Morgunblaðið - 10.08.2019, Blaðsíða 38
38 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 2019
✝ Benedikt KetillKristjánsson
fæddist í Bol-
ungarvík 19.
september 1952.
Hann lést í Njarð-
vík 28. júlí 2019.
Foreldrar hans
voru hjónin Krist-
ján Karl Júlíusson,
kennari í Bol-
ungarvík, og Ketil-
ríður Jakobsdóttir
húsmóðir. Börn þeirra voru
Guðrún, Björg, Aðalsteinn,
Jakob Hallgrímur, Benedikt
Ketill, Júlíus Hraunberg og
Guðmundur Magnús.
Árið 1974 kvæntist Benedikt
Kristínu Gunnarsdóttur frá
Bolungarvík, f. 12. ágúst 1954,
d. 30. júní 2014. Börn þeirra
eru 1) Ragnhildur Helga, f.
1973, eiginmaður hennar er
Hagbarður Marinósson og eru
börn þeirra a) Gunnar Hjörtur,
b) Kristín Helga, c) Katla Sal-
ome, d) Marinó. 2) Kristján
Heiðberg, f. 1977, sambýlis-
kona hans er Ásdís Ósk
Viggósdóttir. Þeirra börn eru
a) Gabríel Heiðberg b) Eydís
Ósk c) Kristín Líf. Fyrir átti
fluttu þau hjón til Keflavíkur
og hóf hann störf sem inn-
kaupastjóri hjá Samkaupum og
vann síðar hjá Búri, dóttur-
fyrirtæki Samkaupa, sem varð
svo aftur hluti af Innnesi og
þar starfaði hann til dauða-
dags.
Benedikt starfaði innan
skátahreyfingarinnar, tók þátt
í ungmennafélagsstarfi og var
um nokkurra ára skeið for-
maður Ungmennafélags Bol-
ungarvíkur.
Benedikt starfaði um tíma
með Lionshreyfingunni og
Union Chamber og var félagi í
Frímúrareglunni. Benedikt var
meðhjálpari og söng lengi í
kirkjukór Hólskirkju, með
karlakórnum Ægi í Bolungar-
vík og eftir að hann flutti suð-
ur söng hann um tíma með
Karlakór Keflavíkur. Benni var
lipur trommuleikari og spilaði
um tíma með danshljómsveit í
Bolungarvík.
Benedikt sat í sveitarstjórn í
Bolungarvík og var m.a. í
byggingarnefnd þegar íþrótta-
mannvirki voru reist. Hann var
um margra ára skeið formaður
Kaupmannasamtaka Íslands.
Þá sat hann og í stjórn fjárfest-
ingarfélagsins Regins og var í
stjórn Lífeyrissjóðs verslunar-
manna.
Útför Benedikts fer fram frá
Hólskirkju í Bolungarvík í dag,
10. ágúst 2019, klukkan 14.
Kristján soninn
Benedikt. 3) Aron
Ívar, f. 1995, unn-
usta hans er Þór-
dís Una Arnars-
dóttir.
Benedikt ólst
upp í Bolungarvík
og gekk í barna-
og unglingaskóla
Bolungarvíkur.
Hann fór snemma
út á vinnumark-
aðinn eins og tíðkaðist á þeim
árum. Hann vann alllengi við
málningarstörf, var til sjós en
hóf síðar verslunarstörf hjá
Einari Guðfinnssyni. Upp úr
því hóf hann nám við kjötiðn
hjá SS en lauk verklega hlut-
anum í Bolungarvík og bóklega
hlutanum við Iðnskólann á Ísa-
firði.
Eftir margra ára starf í
Bolungarvík gerðist hann
verslunarstjóri Vöruvals í Ljón-
inu á Ísafirði. Hann tók svo við
rekstrinum og rak um margra
ára skeið verslun undir nafni
Vöruvals. Síðar bættust við
verslanir undir sama nafni í
Hnífsdal og Bolungarvík.
Skömmu eftir aldamótin
Elsku hjartans pabbi okkar,
við trúum því varla ennþá að þú sé
farinn frá okkur. Aðeins fimm ár-
um eftir að mamma kvaddi þenn-
an heim. Að missa mömmu frá
okkur var okkur öllum þungbært.
Pabbi var á góðum batavegi
eftir hnéaðgerð og var farinn að
tala um að vilja fara að ferðast og
fara í sólina. Daginn áður en hann
lést vorum við að skipuleggja
sumarfríið og ætlaði hann að
koma til okkar hingað til Bol-
ungarvíkur eins og hann gerði
alltaf á þessum árstíma, á afmæl-
isdeginum hennar mömmu.
Við erum svo óendanlega þakk-
lát fyrir hversu fallega og góða
æsku þú og mamma veittuð
okkur.
Að hafa fengið ykkur sem for-
eldra var okkar mesta lán. Núna
ætlum við að vera dugleg að
styðja og styrkja hvert annað og
muna eftir öllum fallegu og góðu
stundunum sem voru svo margar.
Elsku pabbi.
Takk fyrir að hafa alltaf stutt
við bakið á okkur og það sem við
tókum okkur fyrir hendur. Orð fá
ekki lýst hversu mikið við eigum
eftir að sakna þín. Að missa þig
frá okkur svo snöggt er mikið
áfall.
Elsku hjartað okkar, nú ertu
kominn til mömmu og ást ykkar
sameinuð á ný í Sumarlandinu.
Takk fyrir allt, elsku pabbi.
Ást og söknuður,
Ragnhildur, Kristján, Aron.
Elsku afi okkar.
Takk fyrir að hafa alltaf verið
til staðar og stutt við bakið á okk-
ur barnabörnunum í gegnum allt.
Þú varst alltaf svo stoltur af okk-
ur, og öllu því sem við tókum okk-
ur fyrir hendur. Alltaf að spyrja
hvernig gengi, hvort okkur vant-
aði aðstoð eða hvort þú gætir
hjálpað á einhvern hátt. Þú vildir
allt fyrir okkur gera.
Við munum halda áfram að
gera þig stoltan. Nú eruð þið
amma sameinuð á ný og vakið yfir
okkur. Takk fyrir allar gleðistund-
irnar, minningarnar um þig munu
alltaf veita okkur hlýju og ánægju.
Fyrir hönd barnabarna,
Kristín Helga
Hagbarðsdóttir.
Stína og Benni fengu ung auga-
stað hvort á öðru. Benni var klett-
urinn hennar í öllu og síðast í veik-
indunum þegar hún barðist við
krabbameinið. Hún dó fyrir fimm
árum og það var aðdáunarvert hve
vel Benni stóð sig . Áfram var hann
fjölskyldunni klettur, hann var svo
umhyggjusamur um fólkið sitt, eld-
aði mat og var til staðar. Sterkur
fyrir þau þótt sjálfur væri hann
veikur hið innra. Hann fann gleði
sína ekki á ný eftir að Stína dó.
Eins og ég þekkti Benna var
hann dugmikill framkvæmdamað-
ur. Hann var hreint ótrúlegur. Á
einni og sömu helgi málaði hann
húsið að utan, stóð fyrir golfmóti
og var svo kominn á Hlíðarveginn
að fá lánaðar fötur til að fara á
berjamó, eða til berja, eins og sagt
er fyrir vestan. Eftir að hann fór
að vinna innfrá skaust hann út eft-
ir í hádeginu til að skella upp
grindverki eða mála hlið. Kraftur-
inn var óhaminn. Og eftir vinnu-
daginn var stórfjölskyldunni boðið
í mat. Það var tilhlökkun að fara í
matarboð til þeirra Stínu hvort
heldur var á Heiðarbrúninni eða
suður í Keflavík.
Allt var svo hlýlegt og myndar-
legt og gott að njóta sumarkvölds í
sólhýsinu, úti var rökkrið að læð-
ast að en inni mild birta.
Benni var mikill fjölskyldumað-
ur og var traustur bakhjarl barn-
anna þriggja, tengdabarna og
barnabarnanna átta, sem eru öll
dugnaðarfólk, eins og þau eiga kyn
til.
Benni var einstaklega hlýr og
góður tengdasonur. Ungur missti
hann foreldra sína en naut þess að
eiga skjól hjá Gunnari og Helgu. Á
milli þeirra var traust vinátta og
daglegur samgangur á meðan þau
öll bjuggu í Bolungarvík. Benni
var þeim tengdaforeldrum sínum
hjálparhella og það er Helgu mikil
raun að missa fyrst Stínu sína og
nú Benna svo óundirbúið.
Það varð okkur öllum áfall að
heyra af andláti hans að morgni
sunnudags. Hann vaknaði við verk
og gat gert viðvart en allt kom fyr-
ir ekki.
En það er gott að allar minn-
ingar um Benna eru bjartar og
góðar. Hann var hjálpsamur og
fljótur til. Það var meira en sjálf-
sagt að gista hjá þeim Stínu í
Keflavík þegar við fórum til út-
landa og auðvitað skutlaði Benni
okkur upp á völl og sótti. Árum
saman hefur hann gefið okkur að-
albláberin, sem ómissandi eru á
aðfangadagskvöld.
Of fljótt er komið að kveðju-
stund. Efst í huga er þakklæti fyr-
ir samfylgdina. Blessuð sé minn-
ing Benna.
Dalla.
Síminn hringir ekki lengur. Við
sem vorum vanir að hringjast á
nánast á hverjum degi. Ef það liðu
einhverjir dagar á milli sögðum við
gjarnan: „Hvernig er það, virkar
þessi símalína bara í aðra áttina?“
Það voru skelfilegar fréttir að
þú værir farinn. Þeir dagar hafa
verið undarlegir sem liðnir eru við
að átta sig á þessu og allt er þetta
mjög óraunverulegt. Það var nú
bara ekkert í pípunum um að þú
ætlaðir að fara að kveðja þessa
veröld. Nú sit ég heima og síminn
hringir ekki meir.
Ég er að reyna að rifja upp
minningar frá æsku okkar sem og
allri lífsleiðinni sem við gengum
saman. Þó að það séu fjögur ár á
milli okkar er það samt staðreynd
að við vorum samrýndastir okkar
bræðra. Alla tíð áttum við í mikl-
um samskiptum þó svo að langt
væri á milli okkar á köflum þau ár
sem ég bjó erlendis en samt slitn-
aði aldrei þráðurinn og fylgdumst
við vel með hvor öðrum þó að
heimsálfur skildu á milli. Ég verð
þér ævinlega þakklátur fyrir þá
hvatningu um að koma heim til að
vinna, sem hefur reynst mér mikið
gæfuspor.
Elsku bróðir minn, það varð
okkur öllum mikið áfall þegar
Stína konan þín lést fyrir fimm ár-
um og eftir því sem ég hugsa
meira til þess tíma finn ég að þá
hvarf hluti af sjálfum þér líka.
Eftir að þið Stína fluttuð til
Keflavíkur stóð heimili ykkar öll-
um alltaf opið. Það var orðin hefð
hjá okkur að hittast og vera með
svona ör-ættarmót helgina sem
Ljósanótt var haldin í Keflavík og
var þá alltaf slegið upp veislu og
ættingjum smalað saman til
kvöldmatar inni á milli atriða í
dagskránni. Þetta lagðist af við
fráfall Stínu. Það bara var ekkert
gaman lengur. Það verður heldur
ekkert gaman lengur að fá ekki að
hitta þig eða heyra í þér, símalín-
an hefur rofnað að eilífu.
Elsku bróðir minn hefur tekið
sér ferð á hendur inn í eilífðina og
það eina sem við getum yljað okk-
ur við er sú staðreynd að nú hafið
þið hist aftur þú og Stína.
Megi góður guð fylgja sálu
þinni og vaka yfir börnum þínum
og barnabörnum því þeirra missir
er mikill.
Við Dóra sendum öllum að-
standendum okkar dýpstu
samúðarkveðjur.
Takk fyrir samfylgdina í gegn-
um lífið.
Guðmundur (Muggi)
og Dóra.
Hugurinn reikaði tæp fimmtíu
ár aftur í tímann þegar ég frétti af
ótímabæru andláti Benna mágs
míns.
Benni fór að venja komur sínar
á heimili foreldra minna til að
heimsækja Stínu systur mína. Sú
heimsókn varð að hjónabandi sem
varði í meira en 40 ár.
Benni og Stína voru oftast
nefnd í sama orðinu, svo samofið
var líf þeirra. Lífshlaupið þeirra
var að nokkru leyti hefðbundið
lífshlaup fólks í plássinu fyrir vest-
an. Þau byrjuðu á að kaupa litla
íbúð í Bolungarvík og byggðu sér
síðan stórt og glæsilegt hús sem
þau fluttu inn í hálfklárað, sem var
svo lokið við eftir efnum og að-
stæðum. Heimili Stínu og Benna
var alltaf notalegt og þar var gott
að vera.
Þau Benni og Stína áttu barna-
láni að fagna og eignuðust þrjú
yndisleg börn. Ragnhildi og Krist-
ján eignuðust þau ung, en löngu
síðar sólargeislann hann Aron.
Þau voru mikið fjölskyldufólk og
hugsuðu svo vel og fallega um alla
í fjölskyldunni.
Benni mágur minn reyndist
mér vel alla tíð. Aldrei stóð á
greiðanum þegar flutningar eða
málningarvinna stóð fyrir dyrum.
Það var öruggt að þar sem Benni
kom að málum var ekkert verið að
hangsa yfir hlutunum.
Heimili Stínu og Benna stóð
alltaf opið fyrir fjölskyldu og vin-
um. Dóttir mín og ég urðum þeirr-
ar gæfu aðnjótandi að mega taka
þátt í samheldninni og gleðinni
sem ríkti á heimilinu.
Ég er þakklát kærum mági
mínum góða samfylgd , góðvild og
hjálpsemi í minn garð alla tíð.
Mági mínum ljósið lýsi,
á leið sem enginn sér.
Góða drenginn Guð minn hýsi,
því gekk svo veginn hér.
Ósk Gunnarsdóttir.
Hálf öld er langur tími í ævi
flestra. Hann Benni var hluti af
minni fjölskyldu, sem maðurinn
hennar Stínu systur minnar hér
um bil svo langan tíma. Stína og
Benni voru ótrúlega samrýnd eins
ólík og þau voru. Saman áttu þau
gott líf, eignuðust þrjú vel gerð
börn og bjuggu sér fallegt heimili
hvar sem þau voru. Þau ferðuðust
vítt um heiminn með börnum sín-
um, sem alltaf höfðu ákveðinn for-
gang í þeirra lífi.
Benni var óskaplega duglegur
og hamhleypa til allra verka.
Stundum máluðum við saman hús
foreldra minna. Benni taldi hæfi-
legt að byrja kl. 8 á morgni; þá
gætum við verið búnir að mála
húsið um hádegið.
Það var alltaf gott að koma til
þeirra Stínu og Benna. Ætíð var
boðið í fína veislu sem þau bjuggu
til í sameiningu. Benni var stöðugt
að flýta sér, stoppaði aldrei lengi
en Stína hafði alltaf allan heimsins
tíma. Benni var ákaflega bóngóð-
ur, vildi allt fyrir alla gera og taldi
aldrei eftir sér að leggja fólki lið.
Hann var foreldrum mínum afar
góður og umhyggjusamur, leit oft
inn í dagsins önn, sagði smá frétt-
ir, drakk kaffibolla og var svo rok-
inn. Svona umhyggja er dýrmæt
fólki sem er sest í helgan stein.
Benni hafði gaman af að vasast
í mörgu, rak stórar verslanir á
tímabili og var einn af fyrstu
kaupmönnunum á landsbyggðinni
til að taka upp strikamerkingar á
vörum. Hann sat í bæjarstjórn
Bolungarvíkur, hafði ánægju af
því og lét þar mjög til sín taka.
Benni var mikill og ötull félags-
málamaður, fékk mikinn áhuga á
golfi, sem hann stundaði af ástríðu
og var formaður golfklúbbsins í
Bolungarvík um árabil.
Þau Benni og Stína fluttu til
Keflavíkur fyrir rúmlega áratug,
komu sér þar vel fyrir og festu þar
rætur að nokkru leyti. Benni vann
við verslunarrekstur hjá Sam-
kaupum um árabil og kunni því
vel.
Það var Benna og okkur öllum
gríðarlegt áfall þegar Stína veikt-
ist og lést af veikindum sínum fyr-
ir rúmum fimm árum. Líf þeirra
var svo samofið frá því að þau voru
unglingar. Dagarnir urðu Benna
mínum dökkir. Hann hélt áfram
að vinna, en hluti af lífsgleði hans
hvarf. Á hverju ári fór Benni vest-
ur fyrsta sunnudag í aðventu og
setti ljós á leiði hennar Stínu sinn-
ar. 12. ágúst, á afmælisdegi Stínu,
var hann alltaf fyrir vestan og vitj-
aði um leiði hennar. Benni hafði
ákveðið fyrir löngu að hann yrði
grafinn fyrir vestan og í dag verð-
ur hann lagður við hlið hennar
Stínu.
Dauðinn kom óvænt á sunnu-
dagsmorgni og tók Benna með
sér. Við sitjum eftir og söknum
góðs drengs. Benni er núna kom-
inn aftur heim í Víkina sem alltaf
togaði í hann. Við felum hann
þeim Guði sem sólina hefur
skapað.
Agnar H. Gunnarsson.
Hann Benni hefur verið stór
hluti af fjölskyldu minni síðan ég
fæddist. Benni var maður systur
hennar mömmu og bjuggu þau í
Bolungarvík alla mína barnæsku.
Ég man hvað ég leit upp til þeirra
og hlakkaði mikið til að koma til
þeirra í heimsókn, þegar ég kom
til Bolungarvíkur sem var oft á
ári. Heimili þeirra var alltaf opið
og alltaf var maður meira en vel-
kominn.
Þegar ég var unglingur var ég
aldrei í vandræðum að fá vinnu.
Benni rak fjórar verslanir á tíma-
bili og vann ég þar öll sumur og
fyrir jól.
Hann Benni var mjög um-
hyggjusamur og gætti mín vel
þegar ég var unglingur. Til að
mynda var alveg sama hvenær ég
bað um frí um verslunarmanna-
helgi, það var aldrei hægt. Í dag er
ég mjög þakklát fyrir það.
Elsku Benni. Takk fyrir allar
fallegu minningarnar sem ég á um
ykkur Stínu.
Ég er þakklát fyrir allar góðu
og fallegu minningarnar sem ég á
um Benna.
Hörpu þinnar ljúfa lag
lengi finn í muna.
Því ég minnist þín í dag,
þökk fyrir kynninguna.
(Á.K.)
Agnes Veronika
Hauksdóttir.
Nú ertu horfinn í himnanna borg
og hlýðir á englanna tal.
Burtu er kvíði, sjúkdómur, sorg
í sólbjörtum himnanna sal.
Þeim öllum sem trúa og treysta á Krist
þar tilbúið föðurland er.
Þar ástvinir mætast í unaðarvist
um eilífð, ó, Jesú, hjá þér.
(Ingibjörg Jónsdóttir)
Góður vinur farinn í himnasali.
Benni og ég fæddumst í Bolungar-
vík og ólumst þar upp. Við unnum
saman, vorum JC-félagar, hann
var meistarinn minn í kjötiðn og
ráðgjafi í lífi og starfi. En fyrst og
fremst vorum við vinir og félagar í
lífsins ólgusjó. Benni var einstakt
ljúfmenni, einstakur vinur og
hafði jákvæð áhrif á mig sem ung-
an mann.
Það er sárt að kveðja góðan vin,
elsku Benni minn, takk fyrir allt
og allt. Hvíl í friði, vinur, þar til við
hittumst á ný.
Fjölskyldu og vinum votta ég
mínar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Lárus B. Einarsson,
Bandaríkjunum.
Elsku Benni, við kveðjum þig
með vináttu og söknuði en geym-
um í huga okkar og hjarta allar
þær minningar um óteljandi
skemmtilegar stundir sem við höf-
um átt með þér og Stínu meðan
hennar naut við. Minningar um
dýrmæta vináttu, ótal minningar
frá vafstri okkar í félagslífinu í
víkinni, minningar frá ferðum
okkar innanlands sem utan. Við
fréttirnar af ótímabæru andláti
þínu rifjast upp skemmtilegar
stundir er þið bjugguð í Bolung-
arvík. Ekki kom okkur á óvart að
eftir þinni atorku og dugnaði yrði
sóst, sem varð til þess að þið flutt-
uð á Suðurnesin.
Þó að lengra yrði þá milli okkar
vorum við samt alltaf í góðu sam-
band. Nú ertu komin í Sumarland-
ið til Stínu þinnar, sem þú sakn-
aðir svo mjög, og þið nú sameinuð
á ný. Þegar við nú getrum ekki
notið þinnar vináttu lengur í þessu
jarðlífi er efst í huga okkar þakk-
læti fyrir svo margt og að hafa
orðið þeirri gæfu aðnjótandi að
hafa kynnst ykkur Stínu, og ykkar
fallegu fjölskyldu, ykkur var alltaf
ljúft heim að sækja.
Við Oddný geymum minningu
um góðan dreng og vin, það er
ljósið sem lifa mun.
Elsku, Ragnhildur, Kristján,
Aron, og fjölskyldan öll, hugur
okkar er hjá ykkur, megi góður
Guð styrkja ykkur á þessum erf-
iða tíma.
Þótt sólin nú skíni á grænni grundu
er hjarta mitt þungt sem blý,
Því burt varstu kallaður á örskammri
stundu.
Í huganum hrannast upp sorgarský.
Fyrir mér varstu ímynd hins göfuga og
góða
Svo fallegur, einlægur og hlýr.
En örlög þín ráðin – mig setur hljóða
Við hittumst samt aftur á ný
Megi algóður Guð þína sálu nú geyma
gæta að sorgmæddum, græða djúp sár.
Þó kominn sért yfir í aðra heima
Mun minning þín lifa um ókomin ár.
(Sigríður Hörn Lárusdóttir)
Gunnar og Oddný.
Benedikt K.
Kristjánsson
Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram-
kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin.
Við þjónum með virðingu og umhyggju að
leiðarljósi og af faglegum metnaði.
Við erum til staðar
þegar þú þarft á
okkur að halda
Sigrún Óskarsdóttir,
guðfræðingur
Útfararþjónusta
& lögfræðiþjónusta
Vesturhlíð 2, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is
Með kærleik og virðingu
Útfararstofa Kirkjugarðanna