Morgunblaðið - 20.08.2019, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.08.2019, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 2019 ✝ Sigurjón Sím-onarson fædd- ist 24. apríl 1953 á Sólvangi í Hafnar- firði. Hann lést á Landspítala – há- skólasjúkrahúsi í Fossvogi 12. ágúst 2019. Hann var sonur hjónanna Símonar Sveins Sigurjóns- sonar og Rögnu Esterar Guðmundsdóttur. Yngri bróðir hans er Guð- mundur. Þegar Sigurjón var fimm ára flutti fjölskyldan í Álfheima í Reykja- vík en Sigurjón naut hefðbund- innar skólagöngu, hann var í Lang- holtsskóla. Sigurjón fór að loknu grunnskóla- prófi í Stýrimanna- skólann en hann út- skrifaðist þaðan með skipstjórnar- og stýrimannsréttindi árið 1975. Hann verður jarðsunginn frá Garðakirkju á Álftanesi í dag, 20. ágúst 2019, klukkan 13. Þakklæti er mér fyrst og efst í huga, þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast Sigurjóni Símonarsyni. Sagt er að maður komist hálfa leið á jákvæðninni einni saman. Kemur þá upp í huga mér hversu mikla baráttu Sigurjón hefur lagt að baki vegna slyss sem hann varð fyrir 1984 til þess eins að hafa og eiga það líf sem hann óskaði sér og hversu faglega hann gerði það og í hljóði. Trúin á allt það góða var alltaf í fyrsta sæti hjá honum. Hann var hreinlyndur og trygglyndur maður, mjög vel lesinn, trúaður með mikið og glaðlynt skap, hann elskaði líka góðan mat. Hann Sigurjón lét hverjum degi nægja sína þjáningu og byrjaði ávallt þann næsta með jákvæðni, góðviljann, dugnaðinn og hjálpsemina í farteskinu. Sig- urjón var ákaflega félagslyndur maður og átti auðvelt með að tengjast fólki, hann var m.a. í sambandi við gamla samstarfs- félaga hjá Eimskip, sem var ómæld gleði fyrir hann, átti einnig stóran og góðan vinahóp, svokallaða sundkalla, sem hitt- ust á hverjum degi í Breiðholts- lauginni, já og á sama tíma. Svo voru það og ekki síst bekkjarfélagarnir hans úr Langholtsskóla sem halda hóp- inn enn í dag og naut Sigurjón þess að vera með í þeim hópi. Sigurjón átti líka pennavini víða um heim og hélt góðu sambandi við þá. Er mér minnisstætt að Sig- urjón hafði yndi af og var mjög góður í skjala- og gagna- geymslu, hefur oft verið gjald- keri/formaður húsfélaga þar sem hann hefur búið, hann átti auðvelt með það. Sigurjón naut þess líka að hafa og eiga gamla og fagra hluti sem tengdust fjöl- skyldunni hans í sínu nánasta umhverfi. Bar virðingu fyrir öllu slíku, sem viðkom fortíðinni og fjöl- skyldu hans. Sigurjón var mikill bókaunnandi og las sér til ánægju, hann átti mikið af góð- um bókum. Sigurjón var frímúrari og tók það starf bæði alvarlega og af alúð. Sigurjón bar mikla virð- ingu fyrir öllu því góða starfi sem þar er unnið á degi hverj- um. Sigurjón elskaði að ferðast, enda var hann farmaður í húð og hár, hann hafði búið erlendis, umgengist alls konar fólk og skildi líka alls konar fólk. Við ferðuðumst saman og skemmt- um okkur alltaf vel. Sigurjón var í eðli sínu mikill fjölskyldumaður og matmaður mikill, fagurkeri og natinn við að hafa heimili sitt búið fal- legum munum en um leið þægi- legum. Hann var mjög elskur að börnum, og nutu barnabörnin mín þess meðal annars. Þar má m.a. nefna afmælis- partíin, bíóferðirnar, sund- laugarferðirnar, berjamósferð- irnar svo ég tali nú ekki um fjöru- og hundaferðirnar og síla- veiðiferðirnar að Reynisvatni. Sigurjón var góður í tölvum og hafði mjög gaman af tækninni og naut þess að vera tengdur. Sigurjón minn, ég vona að þú fyrirgefir mér þessi fátæklegu orð yfir góðar minningar. Elskulegi vinur, ég þakka þér enn og aftur allt sem þú hefur hjálpað mér með og ekki síður kennt mér. Þín verður sárt saknað. Frið- ur megi umlykja þig um alla eilífð. Þín ekta vinkona, Halla Björk. Við skulum sól sömu báðir hinsta sinni við haf líta. Létt man þá leið þeim ljósi móti vini studdur af veröld flýr. (Jónas Hallgrímsson) Í dag endar næstum því 60 ára samfylgd okkar margra með Sigurjóni Símonarsyni, skóla- bróður úr ES-bekknum í Lang- holtsskóla, þegar við fylgjum honum til grafar. Sól hans hnig- in í hafið. Sigurjón var drengur góður, glaðsinna í margmenni, íhugull í einveru, vék góðu einu að sam- ferðafólki, reyndi af fremsta megni að rata þröngan veg góð- vildarinnar. Leitaðist við að ganga í ljósinu. Stóri glaðlyndi strákurinn í gráu blokkinni inni í Álfheimum í barnmörgu en hráu umhverfi eftirstríðsáranna. Í því dýrmæta samfélagi sem við eigum gömlu skólasystkinin úr Langholtsskóla var Sigurjón máttarstólpi. Á sínum tíma var það gamli kennarinn okkar Ei- ríkur Stefánsson sem safnaði okkur fullorðnum og hélt með okkur litlu jólin í anda bernsk- unnar. Í gömlu skólastofunni. Epli á hverju borði. Upp úr því spannst einstakt samfélag bekkjarsystkina sem enn varir – þökk sé Sigurjóni og fleirum sem voru óþreytandi að rækta vináttuna og næra tengslin á milli okkar. Þá þróaðist sérstök taug milli hans og Eiríks kennara þegar hann eltist og var Sigurjón vak- inn og sofinn yfir velferð gamla mannsins, allt til hans síðustu stundar. Sigurjón fékk sinn skerf af mótbyr – eins og við öll – en sótti styrk í vináttuna og and- legt líf. Kannski sannaðist á lífi hans að „trúin þarf að vera liðsmaður í baráttunni við raunveruleik- ann“ eins og vitur maður sagði eitt sinn. Við þökkum Sigurjóni ára- tuga vináttu og kveðjum hann með orðum Jónasar Hallgríms- sonar – honum sem mjög var haldið að okkur í barnaskólan- um – þegar hann „ljósi móti af vini studdur veröld flýr“. Fyrir hönd ES-bekkjarins, Halldór Reynisson. Sigurjón Símonarson ✝ GuðmundurGíslason fæddist 12. júlí 1932 á Patreks- firði. Hann lést 7. júli 2019 á Hjúkr- unarheimilinu Droplaugar- stöðum. Foreldrar hans voru Guðmundur Gísli Guðmunds- son og Þóra Sigurbjörg Jónsdóttir. Guðmundur átti eina systur, Halldóru, sem lést rúmlega tveggja mánaða gömul, og sammæðra bróður, Óla Barð- dal, f. 1917, d. í ársbyrjun 1982. Eftirlifandi eiginkona Guð- mundar er Ingibjörg Friðriks- dóttir, f. 22. desember 1929 í Þýskalandi, þau giftust 7. des- ember 1956. Synir þeirra eru: 1) Andri Matthías, f. 5. júní 1956, og á hann einn son, Yng- var. Sambýliskona hans er Kia Watnebryn og saman eiga þau einn son og fyrir átti hún dótt- ur. Eiginkona Andra er Bibbi Brannäs og á hún tvo syni, Tobias og Andreas, og einn sonarson. 2) Jóhannes, f. 28. október 1958, eiginkona: Ásta Katrín Ólafsdóttir. Börn þeirra eru: Rósa Konný, gift Einari Páli og eiga þau tvær dætur saman og fyrir á Einar einn son, og Daníel Örn, sem á tvær dætur og einn son, sambýlis- kona hans er Rakel Dögg og á hún eina dóttur og tvo syni. Guðmundur átti einnig dóttur með Esther Svanlaugu Þorsteinsdóttur; Maríu, f. 8. nóvem- ber 1956, eigin- maður hennar er David Heckadon og saman eiga þau tvær dætur, Önnu Esther og Söru Margréti. Guðmundur ólst upp á Patreksfirði til 1939 en var þá sendur um haustið til Reykjavíkur á Landspítalann vegna berkla í fæti og baki. Þar tóku við erfið löng ár í gifsi upp í nára og bakgifsi. Guðmundur varð stúdent frá Verzlunarskólanum 1953 og hóf síðan nám í læknisfræði árið 1955 en hætti í henni vegna fjárhagserfiðleika. Guð- mundur og Inge kynntust á Vífilsstöðum en þangað kom hann reglulega í heimsóknir eftir vistina þar, Inge starfaði sem hjúkrunarfræðingur á Vífilsstöðum. Leið þeirra lá til Keflavíkur og vann Guðmund- ur á Keflavíkurflugvelli, þar bjuggu þau fyrstu búskaparár- in sín eða þar til í byrjun árs 1959 þegar þau fluttust til Reykjavíkur. Lengst af starf- aði hann hjá Bræðrunum Ormsson sem skrifstofustjóri en seinustu fimm starfsárin var hann í innkaupum fyrir ÁTVR. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Nú hefur Guðmundur vinur minn lokið jarðvist sinni. Leiðir okkar Guðmundar lágu fyrst saman í Verzló. Ég var þá í þriðja bekk en hann í þeim sjötta og var hann við afgreiðslu ásamt fleirum í sjoppunni, verslun sem bekkur hans rak það árið og seldi bæði sælgæti og gos. Ég var einn af bestu við- skipavinum þeirrar verzlunar og náðum við Guðmundur fljótt saman, sem þróaðist í góða vin- áttu sem haldist hefur alla tíð. Seinna meir varð Guðmundur sjúklingur á Vífilsstöðum og eftir að hann náði heilsu var hann læknanemi við störf þar. Um þetta leyti, haustið 1954, höfðu ráðið sig til vinnu á Víf- ilsstöðum tvær þýskar hjúkr- unarkonur. Þar sem Guðmund- ur talaði þýsku varð fljótt gott samband á milli þeirra. Guð- mundi hefur þótt sjálfsagt að kynna mig, vin sinn, fyrir döm- unum, þótt þýskukunnátta mín væri þá ekki upp á marga fiska. Ekki grunaði okkur þá að þær ættu eftir að verða eiginkonur okkar. Grunntónninn í samveru okkar Guðmundar var gleðin og glaðværðin, sem hélst alla tíð. Ég óska Inge, eftirlifandi konu hans, og börnum bless- unar og styrks á þessum erfiða tíma. Eyþór Heiðberg. Guðmundur Gíslason Elskulegur bróðir okkar, HELGI SIGURÐSSON, Kleppsvegi 2, Reykjavík, lést á gjörgæsludeild Borgarspítalans 7. ágúst. Útför hans hefur farið fram í kyrrþey. Þökkum auðsýnda samúð og vináttu. Fyrir hönd aðstandenda, Grétar Sigurðsson Hjördís Bára Sigurðardóttir Edda Íris Eggertsdóttir NÍELS HEIÐAR KRISTINSSON netagerðarmaður frá Dalvík, lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Hlíð 10. ágúst. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug. Anton Páll Níelsson Inga María S. Jónínudóttir Birgitta Níelsdóttir Gunnar Gunnarsson Þorleifur Kristinn Níelsson Eva Laufey Stefánsdóttir og aðrir aðstandendur Raðauglýsingar Félagsstarf eldri borgara Árskógum 4 Opin smíðastofa. kl. 9-15. Opin handavinnustofa kl. 9- 12. Opið hús t.d. spil kl. 13-15. Brids kl. 12. Bónusbíllinn, fer frá Ár- skógum 6-8 kl. 12.30. Handavinnuhópur kl. 12-16. Opið fyrir innipútt og 18 holu útipúttvöll. Hádegismatur kl. 11.40-12.50. Kaffisala kl. 14.45-15.30. Heitt á könnunni, allir velkomnir. S. 535 2700. Boðinn Brids og kanasta kl. 13. Dalbraut 18-20 Félagsvist kl. 13.30. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffi, spjall og blöðin við hring- borðið kl. 8.50. Frjálst í Listasmiðju kl. 9-16. Þátttökulistarnir tilbúnir og eru í holinu. Hádegismaqtur kl. 11.30. Síðdegiskaffi kl. 14.30. Allir velkomnir óháð aldri. Nánari upplýsingar í síma 411 2790 Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 13 handavinna, kl. 13.30 alkort. Gullsmári Myndlistahópur kl. 9-11.30. Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9. Hádegismatur kl. 11.30. Bónusbíllinn kl. 12.15. Félagsvist kl. 13.15. Kaffi kl. 14.15. Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá kl. 8-16, blöðin og púsl liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, útvarpsleikfimi kl. 9.45 og hádegismatur kl. 11.30. Brids í handavinnustofu kl. 13, gönguferð um hverfið kl. 13.30, eftirmiðdagskaffi kl. 14.30. Allir velkomnir. Korpúlfar Botsía kl. 10 í Borgum, helgistund kl. 10.30 í Borgum hádegisverður kl. 11.30, kaffiveitingar kl. 14.30-15.30, allir hjartanlega velkomnir. Minnum á kynningarhátíðina í Borgum miðvikudaginn 4. september kl. 13 þar sem félagsstarfið og starfsskráin í vetur verður kynnt. Allir velkomnir; fræðsla, skemmtun og tónlistaratriði. Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, morgunleikfimi kl. 9.45, upp- lestur kl. 11, kaffihúsaferð kl. 14, Uppl. í s. 411 2760. Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10-16. Heitt á könnunni frá kl. 10-11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá kl. 11.30-12.15, panta þarf matinn daginn áður. Bókabíllinn kemur kl. 13.15 og Bónusbíllinn kl. 14.40. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl. 14.30-15. Allir velkomnir. Síminn í Selinu er 568-2586. Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Til sölu Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220, 235x235, 235x217, 217x174, 8 hyrnd lok. Lokin þola 1000 kg jafnarðarþunga af snjó. Vel einangruð og koma með 10 cm svuntu. Sterkustu lokin á markaðnum. Litir: Brúnt eða grátt. Opnarar til þess að auðvelda opnun á loki. www.heitirpottar.is Sími 777 2000 Haffi og 777 2001 Grétar Bókhald NP Þjónusta Sé um að annast bókhaldslausnir o.þ.h. Hafið samband í síma 831-8682. Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð- viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 660 0230 og 561 1122. Húsviðhald FLÍSALAGNIR - MÚRVERK FLOTUN - SANDSPARSL MÁLUN - TRÉVERK Ásamt öllu almennu viðhaldi fasteigna Áratuga reynsla og þekking skilar fagmennsku og gæðum Tímavinna eða tilboð Strúctor byggingaþjónusta ehf. S. 893 6994 Til sölu byggingarkrani Byggingarkrani, Liebherr 112 EC-H árg. 1992, með skoðun og í notkun. Áhugasamir hafi samband í síma 533-5577. Vélar & tæki atvinna@mbl.is Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.