Morgunblaðið - 20.08.2019, Síða 4

Morgunblaðið - 20.08.2019, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 2019 laugavegi 47 www.kokka.is kokka@kokka.is Pappelina gólfmotta, 70 x 100 cm Verð 13.500 kr. Þorgerður Anna Gunnarsdóttir Helgi Bjarnason Forsætisráðherrar Svíþjóðar og Finnlands komu til landsins í gær til að sitja sumarfund forsætisráð- herra Norðurlandaríkjanna sem hér er haldinn og hefst í dag. Einnig Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sem er sérstakur gest- ur á fundinum. Katrín Jakobsdóttir tók á móti ráðherrunum og átti við þá viðræður. Tekið var á móti Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, við Hellisheiðarvirkjun. Þar kynnti Bjarni Bjarnason, forstjóri Orku- veitu Reykjavíkur, starfsemi virkj- unarinnar og þau tækifæri sem fel- ast í nýtingu jarðvarma til hús- hitunar og rafmagnsframleiðslu. Létt var yfir mannskapnum. Katrín heilsaði starfsbróður sínum á sænsku og Bjarni ávarpaði gestina sömuleiðis á þeirra tungumáli. Að heimsókn lokinni var farið til Hveragerðis þar sem ráðherrarnir áttu fund. Þar ræddu þau sam- norrænar aðgerðir Norðurlanda- ríkjanna á sviði loftslagsmála, for- mennskuáætlun Íslands í Norður- skautsráðinu, stjórnmálaástandið í löndunum, þróun efnahagsmála, Evrópusamvinnu og kjarnorku- afvopnun. Líta til Finnlands í nýsköpun Forsætisráðherra tók á móti Antti Rinne, forsætisráðherra Finnlands, í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu síðdegis. Ráðherr- arnir ræddu um stöðu og þróun stjórnmála og efnahagsmála í lönd- unum og aðgerðir í loftslagsmálum. Þá ræddu þau sérstaklega um for- mennskuáætlun Íslands í Norður- skautsráðinu og málefni Norður- slóða og þróun mála í Evrópu- sambandinu, þar sem Finnar fara með formennsku í leiðtogaráði ESB seinni hluta þessa árs. Að lokum ræddu þau vísinda- og ný- sköpunarstarf, en Ísland hefur um margt litið til Finnlands hvað varð- ar þróun þess málaflokks, að því er fram kemur í tilkynningu frá for- sætisráðuneytinu. Þurfa að spýta í lófana Vel fór á með Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, og Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra við móttökuathöfn við Hakið á Þing- völlum í gærkvöldi. Forsætisráð- herra og Einar Á. E. Sæmundsen þjóðgarðsvörður lýstu staðháttum fyrir þýska gestinum og fylgdarliði þegar gengið var niður Almannagjá og áleiðis að sumarbústað forsætis- ráðherra í Þingvallabænum, þar sem haldinn var sameiginlegur blaðamannafundur. Á leiðinni stigu þær inn í Þingvallakirkju. Fulltrúar fjölda fjölmiðla mættu til fundarins. Merkel sagði það sér- staklega skemmtilegt að fá að heimsækja stað eins og Þingvelli þar sem lýðræði var við völd fyrir þúsund árum. Merkel og Katrín lögðu í ávörp- um sínum sérstaka áherslu á umhverfismál og jafnrétti kynj- anna. Merkel sagði Þýskaland jafn- vel geta litið til Íslands í þessum málefnum, þar sem Ísland stefndi að því að verða kolefnishlutlaust tíu árum á undan Þýskalandi. Þá þyrfti Þýskaland að spýta sér- staklega í lófana varðandi kynja- jafnrétti, enda væri Ísland þar efst á lista en Þýskaland aðeins í 14. sæti. Merkel og Katrín áttu óform- legan fund að fundi með blaða- mönnum loknum og forsætisráð- herra bauð síðan Merkel til kvöld- verðar í gærkvöldi. Ræða umhverfismál Á sumarfundi forsætisráðherr- anna verður meðal annars fjallað um samnorrænar aðgerðir Norð- urlandaríkjanna á sviði loftslags- mála og umhverfismála almennt, nýja framtíðarsýn Norrænu ráðherranefndarinnar til næstu 10 ára, málefni norðurslóða, stöðu mannréttindamála, þ.m.t. jafn- réttismála, stöðu alþjóðamála og öryggismál. Sérstaklega verður horft til tækifæra til þess að auka samstarf Norðurlandaríkjanna og Þýskalands til að takast á við áskoranir á alþjóðavettvangi, ekki hvað síst afleiðingar loftslagsbreyt- inga og stuðning við sjálfbæra þróun. Loftslagsmál ofarlega á baugi  Leiðtogar Norðurlandanna og Þýskalands hittast á sumarfundi forsætisráðherra Norðurlanda  Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ræddi við Stefan Löfven, Antti Rinne og Angelu Merkel Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Samskipti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, ávörpuðu blaðamenn í sumarbústað forsætisráðherra á Þingvöllum. Morgunblaðið/Eggert Gaman Stefan Löfven gekk um Hellisheiðarvirkjun í fylgd Katrínar Jakobs- dóttur og fékk fræðslu um starfsemi virkjunarinnar. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Handaband Katrínar Jakobsdóttur tók á móti Antti Rinne, forsætisráð- herra Finnlands, í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Stjórn Félags eldri borgara í Reykjavík hefur tilkynnt kaupend- um tveggja íbúða í fjölbýlishúsum sem félagið reisir við Árskóga í Mjódd að það hyggist að óbreyttu nýta kauprétt sem félagið telur sig hafa og leysa til sín íbúðirnar. Félagið er að ræða við kaupendur um greiðslu viðbótarfjárhæðar við kaupverð íbúðanna samkvæmt sér- stöku tilboði. Kaupendur íbúðanna tveggja hafa höfðað innsetningarmál gegn félaginu til að fá íbúðirnar af- hentar og verður þinghald í því máli á morgun. Félagið leggur áherslu á að nýta forkaupsréttinn fyrir þann tíma og mun þá óska eftir því að inn- setningaraðgerðum verði vísað frá, þar sem viðkomandi eigi ekki lengur lögvarða hagsmuni af þeim. Sigurður Kári Kristjánsson, lög- maður annars kaupendanna sem eru í innsetningarmálinu, segir að kraf- an, sem hann segist raunar ekki hafa fengið en heyrt af í fjölmiðlum, komi sér verulega á óvart og ekki síst tímasetningin. Tilgangurinn sé aug- ljóslega að reyna að hafa áhrif á dómsmálið. „Ég sé ekki að þetta út- spil Félags eldri borgara í Reykjavík hafi neina þýðingu í því dómsmáli,“ segir Sigurður Kári. Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, lög- maður hins kaupandans, segir að verið sé að skoða málið með viðkom- andi kaupanda og meta hver verði viðbrögð þeirra við erindi félagsins. FEB segir að nýting kaupréttar- ins sé lokaúrræði til að ljúka málinu og sé ætlað að tryggja áframhald- andi rekstur félagsins og hámarka verðmæti allra hlutaðeigandi. Hyggjast nýta kauprétt  Lögmaður kaupanda telur að útspil FEB hafi ekki þýðingu í dómsmálum tveggja kaupenda íbúða við Árskóga Morgunblaðið/Árni Sæberg Árskógar Margir kaupendur hafa fallist á viðbótargreiðslu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.