Morgunblaðið - 20.08.2019, Side 32

Morgunblaðið - 20.08.2019, Side 32
Tríó skipað þeim Sigurði Flosasyni á saxófón, danska hammondorgel- leikaranum Kjeld Lauritsen og Ein- ari Scheving á trommur kemur fram á Kex hosteli í kvöld kl. 20.30. Á efnisskránni eru djassstandardar í bland við frumsamda tónlist. Þess má geta að Sigurður og Lauritsen hafa starfað saman um langt árabil í Danmörku og gefið út tvo vinsæla geisladiska hjá Storyville- útgáfunni. Aðgangur ókeypis. Flosason, Lauritsen og Scheving á Kex í kvöld ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 232. DAGUR ÁRSINS 2019 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 670 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. Tveir leikmenn íslenska U-19 ára landsliðs karla í handknattleik fengu botnlangabólgu á meðan lið- ið tók þátt á heimsmeistaramóti í Norður-Makedóníu á dögunum. Þjálfari liðsins segist ekki hafa lent í öðru eins, en liðið hafnaði í átt- unda sæti mótsins og hefur þessi árgangur stimplað sig inn sem einn sá besti í sínum aldursflokki. »25 Einn á móti milljónum að þetta skuli gerast ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM Kristófer Acox, landsliðsmaður í körfuknattleik, ökklabrotnaði ár- ið 2014 þegar hann lék með Fur- man-skólanum í bandaríska há- skólaboltanum og voru settar tvær skrúfur í beinið til þess að hjálpa því að gróa aftur. Skrúfurnar eru ekki lengur í bein- inu heldur fastar í lið í ökklanum og þarf Krist- ófer nú að gangast undir aðgerð til þess að fjar- lægja skrúfurnar en rætt er við Kristófer í blaðinu í dag. »24 Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Bræðurnir Arngrímur og Sverrir Benjamínssynir, kranastjórar hjá Eimskip, svipta hulunni af nafni nýs gámakrana fyrirtækisins í sérstakri athöfn á athafnasvæðinu í Sundahöfn í dag. Sverrir var fyrstur til þess að hífa frá skipi með Jaka fyrir um 35 árum og hann endurtók leikinn með nýja krananum í liðinni viku. Eldri kraninn fékk nafnið Jaki í há- tíðlegri athöfn 17. nóvember 1984 og hefur alla tíð tengst nafni Guðmundar Jóhanns Guðmundssonar, þáverandi formanns Verkamannafélagsins Dagsbrúnar, sem gjarnan var kall- aður Guðmundur Jaki. Sverrir hefur unnið á krananum frá byrjun og Arn- grímur kom með honum á vaktina skömmu eftir að kraninn var tekinn í notkun, en þeir hafa starfað hjá Eim- skip í nær hálfa öld, Arngrímur frá 1971 og Sverrir frá 1972. Sverrir segir að Jakinn hafi verið bylting og þessi nýi sé meiri og betri á öllum sviðum. „Við sitjum í 40 metra hæð í stjórnhúsinu í þessum nýja en í 24 metra hæð í Jakanum. Þessi er mun hraðvirkari, en við þurf- um að æfa okkur upp á nýtt, þó að vinnubrögðin séu þau sömu í grunn- inn.“ Arngrímur tekur í sama streng og áréttar að þeir þurfi sérstaklega að æfa fjarlægðarskynið, auk þess sem handföngin séu öðruvísi. „Þessi er miklu fullkomnari og öfl- ugri og nú verður ekki aftur snúið. Þetta er allt annað.“ Samrýndir bræður Jakinn vegur um 450 tonn en hinn um 800 tonn. Heildarhæðin er um 90 metrar samanborið við 70 metra á eldri krananum. Nýi kraninn vinnur út í 15. gámaröð, eða 45 metra, en sá gamli út í 10. röð, eða 35 metra. Nýi kraninn er rafvæddur og skilur ekki eftir sig kolefnisspor í rekstri. Sverrir segir að þeir bræður hafi alla tíð verið samrýndir. „Addi bróðir byrjaði að vinna hjá Eimskip ári á undan mér og það varð til þess að ég kom líka hingað,“ segir hann. Þeir hafa ávallt verið saman á vakt. „Eini ókosturinn við það er að við höfum aldrei getað farið í sumarfrí saman síðan við byrjuðum á Jaka.“ Addi bendir á að það hafi legið fyrir frá byrjun. „Það var skilyrði þegar ég byrjaði á Jaka að það yrði alltaf að vera einn vanur á hverri vakt.“ Fjórir kranastjórar vinna á Jaka og færast nú yfir á nýja kranann, en Þórður Gunnar Þórðarson og Snædís Ylfa Ólafsdóttir eru á hinni vaktinni. Stjórarnir þurfa að vera mjög vak- andi, athugulir og einbeittir og fá hvíld á eins og hálf tíma fresti. Þeir sitja alltaf í keng og Sverrir segir að vinnan sé frekar vöðvabólguhvetj- andi. Þeir finni hins vegar ekki fyrir lofthræðslu. „Nýi kraninn er með lyftu, sem er ekki í Jaka. Áður gátum við híft hvor annan upp, sem ekki er hægt í þess- um, eða gengið og ég ætla að reyna að halda því áfram að hluta, nota ferðina sem líkamsrækt,“ segir reynslu- boltinn. Morgunblaðið/RAX Kranastjórarnir Bræðurnir Sverrir og Arngrímur Benjamínssynir kunna vel við sig uppi í nýja krananum. Kranastjórar í háloftum  Bræðurnir Arngrímur og Sverrir Benjamínssynir svipta hulunni af nafni nýs krana Eimskips í Sundahöfn í dag Kristófer bíður eftir símtali frá lækni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.