar. Þú varst bara 13 mán- aða þegar ég fæddist og alveg frá fyrstu tíð höfum við verið bestu vinir og stutt hvort annað. Það var stutt á milli heimila okkar á æskuárunum á Skaganum, bara rúmlega skólalóð gagnfræðaskól- ans sem skildi heimilin að og sam- gangurinn og vináttan mikil. Það leið varla sá dagur að mæður okk- ar hittust ekki og við þá líka enda leiksystkini öll bernskuárin. Ég rifja endalaust upp í gegn- um tárin leiki okkar og uppátæki. Allar ferðirnar sem ég fylgdi þér yfir skólalóðina eftir að skyggja tók á haustin vegna þess hvað þú varst myrkfælin. Matvendnina þegar þú t.d. vildir ekki mjólk úr brúsa í mjólkurbúðinni en svo var allt í lagi að drekka mjólk úr flösku eins og fékkst í Reykjavík þegar við vorum fyrir sunnan í heimsókn hjá ömmu. Allt var þetta saklaust og allir elskuðu þennan engil sem þú varst. Ég minnist ferðalaga með for- eldrum okkar þar sem við feng- um kennslustundir í Horn- stranda- og Húnvetningafræðum en þaðan voru foreldrar okkar. Ég minnist ærslafullra ung- lingsáranna, hestamennskunnar og þess sem við tókum okkur fyr- ir hendur. Við vorum ekki gömul þegar við vorum farin að vinna með skóla og á sumrin. Þú kynnt- ist ung æskuástinni honum Guðna sem staðið hefur eins og klettur við hlið þér síðan. Við vor- um bara 17 og 18 ára þegar þú og Guðni og ég og fyrri konan mín Sigþóra keyptum okkur íbúðir í sömu blokkinni við Skarðsbraut- ina og áfram héldust tengslin og vináttan. Ég valdi síðan sjómennsku að ævistarfi en þið fluttust í sveit þannig að oft leið langur tími sem við sáumst ekki. Það skipti engu máli og alltaf þegar við hittumst var það eins og við hefðum hist síðast deginum áður. Þið Guðni eignuðust sex börn og barnabörnin orðin 12 þannig að arfleifð þín er mikil og falleg enda var vandfundin fallegri og umhyggjusamari manneskja. Þú varst eins og hlýr sólargeisli sem stráðir kærleiksgeislum hvert sem þú fórst. Ég verð ævinlega þakklátur Guðna vini mínum og krökkunum fyrir að fá að vaka með þeim síðustu nóttina þína og stundirnar áður en þú kvaddir. Það er mér dýrmætt vegna þess að ég finn svo ótrúlega vel hvað taugin var sterk og væntumþykj- an mikil í garð hvort annars alla tíð. Farðu í friði, elsku hjartans Linda mín. Minning þín verður sem dýrmætustu perlur geymd í hjarta mínu. Takk fyrir allt, elsku frænka, og guð geymi þig. Elsku Guðni minn, Fjóla Lind. Siggi Kári, Þórður, Guðný Krist- ín, Guðbjörg Rós og Linda Björg, einnig elsku Ólöf frænka og öll yndislegu barnabörnin. Guð gefi ykkur styrk á erfiðum tímum og veri með ykkur um ókomna tíð. Ólafur Hallgrímsson (Óli frændi). Elsku yndislega Linda mín. Við höfum verið mágkonur í rúm 40 ár. Langur tími en þó svo stuttur. Ég var bara rétt orðin unglingur þegar þú komst inn í stóru fjölskylduna mína. Sex börnum síðar voruð þið Guðni bú- in að eignast ykkar eigin stórfjöl- skyldu. Það er stórt skarðið sem hefur myndast þar núna. Undar- leg tilhugsun að eiga ekki eftir að sjá þig standa í eldhúsinu í Tungu. Þar sá ég þig síðast, fyrir tveimur árum. Það hefur þó margt breyst á þessum tveimur árum og líf þitt var ekki hið sama og áður. Ég minnist þín sem orkubolta og gleðigjafa. Þú varst mikil athafnakona og hugsjónirn- ar leiddu þig áfram í flestum verkefnum. Þú hafðir mikinn kjark og fórst gjarnan ótroðnar slóðir. Allt var mögulegt í þínum huga og verkefnin því oft stór. Þú stóðst með sjálfri þér og fylgdir þínum hugsjónum, jafnvel þegar mikil og margvísleg öfl unnu gegn þér á markvissan hátt. Þú barst höfuðið hátt og hélst ótrauð áfram. Aldrei nokkurn tímann hef ég heyrt þig hallmæla einni einustu manneskju. Þú varst ein- staklega góð sál. Vildir öllum vel. Vildir allt fyrir alla gera og þar á meðal mig og dætur mínar. Það var alltaf svo notalegt í návist þinni. Elsku hjartans bróðir minn, já elsku Guðni, börn, tengdabörn og barnabörn, megi allir heimsins verndarar vera með ykkur öllum. Með ást og þakklæti, Sigríður Þórðardóttir. Komið er að kveðjustund, allt of fljótt. Æskuvinkonan hún Linda Sam. er látin langt fyrir aldur fram. Eftir stöndum við agndofa og skiljum ekki tilgang lífsins á svona stundu. Við viljum þakka sanna vináttu í gegnum öll árin. Við geymum í hjörtum okkar dýrmætar minningar um yndis- lega vinkonu. Elsku hjartans Guðni og börn- in öll, Guð styrki ykkur. Gull á ég ekki að gefa þér og gimsteina ekki neina. En viltu muna að vináttan er verðmætust eðalsteina. (Hjálmar Freysteinsson) Alda, Benóný (Benni) og fjölskylda. Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BRYNHILDUR GÍSLADÓTTIR áður til heimilis Sólvöllum 4, Húsavík, lést mánudaginn 8. júlí á Dvalarheimilinu Hvammi. Útför hennar fer fram frá Húsavíkurkirkju föstudaginn 19. júlí klukkan 11. Gísli Halldórsson Guðrún Guðmundsdóttir Guðni Halldórsson barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ELÍSABET JÓNSDÓTTIR, Lilla, Kleppsvegi 120, Reykjavík, lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi mánudaginn 17. júní. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk Lillu. Sævar Leifsson Sveinbjörg Þóra Gunnarsdóttir Hlynur Leifsson Erna Guðlaugsdóttir ömmu- og langömmubörn Ástkær sonur minn og bróðir okkar, GÍSLI SVEINSSON, Vindási 2, lést á líknardeild Landspítala fimmtudaginn 11. júlí. Jarðarförin fer fram frá Árbæjarkirkju mánudaginn 22. júlí klukkan 13. Sveinn Gíslason Sigríður Sveinsdóttir Brynjólfur Sveinsson Þorsteinn Sveinsson Ástkær sonur minn, eiginmaður, faðir, afi, bróðir, stórfrændi og vinur, JÓN GUÐMANN JÓNSSON bifreiðastjóri, lést á Landspítalanum í Fossvogi 15. júlí. Útför fer fram frá Laugarneskirkju mánudaginn 22. júlí klukkan 13. Dorian Obando Gomez Már Sveinsson Karitas Sól Jónsdóttir Fanný Guðbjörg Jónsdóttir Bjarni S. Kristjánsson Magnús Jónsson Hulda B. Grímsdóttir Andres Ivan Robayo Obando barnabörn og systkini Sonur minn og bróðir okkar, RANDVER EINAR ÓLASON, lést á dvalarheimilinu Ási í Hveragerði laugardaginn 22. júní. Útförin fór fram í kyrrþey. Þakkir til allra sem sýndu okkur samúð. Þakkir til starfsfólks Áss fyrir góða aðhlynningu. Gunnvör Erna Sigurðardóttir Gunnar Rúnar Ólason Páll Eggert Ólason Sigurður Óli Ólason Jóhann Ólafur Ólason Lóa Björg Óladóttir Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGURLAUG GRÖNDAL, Suðurhópi 1, Grindavík, andaðist á líknardeild Landspítalans í Kópavogi laugardaginn 13. júlí. Útför hennar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 24. júlí klukkan 13. Hörður Arason Ásta G. Harðardóttir Gröndal Gunnar Ari Harðarson Hulda Kristín Smáradóttir ömmu- og langömmubörn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.