Morgunblaðið - 10.08.2019, Síða 50

Morgunblaðið - 10.08.2019, Síða 50
50 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 2019 Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Pósterar - Testament kallar Daníel Þ. Magnússon, myndlistarmaður, húsgagnahönnuður og meistara- smiður, sýninguna sem hann opnar hjá Ófeigi að Skólavörðustíg 5 í dag, laugardag, klukkan 16. Í mörg und- anfarin ár hefur Daníel einkum sýnt ljósmyndaverk en nú kveður við annan tón því hann sýnir röð form- rænna og hálfabstrakt prentverka sem hann gerir í upplagi, og kallar „póstera“, fimm af hverjum, og eru gerðir á síðustu 20 árum. Myndirnar segir Daníel glaðbeitt- ur vera einfaldar grunnteikningar sem allar lúti lögmálum „dverg- ríkisins“. Og í yfirlýsingu segir hann þetta „stillimyndir og forsimplanir á stórum verkum og lögmálum. Ég gef slembi og ágiskuninni form og lit og alhæfingin verður heimsmynd dvergríkisins. Þeir sem ferðast á út- höfum hins örsmáa munu glata trúnni á höfuðáttir og fagurfræði. Þeir sem setja traust sitt á stofnanir og vegvísa raunveruleikans munu týna vitinu undir rokgjarnri villusýn þessa heims. Þeir sem af hetjudáð og fórnfýsi kanna flæðarmál öng- ríkisins mæta þar fánýtum spegl- unum og útúrsnúningum. Ég er í hagsmunagæslu fyrir þennan heim og ambassador.“ Eins konar ofureinfaldanir „Með reglulegu millibili hef ég gert eitt og eitt svona verk, þegar ég er í stuði,“ segir Daníel. „Og ég reyni að taka sjálfan mig út úr þeim. Sumum finnst of mikið handverk og mikið af mér í mörgum verkum sem ég geri, þess vegna hef ég mest sýnt ljósmyndaverk í seinni tíð. Ég er lærður skúlptúristi en það hefur runnið inn í húsgögnin sem ég smíða. Því geri ég mest tvívíðar myndir.“ Daníel segir elsta verkið frá 2000, það er mynd af sjónvarpstæki og sú eina sem áður hefur verið sýnd; það var í Nýlistasafninu sama ár. „Þessi verk má kalla ofureinfaldanir, án þess að það sé einhver léttúð í því,“ segir hann um myndgerðina en tala má um agaðan formalisma í því sam- hengi, og svo eru vísanir í ýmsar átt- ir í verkunum og líka í titlunum, í strangflatalist sem trúartákn. „Ég hef áður gert verk sem vitna í dvergríkið; það er mitt ríki, ég er einn þar og því einræðisherra. Þetta er abstraktúr í strangasta skilningi þess orðs, og verkin tala hvert við annað, en tala ekki mikið út á við. Þeim er ekki ætlað að vera gáfuleg, þetta eru bara litir og form, en telja sig þó fullgilda einstaklinga í þessum heimi. Mig langaði til að mynda að gera verk um Ódysseifskviðu og hafa hana mjög einfalda. Það er þetta þarna,“ segir Daníel og bendir á verk frá 2012 sem heitir upp á ensku „A capital U in a sea af S doing a double smokering“. „Þarna er bara stafurinn U – fyrir Ulysses – í hafi af S og svo reykhringir. Þetta er útúr- snúningur og geðþóttaákvörðun um eitt af þeim bókmenntaverkum sem hvað oftast er lagt út af. Annað verk heitir „Bethlehem four“, það síterar aðeins í listamann- inn Mark Rothko en nafnið er jarð- nesk einföldun á heilagri þrenningu, ég bætti Jósef við. Þessi dvergheimur er ekki til að mennta neinn, hann er ekki stjórn- málaleg yfirlýsing, eða listræn yf- irlýsing; hann er á mörkum þess að vera léttúð. Við erum í stanslausum hafvillum og myndlistin er það líka, og ég nota mér það.“ Þegar Daníel er að lokum spurður hvernig gangi að tengja heim hús- gagnanna sem hann smíðar og hefur lifibrauðið af, ljósmyndaverkanna og þessara póstera, segir hann þetta fína þrennu. „Ég lifi á því að kenna stærðfræði og smíða húsgögn. Þess vegna þarf ég ekki að sækja um starfslaun til að framfleyta mér, hætti því fyrir um tuttugu árum. Ef hægt er að segja að þessar myndir hér séu skyldar einhverju, þá er það frekar húsgögnunum mínum en ljós- myndunum.“ Er í hagsmunagæslu fyrir heim dvergríkisins  Daníel Þ. Magnússon sýnir „póstera“, prentverk frá tveimur áratugum Morgunblaðið/Einar Falur Listamaðurinn „Með reglulegu millibili hef ég gert eitt og eitt svona verk, þegar ég er í stuði,“ segir Daníel. Tónlistarhátíðinni Englar og menn, sem haldin hefur verið í Stranda- kirkju í Selvogi undanfarnar helg- ar, lýkur á morgun, sunnudag, klukkan 14 með árlegri Maríu- messu og jafnframt lokatónleikum hátíðarinnar. Sr. Kristján Björns- son vígslubiskup þjónar í messunni. Tónlistarflutning annast Björg Þór- hallsdóttir sópran, Oddur Arnþór Jónsson baritón, Elísabet Waage á hörpu, Gunnar Kvaran á selló og Hilmar Örn Agnarsson organisti sem leikur á harmóníum. Þau flytja blandaða dagskrá af sálmum, ís- lenskum sönglögum, Maríubænum og þekktum perlum tónbók- menntanna, eftir Sigvalda Kalda- lóns, Hreiðar Inga Þorsteinsson, Arvo Pärt, Schubert, Brahms, Vi- valdi, Mascagni og fleiri. Flytjendurnir Hópur þekkts tónlistar- fólks kemur fram í Strandakirkju. Lokatónleikar Engla og manna Susannah Carls- son, organisti við Dómkirkjuna í Lundi í Svíþjóð, kemur fram á tvennum tón- leikum um helgina á hátíð- inni Alþjóðlegt orgelsumar í Hallgrímskirkju. Á fyrri tónleik- unum í dag, laugardag, kl. 12 leikur hún verk eftir J.S. Bach, Eli Tausen á Lava, Charles Marie Widor, Johan Alain og Maurice Duruflé. Á seinni tónleikunum, á morgun, sunnudag, kl. 17 leikur hún verk eftir sömu höfunda og að auki verk eftir Louis Vierne og Sur le Rhin. Tvennir orgeltón- leikar Carlsson Susannah Carlsson Sýning með verkum bandaríska myndlistarmannsins Brians Scotts Campbell verður opnuð í dag, laugardag, klukkan 16 í sýningar- rýminu Harbinger að Freyjugötu 1. Sýninguna kallar Campbell Like a Ship og á henni eru tíu ný mál- verk sem voru unnin hér á landi í sumar. Verkin eru að mestu í gráskala og sýna, samkvæmt til- kynningu, afbyggt landslag, trjá- lendi, fjöll, vötn og ávalar hæðir akra og engja. Campbell er sagður beita fyrir sig kunnuglegum mótífum listmál- arans, sem í meðförum hans öðlist þó aðra merkingu. Hér eru akur- lendið og vötnin ekki sælureitir baðaðir sólskini. Í tempruðum lita- skala sínum leggja þessir staðir til hugmyndir um hliðarheim, hið innra líf, einhvers konar sál- fræðilegt rými, á meðan teikn- ingin, sem er veigamikil í verk- unum, flæðir lauflétt og næsta kæruleysislega áfram og veitir þeim léttleika sem vegur á móti pallettunni. Hefur sýnt verk sín víða Brian Scott Campbell, sem fæddur er árið 1983 í Bandaríkj- unum, hefur lokið MFA-gráðu í myndlist við Rutgers-háskóla í New Jersey. Verk hans hafa verið sýnd víða, meðal annars í gall- eríum í New York, Los Angeles, Houston og Kaupmannahöfn. Campbell hefur verið sýningar- stjóri margra sýninga, meðal ann- ars hjá Tiger Strikes Asteroids í Los Angeles og í No Place Gallery í Columbus í Ohio. Þá hefur verið fjallað um verk hans í virtum dag- blöðum og listtímaritum. Sýnir ný gráskalamál- verk máluð hér á landi  Brian Scott Campbell í Harbinger Gráskali Eitt verkanna á sýningu Brians Scotts Campbell í Harbinger. Ármúla 24 • S. 585 2800 www.rafkaup.is MANOLA ljósakróna

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.