Morgunblaðið - 20.08.2019, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 20.08.2019, Blaðsíða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 2019 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is „Ég var sælust allra í bænum“ er yfirskrift síðustu sumartónleika árs- ins í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar sem hefjast í kvöld kl. 20.30. Á þeim koma fram Sólveig Sigurðardóttir sópransöngkona og Hrönn Þráins- dóttir píanóleikari og flytja aríur og sönglög, verk eftir Hugo Wolf, Rich- ard Strauss, Paolo Tosti, Wolfgang A. Mozart, Gioachino Rossini og fleiri. Tónleikarnir áttu upphaflega að fara fram 16. júlí en píanóleikar- inn forfallaðist og nú er annar kom- inn í hans stað. Efnisskráin er þó sú sama. Hamingja, sorg og söknuður Sólveig segir titil tónleikanna fenginn úr þekktu ljóði Tómasar Guðmundssonar, „Þjóðvísu“, sem hefst á orðunum „Ég hélt ég væri smámey og hugðist vera til“. „Ég syng ljóðið á tónleikunum við lag eft- ir Gylfa Þ. Gíslason,“ segir Sólveig. Um ástæðuna fyrir því að hún valdi þessi orð sem yfirskrift tónleikanna segir hún að þau hafi verið viðeig- andi fyrir alla efnisskrána. „Hversu ofboðslega hamingjusamur maður getur verið þegar maður er ástfang- inn,“ útskýrir hún. Lögin á tónleik- unum fjalla þó ekki bara um ástar- sælu heldur líka sorg og söknuð sem fylgir því að missa ástina, að sögn Sólveigar, sem segir ástina koma við sögu í öllum lögunum. Sólveig setti saman efnisskrána og segist aðallega hafa haft í huga að syngja lög sem hana langaði að syngja fyrir fólk. „Ég lít svo á að ég sé besti túlkandinn þegar ég flyt eitthvað sem virkilega talar til mín, það var það sem ég hafði aðallega í huga. Þegar ég fór svo að raða þessu saman kom eiginlega þetta þema í ljós og svo fyllti ég aðeins upp í með því,“ segir Sólveig. Fjölbreytt og óvenjuleg – Nú eru þetta ólík tónskáld og lögin ólík fyrir þig að syngja. Hverjum hefurðu mest gaman af og hver reyna mest á þig? „Þetta reynir á mismunandi hluti og það er eiginlega það sem mér finnst svo skemmtilegt. Efnisskráin er rosalega fjölbreytt og svolítið óvenjuleg. Ég held ég geti lofað því að allir muni heyra eitthvað sem þeir hafa ekki heyrt áður og mér finnst það líka mikilvægt, að vera ekki að gera það sama og allir aðrir,“ svarar Sólveig sem segist ætla að syngja 14 eða 15 lög. Hún segist ekki geta nefnt lög sem henni þyki vænst um eða reyni mest á hana sem söngvara. „Þau reyna á svo mismunandi hluti að það er erfitt að bera þau saman.“ Hvað tónleikastaðinn varðar segir Sólveig að sér þyki frábært að fá tækifæri til að syngja í safninu. Þótt salurinn rúmi hátt í hundrað manns sé nándin mikil við gesti. Fjöldinn skipti þó engu máli. „Þetta snýst um hvernig maður nær til hvers og eins,“ segir Sólveig að lokum. Miðaverð á tónleikana er kr. 2.500 og fer miðasala fram við innganginn. Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Dúett Sólveig Sigurðardóttir sópran og Hrönn Þráinsdóttir píanóleikari á æfingu í safninu í gær. Hamingja ástarinnar, sorg og söknuður  Síðustu sumartónleikar Listasafns Sigurjóns Ólafssonar Once Upon a Time in Hollywood Ný Ný The Lion King 1 5 Héraðið Ný Ný Angry Birds 2 bíómyndin 3 2 Fast & Furious: Hobbs & Shaw 2 3 Toy Story 4 5 9 Scary Stories to Tell in the Dark 4 2 Spider-man: Far From Home 6 7 The Kitchen 7 2 Anna 8 4 Bíólistinn 16.–18. ágúst 2019 Nr. Var síðast Vikur á listaKvikmynd 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Bíóaðsókn helgarinnar Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykja- vík, RIFF, og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, SN, munu standa fyrir kvikmyndatónleikum í Hörpu 29. september á meðan á hátíðinni stendur. Íslenska teiknimyndin Lói, þú flýgur aldrei einn verður sýnd við lifandi flutning SN en hljómsveitin hljóðritaði kvikmyndatónlist Atla Örvarssonar við hana á sínum tíma. „Samstarf sem þetta skiptir miklu máli og er hluti af því að efla það starf sem RIFF og SinfoniaNord standa fyrir. Með því er sýnt fram á hvað hægt er að gera þegar tveir menningaraðilar standa saman í uppsetningu menningarviðburðar sem þessa þar sem öllu er til tjaldað og hæfustu listamenn þjóðarinnar koma saman,“ segir í tilkynningu frá RIFF og að samstarfið sé hugsað sem framtíðarverkefni þar sem RIFF muni koma að ýmsum við- burðum í tengslum við kvikmynda- verkefni SinfoniaNord allt árið um kring, bæði í Reykjavík og höfuð- stöðvum hljómsveitarinnar í Hofi á Akureyri. RIFF og SN halda kvikmyndatónleika Lói Lóuunginn Lói úr teiknimyndinni. Trommuleikarar létu ekki smávætu slá sig út af laginu á trommuhátíðinni Orquestra de Baterias sem haldin var í Florianopolis í Suður-Brasilíu um helgina í sjö- unda sinn. Hundruð trommuleikara spiluðu þar tónlist eftir Bítlana, Deep Purple og Kiss. Samkvæmt frétt AFP stóð til að reyna að slá heimsmet sem sett var í Englandi 2012 þegar 798 trommuleikarar léku saman. Ekki fylgir sögunni hvort það tókst. AFP Létu vætu ekki slá sig út af laginu Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík 414 84 00 www.martex.is Góð þjónusta byrjar með flottum fatnaði. Fatnaður fyrir fagfólk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.