Morgunblaðið - 10.08.2019, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 10.08.2019, Qupperneq 39
MINNINGAR 39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 2019 Sunnudaginn 28. júlí hringdi ég mitt stysta símtal, í kunningja minn í Bolungarvík, hann sagði mér tíðindin að vinur minn Bene- dikt Kristjánsson hefði látist um nóttina. Vinskapur tókst með okkur Benna og Stínu þegar þau fluttu í blokkina í Bolungarvík. Það var góður og skemmtilegur tími. Benni og Stína byggðu sér svo hús á Heiðarbrún og smituðu okkur Mundu svo við byrjuðum að byggja árið eftir. Menningarreisurnar voru skemmtilegar þegar við fórum til Reykjavíkur með Slysavarna- félaginu. Og stundum hittumst við við Miðjarðarhafið og áttum þar góðar stundir. Á þessum tíma datt okkur ekki í hug að við ættum öll eftir að flytja á Suðurnesin. Benni var mikið í félagsmálun- un í Bolungarvík, var til dæmis formaður í Ungmennafélagi Bol- ungarvíkur og sat í bæjarstjórn. Þegar líða tók að hausti var Benni alveg ómissandi, allir þurftu að fara til Benna með kjötið sitt en hann var úrvals kjötiðnað- armaður. Reykta kjötið hjá Benna sló enginn út, svo kom að svína- hryggirnir urðu vinsælir á jólun- um, þá jafnaðist enginn á við Benna. Svínahryggur frá Benna var víða á borðum á aðfangadag í Bolungarvík og víða. Fólk keypti til að senda um land allt, allir vildu svínahrygg frá Benna á jólunum. Við komum öll eins til jarðar- innar, en förum aftur með ólíkum hætti. Faðir minn spurði alltaf þegar hann sá flaggað í hálfa stöng: hver er fluttur? Hann vildi meina að okkur væri ætlað eitt- hvert annað hlutverk eftir þetta líf. Sumir segja að við komum öll til með að hittast í Blómabrekk- unni í Sumarlandinu, þar er Bene- dikt kannski búinn að hitta Stínu sína. Við munum geyma í hjarta okk- ar minningar um Benna, breiða brosið, og hlýtt hjarta, sem hann hafði með sér hvert sem hann fór. Það verður lengi í mínum huga að á laugardögum hringdi Benni til að vita hvernig mér liði. Elsku Ragnhildur, Kristján, Aron, Helga og fjölskyldur, þið hafið misst mikið. Við Munda vott- um ykkur okkar dýpstu samúð og megi guð blessa ykkur. Sigurður Á. Þorleifsson og Guðmunda K. Ásgeirsdóttir, Sandgerði. Mig setti hljóðan við þá óvæntu fregn að Benedikt væri látinn. Ég kynntist honum fyrst þegar ég settist í stjórn Lífeyrissjóðs verzl- unarmanna fyrir rúmum þremur árum. Með okkur tókust strax góð kynni sem ekki bar skugga á með- an hans naut við. Benedikt hafði setið í stjórninni frá 1998 utan eitt ár sem hann var í varastjórn. Hann var því hafsjór af reynslu og fróðleik um Lífeyrissjóð verzlun- armanna og lífeyrissjóðakerfið og brást ætíð ljúfmannlega við þegar við, sum okkar algjörir nýliðar, leituðum eftir að taka út úr reynslubanka hans. Benedikt var traustur maður og hæglátur, ljúf- mannlegur og lagði ætíð gott til mála. Sjóðfélagar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna hafa sannarlega notið góðs af óeigingjörnum störf- um hans í þágu sjóðsins. Ég minn- ist hans með hlýhug og þakklæti og færi aðstandendum hans um leið innilegar samúðarkveðjur fyr- ir hönd stjórnar og starfsfólks sjóðsins. Minningin um góðan fé- laga lifir. Ólafur Reimar Gunnarsson, stjórnarformaður Lífeyris- sjóðs verzlunarmanna. Ég kynntist Benedikt árið 1995 þegar hann og stjórn Kaup- mannasamtaka Íslands (KÍ) réðu mig sem framkvæmdastjóra sam- takanna. Benedikt hafði tekið við stjórn KÍ á erfiðum umbrotatíma í sögu samtakanna. Ég hafði hitt Benna áður, en þarna hófst sam- starf sem stóð í meira en áratug fyrst innan KÍ og síðar eftir að við áttum ásamt Samtökum sam- vinnufélaga þátt í stofnun nýrra hagsmunasamtaka, Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ) og Samtaka atvinnulífsins (SA). Það er margs að minnast frá árunum í KÍ því margvíslegum málefnum er vörðuðu hagsmuni kaupmanna þurfti að sinna. Um tíma fóru fram viðræður um sameiningu KÍ og Félags íslenskra stórkaup- manna og þar reyndi verulega á Benedikt, sem á sinn rólega hátt hlustaði á rök og gagnrök og lagði síðan fyrir stjórn samtakanna að taka ákveðna afstöðu. Þegar ljóst var að sameining þessara tveggja samtaka ætti jafnframt að þýða úrsögn úr heildarsamtökum at- vinnurekenda, VSÍ, og ljóst var að Félag matvörukaupmanna myndi þá kljúfa sig út úr KÍ, þá var hætt við hana. Þegar Samtök samvinnufélaga lýstu yfir að þau væru tilbúin að taka þátt með okkur í myndun nýrra hagsmunasamtaka verslun- ar- og þjónustufyrirtækja innan nýrra heildarsamtaka þá hófst mikil fundatörn sem stóð mestan part vetrar. Við Benedikt sátum þessa fundi fyrir KÍ og það var augljóst að Benedikt ávann sér traust og virðingu annarra fund- armanna sem komu frá nær öllum greinum atvinnulífsins. Eftir stofnun SVÞ, sem tók við málsvörn og hagsmunagæslu fyr- ir verslunina, héldu KÍ áfram að vera til sem félag kaupmanna sem hélt utan um eignir félagsins og gerðist styrktaraðili málefna sem vörðuðu smásöluverslunina. Benedikt naut þess trausts að vera áfram formaður samtakanna og jafnframt fulltrúi þeirra í stjórn Lífeyrissjóðs verslunar- manna. Ég á margar góðar minningar um samskipti og ferðir með Benna víða um landið til funda við kaup- menn og aðra. Það var ætíð stutt í brosið og léttleikann hjá honum. Hann varð síðan fyrir þungu áfalli þegar hann missti eiginkonu sína skyndilega eftir að hann hafði flutt sig til Reykjanesbæjar og hafið störf hjá Samkaupum. Við Benni höfðum ekki ræktað samband okkar á milli eftir að ég lét af launastörfum og ég vissi satt að segja ekki að hann ætti við ein- hver heilsuvandamál að stríða. Fráfall hans var mér því áfall og verulegur harmur. Ég votta fjöl- skyldu hans samúð og kveð þenn- an vin minn með söknuði. Sigurður Jónsson, fv. framkvæmdastjóri KÍ og SVÞ. Kveðja frá Kaupmanna- samtökum Íslands. Síminn hringdi síðdegis á laugardeginum 27.7. sl. Sæll, Óli, ertu heima eða eitthvað upptek- inn? Á hinum endanum var Benni. Eitthvað á þessa leið byrjuðu ævinlega símtölin frá Benna. Er- indið var, líkt og oft áður, fyrst svona spjall um allt og ekkert, en beindist svo að KÍ og ferlinu sem stendur yfir varðandi samtökin. Þetta varð nokkuð langt símtal, Benni hress og kátur að vanda. Hafði nýverið gengist undir lið- skipti á hné, sem tókust vel. Átti að fara í eftirlit með það eftir helgina og var svo á leið í sumar- frí. Það var svo á mánudags- morgninum eftir að símtal kom og tilkynnt var að Benni hefði látist snemma morguninn áður. Bene- dikt Kristjánsson hafði verið for- maður Kaupmannasamtakanna frá árinu 1995. Á aðalfundinum það ár var hann skipaður fundar- stjóri og í framhaldi á fundinum kosinn varaformaður. Á fundinum var líka kosinn nýr formaður. Vegna veikinda þess manns, tók Benni við sem formaður rúmum þremur mánuðum síðar og hefur verið það sl. 24 ár. Benni var lærður kjötiðnaðarmaður, hóf nám í því 1969 hjá SS. Hóf versl- unarstörf í versl. Hring í Bolung- arvík, síðan hjá versl. Einars Guð- finnssonar. Hóf svo störf í versl. Vöruvali á Ísafirði, sem hann svo festi kaup á og rak ásamt versl- uninni í Bolungarvík sem hann hafði líka fest kaup á. Þær seldi hann svo til Samkaupa og varð verslunarstjóri þeirra á svæðinu. Árið 2002 hætti Benni störfum fyrir vestan og fluttist fjölskyldan suður og settist að í Keflavík. Benni varð innkaupastjóri Sam- kaupa, jafnframt því að annast verslanir samstæðunnar víða á landsbyggðinni, setti upp og sá um breytingar á búðunum. Versl- unarstjórarnir og starfsfólkið allt báru mikla virðingu fyrir honum, tóku ævinlega á móti honum með bros á vör. Hann fluttist svo til heildverslunarinnar Búrs sem Samkaup áttu. Nokkrum árum síðar seldu Samkaup Búr til Inn- ness hf. og fylgdi Benni með þang- að. Þó að Benni hafi hætt sjálf- stæðri kaupmennsku var hann áfram og alltaf kosinn formaður KÍ. Honum var sem slíkum, falin stjórnarseta í Lífeyrissjóði versl- unarmanna og hefur setið þar all- ar götur síðan. Benni tók þátt fyr- ir hönd KÍ í að stofna Samtök verslunar og þjónustu, SVÞ. Þau samtök tóku síðan við meginstarf- semi KÍ. Samþykkt var fyrir nokkrum árum að vinna skyldi hafin við að slíta KÍ. Hefur sú vinna verið í gangi síðan. Það er mikið verk og vandasamt. Út á við hefur Benni séð um þá vinnu fyrir hönd stjórnar KÍ. Leitað hefur verið liðsinnis ýmissa við þá vinnu. Í símtalinu okkar Benna frá laug- ardeginum var hann að tæpa á því sem fram væri komið og hvað fram undan væri. Hann bar hag KÍ fyrir brjósti og umfram allt að ekki yrðu nein mistök gerð við þessa vinnu, farið yrði yfir hvert atriði og tími tekinn til skoðunar á hverju. Fyrir lá að fundur yrði bráðlega. Honum seinkar eitt- hvað. Undirritaður færir, fyrir hönd Kaupmannasamtaka Ís- lands, fjölskyldu Benedikts inni- legar samúðarkveðjur. Ólafur Steinar Björnsson. Það var okkur mikið áfall þegar við fengum þær fréttir að Bene- dikt okkar, eða Benni eins og við jafnan kölluðum hann hjá Innnesi, hefði kvatt þetta líf á sunnudags- morguninn 28. júlí síðastliðinn. Ég kynntist Benna skömmu eftir að við stofnuðum Innnes árið 1987, þá átti hann og rak versl- unina Vöruval á Ísafirði. Það var alltaf vel tekið á móti manni í Vöruvali og jafnan boðið upp á kaffi og með því og stundum þeg- ar þannig bar við, líka matur. Benni hafði þann kost sem er svo mikils virði, að sjá gleðina og já- kvæðnina í lífinu. Það var gott að koma til hans og var hann jafnan bóngóður. Þegar Benni hætti verslunar- störfum með sína eigin verslun fór hann fljótlega að starfa hjá Sam- kaupum og lágu þá leiðir okkar aftur saman. Það stóð ekki á góð- um samskiptum við alla þá sem þurftu til hans að leita fyrir hönd Innness. Þegar Innnes keypti fyrirtækið Búr haustið 2014 var Benni starfs- maður þar og varð þar með orðinn samstarfsmaður minn hjá Inn- nesi. Mér hlýnaði um hjartaræt- urnar þegar starfsmaður okkar sagði mér að Benna hefði litist vel á að Innnes keypti Búr þar sem hann hefði alltaf átt góð kynni við starfsfólk Innness. Það er með mikilli sorg og trega sem við hjá Innnesi kveðj- um hinn góða dreng Benedikt K. Kristjánsson. Hvíl í friði, elsku góði Benni minn. F.h. starfsmanna Innness, Magnús Óli Ólafsson. Það er óvíða fegurra en í Bol- ungarvík. Þegar vorið er komið er sjórinn spegilsléttur, aldan gjálfr- ar við steinana, Grænahlíð og sköflum prýdd Jökulfjarðafjöllin skarta sínu fegursta. Þá ríkir göf- ugur friður yfir Víkinni. Við minn- umst slíkra stunda þegar við hóf- um skólagöngu í Barnaskóla Bolungarvíkur. Það var þá sem vináttan hófst, sem aldrei hefur rofnað. Benni var einn af okkur, prúður, traustur, raungóður, bekkjarbróðir og vinur. Við vorum fámennur, samheld- inn bekkur og brölluðum margt saman. Eftirminnilegar eru gönguferðirnar upp í Ból og upp á Ufsir, skemmtifundirnir, æsku- lýðsheimilið og fyrsta bekkjar- partíið. Benni stóð fyrir leyni- félaginu Rauðu akurliljunni sem upplýsti ýmsa leyndardóma. Að lokinni skólagöngu í Víkinni lágu leiðir okkar víða en síðar fór þörf- in fyrir að hittast oftar að gera vart við sig. Við höfum um árabil haldið okkar eigið bekkjarþorra- blót og hist reglulega á Kaffivagn- inum. Þar hefur margt verið skrafað og skeggrætt um bernskuárin og lífið og tilveruna. Benni var stoltur af fjölskyldu sinni og því sem hann var að fást við hverju sinni og sýndi okkur og lífi okkar ævinlega áhuga. Hann bjó í Víkinni til fimmtugs og var alltaf gaman að líta til hans í búð- ina. Bekkjarsystur minnast þess er farið var á Strandir að Benni hafði til kost fyrir hópinn af alúð og umhyggju. Þegar bekkjarmót var haldið í Víkinni bauð Benni af rausnarskap sínum heim til dóttur sinnar í húsið sem þau Stína höfðu búið í. Hann missti mikið þegar Stína hans féll frá eftir erfið veik- indi. Tveimur dögum áður en Benni lést voru hann og bekkjar- félagi samsíða á umferðarljósum og náðu spjalli með fyrirheiti um að vera duglegir að mæta á Kaffi- vagninn í vetur en Benna okkar verður nú sárt saknað þar. Að leiðarlokum þökkum við vin- áttuna sem er stór hluti hamingj- unnar á þeirri vegferð sem lífið er. Við sendum fjölskyldu Benna og öllum ástvinum hans okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Fyrir hönd bekkjarsystkina, Árný, Ása, Hrönn og Þorvaldur. HJARTAVERND Minningarkort 535 1800 www.hjarta.is Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 FALLEGIR LEGSTEINAR Verið velkomin Á góðu verði Auðbrekku 4, 200 Kópavogi, sími: 537-1029, www.bergsteinar.is Opið: 10-17 alla virka daga Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför heittelskaðs eiginmanns, föður, tengdaföður og afa, ÓLAFS JÓNSSONAR, Áslandi 2, Mosfellsbæ. Kristín Sæunnar Sigurðardóttir Sæunn Ólafsdóttir Benedikt Arnarson Iðunn Ólafsdóttir Árni Valur Skarphéðinsson Ólöf Árnadóttir, Skarphéðinn Stefán Árnason, Þula Guðrún Árnadóttir, Ríkharður Rafn Árnason, Baldur Benediktsson og Freyja Benediktsdóttir Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar, tengdafaðir og afi, RAGNAR S. HALLDÓRSSON verkfræðingur og fyrrverandi forstjóri, lést á Landspítalanum í Fossvogi miðvikudaginn 7. ágúst. Útförin verður auglýst síðar. Margrét K. Sigurðardóttir Kristín Vala Ragnarsdóttir Halldór Páll Ragnarsson Jóhanna H. Jónsdóttir Sigurður R. Ragnarsson Þórdís Kjartansdóttir Margrét Dóra Ragnarsdóttir Hjálmar Gíslason og barnabörn Elskulegur faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi, BJÖRN SVEINSSON, áður til heimilis á Njarðvíkurbraut 6, Innri-Njarðvík, lést á Hrafnistu, Nesvöllum, laugardaginn 3. ágúst. Tína Gná Róbertsdóttir Gunnar Þór Sæþórsson Sæþór Björn Gunnarsson Anna Olsen Margrét Jóna Gunnarsdóttir Róbert Sædal Geirsson Guðríður Lára Gunnarsd. Jóhann Karl Hallsson og barnabarnabörn Okkar ástkæra BJÖRK GUÐNADÓTTIR lést 23. júlí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug. Þorgerður Bergvinsdóttir Valdimar B. Davíðsson Guðbjartur K. Kristinsson Viktoría S. Nikulásdóttir Arndís Guðnadóttir Patrich Hansen Aníta Rán og Nathan Breki Sigurbjarni Guðnason Jóhanna Jakobsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.