Morgunblaðið - 10.08.2019, Page 18

Morgunblaðið - 10.08.2019, Page 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 2019 Vantar þig ráðleggingar við sölu eignar þinnar? s 893 6001 Kópavogi | Selfossi | s 893 6001 | beggi@fasteignasalan.is Guðbergur Guðbergsson Löggiltur fasteignasali og leigumiðlari Vínlandsleið 16 Grafarholti urdarapotek.is Sími 577 1770 Opið virka daga kl. 09.00-18.30 og laugardaga kl. 12.00-16.00 VELKOMIN Í URÐARAPÓTEK Guðni Einarsson gudni@mbl.is Stefnt er að því að vígja Bifröst, nýja göngubrú sem myndar hluta göngustígsins að Heimskautsgerð- inu á Melrakkaási við Raufarhöfn á hrútadaginn, 5. október. Nú er unn- ið að því að ljúka smíði brúarinnar og er það stærsta verkefni ársins. Brúargólfið er mikið til komið og verður lokið við það í mánuðinum. Handrið verður sett á brúna í áföngum og mun það breyta ásýnd hennar töluvert mikið. Auk þess verður sett upp lýsing á svæðinu. Brúin liggur frá bílastæðinu og upp að austurhlið gerðisins. Göngu- brúin er um 200 metra löng en gönguleiðin er í heild nærri tvöfalt lengri. Tilgangurinn með brúar- smíðinni er að auðvelda aðgengi að Heimskautsgerðinu og einnig að hlífa viðkvæmum gróðri eins og mosa á svæðinu. Kristrún Ásta Arnfinnsdóttir, sumarstarfsmaður hjá Þekking- arneti Þingeyinga, sagði að aðsókn- in í sumar hefði verið góð. Stöðugur straumur væri af ferðafólki til að skoða gerðið. Stefnt væri að því að setja þar upp gestabók í haust til að fá meiri upplýsingar um þjóðerni gestanna. Hún sagði að ferðaþjón- ustufólk á svæðinu fyndi að gerðið drægi að sér ferðafólk. „Ljósmynd- arar leggja leið sína hingað í aukn- um mæli og svo var hjónavígsla í Heimskautsgerðinu fyrr í sumar. Það er nóg að gera,“ sagði Krist- rún. Aðgangseyrir er ekki innheimtur af þeim sem koma að skoða Heim- skautsgerðið og það stendur ekki til. Sjálfvirkur bílateljari er á staðn- um og er lesið af honum til að fá hugmynd um aðsóknina. „Þetta er hugsjónastarf og mark- miðið að vinna að vexti og velferð Raufarhafnar,“ sagði Kristrún. Framkvæmdir eins og gerð Bifrast- ar eru kostaðar af styrkjum frá Framkvæmdasjóði ferðamanna- staða og úr svæðisbundnum þróun- arsjóðum. Ekki enn fullbúið Heimskautsgerðið er ekki full- gert. Eftir er m.a. að steypa fjóra skúlptúra sem verða inni í gerðinu. Gerðið sjálft er hringlaga stein- hleðsla sem er 48 metrar í þvermál. Á ytri vegg eru fjögur hlið. Sólin skín gegnum austurhliðið á vorjafn- dægri og vesturhliðið á haust- jafndægri. Við sumarsólstöður skín sólin í gegnum norðurhliðið og gegnum suðurhliðið við vetrar- sólstöður. Innri hringurinn er Dverga- hringur og tileinkaður dvergum sem sagt er frá í Völuspá. Miðja Heimskautsgerðisins er 10 metra há fjögurra arma steinhleðsla. Efst á hana verður sett tilskorið gler sem á að fanga ljós sólar og tungls og endurvarpa því um gerðið. Ljósmyndir/Kristrún Ásta Arnfinnsdóttir Raufarhöfn Eftir er að setja handrið á göngubrúna Bifröst sem auðveldar aðgengi að Heimskautsgerðinu. Brúin Bifröst liggur að Heimskautsgerðinu  Heimskautsgerðið laðar ferðamenn til Raufarhafnar Heimskautsgerðið Gönguleiðin er um 350-400 metrar en sjálf göngubrúin Bifröst er 200 metra löng. Sífellt fleiri ferðamenn heimsækja staðinn. Teitur Gissurarson teitur@mbl.is Góðviðrið í höfuðborginni síðustu daga er möguleg skýring á þeim erli sem hefur verið hjá lögreglunni á höf- uðborgarsvæðinu í vikunni sem líður. Þetta segir Rafn Hilmar Guðmunds- son, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Morgunblaðið. Þrír handteknir í partíi Síðastliðna viku hafa verið fluttar af því fréttir að næstum allir fanga- klefar hafi verið fullir á lögreglustöð- inni við Hverfisgötu nokkrar nætur í vikunni og ýmis sérkennileg mál hafa komið upp. Sem dæmi var á miðviku- dag tilkynnt um mann í æðiskasti vera að brjóta húsgögn og henda til hlutum á Laugavegi. Þá var lögreglu tilkynnt um mann sem var að sveifla kúbeini í allar áttir við Hagkaup í Skeifunni aðfaranótt föstudags. Einn- ig var maður handtekinn í hverfi 203 eftir nágrannadeilur og aðfaranótt þriðjudags þurfti að kalla til lögreglu og sérsveit, og handtaka þar þrjá, vegna aðgerðar í kjölfar tilkynningar um samkvæmishávaða í heimahúsi. Að auki hafði lögregla afskipti af miklum fjölda ökumanna sem voru grunaðir um ölvun eða fíkniefna- neyslu. Veðrið „bara æðislegt“ „Ég held það sé bara meira að gera. Meira líf í borginni okkar,“ segir Rafn, sem segir það þó í sjálfu sér ekki vera stórfrétt að nær allir fanga- klefar séu fullir yfir nóttina. Það sé nokkuð algengt. Hann bætir þó við að í kringum stórar hátíðir sé oft mikið að gerast, og nefnir Hinsegin daga sem eru haldnir 20. árið í röð nú um helgina. „Svo er veðrið náttúrulega bara æðislegt,“ bætir hann við og seg- ir: „Þá er auðvitað bara meira um að vera í borginni, að auki við hátt í tvö hundruð skemmtistaði og fjölda ferðamanna.“ Segir hann þó að engin augljós skýring sé á því að nokkur undarleg mál komi nú upp, en segir það ótví- rætt að lögregla finni fyrir meira lífi í borginni þegar veður sé gott. Góðviðrið mögu- leg skýring á erli hjá lögreglu  Maður í æðis- kasti og annar að sveifla kúbeini Morgunblaðið/Eggert Verðirnir Ýmis sérkennileg mál hafa komið upp hjá lögreglunni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.