Morgunblaðið - 10.08.2019, Síða 48

Morgunblaðið - 10.08.2019, Síða 48
48 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 2019 Sölustaðir: Flest apótek, heilsuhús og heilsuhillur stórmarkaða Nánar á artasan.is • Eplakjarni, elfting og hirsi • Tocotrienol örvar hársrótina • Amínósýrur, bíótín og sink • Procyanidin B2 úr eplum Hair Gro stuðlar að eðlilegum hárvexti Er hárið að þynnast Pepsi Max-deild kvenna ÍBV – KR................................................... 2:4 Valur – HK/Víkingur ............................... 7:0 Fylkir – Stjarnan...................................... 3:1 Staðan: Valur 13 12 1 0 51:8 37 Breiðablik 13 11 2 0 43:12 35 Selfoss 13 7 1 5 17:15 22 Þór/KA 13 6 3 4 24:20 21 Fylkir 13 6 1 6 18:26 19 KR 13 4 1 8 16:27 13 Stjarnan 13 4 1 8 12:27 13 ÍBV 13 4 0 9 23:35 12 Keflavík 13 3 1 9 21:28 10 HK/Víkingur 13 2 1 10 10:37 7 Inkasso-deild kvenna Grindavík – ÍA ......................................... 3:3 Helga Guðrún Kristinsdóttir 84., 90., 90. – Sigrún Eva Sigurðadóttir 21., Bryndís Rún Þórólfsdóttir 30., Fríða Halldórsdóttir 47. Rautt spjald: Andrea Magnúsd. (ÍA) 90. Staðan: Þróttur R. 12 10 0 2 49:9 30 FH 12 9 2 1 38:15 29 Afturelding 12 6 2 4 23:14 20 Tindastóll 12 6 1 5 31:31 19 Haukar 12 6 0 6 16:13 18 Grindavík 12 3 5 4 18:21 14 Augnablik 12 4 2 6 9:13 14 ÍA 12 3 4 5 14:16 13 Fjölnir 12 3 3 6 16:29 12 ÍR 12 0 1 11 3:56 1 2. deild kvenna FHL – Völsungur..................................... 0:2 Leiknir R. – Álftanes ............................... 1:3 Staðan: Völsungur 8 7 1 0 17:7 22 Fjarð/Hött/Leikn. 10 5 1 4 28:12 16 Grótta 8 4 2 2 16:8 14 Álftanes 9 4 0 5 21:17 12 Sindri 8 4 0 4 13:19 12 Hamrarnir 9 3 1 5 10:13 10 Leiknir R. 8 0 1 7 3:32 1 Þýskaland Bikarkeppnin, 1. umferð: Sandhausen – Mönchengladbach .......... 0:1  Rúrik Gíslason lék allan leikinn fyrir Sandhausen. Frakkland B-deild: Chambly – Grenoble................................ 0:0  Kristófer Ingi Kristinsson var ekki í leikmannahópi Grenoble. Noregur B-deild: Sandefjord – Start................................... 0:0  Viðar Ari Jónsson lék allan leikinn með Sandefjord en Emil Pálsson er frákeppni vegna meiðsla.  Aron Sigurðarson lék allan leikinn með Start. Jóhannes Harðarson er þjálfari liðsins. Svíþjóð Växjö – Djurgården ................................ 2:1  Ingibjörg Sigurðardóttir lék allan leik- inn með Djurgården og skoraði mark liðs- ins. Guðrún Arnardóttir var ekki með og Guðbjörg Gunnarsdóttir er í barneignafríi. KNATTSPYRNA HLÍÐARENDI/ ÁRBÆR/EYJAR Björn Már Ólafsson Jóhann Ingi Hafþórsson Arnar Gauti Grettisson Valur fór aftur upp í toppsæti Pepsi Max-deildar kvenna í fótbolta með afar sannfærandi 7:0-sigri á HK/ Víkingi á heimavelli. Leikurinn fór eins og við var að bú- ast þegar toppliðið mætir botnliðinu. Valskonur hafa verið á húrrandi sigl- ingu í sumar og ljóst frá upphafi að þær myndu stela stigunum þremur. HK/Víkingsliðið spilaði agaðan varn- arleik – lögðu rútunni eins og þjálfari liðsins orðaði það eftir leik og á köfl- um í fyrri hálfleik áttu Valskonur í erfiðleikum með að opna þær. En þegar leið á leikinn og þreyta gerði vart við sig þá opnuðust flugbrautir á bak við vörn HK/Víkings sem eld- snöggir sóknarmenn Vals nýttu sér og með sendingargetu Dóru Maríu og Margrétar Láru sem þræddu boltann trekk í trekk inn fyrir þá var markasúpa staðreynd. Liðið er því verðskuldað á toppi deildarinnar en forskotið á Breiðablik er lítið og fjör- ið í toppbaráttunni er rétt að byrja! Valskonur sýndu fjölbreytt vopna- búr í sóknarleiknum og aðlöguðu sig vel leikstíl HK/Víkings í síðari hálf- leik. Þjálfari Vals hafði orð á því eftir leik að HK/Víkingsliðið hafi komið þeim á óvart með maður-á-mann varnarleik sínum í upphafi leiks. Botnbaráttan er staðreynd hjá HK/Víkingum en það má nefna það þeim til hróss að þær stilltu upp ungu liði og ljóst að ætlunin er að veita ungum leikmönnum dýrmæta reynslu í efstu deild fyrir komandi leiki gegn öðrum liðum í botnbarátt- unni. Þær geta og einfaldlega verða að taka stig gegn liðunum í kringum sig ef þær ætla sér ekki að leika í In- kasso-deildinni á næsta ári. bmo@mbl.is Umskipti Fylkis halda áfram Sigurganga Fylkis hélt áfram gegn lánlausu liði Stjörnunnar á heimavelli. Fylkir vann verðskuld- aðan 3:1-sigur, sem hefði jafnvel get- að orðið stærri. Úrslitin koma ekki á óvart, sé litið á gengi liðanna upp á síðkastið. Stjarnan er nú með einn sigur í síðustu tíu á meðan Fylkir er var að vinna sinn fjórða sigur í röð. Lið Fylkis er ekki endilega betur mannað en Stjarnan, en sjálfs- traustið er töluvert meira hjá Fylk- iskonum. Ída Marín Hermannsdóttir fór á kostum og skoraði tvö mörk ásamt því að leggja upp eitt. Hún átti bæði mörkin sín skuldlaust, þar sem hún skapaði mikinn usla í vörn Stjörn- unnar upp úr engu. Stjörnukonur réðu ekkert við hana. Hinum megin fékk Stjarnan varla færi, þangað til Aníta Ýr Þorvaldsdóttir skoraði sára- bótamark í uppbótartíma. Undirrit- aður skrifaði á dögunum að bik- arkeppnin væri að fara illa með Fylki, sem vann ekki í sex deild- arleikjum í röð. Eftir tap gegn Sel- fossi í undanúrslitum bikars, hefur Fylkir unnið fjóra leiki í röð og farið úr fallsæti upp í miðja deild. Stjarnan er á leiðinni í hina áttina og gæti allt eins fallið. johanningi@mbl.is Með sjálfstraust í bikarúrslit KR vann gríðarlega mikilvægan sigur á ÍBV á Hásteinsvelli í gær þeg- ar þær unnu 4:2 með mörkum frá Katrínu Ómarsdóttur og Guðmundu Brynju en þær stöllur skoruðu tvö mörk hvor. Brenna Lovera og Clara Sigurðardóttir skoruðu mörk ÍBV. Tóninn var settur í leiknum þegar KR fékk víti eftir einungis 44 sek- úndur eftir afar klaufalegan varn- arleik hjá ÍBV en vörn ÍBV vill lík- lega gleyma þessum leik sem fyrst en allir fjórir leikmenn ÍBV sem spiluðu í vörn áttu afar dapran dag og var Mckenzie til að mynda skipt útaf í hálfleik. Líkt og allir sem að fylgjast með fótbolta vissu að þá er brottför Cloe Lacasse úr liði ÍBV þeim afar þungur því Eyjaliðið er afar bitlaust fram á við ekki með hana innanborðs og staða ÍBV orðin svört í botnbarátt- unni og eru þær í ansi mikilli hættu á falla hreinlega bara um deild. Það ber að hrósa KR-liðinu fyrir afar skipulagðan og vel spilaðan leik en þær gáfu engin færi á sér og voru mjög beinskeyttar fram á við með þær Katrínu og Guðmundu Brynju í broddi fylkingar. Næsti leikur þeirra er bikarúrslit og geta þær mætt bjartsýnar og fullt sjálfstraust eftir þessa frammistöðu í þann leik. sport@mbl.is Fjölbreytt vopnabúr Vals  Valur valtaði yfir HK/Víking og fór á toppinn  Elín, Margrét og Fanndís skor- uðu allar tvö  Fjórði sigur Fylkis í röð  KR upp um þrjú sæti með sigri í Eyjum Morgunblaðið/Kristinn Magnúss. Markaregn Valskonur fagna einu af sjö mörkum sínum. Elín Metta Jensen brosir fyrir miðju en hún skoraði tvö af fyrstu þremur mörkunum í gær. 0:1 Katrín Ómarsdóttir 2.(v) 1:1 Brenna Lovera 30. 1:2 Guðmunda B. Óladóttir 32. 1:3 Katrín Ómarsdóttir 45. 1:4 Guðmunda B. Óladóttir 61. 2:4 Clara Sigurðardóttir 90. I Gul spjöldBrenna Lovera og Sesselja Líf Valgeirsdóttir (ÍBV), Katrín Ómars- dóttir (KR). Dómari: Ásmundur Þór Sveinsson 7. ÍBV – KR 2:4 Áhorfendur: 121. M Clara Sigurðardóttir (ÍBV) Ingibjörg Lúcia Ragnarsd. (ÍBV) Brenna Lovera (ÍBV) Ingunn Haraldsdóttir (KR) Guðmunda Brynja Óladóttir (KR) Katrín Ómarsdóttir (KR) Betsy Hassett (KR) Gloria Douglas (KR) Lilja Dögg Valþórsdóttir (KR) 1:0 Elín Metta Jensen 8. 2:0 Fanndís Friðriksdóttir 42. 3:0 Elín Metta Jensen 55. 4:0 Margrét Lára Viðarsdóttir 61. 5:0 Fanndís Friðriksdóttir 67. 6:0 Margrét Lára Viðarsdóttir 72. 7:0 Hlín Eiríksdóttir 85. I Gul spjöldMálfríður Anna Eiríksdóttir (Val) VALUR – HK/VÍKINGUR 7:0 Dómari: Andri Vigfússon, 8.. MM Elín Metta Jensen (Val) M Dóra María Lárusdóttir (Val) Margrét Lára Viðarsdóttir (Val) Fanndís Friðriksdóttir (Val) Guðný Árnadóttir (Val) Elísa Viðarsdóttir (Val) Audrey Baldwin (HK/Víkingi) Karólína Jack (HK/Víkingi) 1:0 Ída Marín Hermannsdóttir 23. 2:0 Ída Marín Hermannsdóttir 49. (v) 3:0 Bryndís Arna Níelsdóttir 76. 3:1 Aníta Ýr Þorvalsdóttir 90. Dómari: Guðni Þór Þórsson, 8. Áhorfendur: 205. MMM Engin FYLKIR – STJARNAN 3:1 MM Ída Marín Hermannsdóttir (Fylki) M Bryndís Arna Níelsdóttir (Fylki) Cecilía Rán Rúnarsdóttir (Fylki) Marija Radojicic (Fylki) Margrét Björg Ástvalsdóttir (Fylki) Berglind Rós Ágústsdóttir (Fylki) Þórdís Elva Ágústsdóttir (Fylki) Aníta Ýr Þorvaldsd. (Stjörnunni)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.