Morgunblaðið - 10.08.2019, Síða 53

Morgunblaðið - 10.08.2019, Síða 53
MENNING 53 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 2019 GIMLI fasteignasala / Grensásvegi 13, 108 Rvk. / s 570 4800 / gimli@gimli.is www.gimli.is Við vitum hvað þín eign kostar Renndu við hjá okkur í Tangarhöfða 13 Allar almennar bílaviðgerðir TANGARHÖFÐA 13 577 1313 - kistufell.com BIFREIÐAVERKSTÆÐIÐ Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@gmail.com Myndlistarsýningin Sjónhvörf opn- ar í galleríinu BERG Contempor- ary í dag, laugardaginn 10. ágúst. Þetta er samsýning þriggja mynd- listarmanna, hinnar íslensku Huldu Stefánsdóttur, hinnar sænsku Sig- rid Sandström og hinnar dönsku Marie Søndergaard Lolk. „Yfir- skrift sýningarinnar, Sjónhvörf, vísar til stefnubreytinga og skila á milli þess sem við sjáum og sjáum ekki,“ segir í fréttatilkynningu og með því er vísað til hugtaks í stjörnufræði sem merkir ystu mörk þess svæðis sem er sýnilegt áður en svartholið tekur við. „Handan hvarfanna er hol sem gleypir allt efni, umbreytir því og gerir ósýnilegt, svo eftir stendur bara óræð hugmynd um eitthvað sem kannski var, þó að flöktandi skuggamyndum þess kunni að bregða fyrir.“ Norræn myndlist sameinast Sigrid Sandström er prófessor við Konunglegu myndlistar- akademíuna í Stokkhólmi. Hún er menntuð frá Minerva Art Academy í Hollandi og Yale-háskóla í Bandaríkjunum. Marie Sønderga- ard Lolk lauk meistaraprófi í myndlist við Konunglegu myndlist- arakademíuna í Kaupmannahöfn árið 2008. Hulda Stefánsdóttir var prófessor við Listaháskóla Íslands til marga ára. Hún nam myndlist við Myndlista- og handíðaskóla Ís- lands og lauk meistaraprófi frá School of Visual Art í New York árið 2000. Myndlistarmennirnir hafa allir sýnt víða og hlotið styrki og viðurkenningar fyrir verk sín. „Þetta eru allt ný verk sem við erum að sýna og unnin sérstaklega fyrir þetta sýningarverkefni, Sjón- hvörf,“ segir Hulda um samstarfið. „Við hittumst fyrst fyrir einu og hálfu ári og fórum að viðra hug- myndir. Það eru skýr tengsl milli verka okkar og við njótum þess að ræða saman um viðfangsefnið sem er málverkið í samtímanum, óhlut- bundna málverkið og möguleika þess.“ „Við vorum strax ákveðnar í því að leika okkur svolítið,“ segir Hulda og nefnir að þær hafi ákveð- ið að verk þeirra þriggja ættu að vera í samtali inni í sýningarrým- inu. „Við stillum verkum okkar upp hlið við hlið eða andspænis hvert öðru.“ Ánægð með samstarfið Sandström, Hulda og Lolk vinna allar með ýmis mörk innan mynd- listarinnar. Við höfum allar fengist lengi við málverkið og það hefur þróast hjá okkur með ýmsum hætti,“ segir Hulda. Í tilkynningu segir: „Þó að verk þeirra kunni að gefa til kynna landslag, hlut eða strúktúr þá felur vinnuferli þeirra alltaf í sér meðvitaða truflun á kennanlegum veruleika, upplausn táknmynda sem staðsetur verkin í heimi abstraktsjónar.“ Hulda skýr- ir það nánar: „Þannig verður kenn- anleiki að einhverju meira óræðu.“ Það var mjög gott hljóð í Huldu daginn fyrir opnun sýningarinnar. „Fyrir mig er þetta frábært tæki- færi til að víkka samhengi eigin verka. Ég er ótrúlega ánægð með þetta samstarf okkar og að fá að sýna með þeim. Það gerir heil- mikið fyrir mig og hefur gert í vinnuferlinu öllu,“ segir hún að lokum. Sýningin Sjónhvörf verður opin í galleríinu BERG Contemporary, Klapparstíg 16, til 7. september. Þar er opið frá kl. 11 til 17, þriðju- daga til föstudaga og frá kl. 13 til 17 á laugardögum. Morgunblaðið/RAX Sýnendurnir Málverk eftir Sigrid Sandström frá Svíþjóð, hina dönsku Marie Søndergaard Lolk og Huldu Stef- ánsdóttur eru á sýningunni. Allt ný verk „og unnin sérstaklega fyrir þetta sýningarverkefni,“ segir Hulda. Hið kennanlega verður órætt  Samsýning þriggja norrænna myndlistarmanna opnuð í BERG Contemporary  Yfirskriftin, Sjónhvörf, vísar til stjörnufræði  Vinna með hið óhlutbundna málverk og möguleika þess Listamaðurinn Arnar Ásgeirs- son opnar sýn- ingu í Studio Sol í dag, laugardag- inn 10. ágúst, kl. 17-20. Hún ber yfirskriftina A Chihuahua Is a Dog and Pluto Is a Planet. Arnar vinnur með ólík form listar; prent, teikningar, inn- setningar, skúlptúra og sápur. Á sýningunni má finna stórar teikn- ingar og sápuskúlptúra. Hún stend- ur frá 10. ágúst til 21. september. Studio Sol stýrir Daria Sol And- rews en það er að Vagnhöfða 19. Þar stýrir hún sýningum með sam- tímalist, tilraunalist og gjörn- ingalist og leggur sérstaka áherslu á unga og upprennandi listamenn úr listalífi Reykjavíkur. Teikningar og sápur í Studio Sol Arnar Ásgeirsson Tónleikaröð hef- ur verið haldin í Hallgrímskirkju í Saurbæ til styrktar kirkj- unni sjálfri í sumar. Á morg- un, sunnudaginn 11. ágúst, munu Anna Sigríður Helgadóttir og Gísli Magna Sig- ríðarson flytja saman ýmsa tónlist, m.a. sálma eftir Hallgrím Péturs- son við lög eftir Sigurð Sævarsson og Gísla Magna ásamt vel þekktum negrasálmum. Þau Anna Sigga og Gísli hafa meðal annars starfað saman sem helmingur Bjargræðis- kvartettsins. Aðgangseyrir er 1.500 kr. en vert er að hafa í huga að ekki er tekið við greiðslukortum. Allur ágóði af tónleikunum rennur í sjóð til styrktar staðnum. Syngja til styrktar Hallgrímskirkju Anna Sigríður Helgadóttir Stofutónleikar hafa verið haldnir á Gljúfrasteini alla sunnudaga í sum- ar. Á morgun, sunnudaginn 11. ágúst, munu Björk Níelsdóttir söngkona og Matthildur Anna Gísladóttir píanóleikari taka hönd- um saman og flytja kabar- ettprógramm sem sagt er „æsi- spennandi“ í fréttatilkynningu. Þar munu þær flytja lög eftir Kurt Weill. Á efnisskránni kennir ýmissa grasa og má sjá meðal annars sjó- ræningja, vændiskonur, spagettí- bollur og brostin hjörtu. Um næstu helgi, sunnudaginn 18. ágúst, heldur Magga Stína tónleika þar sem hún flytur úrval laga við ljóð Halldórs Laxness auk laga eftir Megas. Stofutónleikar Gljúfrasteins eru haldnir hvern sunnudag út ágúst og hefjast þeir kl. 16.00. Miðar eru seldir í safnbúð Gljúfrasteins sam- dægurs og kosta 2.500 kr. Ókeypis er fyrir börn á leikskólaaldri. Sjóræningjar og spagettíbollur Söngkona Björk Níelsdóttir mun syngja lög eftir Kurt Weill. Hrund Atladóttir og Kira Kira bjóða í svokallað Sumar Sci-fi í Mengi ann- að kvöld, laugardaginn 10. ágúst. Í tilkynningu segir að þar verði boðið upp á „góðhjarta, umlykjandi vídeó og tónlistarupplifun og leiðslu“. Gestir geta því átt von á forvitnilegri uppákomu enda listakonurnar Hrund og Kira þekktar fyrir óvenju- lega nálgun í listsköpun sinni. Tón- listarkonan Bryndís Jakobsdóttir verður sérstakur gestur. Viðburðinum er lýst þannig að Hulda muni „með tónlist Kiru Kiru að leiðarljósi umbreyta Mengi í UNAðslegann Sci-fi náttúruleið- angur“. Þar er líklega vísað til þess að tónskáldið Kira gaf í upphafi sumars út hugleiðsluplötuna Unu, sína fimmtu sólóplötu. Kira hefur ár- um saman látið að sér kveða í tón- listarheiminum. Hrund hefur lengi fengist við mynd- og vídeólist. Verk hennar eru sögð „umbreytast stund- um frá annarri vídd, yfir í þá þriðju og verða að skúlptúrum í raunveru- leikanum. Þau geta breyst í sýnd- arveruleika þar sem áhorfandinn sjálfur verður að skúlptúr sem brúar bilið milli tveggja vídda“. Þessi óvenjulegi viðburður hefst kl. 21 í kvöld og miðaverð er 2.500 krónur. Forvitnileg uppákoma Tónskáld Kira Kira mun koma fram í Mengi ásamt Hrund Atladóttur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.