Morgunblaðið - 10.08.2019, Blaðsíða 26
26 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 2019
Á palli:
VIÐAR Smágrár
Opið : 8-18 v i r ka daga, 10-14 laugardaga • S ími 588 8000 • s l ippfe lag id. i s
Á grindverki:
VIÐAR Húmgrár
Viðarvörn
Eftirfarandi lýsing á ástandi stjórnmálaflokk-anna í Frakklandi birtist nú fyrir skömmu íNew York Times:„Pólitískir flokkar, sem áður voru vel
smurðir og valdamiklir eru í fullkominni upplausn, að-
gerðasinnar hafa yfirgefið þá, þeir eru þjakaðir af inn-
anflokksátökum, ófærir um að gegna hlutverki sínu í op-
inberum umræðum og í örvæntingarfullri leit að nýjum
hugmyndum til þess að takast á við breytta veröld.“
Þetta eru orð franskrar blaðakonu, Sylvie Kauffman,
sem hefur unnið bæði fyrir hið virta franska dagblað Le
Monde og New York Times og í mörgum löndum. Hún
segir að svipað sé ástand flokkanna í öðrum Evr-
ópulöndum. Í Bretlandi sæki BREXIT-flokkurinn nýi
og Frjálslyndir demókratar (sem eiga rætur í gamla
Frjálslynda flokknum þar í landi) að stóru flokkunum
tveimur, Íhaldsflokknum og Verkamannaflokknum. Á
Ítalíu sé Salvini að ýta Fimmstjörnu-hreyfingunni til
hliðar. Í Þýzkalandi séu stóru flokkarnir tveir, Kristi-
legir demókratar (CDU) og flokkur jafnaðarmanna
(SPD) eins og „emjandi risaeðlur“.
Sylvie Kauffman segir tvennt
móta mest þær breytingar, sem
séu að verða á vettvangi stjórn-
málanna í Evrópu, þ.e. lofts-
lagsváin og afstaðan til innflytj-
enda.
Hægrisinnaðir og þjóðlegir
flokkar, sem hafi verið jaðarflokkar séu nú að verða
megineinkenni á pólitísku landslagi Evrópuríkja. Hug-
myndaríkasta nýja hreyfingin séu Græningjar, sem
sæki styrk sinn til kjósenda á aldrinum 18-34 ára. Þeim
vaxi nú fiskur um hrygg í Þýzkalandi, þar sem þeir njóta
stuðnings um 20% kjósenda, í Hollandi, Belgíu, Finn-
landi og í Bretlandi og á Írlandi. Þeir þvingi aðra flokka
til þess að verða umhverfissinnaðri. Evrópa sé að verða
ein risavaxin pólitísk tilraunastofa.
Þetta eru óneitanlega umhugsunarverðar vangavelt-
ur hjá hinni frönsku blaðakonu og eitthvað af þeim
þekkjum við úr okkar nærumhverfi. Það er t.d. augljóst,
sem haft var orð á hér fyrir viku, að meginumræður um
þjóðmál hér fara ekki fram innan flokkanna eða á vett-
vangi þeirra, heldur utan þeirra, knúnar áfram af hreyf-
ingum, sem oft eru þverpólitískar og eru orkupakkaum-
ræðurnar skýrt dæmi um það.
Nú er að hefjast það sem kannski má kalla „pólitíska
tilraunastarfsemi“ innan Sjálfstæðisflokksins. Jón Kári
Jónsson, formaður Félags sjálfstæðismanna í Hlíða- og
Holtahverfi, hefur tekið frumkvæði að því að láta reyna
á ný ákvæði í skipulagsreglum Sjálfstæðisflokksins (frá
2011), sem kveða á um að berist miðstjórn flokksins
skrifleg ósk frá 5.000 flokksbundnum einstaklingum og
þar af minnst 300 úr hverju kjördæmi, um atkvæða-
greiðslu meðal allra flokksbundinna sjálfstæðismanna
um tiltekið málefni, sé miðstjórn skylt að verða við slíkri
ósk. Málefnið, sem um er að ræða er þriðji orkupakkinn
Það verður fróðlegt að fylgjast með því, hvernig til
tekst en gangi þetta upp getur það leitt til grundvall-
arbreytingar á því hvernig Sjálfstæðisflokkurinn starfar
og tekur ákvarðanir um stefnu sína.
Það þarf enga sérfræðinga til þess að finna hvernig
landið liggur hjá fólki hér nú um stundir. Krafan um
aukna þátttöku almennra borgara í ákvarðanatöku er
orðin mjög sterk og óþolið gagnvart vinnubrögðum fyrri
tíma er orðið mikið. Hættan fyrir hefðbundna og rótgróna
stjórnmálaflokka er sú, að þeir skynji ekki þær breyt-
ingar, sem orðið hafa á tíðarandum og verði eins og „emj-
andi risaeðlur“, svo vitnað sé til orða Sylvie Kauffman.
En um leið felast í breytingum af því tagi, sem Jón Kári
vill nú láta reyna á innan Sjálfstæðisflokksins, ný tæki-
færi fyrir gamla flokka. Þeir geta endurnýjað sig með lýð-
ræðislegum vinnubrögðum. Svo einfalt er það.
Stjórnmálaflokkarnir urðu til í
árdaga sem hreyfingar til að
knýja fram þjóðfélagslegar um-
bætur, sem voru augljóslega orðn-
ar knýjandi. Þeir endurspegluðu
mismunandi skoðanir um það,
hvernig ætti að standa að þeim
breytingum.
Þeir eru í lífshættu vegna þess að þeir endurspegla
ekki lengur í stefnu og störfum knýjandi umbætur af
þessu tagi nú. Þess vegna er samlíking Sylvie Kauffman
við „emjandi risaeðlur“ ekki út í hött.
Hrunið 2008 leiddi til viðhorfsbreytinga hjá almennum
borgurum hér. Ein af ástæðunum fyrir því að Sjálfstæð-
isflokkurinn er að berjast við að halda sér fyrir ofan 20%
fylgi í skoðanakönnunum er sú upplifun fólks að hann hafi
ekki gert upp sinn þátt í hruninu.
Staða mála í Evrópu er áreiðanlega flóknari en hún lít-
ur út fyrir að vera. Íslendingur, sem við og við hefur haft
búsetu í Þýzkalandi, sagði mér fyrir nokkrum dögum að
hann hefði fyrir einhverjum árum ferðast um Frakkland
á bíl með þýzkum bílnúmerum. Hann kvaðst aldrei
mundu gera það aftur. Slík var andúðin, sem mætti hon-
um.
Hugsjónin um sameinaða Evrópu til að útiloka frekari
stríð á milli þjóða þar er falleg en hún þurrkar ekki út
það, sem gerzt hefur.
Ísland var nýlenda og sú saga þurrkast heldur ekki út.
Þess vegna bregzt þjóðin svo sterklega við, eins og fram
hefur komið í umræðunum um orkupakkann. Fullveldið
er heilagt í tilfinningalífi þjóðarinnar.
Þeir, sem eru flokksbundnir í Sjálfstæðisflokknum eru
hér með hvattir til þess að taka þátt í þeirri undir-
skriftasöfnun sem Jón Kári Jónsson, formaður Félags
sjálfstæðismanna í Hlíða- og Holtahverfi, hefur sett af
stað. Hún getur valdið þáttaskilum í starfi allra stjórn-
málaflokka hér.
Eru flokkarnir að
verða „emjandi risaeðlur“?!
„Evrópa er að verða risastór
pólitísk tilraunastofa“
Af innlendum
vettvangi …
Styrmir Gunnarsson
styrmir@styrmir.is
Brennu-Njáls saga er ekki aðeinslengsta Íslendingasagan, heldur
líka sú sem leynir helst á sér. Ég hef
lengi velt fyrir mér tveimur gátum
sögunnar í ljósi þeirrar leiðarstjörnu
hagfræðinnar að óskynsamleg hegð-
un kann að verða skiljanleg, þegar
gætt er að þeim skorðum, sem sögu-
hetjum eru settar, valinu um vondan
kost eða óþolandi.
Ein gátan er, hvers vegna Gunnar
sneri aftur, rauf með því sátt við and-
stæðinga sína og kostaði til lífinu. Í
kvæðinu Gunnarshólma skýrir Jónas
Hallgrímsson þetta með ættjarð-
arást. Sú tilgáta er tímaskekkja því
sú tilfinning var varla til á þjóðveld-
isöld. Í formála Brennu-Njáls sögu
skýrir Einar Ól. Sveinsson atvikið
með metnaði Gunnars. Hann hafi
ekki viljað auðmýkja sig. En sú til-
gáta stríðir gegn eðli Gunnars sam-
kvæmt sögunni. Sennilegast er, þeg-
ar honum varð litið að Hlíðarenda,
þar sem Hallgerður sat eftir að hann
hafi ekki viljað skilja hana eina eftir.
Sagan geymir vísbendingu: Í 41.
kafla segir að Hallgerður hafi þjónað
Sigmundi Lambasyni „eigi verr en
bónda sínum“. Hjónabandið var
Gunnari og Hallgerði „báðum girnd-
arráð“, en Gunnar hafði samt fulla
ástæðu til að vantreysta Hallgerði.
Önnur gátan er, hvers vegna Njáll
hörfaði inn í húsið á Bergþórshvoli
þótt hann vissi að með því gæfi hann
umsátursmönnum færi á brennu.
Líklega fyrirgaf Njáll aldrei sonum
sínum víg Höskuldar Hvítanessgoða,
sem hann unni heitar en þeim. Hann
taldi þá eiga refsingu skilið þótt hann
gæti sjálfur ekki framkvæmt hana,
þar eð hann var faðir þeirra. Sagan
geymir vísbendingu, þegar Njáll seg-
ir í 129. kafla að Guð muni „oss eigi
láta brenna bæði þessa heims og ann-
ars“. Brennan var öðrum þræði
syndaaflausn Njáls fyrir hönd sona
hans þótt hann sæi ef til vill ekki fyrir
að Bergþóra og Þórður Kárason
myndu vilja fylgja honum hinsta spöl-
inn.
Við greiningu á aðstæðum verður
óskynsamleg hegðun skyndilega
skiljanleg. Hinn kosturinn var verri:
Gunnar þoldi ekki tilhugsunina um að
Hallgerður lægi með öðrum mönn-
um. Njáll þoldi sonum sínum ekki að
hafa vegið Höskuld Hvítanessgoða og
vildi milda refsingu Guðs.
Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar
Hannes H. Gissurarson
hannesgi@hi.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Tvær gátur Njáls sögu
Íslendingar verða jafnan mjög hissa þegar þeir átta sig á þeim áhugasem er á íslenskri tungu og bókmenntum víða um heim. Eftir þvísem næst verður komist er íslenskt nútímamál eða fornmál, jafnvelhvort tveggja, kennt við um hundrað háskóla um allan heim, í flest-
um löndum Evrópu, eða við sjö tugi skóla, og tuttugu í Norður-Ameríku,
auk þess sem íslenska er kennd við háskóla í Japan, Kína og Ástralíu.
Það er aldrei of oft áréttað að kennsla í íslensku sem öðru máli hér
heima og erlendis er forsenda þess að mögulegt sé að þýða íslenskar mið-
alda- og nútímabókmenntir, sjónvarpsefni og kvikmyndir á önnur mál. Án
þýðenda væri einfaldlega ekki hægt að koma menningu okkar á framfæri í
öðrum löndum. Þessir dýr-
mætu brúarsmiðir milli
menningarheima eru um leið
menningarsendiherrar hver
á sínum stað og framlag
þeirra í raun ómetanlegt.
Í þingsályktun stjórnvalda
um íslenska tungu er stefnt
að því að styrkja stoðir íslenskukennslu á erlendri grundu og er það mikið
fagnaðarefni. Viðurkennt er að staða íslenskukennslunnar er víða ótrygg
og svo gæti farið hún legðist niður. Fámennar greinar eiga víða undir högg
að sækja, en augljóst er að hagsmunir Íslendinga eru miklir að kennsla í
íslensku leggist ekki af á lykilstöðum. Þau alvarlegu tíðindi hafa t.d. borist
frá Kaupmannahafnarháskóla að ákveðið hafi verið að leggja niður
kennslu í nútímaíslensku og hefur þeirri ákvörðun verið mótmælt kröft-
uglega, ekki aðeins af Íslendingum heldur alþjóðlegu fræðasamfélagi.
Stjórnvöld styðja nú við íslenskukennslu í um fimmtán háskólum (á
Norðurlöndum, Þýskalandi, Sviss, Frakklandi, Bretlandi, Kanada og
Kína). Í síðustu viku komu kennarar við þessa skóla saman í Winnipeg á
árlegum fundi sínum. Við Manitóbaháskóla er starfrækt eina íslensku-
deildin fyrir utan Ísland. Þar er einnig myndarlegt safn íslenskra bóka. Í
safninu eru auk þess geymd handrit sem Vestur-Íslendingar tóku með sér
frá Íslandi, auk handrita, bréfa og skjala sem urðu til vestan hafs. Kennsla
í íslensku hefur því miður verið ótrygg í skólanum síðustu ár og því var það
sérstakt gleðiefni þegar Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningar-
málaráðherra kynnti í heimsókn sinni til Manitóba að stjórnvöld hefðu
ákveðið að efla stuðning sinn við þessa mikilvægu deild.
Áhugi á íslensku einskorðast ekki við háskólasamfélagið. Nýta þarf nýj-
ustu tækni og styrkja gerð vefnámskeiða eins og Icelandic Online til að
mæta enn betur þörfum þeirra sem flytja hingað til lands, og barna og
ungmenna. Margir foreldrar sem búsettir eru erlendis vilja að börn þeirra
læri íslensku eða viðhaldi íslenskukunnáttu sinni, og þá eru ókeypis vef-
námskeið öflugustu tækin. Óhætt er að fullyrða að hver króna sem fer til
stuðnings kennslu íslensku sem annars máls hér heima og á erlendri
grundu mun skila sér margfalt til baka – hvernig sem á það reiknings-
dæmi er litið.
Einfalt reikningsdæmi
Tungutak
Guðrún Nordal
gnordal@hi.is
Winnipeg Kennarar í íslensku við styttu Jóns Sigurðssonar við þinghúsið.