Morgunblaðið - 18.07.2019, Side 63

Morgunblaðið - 18.07.2019, Side 63
MENNING 63 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JÚLÍ 2019 LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800 SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646 Demparar og gormar Fjöðrunarbúnaður Opið mánudaga til fimmtudaga kl. 7.45-17.00, föstudaga kl. 7.45-16.00 Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is SAMEINUÐ GÆÐI Þó sumarsýning LeikhópsinsLottu þetta árið nefnistLitla hafmeyjan er fátt líktmeð hafmeyju Lottu og titilpersónu ævintýrsins sem H.C. Andersen skrifaði 1837 og Disney útfærði í teiknimynd 1989 annað en það að hafbúar fá fætur í stað sporðs og ganga á land til að sinna brýnum erindagjörðum. Í leikriti Önnu Bergljótar Thorarensen hitt- um við fyrir hafmeyjuna Öldu (Andrea Ösp Karlsdóttir) og börnin hennar tvö, hafmeyjuna Báru (Thelma Hrönn Sigurdórsdóttir) og marbendilinn Sævar (Árni Bein- teinn). Allt væri í lukkunnar vel- standi hjá þeim í sjónum ef ekki væri fyrir mannfólkið sem notar hafið sem ruslakistu með þeim af- leiðingum að sjórinn er að fyllast af plasti. Fremst í flokki mannfólksins fara Björk (Þórunn Lárusdóttir) og Askur (Stefán Benedikt Vilhelms- son), konungshjón Ævintýra- skógarins sem skipað hafa hirðmey sinni (Andrea Ösp Karlsdóttir) og hirðsveini (Sigsteinn Sigurbergs- son) að losa allt rusl ýmist í sjóinn eða upp í Tröllafjall. Hlina kóngs- syni (Sigsteinn Sigurbergsson) hugnast lítt framferði foreldra sinna, en ræður engu þar um. Þegar prinsinn hverfur sporlaust einn daginn heitir drottningin því að hver sá sem geti skilað honum óhultum heim skuli að launum fá að stjórna konungsríkinu til hálfs á móti sér, en það loforð kallast á við loforð konungshjónanna úr þjóðsög- unni af Hlina kóngssyni. Þegar Bára heyrir þetta telur hún einboðið að þau Sævar fylgi fordæmi litlu hafmeyjunnar, sem bróðir hennar hefur lesið um, og fái aðstoð hjá Sír- enu sem er rammgöldróttur tví- höfða kolkrabbi (Sigsteinn Sigur- bergsson og Þórunn Lárusdóttir). Ólíkt tröllskessunum í þjóðsög- unni af Hlina kóngssyni sem ræna honum til að þvinga í hjónaband með annarri þeirra hafa tröllin í uppfærslu Lottu gripið til þess óyndisráðs að ræna kóngssyninum í von um að þannig geti þau þvingað hirðina til að hætta að drekkja heimkynnum tröllanna í rusli. Veik- leiki þeirra felst sem fyrr í fjöregg- inu sem ekki má brjóta. Svo óheppi- lega vildi til á þeirri sýningu sem rýnir sá að fjöreggið datt óvænt á jörðina með þeim afleiðingum að tröllin dóu öll samstundis sem tor- veldaði eftirleikinn. Þá tók spuninn völdin og leikhópurinn bað áhorf- endur að hjálpa til við að spóla til baka þannig að hægt væri að fylgja handritinu til enda. Þannig urðu mistökin að skemmtilegu kryddi sem gladdi áhorfendur. Anna Bergljót sem samið hefur sumarleikrit Lottu frá 2011 er ein- staklega lunkin við að flétta saman ólíkar sögur úr ævintýrabálkinum og sveigja þau að sínum þörfum. Skemmtilegt var að upplifa í ár hversu meðvitaðar sumar persón- urnar voru um ævintýraarfinn. Þetta birtist meðal annars þegar Sævar, sem er sannkallaður bóka- ormur, rekur söguþráð Litlu haf- meyjunnar eftir Andersen fyrir systur sína, sem finnst óskiljanlegt að litla hafmeyjan hafi verið tilbúin að láta skera úr sér tunguna og þjást gríðarlega til þess eins að hitta aftur ókunnugan prins sem hún hreifst af. Anna Bergljót hefur í leikritum sínum iðulega vísað í umræðu líð- andi stundar með góðum árangri. Þannig deildi hún harðlega á útlits- dýrkun í Ljóta andarunganum, sumarsýningunni 2017, og minnti í Hróa hetti, sem var sumarsýningin 2014, á að ástin spyr hvorki um stétt né stöðu, hvað þá kyn. Litla haf- meyjan er um margt pólitískari en fyrri ævintýrasýningar hópsins og sver sig þannig meira í ætt við Lita- land, sem Lotta sýndi sumarið 2016, en það er eina leikritið þar sem Anna Bergljót hefur ekki notast við þekktar ævintýrapersónur í skrifum sínum. Umhverfismálin og plast- mengun nútímans eru verðugt umfjöllunarefni sem Anna Bergljót skrifar um án þess að falla í þá gryfju að verða predikandi. Munar þar mestu að boðskapurinn er sett- ur fram með húmorinn að vopni. Þannig eru það gleymnu gullfisk- arnir Gulli og Gulla (fallega útfærð- ar brúður úr smiðju Andreu Aspar Karlsdóttur, Kristínu R. Berman, Sigsteins Sigurbergssonar og Þór- unnar Lárusdóttur) sem verst verða fyrir barðinu á plastmenguninni þar sem þau gleyma því sífellt hversu hættulegt er að éta hið litríka plast. Höfundi ber einnig að hrósa sér- staklega fyrir allar þær sterku og áhugaverðu kvenpersónur sem hún hefur skapað í verkum sínum í gegnum tíðina. Að vanda leikur tónlistin stórt hlutverk í uppfærslunni, enda leiðir hún iðulega framvinduna áfram og skapar viðeigandi stemningu. Höf- undar hennar þetta árið eru Björn Thorarensen, Rósa Ásgeirsdóttir og Þórður Gunnar Þorvaldsson. Þeim hefur tekist einstaklega vel til því óvenjumikið er af lögum sem grípa áhorfendur strax við fyrstu hlustun og sérstök ástæða til að hrósa flottum útsetningum. Má í því samhengi nefna „Prinsinn er horfinn“ þar sem marserandi takt- urinn og ómstríð raddsetning und- irstrikar örvæntingu persónanna, afslappandi gleðipoppið í „Gull- fiskaleik“ sem kallast á við vænt- umþykju Sírenu í garð gullfiskanna sinna, orkumikla poppballaðan „Sannkallað ævintýr“ sem undir- strikar hugrekki Báru og Sævars og kröftugur rokkgítarinn sem fer á kostum í „Leitið og leitið“ og minnir á hversu brýnt er að finna Hlina áður en hann verður að súpu- kjötmeti hjá tröllunum. Ekki spillti heldur fyrir hversu frábærlega vel tónlistin er sungin af leikhópnum. Frá því undirrituð fór að fylgjast með sumarsýningum Lottu hefur það einkennt leikmyndina að hún er ávallt á tveimur hæðum, sem býður upp á góðar sjónlínur og skemmti- lega dýnamík. Í fyrsta sinn í ár ger- ist stór hluti leiksins neðansjávar sem kallar á nýstárlega útfærslu. Leikmynd Andreu Aspar Karls- dóttur og Sigsteins Sigurbergs- sonar er afar vel útfærð þar sem blátt efni í nokkrum lögum skapar heilt haf og hylur Tröllafjallið sem er ekki kynnt til sögunnar fyrr en í seinna hlutanum. Hreyfingar haf- fólksins eru einstaklega trúverðug- ar í samspili við bláa efnið og gaman að sjá hvernig sporðar persóna voru nýttir til áhrifsauka. Töfrandi var að fylgjast með þegar persónur fengu fætur á örskotsstundu. Góð voru einnig danssporin úr smiðju Berg- lindar Ýrar Karlsdóttur. Búningar Kristínu R. Berman þjónuðu per- sónum vel og undirstrikuðu stöðu þeirra í Ævintýraskóginum. Flott var hvernig háraliturinn var not- aður til að greina íbúa hinna ólíku heima að og gaman að sjá hvernig háralitur haffólksins vísaði í Disney-teiknimyndina um hafmeyj- una Ariel. Leikstíll hópsins einkennist af mikilli orku og leikgleði sem hentar efniviðnum vel. Andrea Ösp Karls- dóttir var skemmtilega vandræða- leg sem hirðmey konungshjónanna, móðurumhyggjan uppmáluð sem Alda og yndisleg sem gullfiskur ásamt Stefáni Benedikt Vilhelms- syni. Stefán Benedikt gerði hinum óframfæra Aski konungi góð skil og var kraftmikill sem tröll ásamt þeim Andreu Ösp og Þórunni Lárus- dóttur. Sigsteinn Sigurbergsson var hæfilega sakleysislegur sem Hlini, flottur á móti Þórunni sem Sírena og dásamlega úrillur hirðsveinn. Þórunn vakti eðlilega kátínu sem hin snobbaða og ákveðna Björk drottning sem hneggjaði bókstaf- lega að eigin bröndurum áhorfend- um til gleði. Árni Beinteinn og Thelma Hrönn Sigurdórsdóttir voru dásamlega ólík systkini. Hann er bókelskur rómantíker en hún hug- rekkið uppmálað og gengur í verkin af kappi. Undir styrkri stjórn Önnu Berg- ljótar sem leikstýrir eigin leikriti býður Leikhópurinn Lotta enn eitt sumarið áhorfendum á öllum aldri upp á gæðaleiksýningu. Boðskap- urinn um hugrekki, sanngirni og réttsýni á tímum aðkallandi um- hverfismála á svo sannarlega erindi við alla. Og líkt og við á um fyrri sýningar úr smiðju Lottu mun upp- takan af nýjustu uppfærslunni, sem að vanda var gefin út á geisladisk samhliða frumsýningu, óma reglu- lega í græjunum á heimili rýnis, heimilisfólki til ánægju og skemmt- unar um ókominn tíma. Sannkallað ævintýr Morgunblaðið/Árni Sæberg Gæði „Undir styrkri stjórn Önnu Bergljótar sem leikstýrir eigin leikriti býður Leikhópurinn Lotta enn eitt sumarið áhorfendum á öllum aldri upp á gæðaleiksýningu,“ segir um Litlu hafmeyjuna í uppfærslu Leikhópsins Lottu. Elliðaárdalur og víðar um land Litla hafmeyjan bbbbn Eftir: Önnu Bergljótu Thorarensen í leikstjórn höfundar. Tónlist: Björn Thorarensen, Rósa Ásgeirsdóttir og Þórður Gunnar Þorvaldsson. Söng- textar: Anna Bergljót Thorarensen og Baldur Ragnarsson. Búningar: Kristína R. Berman. Leikmynd og málun: Andrea Ösp Karlsdóttir og Sigsteinn Sigur- bergsson. Brúður: Andrea Ösp Karls- dóttir, Kristína R. Berman, Sigsteinn Sigurbergsson og Þórunn Lárusdóttir. Danshöfundur: Berglind Ýr Karlsdóttir. Leikarar: Andrea Ösp Karlsdóttir, Árni Beinteinn, Sigsteinn Sigurbergsson, Stefán Benedikt Vilhelmsson, Thelma Hrönn Sigurdórsdóttir og Þórunn Lárusdóttir. Frumsýning á Lottutúni í Elliðaárdal 25. maí 2019, rýnt í sýningu á sama stað 10. júlí 2019. SILJA BJÖRK HULDUDÓTTIR LEIKLIST Greta Gerwig og Noah Baumbach hafa skrifað undir samning þess efnis að þau skrifi handritið að nýrri kvik- mynd um Barbie sem Margot Robbie leikur. Samkvæmt frétt Variety eru einnig miklar líkur á því að Gerwig leikstýri myndinni. Gerwig leggur sem leikstjóri nú lokahönd á Little Women með Emmu Watson og Meryl Streep í aðalhlutverkum. Á sama tíma er Baumbach að ljúka við nýja ónefnda kvikmynd fyrir Netflix þar sem hann leikstýrir Adam Dri- ver og Scarlett Johansson ásamt því að skrifa handritið. Áætlað er að kvikmyndin um Barbie verði frumsýnd í janúar 2020. Gerwig og Baum- bach skrifa Barbie Margot Robbie

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.