Morgunblaðið - 20.08.2019, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.08.2019, Blaðsíða 1
Stofnað 1913  194. tölublað  107. árgangur  Þ R I Ð J U D A G U R 2 0. Á G Ú S T 2 0 1 9 SPORTBÍLAR OG FLEIRI RENNIREIÐAR FISK KEMUR INN Í BRIM ÓNATAN ÓTTAR SITUR FYRIR SVÖRUM KAUPUNUM FAGNAÐ 12 ÖNNUR BÓK HAUKS 2824 SÍÐNA BÍLABLAÐ Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Geðteymi eða sálfræðingar hafa hingað til ekki sinnt nánari grein- ingu á þroskaröskun hjá börnum, ekki frekar en skólasálfræðingar sem framkvæma frumgreiningar og vísa svo börnunum til okkar í Þroska- og hegðunarstöðina,“ segir Gyða Haraldsdóttir, forstöðumaður Þroska- og hegðunarstöðvar Heilsu- gæslu höfuðborgarsvæðisins. Hún er ósátt við svör Svandísar stöðina ekki geta sinnt hlutverki sínu sem skyldi ef ríkið styðji ekki við starfsemina. Svar heilbrigðisráð- herra, um að geðheilsuteymi geti leyst vanda þeirra sem bíða eftir sér- hæfðri nánari greiningu í öllum heil- brigðisumdæmum landsins, lýsi ónógum skilningi heilbrigðisráðu- neytisins. Öll uppbygging í mála- flokknum sé þó af hinu góða. Hrannar B. Arnarsson, fram- kvæmdastjóri ADHD-samtakanna, segir að samkvæmt lýðfræðilegum tölum megi ætla að hátt í 20.000 manns á Íslandi séu með ógreint og ómeðhöndlað ADHD. 556 fullorðnir eru nú á biðlista eftir greiningu hjá ADHD-teymi Landspítalans. Hrannar segir að í tölum heil- brigðisráðherra um börn og full- orðna á biðlistum eftir greiningu séu ekki þeir sem leitað hafa á einkastof- ur með tilheyrandi kostnaði. ,,Ef opinberar stofnanir fá ekki nægt fjármagn er hætta á að stórum hópi einstaklinga verði stýrt inn í einkageirann,“ segir Hrannar enn fremur. »11 Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Oddnýjar G. Harðar- dóttur, þingkonu Samfylkingar- innar, um áform ráðherra að eyða biðlistum eftir greiningu og þjónustu barna hjá Þroska- og hegðunarmið- stöð. Nú eru 400 börn á biðlista og biðtími getur orðið allt að 12 til 14 mánuðir. Gyða telur að ríkið eigi að reka greiningarþjónustu við börn með ADHD og aðrar raskanir og slík þjónusta eigi að byggjast á faglegum ákvörðunum. Gyða segir Þroska- og hegðunar- Börn bíða í allt að 14 mánuði  Stjórnvöld sökuð um skort á skilningi gagnvart málefnum fólks með ADHD Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir það alltaf hafa verið draum sinn að heimsækja Ísland og það sé heiður að fá að kynnast hér kvenleið- toga sem horfi björtum augum til framtíðar. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tók á móti Merkel á Þingvöllum í gær. Þar var sögustaður- inn kynntur fyrir evrópska leiðtoganum. Merkel verður sérstakur gestur á sumarfundi forsætisráðherra Norðurlandaríkjanna sem hér er haldinn og hefst í dag. Er þetta fyrsta opin- bera heimsókn þýska kanslarans til Íslands, en hún hefur verið við völd í 14 ár. Hefur hún lýst því yfir að hún muni hætta í stjórnmálum við lok kjörtímabilsins, árið 2021. Merkel rifjaði það upp á fundinum að hún komst ekki heim úr heimsókn til Bandaríkjanna vegna eldgossins í Eyjafjalla- jökli á sínum tíma. Þannig sagði hún Ísland sýna og kenna að maðurinn þyrfti að koma vel fram við náttúruna og sýna auðmýkt gagnvart henni. Umhverfismál verða einmitt ofarlega á baugi á fundi forsætisráðherranna í dag. Katrín tók einnig í gær á móti Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, og Antti Rinne, for- sætisráðherra Finnlands, þegar þeir komu til landsins vegna sumarfundarins. Heimsótti Löf- ven m.a. Hellisheiðarvirkjun og Katrín átti fund með Rinne í Ráðherrabústaðnum. »4 Dreymt um að heimsækja Ísland Forsætisráðherra tók á móti Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, á Þingvöllum í gærkvöldi Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Kanslari Angela Merkel Þýskalandskanslari á blaðamannafundi með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra á Þingvöllum í gærkvöldi. „Þetta er það eina sem fólk ræðir um á götunum. Það fylgir því kannski ekki hræðsla heldur frekar óþæg- indatilfinning að upplifa þrjá stóra gróðurelda á stuttum tíma,“ segir Birgitta Ósk Pétursdóttir, farar- stjóri hjá Vita, en hún býr á Gran Canaria, einni Kanaríeyjanna. Gróðureldarnir þar virðast nú stjórnlausir. Birgitta segir að fólk hafi verið í áfalli út af fyrsta gróðurbrunanum sem talið hafi verið að væri sá stærsti sem kviknað gæti. Áfallið sé því meira þegar nýir eldar og enn stærri geisi. Birgitta býr á suðurhluta eyjar- innar þar sem flest hótelin og ferða- mennirnir eru. Hún segir þó að eld- arnir sjáist frá þjóðvegum á kvöldin og slökkvistarfið fari ekki fram hjá nokkrum manni því þyrlur séu í stöðugum flutningum með vatn frá ströndinni. Yfir 8.000 íbúar hafa þurft að yfir- gefa heimili sín og einhver hús hafa brunnið en ekki er vitað um slys á fólki. Eldurinn hefur farið yfir um sex þúsund hektara svæði og hefur meðal annars náð inn í þjóðgarða og ógnar náttúruverndarsvæðum. Líður illa vegna eldanna  Gróðureldarnir á Kanarí stjórnlausir MÞorp rýmd vegna elda »13 Reykur Óhugur er í íbúum sem fylgjast með á Gran Canaria.  Engin ógn hef- ur skapast af völdum geisla- virkra efna hér á landi á undan- förnum árum, en viðbúnaður er fyrir hendi sem tekur mið af kröfum, leiðbein- ingum og viðmið- unum Alþjóða- kjarnorkumálastofnunarinnar. Þótt hér séu hvorki kjarnorkuver né kjarnorkuvopn eru geislavirk efni notuð hér og eru þau með- höndluð af ýtrustu gát samkvæmt skýrslu Geislavarna ríkisins. »14 Geislavirk efni ekki skapað hættu hér Geislavarnir Mæli- stöð í Reykjavík. AFP

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.