Morgunblaðið - 10.08.2019, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 10.08.2019, Qupperneq 41
MINNINGAR 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 2019 ✝ SigríðurBjörnsdóttir fæddist í Bólstað- arhlíð í Vestmanna- eyjum 8. apríl 1923. Hún lést á Dvalar- heimilinu Hraun- búðum í Vest- mannaeyjum 30. júlí 2019. Hún var dóttir hjónanna Ingi- bjargar Ólafs- dóttur frá Eyvindarholti, f. 12.4. 1895, d. 22.6. 1976, og Björns Bjarnasonar frá Hlaðbæ, f. 3.3. 1893, d. 26.9. 1947. Systkini Sigríðar eru Hall- dóra, f. 1922, Jón, f. 1924, d. 2012, Kristín, f. 1925, Sigfríður, f. 1926, d. 2007, Perla, f. 1928, Sigrún Edda, gift Baldri Snorra- syni, fyrir átti Sigrún Snædísi Söru og Elfar Ágúst Ragnars- börn, c) Margrét, börn hennar Ísak Orri og Ragnheiður Drífa Petersen. 2) Edda, f. 7.4. 1953, gift Sigmari Georgssyni, f. 1.4. 1950, börn þeirra eru: a) Sigríð- ur, gift Jóni Val Jónssyni, börn þeirra eru Kristín Edda og Ein- ar Örn, b) Harpa, gift Baldvini Þór Svavarssyni, börn þeirra eru Valdís Bára, í sambúð með Lárusi Herði Ólafssyni, barn þeirra Harpa Kristín, Sigmar Þór, Marel og Arnór. Einnig ólu Silla og Týri upp systurdóttur hans, Jóhönnu Kol- brúnu Jensdóttur, f. 4.12. 1938 d. 8.6. 2010, sem var gift Kristni Kristinssyni, f. 11.3. 1933, d. 1.1. 1997, og áttu þau þrjú börn: Kristin, Báru og Sigríði. Útför Sillu frá Bólstaðarhlíð verður gerð frá Landakirkju í Vestmannaeyjum í dag, 10. ágúst 2019, og hefst athöfnin klukkan 14. Soffía, f. 1933, Bjarni Ólafur, f. 1935, d. 1959, og samfeðra var Ólaf- ur Kristinn, f. 1919, d. 1997. Sigríður var allt- af kölluð Silla frá Bólstaðarhlíð. Hún giftist 29.11. 1941 Angantý Arngrími Elíassyni, skip- stjóra og hafnsögu- manni, f. 29.4. 1916, d. 18.6. 1991. Börn þeirra eru: 1) Elías Björn, f. 20.8. 1948, kvæntur Drífu Vermundsdóttur, f. 20.6. 1949, d. 29.6. 2017, börn þeirra eru: a) Sara, í sambúð með Val- geiri Bergmann Magnússyni, börn þeirra Elías og Emelía, b) Nú kveðjum við þig elsku amma Silla. Minningarnar sem við geymum í hjarta okkar eru ljúfar, um yndislega góða ömmu. Við vorum svo lánsamar að eiga margar samverustundir með þér alveg frá fæðingu okkur til þíns síðasta dags. Fjölskyldan var þér ávallt kær og þú alltaf til staðar. Sem börn kenndir þú okkur bænirnar og að lesa og hafðir alltaf tíma til að sinna okkur enda vorum við mikið heima hjá ykkur afa sem börn og unglingar. Þú varst sérlega þolinmóð við okkur og bentir okkur alltaf á kosti okkar, sem og annarra. Einstaklega jákvæð manneskja sem var óspör á hrósið. Við eigum margar skemmti- legar minningar um ferðalög fjölskyldunnar, bæði meðan afi var á lífi og eftir að hann var farinn. Seinni árin urðu þó flest- ar slíkar minningar til í sum- arbústað foreldra okkar sem þú alveg elskaðir að heimsækja og dvelja í á sumrin. Viljinn til að ferðast og lifa lífinu var alltaf mjög sterkur. Því var alltaf hægt að fá þig með í ferðalög eða út að borða, og þá var ávalt mikið rætt og hlegið. Þú náðir þessum mikla aldri, 96 ára, en varst alltaf ern og með allt þitt á tæru. Elsku amma, við kveðjum þig með miklu þakklæti fyrir allar stundirnar sem þú gafst okkur og þær minningar sem við eig- um um þig. Vaktu, minn Jesús, vaktu í mér, vaka láttu mig eins í þér. Sálin vaki, þá sofnar líf, sé hún ætíð í þinni hlíf. (Hallgrímur Pétursson) Harpa og Sigríður Sigmarsdætur. Í dag kveðjum við í hinsta sinn hana ömmu Sillu. Elsku langamma mín sem ég kallaði aldrei neitt annað en ömmu Sillu og það gerðu flestir aðrir líka, sama hvort það voru ættingjar eða fjölskylduvinir. Þú varst amma okkar allra og við elsk- uðum þig sem slíka. Þú varst til staðar fyrir okkur, alltaf tilbúin að hlusta og spjalla, til þess að leika eða til að læra með, til í að syngja og hafa gaman. Mörg gömul dægurlög kunnir þú og kenndir mér og ég elskaði að syngja með þér, alveg sama þótt þú hafir iðulega stoppað hlæjandi í miðju lagi og beðið afsökunar á því að geta ekki sungið eins vel og áður. Alltaf varst þú okkur svo þakklát fyrir það sem við gerð- um fyrir þig eða með þér og var kurteisi einn af þínum sterkustu kostum. Kurteisi kenndir þú mér og öllum öðrum sem þér kynntust og sagðir þú mér eitt sinn að það væri eitt af því sem þú værir hvað stoltust af. Ég sat oft með þér og hlust- aði á þig segja sögur af liðnum tíma. Öðrum tíma sem er mér svo framandi og fjarlægur en var þér aðeins glaðvær minning. Jólin er þú varst lítil, sveitin sem þú varst send í fimm ára gömul, bátsferðirnar og ferða- lögin sem þú fórst í, vinirnir, ástin og lífið. Við þökkum þér elsku amma fyrir allar samverustundirnar, við erum rík af minningum um þig, brosið þitt blíða, faðmlögin þéttu og kossana hlýja. Farðu í friði engilinn minn og hvíldu í Guðs örmum. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sigurður Jónsson frá Presthólum) Kristín Edda Valsdóttir. Nú er elsku Silla frænka fall- in frá. Það er svo mikil hlýja og væntumþykja sem nafnið henn- ar vekur, Silla frænka. Fallegri manneskju innan sem utan eru vandfundnar. Mínar fyrstu minningar eru tengdar Sillu frænku þegar ég var í pössun hjá henni og Týra, fyrst sem lít- ið barn en síðar stóð heimili þeirra mér alltaf opið. Silla umvafði mig hlýju og var gjafmild á hrós og gleði. Mér leið alltaf dálítið eins og prins- essu hjá þeim enda bæði tvö sér- lega góð við mig. Týri kom úr siglingum með fallegan húsbún- að og fannst mér mikið til um skipstjórann. Man eftir því þeg- ar hann færði okkur systrum dúkkuvagna sem foreldrar mínir báðu hann að kaupa fyrir sig í útlöndum. Það var alveg óhætt að treysta Týra til að velja þá. Eftir að við fluttum upp á land var ég áfram velkomin til þeirra. Heimilið þeirra var sér- stakt, fágað, snyrtilegt og fal- legur bragur á öllu. Silla var ein- staklega snyrtileg húsmóðir og virtist gera allt án mikillar fyrir- hafnar. Hún bar með sér fas heimsborgara, sem erfitt er að útskýra en var þarna í árunni hennar. Svarthærð með rauðan varalit og alltaf elegant eins og Parísardama. Hún átti verslun til skamms tíma, Skemmuna sem seldi fal- legan kvenfatnað og annan varn- ing. Þar fékk ég að dunda mér og pakka inn. Enn þá man ég eftir öll árin hvað þau glöddu okkur systur eitt sinn er þau komu úr siglingu, og gáfu okkur fallegar hvítar peysur úr kað- laprjóni með bláum og rauðum bryddingum. Mikið vildi ég að ég hefði ver- ið duglegri að fara til Eyja í heimsóknir en ég heimsótti Bólstaðarhlíðarsysturnar á Hraunbúðir fyrir rétt um mán- uði. Ég gat sagt Sillu hvað mér fannst alltaf mikið til hennar koma og hvað mér þætti vænt um hana. Ég dáðist að því hve vel hún leit út, ótrúlega slétt og falleg húð þrátt fyrir árin 96. Hlýja brosið var á sínum stað og glettnin í augunum hennar fal- legu. Ég er þakklát fyrir þá minningu. Þorgerður Jónsdóttir. Sigríður Björnsdóttir ✝ GunnhildurÁgústa Eiríks- dóttir var fædd í Keflavík 16. ágúst 1941. Hún lést 13. júní 2019 á líknar- deild LSH í Kópa- vogi. Foreldrar Gunn- hildar voru hjónin Dagmar Hulda Þorbjörnsdóttir, f. 1910, d. 2005, og Eiríkur Kristjánsson, f. 1904, d. 1979. Eftirlifandi systkini henn- ar eru Þorbjörn Klemens, f. 1932, og tvíburasystirin Guðný Kristjana. Uppeldissystkini hennar, fósturbörn Huldu og Ei- ríks, eru Dagbjört Jóna Guð- mundsdóttir og Pétur Stein- grímur Sigurðsson. björg Jóhanna, f. 1961. Sambýlis- maður Maríu er Haraldur Owen og synir Maríu eru Eiríkur Ingi og Stefán Sigurður. Eiginmaður Þorbjargar er Kristinn Tómas- son, börn þeirra eru Ögmundur, Þorkell og Ragnhildur. Gunnhildur ólst upp í Vogum á Vatnsleysuströnd þar sem for- eldrar hennar bjuggu. Hún stundaði hefðbundna skóla- göngu í Vogunum en lauk síðan gagnfræðaprófi frá Reykjanes- skóla við Ísafjarðardjúp. Árið 1963 lagði hún land undir fót og fór í enskunám til Cambridge í Bretlandi. Hún vann lengst af sem rödd og andlit álversins í Straumsvík ásamt því að vera einkaritari tæknilegs fram- kvæmdastjóra. Gunnhildur og Þorleifur hófu búskap 1965. Þau byggðu sér einbýlishús í Efstalundi í Garða- bæ, þar sem þau bjuggu lengst af. Síðustu árin hafa þau búið í Asparási í Garðabænum. Útför Gunnhildar Ágústu fór fram í kyrrþey 12. júlí 2019. Árið 1964 kynnt- ist Gunnhildur eftir- lifandi eiginmanni sínum, Þorleifi Markússyni, f. 1940, og gengu þau í hjónaband 7. maí 1966. Þau eignuðust þrjú börn. Soninn Andrés Markús, f. 1966, en hann lést af slysförum 1989, og dæturnar Soffíu Dagmar, f. 1968, og Guðrúnu Ólafíu, f. 1973. Dætur Soffíu eru Gunnhildur Rós og Dagmar Björk. Eiginmaður Guðrúnar er Jón Randver Guðmundsson og stjúpsonur hennar er Guðjón Daníel. Eldri dætur Gunnhildar eru María Guðbjörg, f. 1959, og Þor- Elsku Gunnhildur! Þú ert farin, það er sárt að horfast í augu við það. En þannig er lífið, við komum og förum. Flest fáum við gegnt okkar hlutverki í lífinu, en þó eru sumir kallaðir burt frá sínu, eins og þið fjölskyldan fenguð að kynnast þegar elsku- legur Markús ykkar lést af slysförum aðeins 23 ára að aldri. Aldrei kallaðir þú mig annað en Dæju „systur“ og Pétur var Pétur „bróðir“, þótt við værum einungis uppeldissystkini þín. Mamma þín tók mig að sér, af mikilli fórnfýsi, tæplega níu ára gamla þegar móðir mín dó. Áð- ur höfðuð þið tvíburasysturnar og ég leikið okkur saman ásamt fleiri krökkum í því litla plássi, Vogum. Þar var margt brallað, leikið upp á Arahól í fallinni spýtunni og fleiri leikjum þess tíma. Ekki fyrir svo ýkja löngu rifjuðum við upp þegar við vor- um börn og horfðum á bátana koma til hafnar. Á siglingu sinni tóku þeir oft dýfu, þá sup- um við hveljur og héldum að nú myndu þeir sökkva. Það er margs að minnast. Ég fór í mína fyrstu utan- landsferð með ykkur Þorleifi, sjálf komin á miðjan aldur. Við hlógum oft að því síðar, er við rifjuðum upp ferð okkar í skemmtigarðinn í Liseberg í Gautaborg, hve við hlógum og skríktum í tækjunum! Aum- ingja Þorleifur – með okkur tvær! Þið voruð dugleg að ferðast, fóruð vestur um haf eins og sagt var í den. Þar áttir þú frænku og fleira skyldfólk sem þið voruð dugleg að heim- sækja. Þú rifjaðir oft upp er þú komst vestur til mín með stelp- urnar þínar og það hafði verið ansi hvasst í Kolgrafafirðinum á leiðinni. Með tilþrifum sagðir þú frá því er ein hviðan kom og bíllinn snarsnerist á veginum, í öfuga átt við þá sem þú ókst. Oft naut ég gestrisni ykkar er ég gisti hjá ykkur í heimsóknum suður, áður en ég flutti þangað sjálf og ófáar terturnar bakaðir þú fyrir mig. Aldrei keyri ég fram hjá álverinu í Straumsvík öðru- vísi en að hugsa til þín, en þar starfaðir þú lungann úr þínum starfsferli og varst vel liðin. Þú áttir góða fjölskyldu, varst stolt af dætrum þínum og barnabörnum og umhyggju- samari og tillitssamari mann en hann Þorleif gastu varla fengið, þess naust þú í veikindum þínum. Síðustu árin voru þér erfið, skiljanlega, því veikindin tóku sinn toll. Minningarnar ylja mér, en tárin eru ekki langt undan. Hvernig á annað að vera þegar allar góðu minningarnar streyma fram? Elsku Gunn- hildur, takk fyrir allt og allt – hittumst síðar. Þú sæla heimsins svalalind ó, silfurskæra tár, er allri svalar ýtakind og ótal læknar sár. (Kristján Jónsson) Dagbjört Guðmundsdóttir. Gunnhildur Ágústa Eiríksdóttir Elsku hjartans maðurinn minn og bezti vinur, FREYSTEINN JÓHANNSSON blaðamaður, lét úr höfn frá Hrafnistu í Hafnarfirði 24. júlí og hefur útför hans farið fram með þeim hætti sem hann óskaði. Þakklæti til allra þeirra sem glöddu hann og lögðu lið í veikindum hans og þá sérstaklega starfsfólks hjúkrunar- heimilisins Höfða á Akranesi fyrir áralanga kærleiksríka umönnun. Einnig færum við þakkir starfsfólki 4A á Hrafnistu í Hafnarfirði fyrir einstaka alúð sl. mánuð. Megi ljós og kærleikur umvefja ykkur öll. Fyrir hönd fjölskyldunnar Jóna Ágústa Ragnheiðardóttir Bróðir okkar, GUÐMUNDUR KARL JÓNASSON, Áshamri 69, áður Miðstræti 26, Vestmannaeyjum, lést á HSU, Vestmannaeyjum, 2. júlí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sérstakar þakkir til séra Guðmundar Arnar Jónssonar og allra þeirra sem önnuðust hann í veikindum hans. Stefán Óskar Jónasson Anna María Jónasdóttir Ásta María Jónasdóttir og fjölskyldur Innilegar þakkir til allra er sýndu okkur samúð, vináttu og hlýju vegna andláts og útfarar elskulegs sambýlismanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, HELGA ÞÓRARINSSONAR húsasmíðameistara, Kópavogsbraut 1a. Sigríður Þorláksdóttir Ólafur Helgason Linda Sunnanvader Salína Helgadóttir Einar Long Guðmundur Helgason Hildur Jósefsdóttir Þröstur Helgason Gerður Jónsdóttir Hermann Brynjólfsson Eygló Lilja Ásmundsdóttir afabörn og langafabörn Við andlát Péturs Jóhannssonar góðs vinar okkar og ná- frænda Vilborgar streyma fram minningar um ára- tuga vinskap og samskipti. Við minnumst m.a. samveru á heim- ilum okkar, í sumarbústöðum, tjaldútilegum og í skíðaferðum innanlands og utan. Um árabil ráku Vilborg og Sigrún saman hannyrðavöruverslun í Keflavík þar sem eiginmennirnir veittu hjálparhönd að bestu getu. Breyttu og innréttuðu m.a. hús- næði verslunarinnar og eina góða sumarhelgi máluðu þeir húsið að utan meðan þær fóru í söluferð til Stykkishólms og nágrennis sem lengi var í minnum höfð. Árið 1982 gengu Pétur og Guðmundur samtímis í Rótarýklúbb Keflavík- ur. Pétur var glaðvær og jákvæð- ur maður sem gott var að um- gangast og starfa með. Hann gat verið stríðinn og átti það t.d. til þegar tekið var í spil að breyta leikreglum sér í hag en hló manna mest þegar upp komst. Pétur var þó fyrst og fremst harðduglegur, vinnusamur, handlaginn og mikið snyrtimenni. Hugurinn var opinn og hann leitaði stöðugt að nýjum Pétur Wilhelm Jóhannsson ✝ Pétur WilhelmJóhannsson fæddist 23. maí 1945. Hann lést 8. júlí 2019. Útför Péturs hefur farið fram í kyrrþey. tækifærum og lausnum. Hjá hon- um voru engin vandamál, bara lausnir. Pétur starf- aði við fjölmargt um ævina. Hann vann um árabil á krana hjá fyrirtæki í eigu föðurbróðurs og föðurs, sá um trygg- ingarútibú í Kefla- vík og rak fyrirtæki er safnaði netum og sendi erlend- is í endurvinnslu. Sennilega frumkvöðlastarf á þeim tíma. Eftir að fjölskyldan flutti á höf- uðborgarsvæðið tóku við önnur verkefni og síðar stofnaði hann fyrirtækið GP-kranar með Gunn- þóri félaga sínum sem þeir gerðu á stuttum tíma að mjög öflugu kranafyrirtæki. Pétur seldi svo Gunnþóri sinn hluta í fyrirtækinu og sneri sér að nýjum viðfangs- efnum. Þessi opni og leitandi hugur og lausnamiðaða hugsun nýttist Pétri klárlega vel. Hann setti hag og velferð fjölskyldu sinnar í önd- vegi og vann ötullega að því að tryggja þeim hjónum öruggt og gott ævikvöld. Þetta gekk eftir þó svo Pétur gæti ekki notið þess sem skyldi vegna erfiðra veikinda síðustu árin. Að leiðarlokum þökkum við vináttu, samveru og hjálpsemi og sendum Sigrúnu og fjölskyldu hugheilar samúðarkveðjur. Minningin um góðan dreng lif- ir. Vilborg og Guðmundur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.