Morgunblaðið - 18.07.2019, Page 66

Morgunblaðið - 18.07.2019, Page 66
66 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JÚLÍ 2019 Byggið upp líkama og húð fyrir fríið KAUP AUKA TILBO Ð Astaxanthin – íslenskt og öflugt: Byggir upp og vernda húðina gegn sterkum sólargeislum. Epla Cider – lífsins elexír: Eflir meltingu, styður við lifrarstarsemi, jafnar blóðsykur og ýtir undir niðurbrot á fitu. Fæst í flestum apótekum og heilsuhillum stórmarkaðanna Hver vill ekki geta sólað sig og notið matar og drykkjar í fríinu? ÉG FER Í FRÍIÐ Hallur Ingólfsson er einn þessara íslensku tónlistarmanna sem spila ámörg hljóðfæri og hefur einnigfengist við alls kyns tegundir tón- listar í gegnum tíðina. Hann var einu sinni trommari í HAM, hefur einnig fengist við leik- hús- og kvikmyndatónlist en hann er langbestur þegar hann fær að spila rokk á gítar. Skepna er hans nýj- asta hljómsveit og þetta er önnur breiðskífa sveitarinnar. Skepna er tríó og Hallur því eini gítarleikari sveitar- innar en Hörður Ingi úr Brain Police leikur á bassa og Bjössi trommari úr Mínus lemur húðir. Það þarf hörku hljóðfæraleikara til að halda úti jafn þéttu tríói og Skepna er, og allir hljóðfæraleikarar þurfa að spila „mikið“ á hljóðfærin sín til að fylla út í hljóðheiminn, og þetta virðist langoftast ganga upp. Stundum finnst mér þó að það hefði vel mátt henda í nokkra gítara til viðbótar í upptök- unum og búa til örlítið meiri gítarveggi, en trommu- og bassaleikur eru alveg hundrað pró- sent. Textar eru allir eftir Hall sem einnig er eini söngvari Skepnu svo auðvitað mæðir mikið á honum. Þessi mínímalíska gítarnálgun er þó alls ekkert í alvörunni mínimalísk, og kannski er það bara ég sem er gráðug þegar kemur að rafmagnsgíturum, enda er Hallur melódískur gítarleikari og lausnir hans í tónsmíðum og óvæntum kaflaskiptingum koma oft skemmti- lega á óvart. Mér finnast hröðustu og kraft- mestu lögin ná mestu út úr þeirri vél sem band- ið er, enda er Skepna hreint afbragð á tón- leikum. Uppáhaldslagið mitt er næstsíðasta lagið, „Ragnar“, sem sameinar örlítið grugg, dularfulla laglínu og meiriháttar stuð og stemn- ingu og trommur fara á kostum í síðara hluta lagsins, það er alveg gæsahúð! „Arfur“ er einn- ig mikið stemningarlag, og ég heyri ekki betur en að í textanum sé farið yfir landnám Íslands og hvað það sé sem er þetta sérstaka íslenska sem heldur lífi í landanum. Lokalagið, hið sjö mínútna „Dagur þrjú“, finnst mér sísta lagið, og leitt að enda plötuna á því. Það er einfaldlega ekki nógu skemmtilegt og sterkt, að mínu mati, enda alveg hellingur af fínum lögum á plötunni sem væru betur til þess fallin að enda plötuna, en eins og allir vita þarf lokalag hverrar plötu að vera svo gott að maður skelli plötunni strax aftur á. Það er ekki hægt að skrifa dóm um Daga heiftar og heimsku öðruvísi en að minnast á textagerð Halls Ingólfssonar, en það er eitthvað mjög sérstakt og dularfullt við hana. Það er sniðug hugmynd hjá Skepnu að láta textablað fylgja með og maður finnur vel fyrir því að vandað hefur verið til verks við að semja. Þarna skjóta skrýtnar söguhetjur upp kollinum, eins og fyrrnefndur Ragnar, en einnig má til dæmis finna skemmtilegan texta um innikött og svo alls kyns dularfullar sögur af fólki og tilfinn- ingum þess. Ég hef ekki enn reynt að keyra bíl með plötuna í gangi en ég sat í rútu um daginn og hlustaði í heyrnartólum og það var alveg frá- bært að hlusta á þennan hljóðheim og virða fyr- ir sér heiminn þjóta framhjá rúðunni. Það hefur verið nostrað við þessa plötu, en hún nær samt að halda pönkuðu og gruggugu rokksándinu allt til síðasta tóns. Rokkvélin er í gangi Skepna Platan heldur „pönkuðu og gruggugu rokksándinu allt til síðasta tóns,“ skrifar rýnir. Hljómplata Skepna – Dagar heiftar og heimsku bbbbn Öll tónlist: Skepna. Allir textar: Hallur Ingólfsson. Í Skepnu eru Hallur Ingólfsson, söngur og gítar, Björn Stefánsson, trommur, og Hörður Ingi Stef- ánsson, bassi. Um upptökur og hljóðblöndun sá Hallur Ingólfsson í Klakahöllinni 2018. Hljómjafnað af S.Husky Hoskulds í Groundlift, Los Angeles. 11 lög, 41.12 mínútur. RAGNHEIÐUR EIRÍKSDÓTTIR TÓNLIST Ljósmynd/Íris Dögg Einarsdóttir ar Perlu bestu vinkonu sinnar úr gamla bekknum. Hekla er samt góð að setja sig í spor annarra og það er einstaklega vel heppnað hvernig persónusköpunin fer fram í gegnum Heklu sem kynnir aðrar persónur fyrir lesanda með ein- stökum hætti. Persónurnar eru líka einstaklega fjölbreyttar, án þess þó að fela í sér steríótýpur um nördinn, hrekkjusvínið og íþróttastelpuna. Hver og einn hef- ur sína persónutöfra sem skína í gegn eftir því sem líður á söguna. Mannránið er auðvitað lykil- atriði í bókinni og gáturnar sem mannræninginn leggur fyrir bekk- inn gera lesandann alveg jafn óþreyjufullan og bekkjarfélagana. Bergrúnu tekst einnig afar vel til með teikningum sínum í bókinni sem lífga enn meira upp á lestur- inn, þó svo að sagan gæti vel stað- ið ein og sér. Allt verður svo raunverulegt, Nútímaleg, spennandi,fyndin og fjölbreytt.En einnig raunverulegfrásögn sem tekur á málefnum líðandi stundar. Ætli Kennaranum sem hvarf sé ekki best lýst þannig. Bergrún Íris Sævarsdóttir er fyrsti handhafi verðlauna sem kennd eru við Guð- rúnu Helgadóttir, drottn- ingu íslenskra barna- bókmennta, og eru verð- launin veitt fyrir frum- samið og óútgefið handrit. Markmið verðlaunanna er að stuðla að nýsköpun á sviði barnabókmennta og nýsköpunin er svo sann- arlega til staðar í bókinni um krakkana í 6. BÖ (sem er aðeins einn af mörgum vel heppnuðum bröndurum höfundar). Bekkjarfélagarnir eru engir sér- stakir félagar dagsdaglega, en þegar kennarinn hverfur einn morguninn og dularfull skilaboð fara að berast frá mann- ræningja Báru kennara í síma krakkanna reynir á samheldnina í bekknum. Og þá getur komið sér vel að vera fljót að taka skjá- skot. Hekla Þöll, aðal- persónan, er ári yngri en bekkjarfélagarnir þar sem hún var færð upp um bekk, enda bráðskörp. Henni finnst hún samt meira vera að gera pabba sínum greiða og sakn- jafnvel sjálft mannránið, og það er líklega vegna þess að við sögu koma snjalltæki, kvíði, einelti, vinasambönd, skilnaðarbörn, heimilisofbeldi og fleiri samfélags- mál sem nauðsynlegt er að varpa ljósi á. Bókin er því á sama tíma spennandi og skemmtileg lesning, sem og fínasta áminning fyrir okk- ur foreldra og forráðamenn að tala við börnin okkar, augliti til auglitis, ekki bara í gegnum símann. Bókin er gefin út eftir að Berg- rún hlýtur verðlaunin og því fylgir eins konar þakkarbréf frá höfundi í lok bókarinnar. Þar segir Berg- rún frá aðdáun sinni á Guðrúnu Helgadóttur og segir hana meðal annars skrifa beint frá hjartanu. Það fer ekki á milli mála að það gerir Bergrún Íris líka og vonandi eigum við eftir að fá að njóta orð- og teiknisnilli hennar sem oftast í framtíðinni. Morgunblaðið/Eggert Bergrún Íris „Nútímaleg, spennandi, fyndin og fjölbreytt. En einnig raun- veruleg frásögn sem tekur á málefnum liðandi stundar,“ skrifar rýnir. Mannrán og skjáskot – beint frá hjartanu Barnabók Kennarinn sem hvarf bbbbb Eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur. Bókabeitan, 2019. Innbundin, 140 bls. ERLA MARÍA MARKÚSDÓTTIR BÆKUR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.