Morgunblaðið - 10.08.2019, Page 20

Morgunblaðið - 10.08.2019, Page 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 2019 Hólshraun 3 · 220Hafnarfjörður · Símar: 555-1810, 565-1810 · Netfang: veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is Skútan Sjá verð og verðdæmi á heimasíðu okkar www.veislulist.is Fagnaðir Næst þegar þið þurfið pinnamat, smurt brauð eða tertur fyrir útskriftina eða annan mannfagnað, hafðu þá samband og fáðu tilboð í sal okkar og veitingarnar þínar. PINNAMATUR Veislur eru okkar list! Bjóðum uppá fjölda tegundapinnamats og tapasrétta Pinna- og tapasréttir eru afgreiddir á einnota fötum, klárt fyrir veisluborðið. STANGVEIÐI Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Myndin af þessu eymdarlaxveiðisumri verður sí- fellt skýrari. Lítill hrygningarstofn í ánum niður- sveiflusumarið 2014 skilaði fáum seiðum, segja sérfræðingar Hafrannsóknastofnunar, seiðum sem áttu síðan að auki erfitt þegar kom að nið- urgöngunni til hafs í kuldunum í fyrrasumar. Niðurstaðan er afar lélegar heimtur í flestum laxveiðiám landsins – undantekningin eru árnar á norðausturhorninu þar sem veiðin virðist vera í ágætu meðaltali og í Selá ekki síst. Þar veiddust 70 laxar í síðasta holli og létu veiðimenn afar vel af sér. Á vef Landssambands veiðifélaga er annars talað um þetta veiðitímabil sem „fordæmalaust“ og „ástand sumstaðar með þeim hætti að líklega væri best að sleppa öllum laxi eða hreinlega hlífa fyrir veiði“. Í samtölum við leigutaka laxveiðiáa gætir óneitanlega skjálfta, enda óttast margir að eftir þetta lélega veiðisumar verði erfitt að selja veiði- leyfi fyrir það næsta, að minnsta kosti ef verð helst óbreytt. Fyrsta fréttin af breytingum á leigumarkaði ánna barst í gær en þá var greint frá því í Sporðaköstum á mbl.is að Lax-á hafi sagt upp samningum um veiði í Blöndu og Svartá. Árni Baldursson, framkvæmdastjóri Lax-ár, segir uppsögnina hafa tekið gildi 1. ágúst síðast- liðinn. Eitt ár sé eftir af samningnum sem gildir til loka veiðitíma á næsta ári. „Ég tók þá ákvörðun að segja upp samn- ingnum í kjölfarið á þessu hræðilega veiðiári,“ segir Árni. „Ég er alls ekkert að hlaupa í burtu frá þessu og vil endilega halda áfram en með breyttu sniði. Ég myndi vilja nota tækifærið í þessu erfiða árferði og stíga skrefið til fulls í verndun laxastofna á vatnasvæði Blöndu. Gera ána að fluguveiðiá og banna annað agn allt frá sjó og inn á heiðar. Ég myndi vilja taka upp algera sleppiskyldu á stórlaxi og stórminnka kvóta á smálaxinum.“ Afar léleg veiði hefur verið í Blöndu og Svartá í sumar, eins og svo víða. „Ég kynnti þessar hugmyndir fyrir veiðifélag- inu um leið og ég sagði upp samningnum. Ég held að þeir séu bara að melta þetta og vonandi verður niðurstaðan jákvæð því mig langar að halda áfram með ána, og sem sölumaður á veiði- leyfum, en ég er ekki til í að taka einn alla áhættuna,“ segir Árni. Þrýstingur um verðlækkanir Blaðamaður Sporðakasta kveðst hafa heimildir fyrir því að vaxandi þrýstingur sé á veiðirétt- areigendur um verulegar verðlækkanir vegna leigu á laxveiðiám. Nokkrir leigutakar muni þeg- ar hafa fundað með leigutökum og óskað eftir umtalsverðum lækkunum. Í einhverjum tilvikum séu viðræður í gangi en einnig sé vitað að svarið við einni slíkri beiðni var þvert nei. Spáir metveiði næsta sumar Önnur lögmál gilda að mörgu leyti um haf- beitarárnar en þær með náttúrulegu stofn- unum; í ám eins og Rangánum byggir veiðin á endurkomu laxa sem eru aldir í stöðvum og settir að vori í tjarnir við árnar, þar sem seiðin „smolta“ sig og ganga til hafs. Þá eru þau komin í sams konar aðstæður og náttúrulegu seiðin og spurning hveru góðar heimtur verða úr hafi. Eins og sjá má er veiðin mun minni í Ytri- Rangá en undanfarin ár en í Eystri-Rangá, sem trónir á toppnum yfir bestu veiðina, er hún hins vegar á pari við veiðina á síðustu árum. Hvað veldur? „Við slepptum fjögur hundruð þúsund seið- um í fyrra og hitteðfyrra og erum að fá álíka mikið af smálaxi og í fyrra en meira er að koma af stórlaxi,“ segir Einar Lúðvíksson, umsjón- armaður Eystri-Rangár. Hann segist lengi hafa reynt að rækta stórlax og er hlutfall hans allt að fjórðungur veiðinnar. „Ég bjóst við fjögur þúsund smálöxum og þúsund stórlöxum í sumar svo veiðin er í raun undir væntingum hjá okkur, en það stefnir bara í svipaða veiði og í fyrra,“ segir hann. Einar bendir á að á köldu sumrinu í fyrra hafi seiðin í náttúrulegu ánum átt erfitt, gengið illa að smolta, og því hafi lélegar göngur í þær ekki hafa átt að koma á óvart. „Það lá algjörlega fyr- ir að þetta yrði lélegt smálaxaár,“ segir hann, en segist handviss um að umsnúningur verði næsta sumar. „Það verður rosalega mikill smálax á næsta ári. Ég spái metveiði á smálaxi á næsta ári eftir þetta hlýja sumar.“ Hann bætir við að menn verði að hætta að liggja í þessu þung- lyndi. Afl ahæstu árnar Heimild: www.angling.is 0 300 600 900 1.200 1.500 1.800 Staðan 7. ágúst 2019 Veiðistaður Stanga- fjöldi Veiði 8. ágúst 2018 8. ágúst 2017 Eystri-Rangá 18 1.823 2.002 1.091 Selá í Vopnafi rði 6 794 863 618 Ytri-Rangá & Hólsá, vesturbakki 18 777 1.892 2.881 Miðfjarðará 10 767 1.682 2.173 Urriðafoss í Þjórsá 4 705 1.095 673 Blanda 14 541 832 1.219 Þverá – Kjarrá 14 470 2.111 1.466 Hofsá og Sunnudalsá 7 392 444 340 Elliðaárnar 6 390 756 705 Laxá á Ásum 4 358 467 637 Haffjarðará 6 348 1.204 912 Jökla (Jökulsá á Dal) 8 320 352 225 Grímsá og Tunguá 8 314 703 788 Laxá í Aðaldal 17 295 464 501 Norðurá 15 241 1.408 1.228 Uppsögn „á þessu hræðilega veiðiári“  Samningi um Blöndu og Svartá sagt upp  Þrýst á um lækkanir  Eystri-Rangá eins og í fyrra Morgunblaðið/Einar Falur Í borginni Ingibjörg Jóhannsdóttir togast á við sprækan lax í Símastreng í Elliðaánum. Sama dag veiddist 90 sm hængur þar í hylnum, annar tveggja stærstu laxa sumarsins í borgaránni. 40 laxar veiddust í ánum í vikunni. Sigurður Laufdal, yfirmatreiðslu- maður á Grillinu, Hótel Sögu, verður fulltrúi Íslands í Evrópuforkeppni Bocuse d’Or, heimsmeistarakeppni einstaklinga í matreiðslu, sem haldin verður í Tallinn í Eistlandi í júní á næsta ári. Bocuse d’Or er ein virtasta mat- reiðslukeppi heims. Í forkeppninni í Tallinn keppa fulltrúar 20 Evrópu- þjóða um 12. sæti í aðalkeppninni, sem verður í Lyon í Frakklandi í janúar 2021. Tuttugu og fjórar þjóð- ir koma til með að eiga fulltrúa í Lyon eftir að hafa unnið sér þátt- tökurétt hver í sinni heimsálfu. Mikil reynsla og margar viðurkenningar Sigurður hefur fengið margar við- urkenningar í matreiðslu. Hann var meðal annars kokkur ársins 2011, í fjórða sæti í Bocuse d’Or Europe 2012, þar sem hann fékk verðlaun fyrir besta fiskréttinn, og í 8. sæti í lokakeppninni í Lyon 2013. Hann hefur starfað á mörgum þekktum veitingastöðum á Norð- urlöndum, m.a. á Geranium í Kaup- mannahöfn, sem skartar þremur Michelin-stjörnum. Þjálfari Sigurðar er Viktor Örn Andrésson, bronshafi og Bocuse d’Or-keppandi 2017. Aðstoðarmenn eru Gabríel Bjarnason og Sigþór Kristinsson. Bocuse d’Or hefur verið haldin síðan 1987 og Ísland tók fyrst þátt í keppninni 1999, en þá varð Sturla Birgisson í fimmta sæti. Síðan hafa Íslendingar ávallt verið í níu efstu sætunum og tvisvar fengið brons- verðlaun, Hákon Már Örvarsson 2001 og Viktor Örn Andrésson 2017. steinthor@mbl.is Sigurður fulltrúi Ís- lands í Bocuse d’Or  Forkeppni Evrópu verður í Tallinn í Eistlandi í júní 2020 Bocuse d’Or Sigurður Laufdal.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.