Morgunblaðið - 18.07.2019, Page 56
56 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JÚLÍ 2019
Við framleiðum lausnir
Sími 577 6700 / islandshus@islandshus.is / www.islandshus.is
NJÖRVI & NJÖRVI+
Öflug árekstrarvörn
Njörvi er öflugur stólpi til
að verja mannvirki og
gangandi fólk. Hentar líka
vel til skyndilokana vega
og til að afmarka
akstursleiðir og bílaplön.
50 ára Heiðrún er
Reykvíkingur, ólst upp
í Breiðholtinu en býr í
101. Hún er með BA-
gráðu í stjórnmála-
fræði frá Háskóla Ís-
lands og meistara-
gráðu frá Háskólan-
um í Lundi. Hún er ritari forseta
Alþingis.
Maki: Gestur Guðjónsson, f. 1972,
verkfræðingur hjá Olíudreifingu.
Börn: Elva, f. 2000, Auðunn Páll, f.
2006, og Bragi Valur, f. 2008.
Foreldrar: Páll Bjarnason, f. 1939,
menntaskólakennari, og Álfheiður Sig-
urgeirsdóttir, f. 1935, heimilis-
fræðikennari. Þau eru bús. í Reykjavík.
Heiðrún Pálsdóttir
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Það getur reynst erfitt að gefa
nánum vini góð ráð þegar maður er sjálfur
viðriðinn málið. Útgjöldin eru of há hjá
þér.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú ert gædd/ur forvitni um um-
hverfi þitt og hún er með mesta móti í
dag. Mundu að virða skoðanir annarra,
líka þótt þú sért ekki sammála þeim.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þú ert allra vinur þessa stundina
og ættir að láta þér vel líka í flestum til-
vikum. Samræður við maka ganga stirð-
lega.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Gættu þess að sjálfselskan grípi
þig ekki. Gættu þess að halda utan um
þína nánustu eins vel og þú getur.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú hefur þurft að sætta þig við
þrengingar á undanförnum árum en nú er
að rofa til. Deildu hugmyndum þínum með
öðrum, en gættu þess að útskýra þær
nógu vel.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Spurningarnar sem hvíla á þér eru
að gera þig vitlausa/n. Kreistu fram svör
og taktu síðan ákvörðun um framhaldið.
23. sept. - 22. okt.
Vog Ef þú ert nógu ákveðin/n og bjart-
sýn/n ætti það að reynast þér leikur einn
að láta drauminn rætast. Allir hafa ein-
hverjar áhyggjur.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Hagkvæmar áætlanir og
óhagkvæmir draumar eiga jafnmikla
möguleika á að rætast. Verndaðu sjálfan
þig og láttu engan ráðskast með þig.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Gerðu upp við þig hvað þú vilt
fá út úr tilteknu sambandi. Kannski er ein-
hver í fjölskyldunni til í að hjálpa þér að fá
botn í málið.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú veist nákvæmlega hvert þú
stefnir, en það sem gerist styður það ekki
alltaf. Gættu þess að fara ekki fram úr
sjálfri/sjálfum þér.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Varastu að festast í gömlum
gildum sem eiga ekki lengur við og eru
bara til trafala. Ekki er allt gull sem glóir.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þú ert ekki alveg eins og þú átt að
þér og skalt þess vegna ekki taka neinar
stórar ákvarðanir. Ekki setja öll eggin í
sömu körfuna.
sjávarleðri sem ég hef hrifist mjög
af.“
Í Skessuhellinum í Reykjanesbæ
situr hugsmíð og ástkær vinkona
Herdísar, Skessan, sem hún skap-
aði og hefur skrifað um alls 16
bækur. Fyrstu skessubækurnar
Handverk hefur ávallt fylgt Her-
dísi. Hún kenndi landsmönnum
föndur í sjónvarpi. Hún saumaði
lengi föt á börn sín og vini og
hannaði og smíðaði sitt eigið sófa-
sett. „Ég hef m.a. hannað flíkur,
töskur og skart úr leðri og roði eða
H
erdís Egilsdóttir
fæddist 18. júlí 1934
á Húsavík og ólst
þar upp. Hún lauk
stúdentsprófi frá
Menntaskólanum á Akureyri árið
1952 og kennaraprófi frá Kenn-
araskóla Íslands ári síðar, 1953.
Það sama haust hóf hún 45 ára
kennsluferil sinn í Skóla Ísaks
Jónssonar, þar sem hún kenndi all-
an sinn starfsaldur.
Herdísi er margt til lista lagt, en
hún hefur samið fjölda barnabóka
og myndskreytt þær flestar sjálf.
Einnig hefur hún samið kennslu-
efni og kennsluhandbækur og hald-
ið fjölda kennaranámskeiða um allt
land.
Bækurnar um Siggu og skessuna
í fjallinu, Vatnsberana, Pappírs-
Pésa og Rympu á ruslahaugnum
eru dæmi um efni eftir Herdísi.
Hún hefur einnig samið ljóð og lög
og skrifað mörg leikrit fyrir útvarp,
sjónvarp og leikhús.
Herdís þróaði kennsluaðferð,
sem nefnist Landnámsaðferðin, og
hefur aðferðin átt hug hennar og
hjarta allar götur frá 1973. „Þá
lagði ég af stað með nemendum
mínum sem voru 7-8 ára í það
ferðalag að setjast að á ímynduðu
landi þar sem allt vantar nema
gjafir náttúrunnar og byggja upp
þar samfélag með öllu því sem til
þarf.“ Löndin urðu 12 talsins á
þeim u.þ.b. 25 árum sem hún
gæddi kennsluna auknu lífi með því
að nota þessa aðferð. Herdís hætti
að kenna árið 1998 og síðan þá hef-
ur hún notað tíma sinn meðal ann-
ars til að vinna að útbreiðslu Land-
námsaðferðarinnar, bæði innan
lands og utan.
Herdís er landsþekkt fyrir
ástríðu sína fyrir læsi barna og hef-
ur haldið á lofti mikilvægi hljóð-
lestraraðferðarinnar sem hún
kynntist ung í Ísaksskóla. Árið
2016 var gefin út kennsluhandbók
eftir Herdísi sem heitir „Það kem-
ur SAGA út úr mér“, og er bókin
ætluð öllum þeim sem vilja koma
að lestrarkennslu eða lestrarþjálfun
barna sinna. Vefsíðan www.læsi.is
styður við efni hennar.
voru gefnar út 1968 og enn nýtur
skessan hylli ungra lesenda. „Þegar
ég varð 75 ára var ég ákveðin í því
að eyða afmælisdeginum hjá Skess-
unni minni. Þar voru bakaðar
lummur að hætti Skessunnar í sól-
skini og blíðskaparveðri fyrir gesti
og gangandi og um fjögur hundruð
manns nutu veitinganna.“
Tónlistin hefur fylgt Herdísi alla
tíð. Hún lék undir söng barna í Ís-
aksskóla öll sín ár þar og öll börn
sem voru í bekk hjá Herdísi upp-
lifðu söng á hverjum degi. „Frá því
upp úr aldamótum nutum við
Anton, eiginmaður minn, þess að
sinna sameiginlegu áhugamáli þeg-
ar við heimsóttum óperuhús víða
um heim til að njóta þess besta
sem boðið er upp á á því sviði.“
Herdís hefur hlotið fjölda verð-
launa og viðurkenninga fyrir sín
störf og framlag sitt til barnamenn-
ingar. Þar má nefna Verðlaun Jón-
asar Hallgrímssonar á Degi ís-
lenskrar tungu árið 2008 og
riddarakross hinnar íslensku fálka-
orðu árið 1994. Árið 2018 fékk Her-
dís heiðursverðlaun Samfélags-
verðlauna Fréttablaðsins fyrir
framlag sitt til lestrarkennslu
barna.
„Núna á 85 ára afmælinu liggur
helst á mér að skila af mér til nota
fyrir aðra kennara ítarlegum leið-
beiningum og hugmyndum um
hvernig hægt er að nota Land-
námsaðferðina með nemendum. Að-
ferðin er þrautreynd og á sterkt
erindi inn í nútímalega kennslu-
hætti þar sem börn vinna
sjálfstætt, rannsaka og skoða og
styrkja persónulega færni sína á
öllum sviðum gegnum ríkulega
samvinnu og mikla sköpun.“
Kennsla var ástríða Herdísar og er
enn.
Fjölskylda
Eiginmaður Herdísar frá 2003 er
Anton Sigurðsson, f. 17. ágúst 1932,
fyrrverandi skólastjóri Ísaksskóla.
Fyrri eiginmaður Herdísar var
Björn Sigurðsson, f. 7. mars 1936,
d. 7. júlí 2008, en hann vann við
verslun og viðskipti.
Börn Herdísar og Björns eru: 1)
Herdís Egilsdóttir, kennari, rithöfundur og handverkshönnuður – 85 ára
Með börnum og barnabörnum Herdís með börnum sínum og tveimur
yngstu barnabörnunum þegar Halldóra Líney fermdist.
Kennslan var ástríða og er enn
Vinkonur Herdís og Svanlaug
Jóhannsdóttir, fv. nemandi hennar.
Hjónin Anton og Herdís hafa sótt
óperuhús víða um heim.
40 ára Rúnar ólst upp
í Varmahlíð en býr á
Sauðárkróki. Hann er
bifvélavirki og sjúkra-
flutningamaður að
mennt og starfar sem
sjúkraflutninga- og
slökkviliðsmaður á
Sauðárkróki.
Maki: Þuríður Elín Þórarinsdóttir, f. 1987,
skrifstofumaður hjá Kaupfélagi Skag-
firðinga.
Börn: Aron Snær, f. 2008, Styrmir Snær,
f. 2010, og Snædís Emma, f. 2015.
Foreldrar: Guðmundur Magnússon, f.
1958, húsvörður í Varmahlíðarskóla, og
Stefanía Fjóla Finnbogadóttir, f. 1959,
heimavinnandi. Þau eru bús. í Varmahlíð.
Guðmundur Rúnar
Guðmundsson
Til hamingju með daginn
Heiðar Máni Reynis-
son og Sóley Ósk Við-
arsdóttir söfnuðu
flöskum og dósum í
Breiðholtinu og fengu í
skilagjald 6.384 kr.
sem þau gáfu Rauða
krossinum að gjöf.
Hlutavelta