Morgunblaðið - 20.08.2019, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 20.08.2019, Blaðsíða 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 2019 Smáralind | Kringlunni | Reykjanesbæ | Akranesi | Sími 511 2022 | dyrabaer.is ULTRA KATTASANDUR – fyrir dýrin þín ■■■ Sporast lítið ■■■ Lyktarlaus ■■■ Frábær lyktareyðing ■■■ Náttúrulegt hráefni ■■■ 99.9% rykfrír ■■■ Klumpast vel Bandaríski leikarinn, leikstjórinn og handritshöfundurinn Peter Fonda er látinn, 79 ára að aldri. Í yfirlýsingu frá fjölskyldunni segir að fylgikvillar lungnakrabbameins hafi dregið hann til dauða og hann látist í faðmi fjölskyldunnar í Los Angeles. „Ég er mjög sorgmædd. Hann var yndislegi litli bróðir minn. Við áttum fallega kveðju- stund. Hann kvaddi lífið með bros á vör,“ skrifar Jane Fonda, eldri syst- ir hans, í yfirlýsingunni. Fonda er frægastur fyrir leik sinn í kvikmyndinni Easy Rider sem hann var meðhöfundur og með- framleiðandi að, en myndin var frumsýnd 1969. Meðleikarar hans í myndinni voru Jack Nicholson og Dennis Hopper, sem jafnframt leik- stýrði. Myndin naut mikilla vin- sælda og skilaði Fonda óskars- verðlaunatilnefningu fyrir besta frumsamda handritið. Fonda tilheyrði mikilli leikara- fjölskyldu, en hann var sonur Henrys Fonda og faðir Bridget Fonda. Á 11 ára afmælisdegi sínum skaut hann sig óvart með rifli og dó næstum. „Ég veit hvernig tilfinning það er að deyja,“ sagði hann eitt sinn í viðtali. Á vef sín skrifaði hann: „Hluti af lífsstíl mínum er að muna eftir því að hafa gaman og vera skemmtilegur. Sé maður rétt stilltur ættu skemmtilegheit að vera leiðarstefið.“ Peter Fonda látinn, 79 ára að aldri AFP Systkini Peter Fonda ásamt systur sinni Jane Fonda í New York árið 2001. Til stendur að kvikmynda dönsku metsölu- bókina Den, der lever stille eftir Leonoru Christinu Skov í leikstjórn Puks Grastens. Skáld- ævisagan, sem út kom í fyrra, fjallar um erfið samskipti Skov við foreldra sína, en þau afneituðu henni þegar hún kom út úr skápnum. Skov hlaut dönsku bókmenntaverðlaunin sem kennd eru við gyllta lárviðarsveig- inn fyrir bókina og hefur hún selst í um 120.000 eintökum í Dan- mörku. Í frétt Politiken segir Grasten að bókin miðli sögu sem margir geti samsamað sig. „Bókin fjallar um líf sem stýrist af sektar- kennd, einmanaleika, reiði og móður sem getur ekki elskað barnið sitt.“ Dönsk metsölubók kvikmynduð Leonora Christina Skov Veronika S. Magnúsdóttir veronika@mbl.is Haukur Már Helgason rithöfundur gaf nýverið út skáldsöguna Ó – um þegnrétt tegundanna í íslenskri náttúru, þar sem aðalpersónan, Ónatan Óttar, situr fyrir svörum í byrjun sögunnar hjá Svani lög- reglumanni vegna máls sem telst í minnsta lagi dularfullt. Á fjórða hundrað fugla slapp úr sóttkví og leikur lausum hala í borgarlandinu en Ónatan þverneitar að eiga hlut að máli, þótt ýmislegt hafi gengið á rétt eftir að honum var sagt upp störfum hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Einkennileg frétt veitti innblástur Fréttir sem bárust nýverið og svipar til aðstæðna í bókinni gáfu Hauki innblástur: „Plottið með fuglana kom upprunalega þegar mál kom upp í fréttum þar sem gæludýrabúð var fyrirskipað að farga nokkur hundruð fuglum eða senda þá að öðrum kosti úr landi, þar sem það hafði fundist lítill fuglamítill á einum þeirra,“ segir Haukur. Hann segist hafa haft önnur mál í huga, ýmist skálduð eða raun- veruleg, sem varða einnig varnir fyrir náttúru Íslands. Niðurstaðan varð þó að „fuglamálið“ smellpassaði inn í lögreglu- yfirheyrslu sem hann hafði ákveðið að yrði ramminn utan um söguna. „Í því tilfelli var fuglunum þó ekki hleypt um hvippinn og hvappinn heldur var farin önnur leið, svo þetta er blanda af skáldskap og veruleika,“ segir Haukur. Lögregluskýrsla utan raunveruleikans Nafn aðalpersónunnar, Ónatans, markar strax eitt skref út úr hreinum „realisma“, að sögn Hauks. „Sagan er nálægt raun- veruleikanum en þykist ekki vera alveg í honum,“ segir hann. Það tók Hauk þrjú ár að skrifa bókina, en þá hafði hann heilt handrit og átti eftir að ákveða hvert afbrot náttúrufræðingsins var. „Svo dett- ur sá sannleikur inn með þessari dásamlegu frétt af sóttkvínni, ég fékk það að gjöf,“ sagði hann. Kitlandi formtilraun Bókin öll er ein lögregluskýrsla og Haukur sá fyrir sér að hún hefði verið tekin upp í yfirheyrslu, þar sem tölva skrifar texta upp úr samtalinu. Formið felur í sér áskoranir sem Haukur segir skemmtilegt að mæta, enda séu samtöl gjarnan í hluta frásagna. „Þetta er kitlandi formtilraun til að gá hversu langt maður getur teygt formið. Það gerðist í þróun- arferli þessarar sögu að hún varð tvíradda með þessum hætti. Það er kannski jafnvel hikað, ég hugs- aði með mér hvort þetta væri í lagi og hvort ég ætti að breyta þessu í hefðbundið frásagnar- form,“ segir Haukur. Að lokum ákvað hann að treysta því að les- endur væru orðnir vel vanir sam- talsforminu sem kemur reglulega fyrir sjónir á netinu og á samfél- agsmiðlum. Þrátt fyrir að samtals- formið sem sést á netmiðlum sé al- gengt sé það hins vegar ekki jafnalgengt í bókmenntum. Þess vegna ákvað hann að láta slag standa. „Það verður talmál tveggja manna, það er skrásett af tölvu með raddgreiningu og síðan er það yfirlestur – hvernig kemur textinn úr þessu ferli? Jú, það eru ákveðin greinarmerki sem tölvan myndi kannski ekki kunna að skila, svo ég fækkaði þeim. Ég nota enga tvípunkta, ég endaði á að nota kommur. Þessar forsendur sköp- uðu fyrir mér ákveðinn hreinleika í textanum,“ segir Haukur. Haukur hefur aðeins einu sinni gefið út skáldsögu, árið 2016, bók- ina Svavar Pétur og 20. öldin. Hún er frábrugðin Ó að sögn Hauks. „Maður vonast til að hafa vaxið að- eins í millitíðinni,“ segir hann. „Fuglamálið“ smellpassaði inn í lögregluyfirheyrslu  Ó – um þegnrétt tegundanna í íslenskri náttúru önnur skáldsaga Hauks Más Smátextar – frá örsögu til útgáfu er yfirskrift höf- undanámskeiðs undir stjórn Sunnu Dísar Másdóttur sem Borgarbókasafn- ið stendur fyrir. Námskeiðið, sem er ókeypis, er tvískipt. Kennt verður í smiðjuformi á miðviku- dögum frá kl. 16.30 til 18.30 í september. Í október og nóvember verður boðið upp á fjarkennslu þar sem nemendur vinna texta sína áfram, lesa yfir hver hjá öðrum og búa til útgáfu. Umsóknarfrestur er til 30. ágúst, en kennsla hefst 4. september. Tekið er við skráningu í gegnum netfangið: sunnadis@- gmail.com. Allar nánari upplýs- ingar eru á vef Borgarbókasafnsins undir viðburðir. Nýtt námskeið fyrir skúffuskáld Sunna Dís Másdóttir Kvikarinn Richard Williams er lát- inn, 86 ára að aldri. Á löngum ferli sínum vann Williams bæði til Ósk- ars- og Bafta-verðlauna sem yfir- maður kvikunar, en frægasta mynd hans er án efa metsölumyndin Who Framed Roger Rabbit sem frum- sýnd var árið 1988. Williams kom að sköpun teiknimyndahjónanna Rogers og Jessicu Rabbit í mynd- inni. Williams, sem einnig starfaði sem leikari og höfundur, sagði að teiknimyndin um Mjallhvíti, sem hann sá þegar hann var aðeins fimm ára, hefði haft mikil áhrif á sig. „Sem barn dreymdi mig um að komast til Disney,“ rifjaði hann upp í viðtali við BBC árið 2008. Hann sneri sér samt ekki að kvikun af fullri alvöru fyrr en hann var orð- inn 23 ára þegar honum fannst „myndirnar reyna að hreyfast“. Kvikarinn Richard Williams látinn Fræg Bob Hoskins ásamt Jessicu Rabbit sem Richard Williams skapaði. Innblástur „Plottið með fuglana kom upprunalega þegar mál kom upp í fréttum þar sem gæludýrabúð var fyrirskipað að farga nokkur hundruð fuglum eða senda þá að öðrum kosti úr landi, þar sem það hafði fundist lítill fuglamítill á einum þeirra,“ segir Haukur Már um innblástur skáldsögu sinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.