Morgunblaðið - 10.08.2019, Side 46

Morgunblaðið - 10.08.2019, Side 46
46 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 2019 GOLF Íslandsmótið heldur áfram á Grafarholts- velli þar sem þriðji hringurinn bæði í karla- flokki og kvennaflokki verður leikinn í dag og lokahringurinn á morgun. KÖRFUKNATTLEIKUR Forkeppni EM karla: Laugardalshöll: Ísland – Sviss .............. L13 KNATTSPYRNA Úrvalsdeild karla, Pepsi Max-deildin: Greifavöllur: KA – Stjarnan................... S16 Kórinn: HK – KR.................................... S16 Norðurálsvöllur: ÍA – Breiðablik .......... S16 Víkingsvöllur: Víkingur R. – ÍBV.......... S16 Origo-völlur: Valur – FH........................ S20 1. deild karla, Inkasso-deildin: Ásvellir: Haukar – Magni ...................... L14 2. deild karla: Samsung-völlur: KFG – Leiknir F .. L13.30 Hertz-völlur: ÍR – Völsungur................ L14 Vogaídýfuvöllur: Þróttur V. – Vestri .... L14 Fjarðab.höll: Fjarðabyggð – Kári......... L14 3. deild karla: Vilhjálmsv.: Höttur/Huginn – Álftanes L14 Framvöllur: Kórdrengir – Einherji...... L14 Sindravellir: Sindri – KF ....................... L16 2. deild kvenna: Boginn: Hamrarnir – Sindri .................. L12 UM HELGINA! EM U20 kvenna B-deild í Kósóvó: Keppni um sæti 9-12: Kósóvó – Ísland .................................... 63:97 Grikkland – Úkraína ............................ 45:52  Úkraína 4, Ísland 4, Grikkland 2, Kósóvó 2. Ísland mætir Úkraínu í síðustu umferð- inni á morgun. EM U16 karla B-deild í Svartfjallalandi: C-riðill: Ísland – Hvíta-Rússland ............. (frl.) 76:69 Danmörk – Úkraína ............................. 79:62 Svartfjallaland – Sviss ......................... 90:81  Ísland 4, Svartfjallaland 4, Danmörk 4, Úkraína 2, Hvíta-Rússland 2, Sviss 2. Ís- land mætir Danmörku í þriðju umferð í dag. KÖRFUBOLTI KÖRFUBOLTI Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is „Þetta er fyrst og fremst gríðarlega mikilvægur leikur fyrir okkur og hann leggst mjög vel í mig,“ sagði Hörður Axel Vilhjálmsson, leik- maður íslenska karlalandsliðsins í körfuknattleik, í samtali við Morg- unblaðið í gær. Ísland mætir Sviss í Laugardals- höll í dag klukkan 13 í forkeppni EM 2021 en liðið tapaði fyrsta leik sínum í forkeppninni gegn Portúgali ytra með einu stigi, 80:79. Íslenska liðið þarf nauðsynlega á sigri að halda til þess að halda vonum sínum á lífi um að spila á Evrópumeistaramótinu sem fram fer í Georgíu, Ítalíu, Tékk- landi og Þýskalandi og því allt undir í Laugardalshöll í dag. „Eftir tapið úti í Portúgal er það bara að duga eða drepast fyrir okkur gegn Sviss, svo einfalt er það. Vissu- lega vorum við svekktir eftir tapið úti því við ætluðum okkur sigur í Portú- gal sem hefði sett okkur í góða stöðu en það gekk ekki eftir og núna þurf- um við að fara aðrar leiðir. Eins og riðillinn er að spilast gætu sigrar á útivelli talið mest en að sama skapi höfum við verið öflugir á heimavelli í gegnum tíðina og planið er að halda því áfram. Við erum enn þá með þetta í okkar höndum og ef við fáum fólkið með okkur hef ég fulla trú á því að við getum klárað okkar leiki og verkefnið með sæmd.“ Veikleikar sem þarf að nýta Svissneska vann 77:72-sigur gegn Portúgal í fyrsta leik sínum í Frobo- urg í Sviss í byrjun ágúst þar sem að Clint Capela, leikmaður Houston Rockets í bandarísku NBA-deildinni, var atkvæðamestur í svissneska lið- inu með 16 stig og ellefu fráköst. „Þetta er mjög sterkt lið og þeir eru með betri einstaklinga innan- borðs en Portúgal. Portúgal er með einstaklinga sem hafa spilað lengi saman á meðan Sviss er með nýrra lið og þeir eru ennþá að læra inn á hver annan þar. Clint Capela er þeirra stærsta stjarna en það þýðir samt ekki að það séu engir veikleikar í þeirra liði. Þeir eru með ansi marga veikleika og Capela er einn af þeim og við þurfum að nýta okkur þá í leiknum. Við erum búnir að taka einn stuttan myndbandsfund fyrir leikinn og svo tökum við annan síðar í dag (í gær) og við ættum því að vera vel undirbúnir fyrir leikinn.“ Lið sem er ennþá að læra Það er ákveðin endurnýjun í gangi hjá íslenska liðinu en Hörður við- urkennir að Tryggvi Snær Hlinason hafi breytt dýnamík íslenska liðsins hratt á undanförnum árum. Tryggvi, sem er 2,16 sentímetrar á hæð, hefur bætt sig gríðarlega mikið sem körfu- knattleiksleikmaður frá því hann spilaði sinn fyrsta landsleik árið 2016 og skoraði meðal annars 15 stig og tók átta fráköst í leiknum gegn Portúgal í vikunni. „Þetta er eitt hæfileikaríkasta landslið sem ég hef spilað með en það tekur auðvitað tíma að spila sig sam- an, sérstaklega í vörninni, og það er algjörlega nýtt fyrir okkur að vera allt í einu með stærri mann en önnur lið inn í teig sem dæmi. Við þurfum að læra betur inn á það, bæði í vörn og sókn, og hvernig við getum nýtt okkur það sem best. Í gegnum tíðina höfum við verið að ráðast á stóru mennina með litlu mönnunum en núna erum við allt í einu farnir að lenda sjálfir í því sem er ákveðin til- breyting. Þetta er hins vegar mjög jákvæð þróun bæði fyrir mig per- sónulega sem og allt liðið því það opnar völlinn til muna fyrir okkur bakverðina að vera með svona skrímsli eins og Tryggva inni í teign- um. Við erum á réttri leið sem lið og þótt við séum kannski ekki orðnir jafn vel samhæfðir og EM 2015 liðið, sem er að mínu mati okkar besta lið frá upphafi, þá eru mjög bjartir tímar framundan hjá landsliðinu,“ sagði Hörður Axel í samtali við Morgunblaðið. Skrímslið í teignum sem breytir öllu  Allt undir hjá íslenska körfuknatt- leikslandsliðinu sem mætir Sviss í dag Morgunblaðið/Hari Evrópukeppni Hörður Axel Vilhjálmsson og samherjar í landsliðinu eiga fyrir höndum algjöran lykilleik í forkeppni EM gegn Sviss í dag. Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Andri Þór Björnsson standa vel að vígi eftir tvo keppnisdaga af fjórum á Íslandsmótinu í golfi á Graf- arholtsvelli. Guðrún Brá sem er ríkjandi Íslandsmeistari er með þriggja högga forystu í kvenna- flokki og Andri Þór er með tveggja högga forystu í karlaflokki. Fyrir hringinn í gær voru Hulda Clara Gestsdóttir og Saga Trausta- dóttir efstar á tveimur höggum yfir pari, einu höggi á undan Guðrúnu. Þær náðu sér hins vegar ekki al- mennilega á strik og það nýtti Guð- rún sér. Hún lék á 69 höggum, tveimur höggum undir pari, og er á samanlagt þremur höggum undir pari. Nína Björk Geirsdóttir lék einnig á 69 höggum og fór upp í annað sætið. Hún er samanlagt á pari. Þar á eftir kemur Saga á einu höggi yfir pari, en hún lék á 74 höggum í dag. Hulda Clara er á 5 höggum yfir pari í fimmta sæti. Hulda lék á 78 höggum í dag. Þar á milli er Berglind Björnsdóttir í fjórða sæti á fjórum yfir. Andri lék á 66 höggum eða fimm höggum undir pari og bætti sig um fjögur högg á milli hringja. Andri lék gríðarlega öruggt golf í gær og fékk fimm fugla og ekki einn einasta skolla. Hann er sam- anlagt á sex höggum undir pari. Hlynur Geir Hjartarson er í öðru sæti á fjórum höggum undir pari, en hann var í forystu fyrir daginn. Viktor Ingi Einarsson, Hákon Örn Magnússon, Jóhannes Guð- mundsson og Haraldur Franklín Magnús koma þar á eftir á þremur höggum undir pari. Guðmundur Ágúst Kristjánsson er svo á tveimur höggum undir pari. Axel Bóasson, ríkjandi Íslands- meistari, er á tveimur höggum yfir pari í 16. sæti ásamt þremur öðrum kylfingum. johanningi@mbl.is Guðrún og Andri eru með góða stöðu Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Forysta Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Andri Þór Björnsson standa vel að vígi þegar keppnin á Íslandsmótinu á Grafarholtsvelli er hálfnuð. Ítalska félagið Bologna hefur fest kaup á miðjumanninum Andra Fannari Baldurssyni frá Breiðabliki. Andri Fannar fór á lán til félags- ins í janúar, en Bologna átti for- kaupsrétt á honum og ákvað ítalska félagið að festa kaup á honum en Andri er 17 ára gamall. Bologna keypti Andra Fannar Skólar & námskeið fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 16. ágúst NÁNARI UPPLÝSINGAR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is PÖNTUN AUGLÝSINGA fyrir miðvikudaginn 14. ágúst. SÉRBLAÐ Í blaðinu verður fjallað um þá fjölbreyttu valkosti sem í boði eru fyrir þá sem stefna á að auka þekkingu sína og færni í haust og vetur. –– Meira fyrir lesendur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.