Morgunblaðið - 18.07.2019, Síða 60
Guðni Valur Guðnason
» Var útnefndur frjáls-
íþróttamaður ársins 2018.
» Á Íslandsmet 20-22 ára í
kringlukasti, 63,50 metrar,
sem hann setti árið 2015.
» Kastaði 65,53 metra á
síðasta ári og tryggði sér
sæti á EM, þar sem hann
kastaði 61,36 metra.
Íslandsmet Vésteins
Hafsteinssonar er
67,64 metrar og
hefur staðið frá
árinu 1989.
Kringlukast
Guðni Valur Guðna-
son stefnir á að tryggja
sér þátttökurétt á HM sem
fram fer í Doha í Katar í lok
september.
FRJÁLSAR
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
„Þetta var ekkert sérstakur dagur
hjá mér þótt ég segi sjálfur frá,“
sagði Guðni Valur Guðnason, ný-
krýndur Íslandsmeistari í kringlu-
kasti, í samtali við Morgunblaðið á
Meistaramóti Íslands í frjálsum
íþróttum sem fram fór á Laug-
ardalsvelli um síðustu helgi.
Guðni Valur kastaði kringlunni
54,16 metra, tæplega fjórum metr-
um lengra en Valdimar Hjalti Er-
lendsson sem hafnaði í öðru sæti.
Þrátt fyrir það var Guðni Valur
langt frá sínu besta, sem eru 65,53
metrar, en því kasti náði hann í
júlí síðasta sumar.
„Ég er búinn að vera meiddur
síðan á Smáþjóðaleikunum og hef
lítið getað beitt mér síðan þá. Ég
stífnaði allur upp í náranum í upp-
hitun og síðar kom í ljóst að um
tognun væri að ræða. Ég gerði
hins vegar nóg til þess að vinna
hér sem er jákvætt. Þetta voru
ekki löng köst hjá mér, á minn
mælikvarða séð, en samt ágætis
lengd miðað við það að ég hef átt í
ákveðnum vandræðum með að
beita mér almennilega. Ég á hins
vegar von á því að ég komi sterk-
ari til baka,“ sagði Guðni.
Auk þess sem hann sigraði í
kringlukasti þá vann
hann einnig öruggan
sigur í kúluvarpi, sem
er orðin nokkurs kon-
ar aukagrein hans. Þar
kastaði Guðni 17,09
metra og var um 2,5
metrum á undan næsta
manni.
Ætlar sér að
ná lágmarki
Að-
algreinin
er hins
vegar kringlukastið
og þar setur Guðni
Valur stefnuna á HM í
Doha í Katar sem fram fer í lok
september. Til þess að komast á
mótið þarf hann að kasta kringl-
unni 65 metra.
„Núna þarf ég fyrst og fremst
að ná mér af þessum nára-
meiðslum sem eru búin að vera að
trufla mig. Þegar það er komið þá
fer ég á fullt við að reyna að ná
lágmarkinu fyrir HM í Doha. Ég á
von á því að það taki ekki langan
tíma þegar ég næ fullri heilsu og
ég er bjartsýnn á að það takist.
Ég var á góðri leið með að ná lág-
markinu áður en ég meiddist og
ég reikna með því að vera orðinn
heill heilsu í ágúst.“
Heimslistinn
breytist hratt
Eins og staðan er í dag er Guðni
Valur á leiðinni á HM þar sem
hann er ofarlega á heimslistanum
en það getur verið fljótt að breyt-
ast og því vill Guðni ná lágmark-
inu sem fyrst.
„Ég er í 26. sæti heimslistans
eins og staðan er í dag og það
dugar en það eru ennþá tveir
mánuðir þangað til lágmarkið
rennur út. Ég gæti þess vegna
misst menn upp fyrir mig á þess-
um tíma og því á ég von á að þetta
verði mjög tæpt,“ sagði Guðni Val-
ur Guðnason í samtali við Morg-
unblaðið.
Guðni Valur Guðnason ætlar að
koma sterkur til baka í kringlukastinu
Ljósmynd/Páll Jóhannesson
Bjartsýnn
á að
komast á HM
eftir meiðsli
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JÚLÍ 2019
TILBOÐ*
2.399.000 kr. með vsk.
fullt verð 2.692.579 kr með vsk.
Allt að 90% fjármögnun í boði
Þú sparar 293.579 kr.
Bátur
Kerra
F30Hp Mercury
utanborðsmótor.
Stjórntæki
Rafstart
Bensíntankur
fullur af bensíni
Frí heimsending
hvert á land sem er
Frá 1940
www.velasalan.is
Sími 520 0000, Dugguvogi 4 , 104 Reykjavík
Bátur með
hnakk & beisli
450cc
Utanborðsmótorar 30Hpf
*Tilboðið gildir út júlí eða á meðan birgðir endast.
HM U21 karla
Leikið á Spáni:
B-riðill:
Nígería – Egyptaland ......................... 30:37
Ástralía – Svíþjóð ................................. 16:44
Suður-Kórea – Frakkland ................... 32:46
D-riðill:
Argentína – Ísland ............................... 22:26
Danmörk – Þýskaland ......................... 30:25
Síle – Noregur ...................................... 25:36
Ísland mætir Noregi í þriðju umferð
riðlakeppninnar á morgun.
EM U19 kvenna
B-deild í Búlgaríu
A-riðill:
Ísland – Serbía...................................... 14:22
Búlgaría – Grikkland ........................... 26:26
B-riðill:
Finnland – Bosnía ................................ 20:20
Úkraína – Pólland................................. 26:26
Ísland er með tvö stig eftir þrjá leiki og
mætir Bretum í lokaumferð riðilsins í dag.
EM U20 karla
B-deild í Portúgal:
Ísland – Ungverjaland ......................... 78:41
Rússland – Hvíta-Rússland................. 84:70
Ísland hafnaði í öðru sæti í A-riðli og
komst áfram í átta liða úrslit mótsins.
„Mér líst bara frábærlega á þetta,“ sagði Jóhannes Karl
Sigursteinsson í samtali við Morgunblaðið í gærkvöld,
skömmu áður en tilkynnt var að hann hefði verið ráðinn
þjálfari kvennaliðs KR í knattspyrnu.
Hann tekur við af Bojönu Besic, sem lét af störfum á
dögunum. Ragna Lóa Stefánsdóttir hefur stýrt KR í síð-
ustu tveimur deildarleikjum, unnið þá báða og komið lið-
inu upp í fimmta sæti deildarinnar. Jóhannes Karl reikn-
ar með henni sem aðstoðarþjálfara. Sjálfur þjálfaði hann
síðast lið HK/Víkings en hætti haustið 2017 eftir að hafa
stýrt liðinu upp í efstu deild. Áður hefur hann svo þjálfað
kvennalið Breiðabliks og Stjörnunnar.
„Ég hef alltaf haft mjög gaman af því að þjálfa og það er gott að fá tæki-
færi til þess aftur. Það hefur verið erfitt að koma því fyrir vegna fjöl-
skylduaðstæðna, en það er tækifæri til þess núna að koma inn og vonandi
gera eitthvað gagn hjá KR,“ sagði Jóhannes Karl, sem er sambýlismaður
landsliðsframherjans Hörpu Þorsteinsdóttur sem hefur verið frá vegna
meiðsla í allt sumar. yrkill@mbl.is
Gott tækifæri að snúa aftur
Jóhannes Karl
Sigursteinsson
Framherjinn Kristján Flóki Finnbogason gæti spilað
fyrsta leik sinn með KR þegar liðið fær Grindavík í
heimsókn í Pepsi Max-deild karla í knattspyrnu 6. ágúst
næstkomandi.
Í gær var tilkynnt að KR og norska B-deildarfélagið
Start hefðu komist að samkomulagi um félagaskiptin og
kemur Kristján Flóki til landsins 29. júlí. Fram að því
spilar hann þrjá leiki til viðbótar með Start, en samn-
ingur hans við KR gildir síðan út tímabilið 2023.
Kristján Flóki er 24 ára gamall uppalinn FH-ingur.
Hann hefur spilað 55 leiki með FH í efstu deild og í þeim
skorað 16 mörk. Sumarið 2017 skoraði hann átta mörk í
14 deildarleikjum með FH áður en hann var seldur til Start, en FH-ingar
voru einnig á höttunum eftir honum núna.
Kristján Flóki mætir hins vegar sínum gömlu félögum í Hafnarfirðinum
14. ágúst þegar KR og FH mætast í undanúrslitum bikarkeppninnar.
Kristján Flóki kemur í lok júlí
Kristján Flóki
Finnbogason
Meistaradeild Evrópu
1. umferð, síðari leikir:
AIK – Ararat-Armenia .................... 3:1 (4:3)
Kolbeinn Sigþórsson kom inn á sem
varamaður á 72. mínútu hjá AIK.
Piast Gliwice – BATE Borisov ....... 1:2 (2:3)
Willum Þór Willumsson meiddist í upp-
hitun og spilaði ekki með BATE.
CFR Cluj – Astana ........................... 3:1 (3:2)
Rúnar Már Sigurjónsson fór af velli á 82.
mínútu hjá Astana.
Riga – Dundalk ................................ 0:0 (0:0)
Dundalk vann 5:4 í vítakeppni.
Rosenborg – Linfield....................... 4:0 (6:0)
Qarabag – Partizani Tirana............ 2:0 (2:0)
Ludogorets – Ferencváros ............. 2:3 (3:5)
Sutjeska – Slovan Bratislava.......... 2:1 (2:2)
Sutjeska vann 3:2 í vítakeppni.
Maribor – Valur ............................... 2:0 (5:0)
Celtic – Sarajevo.............................. 2:1 (5:2)
Evrópudeild UEFA
1. umferð, síðari leikur:
Chikhura – Fola Esch ..................... 2:1 (4:2)
Samanlögð úrslit í svigum og feitletruðu
liðin komin áfram. Taplið í Meistaradeild
fara yfir í 2. umferð Evrópudeildar.
Afríkumótið
Bronsleikur:
Túnis – Nígería......................................... 0:1
Senegal og Alsír mætast í úrslitaleik
mótsins á morgun.
KNATTSPYRNA
60 ÍÞRÓTTIR