Morgunblaðið - 18.07.2019, Síða 54

Morgunblaðið - 18.07.2019, Síða 54
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JÚLÍ 2019 ítölsk hönnun – ítölsk framleiðsla Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is Glæsilegt rúm* – leðurklætt VENERE L020 * Dýna fylgir ekki með „Ég byrjaði í grunnskóla að fikta við að gera tónlist, búa til takta og svona, svo glamra ég eitthvað á gítar líka,“ segir Jóhannes Gauti eða Skauti spurður um bakgrunn sinn í tónlist. „Listmannsnafnið varð til vegna þess að þegar menn segja Jóhannes Gauti hratt getur millinafnið hljóm- að eins og Skauti. Nánustu vinir mínir kalla mig þetta stundum og ég ákvað svo bara að nota þetta.“ Skauti sendi frá sér sitt fyrsta lag í fyrrasumar, lagið Ekki heim, sem sló rækilega í gegn og varð sannkall- aður „klúbbahittari“. Nú ári síðar sendir hann frá sér heila plötu en þar kveður við annan tón en í laginu sem kom í fyrra. Platan heitir Sáluhjálp og kom út á Spotify á dögunum. „Ég ætlaði ekk- ert að gefa þetta út í byrjun. Var bara að búa þetta til fyrir sjálfan mig. Það var einskonar athvarf fyrir mig þegar mér leið ekki vel að búa til tónlistina sem er á þessari plötu,“ segir Skauti sem er svo sannarlega á persónulegu nótunum í lagasmíðum sínum. „Ég notaði tónlistina sem tæki til þess að losa um tilfinningar.“ Skauti er ekki einungis að fást við að skapa tónlist, en hann er að læra til læknis, nám sem krefst mikils tíma og einbeitingar. „Mér þykir gott að vera með nógu mörg tann- hjól til að snúa hverju sinni, eitt þarf ekki að útiloka annað,“ segir þessi metnaðarfulli ungi læknanemi og tónlistarmaður sem er rétt að byrja. Tónlistin losar um tilfinningar Jóhannes Gauti Óttars- son er 24 ára gamall læknanemi sem einnig fæst við tónlist. Hann sendi frá sér sitt fyrsta lag í fyrrasumar og nú fyrir nokkrum dögum sína fyrstu plötu. Sáluhjálp Tónlistin var athvarf fyrir Jóhannes þegar honum leið ekki vel. Sigurður Þorri Gunnarsson siggi@k100.is Þessa vikuna fengum við á K100 að kynnast tveimur ólíkum tónlistarmönnum sem eiga eitt sameiginlegt, þeir lærðu báðir að gera tónlist á Youtube. Með óbilandi áhuga og ástríðu tókst þeim að læra sjálfir hvernig á að búa til tónlist í tölvunni og standa nú uppi með útgefið efni sem þeir mega vera stoltir af. Ef þetta fær mann ekki aðeins til þess að staldra við og hugsa þá veit ég ekki hvað. Kannski er kominn tími til að ég hætti að barma mér yfir því að vera að mestu búinn að glutra niður píanókunnátt- unni minni frá því að ég lærði sem barn og fari á Youtube og geri eitthvað í málunum. Nú eða skrái mig í píanónám. Hrekkjusvín sungu árið 1977 „Guð hjálpar þeim sem að hjálpa sér sjálfir“ í laginu Krómkallar. Ég veit ekki hvort Guð hafi eitthvað með það að gera en það er alla- vegana ljóst að þeir sem hjálpa sér sjálfir og gera eitt- hvað í mál- unum ná árangri! Guð hjálp- ar þeim sem hjálpa sér sjálfir „Daystar er búið að vera í undirbún- ingi lengi. Ég og eiginkona mín myndum kjarnann í þessu verkefni ásamt félaga okkar sem gerir tón- listina með okkur,“ segir talsmaður Daystar sem vil láta kalla sig Draug. Hann hóf feril sinn í tónlist í „black metal“-bandi á unglingsárum en hætti því þegar hann hélt utan til Bandaríkjanna í liðsforingjaþjálfun hjá bandaríska hernum. „Ég fór að sakna þess að gera tónlist á meðan ég var í þjálfuninni og nýtti dauðan tíma í hernum til að læra að búa til raftónlist. Eftir að Nýa fór að vinna að tónlistinni, þá gerðist eitthvað, eitthvað sem gerist þegar introvert og extrovert gera tónlist saman, og upp úr því fæddist tónlistin sem Daystar er nú að gefa út, óvenjuleg blanda með miklum andstæðum sem einhverjir hafa kallað Cyber Punk.“ „Nýa kemur úr langri tónlistarætt og hefur tónlistina mikið í sér, klass- ískan bakgrunn með selló og píanó og þegar það blandaðist rokkdrifinni raftónlistinni þá fóru hlutirnir að gerast,“ segir Draugur. Nú eru tvö lög komin út á Spotify og meira efni á leiðinni ásamt tónlistarmyndbandi. Hljómsveitin kemur fram í fyrsta skipti opinberlega á þjóðhátíð sem er einstaklega vel við hæfi þar sem hún gerir út frá Vestmannaeyjum. Hægt að er að leita hljómsveitina uppi á Facebook og Spotify og fylgja henni eftir þar, en eins og áður segir er margt spennandi framundan sem vert er að fylgjast með. Lærði að gera raftón- list í Bandaríkjaher Vestmannaeyjar eru fyrir löngu þekktar fyrir fjölbreytt tónlistarlíf og hæfileika. Nýjasta hljómsveitin þaðan er hljómsveitin Daystar sem býður upp á skemmtilegan bræðing af rokki og raftónlist, sem mætti kalla Cyber Punk. Daystar Draugur og Nýa skipa hljómsveitina.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.