Morgunblaðið - 18.07.2019, Síða 50
Hvernig er þinn fatastíll?
„Fatastíllinn minn er einfaldur. Ég klæðist
mikið jarðbundnum litum og á sumrin elska
ég að klæðast aðeins frjálslegri litum. Ég hef
alltaf verið mikið fyrir kjóla og yfirhafnir. Í
dag kaupi ég mér færri og vandaðri flíkur og
pæli í notkunarmöguleikum ásamt gæðum.“
Breytist fatastíllinn þinn á sumrin og er
eitthvað sem er nauðsynlegt að eiga í sumar?
„Stíllinn minn er nokkuð samkvæmur árstíð-
um. Ég klæðist meira kjólum og pilsum á
sumrin, og ef mér verður kalt er ég oftast með
leðurjakka meðferðis. Svartur leðurjakki er
klassísk yfirhöfn til að henda yfir sig. Það er
ekkert nauðsynlegt, bara það sem manni líður
best í. Ég er búin að klæðast mikið hvítum
gallabuxum í sumar og kjólum sem er hægt að
klæða bæði upp og niður.“
Uppáhaldsverslunin á Íslandi?
„Farmers’ Market, Zara og Geysir.“
En í útlöndum?
„Ég versla mikið í Samsoe Samsoe, Malene
Birger, All Saints og Topshop.“
Verslar þú mikið á netinu?
„Á menntaskólaárunum verslaði ég mjög mik-
ið á netinu en það hefur dregið úr því síðustu
ár. Ef ég versla af netinu fer ég oftast á Asos.
Í dag pæli ég mikið í flíkinni, hversu vönduð
hún er, hversu endingargóð og hvort hún mát-
ist vel.“
Hvað finnst þér setja punktinn
yfir i-ið þegar þú gerir þig til?
„Það er alltaf hægt að dressa „outfit“ upp eða
niður með fallegri yfirhöfn og skartgripum.“
Bestu kaup sem þú hefur gert?
„Malene Birger-jakki sem ég keypti í Kultur.
Hann passar við nánast allt, hann er mjög
elegant og vandaður. Góður, stílhreinn blazer-
jakki er það sem allir ættu að eiga í sínum
fataskáp. Ég er mjög hrifin af pilsinu frá
Ganni sem ég keypti í Farmers’ Market á út-
sölu.“
Áttu þér tískufyrirmynd?
„Mamma hefur alltaf verið með mjög flottan
fatastíl og lít ég mikið upp til hennar. Ég fæ
oft föt að láni hjá henni sem ég tel mikinn
kost. En annars hefur mér alltaf fundist
Laura Hutton vera með mjög smart fatastíl.“
Hvað er á óskalistanum?
„Ég er búin að vera að leita að hvítum, klass-
ískum samfestingi með ermum mjög lengi.“
Mamma mikil tískufyrirmynd
Arkitektaneminn Aþena
Aradóttir er með fallegan og
klassískan fatastíl eins og kom
í ljós þegar Smartland fékk
að kíkja í fataskápinn hennar.
Aþena starfar sem flugfreyja
á sumrin en mun hefja nám
á lokaári í arkitektúr í Lista-
háskóla Íslands í haust.
Morgunblaðið/Eggert
Hvíta buxur Aþena hefur
notað hvítar gallabuxur
mikið í sumar.
Vandað Aþena kaupir
vandaðar flíkur.
Pils Pils og kjólar
á sumrin.
Skart Fallegir skartgripir
setja punktinn yfir-ið.
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JÚLÍ 2019
Álfabakka 12, 109 Rvk • s. 557 2400 • bjorg@bjorg.is • Opið virka daga kl. 8-18
Sérhæfum
okkur í hreinsun
á viðkvæmum
fatnaði
þú það sem
á FINNA.is
IÐNAÐARMENN VERSLANIR
VEITINGAR VERKSTÆÐI
BÓKHALDSÞJÓNUSTA OG FLEIRA