Morgunblaðið - 20.08.2019, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.08.2019, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 2019 Glerborg Mörkinni 4 108 Reykjavík 565 0000 glerborg@glerborg.is www.glerborg.is 2291árfregalgeps&nupílsrelg,raggulg,relG FÁÐU TILBOÐ ÞÉR AÐ KOSTNAÐAR- LAUSU Ertu að byggja eða þarf að endurnýja gamla glerið? Það skiptir miklu máli að velja einangrunargler sem reynist vel við íslenskar aðstæður. Fáið tilboð hjá Glerborg í Mörkinni 4 eða á heimasíðunni okkar WWW.GLERBORG.IS Tómas Jónsson hæstaréttarlögmaður segir mótsögn felast í því að ætla að samþykkja þriðja orkupakka Evrópusambandsins, sem gengur út á að tryggja sameiginlegan raforku- markað innan Evrópu, en standa síð- an í vegi fyrir því að sæstrengur geti nokkurn tímann verið lagður hingað til lands. Tómas kom fyrir fund utan- ríkismálanefndar Alþingis í gær. Í minnisblaði sem Tómas lagði fyrir nefndina kemur fram að Evrópudóm- stóllinn (ECJ) beiti jafnan svokölluð- um markmiðsskýringum við túlkun á lögum og reglugerðum sambandsins, þ.e. horfi til þess hvert markmið með löggjöfinni er, og bendir hann máli sínu til stuðnings á dómafordæmi. Þannig hafi Evrópudómstóllinn á sjö- unda áratugnum úrskurðað að lög sambandsins væru framar lög- um aðildarríkja þótt ekkert hafi verið um það að finna í Rómarsátt- málanum, stofn- sáttmála Evrópu- sambandsins. „Dómstóllinn komst einfaldlega að þeirri niðurstöðu að Evrópusam- bandið gengi ekki upp nema reglurn- ar væru svoleiðis.“ Markmiðið með þriðja orkupakka ESB sé öðrum þræði að koma á fót sameiginlegum orkumarkaði innan sambandsins, en tilkoma hans hafi meðal annars stuðlað að betri nýtingu orku sem flæði frjáls milli aðildar- ríkja. Ljóst sé að eigi Ísland að taka þátt í þessum markaði, eins og reglu- gerðin kveður á um, verði það aðeins gert með sæstreng. Segir Tómas að reyni stjórnvöld að koma í veg fyrir lagningu sæstrengs gætu „dómstólar komist að þeirri niðurstöðu að Ísland uppfylli ekki skuldbindingar orku- pakkans“, þótt ekki sé vikið berum orðum að sæstreng í orkupakkanum. Tómas kallar eftir því að þessi flöt- ur orkupakkaumræðunnar verði kannaður til hlítar, og segir aðspurð- ur að sá fjöldi lögfræðiálita sem rit- aður hefur verið um téðan pakka hafi ekki kannað þennan vinkil nægilega; meira hafi verið lagt upp úr því hvort orkupakkinn standist stjórnarskrá, sem sé önnur umræða. Nánar á mbl.is. alexander@mbl.is Ekki aðili að markaði nema með sæstreng  Lögmaður telur mótsögn í umræðu um sæstreng til Evrópu Tómas Jónsson Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Til stendur að ræða orkupakka þrjú í atvinnuveganefnd Alþingis að sögn Ólafs Ísleifssonar, þingmanns Miðflokksins og nefndarmanns. Ólafur beiddist þess að forsvars- menn Orkunnar okkar fengju að koma fyrir nefndina vegna skýrslu sem samtökin gáfu út í síðustu viku. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður utanríkismálanefndar, kveðst ekki trúa öðru en að allir nefndarmenn gangi sáttir frá borði eftir tvo opna fundi um málið í gær og á föstudag sem voru hluti sam- komulags stjórnarflokkanna og Miðflokksins um að taka orkupakk- ann fyrir á sumarþingi, nú í lok mánaðar. „Málið er bara enn skýrara ef eitthvað er. Þetta var auðvitað mik- ið til endurtekið efni, en það var þá ágætt að spyrja út í þær vangavelt- ur sem komið hafa upp í sumar,“ segir Áslaug Arna sem nefnir að einna áhugaverðast hafi verið að hlusta á Bjarna Má Magnússon, prófessor við lagadeild HR og for- stöðumann Alþjóða- og Evrópu- réttarstofnunar HR, ræða rétt Ís- lands í tengslum við landgrunn, landhelgi og mörk hafréttarsamn- ingsins SÞ við EES. „Það var gagn- legt til að bæta við þá umræðu og rangfærslur sem hafa verið uppi um það hvað sé í þriðja orkupakk- anum,“ segir Áslaug Arna, sem tel- ur málið ekki hafa breyst frá því í vor. „Þetta var upplýsandi en breytti ekki stöðu málsins eins og það liggur fyrir þinginu,“ segir hún. – Ganga þá allir nefndarmenn sáttir frá borði? „Ég trúi ekki öðru þar sem allir þeir gestir komu sem óskað var eft- ir eins og í vor. Ég býst ekki við öðru en að fólk sé sátt og að þetta mál hafi kannski skýrst enn frekar fyrir þá sem fannst eitthvað vanta upp á,“ segir hún. Hafi staðfest aðaltillögu sína Ólafur tók sæti í utanríkismála- nefnd á fundunum tveimur. Hann segir að heimsókn þeirra Friðriks Árna Friðrikssonar Hirst og Stef- áns Más Stefánssonar lögfræðinga hafi verið markverðust. „Þeir stað- festu að aðaltillaga þeirra væri að fara með málið aftur í sameiginlegu EES-nefndina,“ segir Ólafur. „Hin leiðin er sú sem bættist við á síðari stigum eftir viðræður við utanríkis- ráðuneytið, þ.e.a.s. leiðin þar sem notast verði við lagalega fyrirvara. Þeir notuðu orðalagið „næstbesta leiðin“ um þá leið,“ segir hann. Ólafur segir að af máli lögfræð- inganna hafi mátt heyra að þeir hafi ekki séð málið í endanlegum búningi. „Það kom fram að þeir væru með drög að reglugerð iðn- aðarráðherra sem á að innleiða þessa umdeildu Evrópureglugerð nr. […]. Verandi með það í hönd- unum segir hann að það geti ekki verið að þetta sé rétt klárað,“ segir Ólafur. „Það kom fram í máli meiri- hlutans að þetta væri ekki uppkast, heldur væri þetta frágengið. Ég bað um að þeir yrðu fengnir á fund til þess að ræða málið þegar það lægi fyrir í endanlegum búningi en þau greinilega telja að það liggi fyr- ir í endanlegum búningi. Ég gat ekki betur heyrt en að þeir yrðu beðnir að gefa einhvers konar álit, hugsanlega skriflega, á því hvernig þetta lítur út,“ segir Ólafur. Málið rætt í annarri nefnd  Breyti ekki stöðu málsins í þinginu Ólafur Ísleifsson Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Í bígerð er að koma upp styttu af teiknimyndahetjunni Tinna við höfn- ina á Akureyri. Þórgnýr Dýrfjörð, framkvæmdastjóri Akureyrarstofu, segir hugmyndina ekki nýja af nál- inni. Áður hafi verið reynt að fá leyfi frá leyfishöfum Hergé í Belgíu en það ekki gengið. Nú gangi öll sam- skipti hraðar og betur fyrir sig. Þór- gnýr vonast til þess að Tinni fái sinn stall við höfnina þegar búið verði að ganga frá því hvernig styttan verði, umhverfið í kring og kostnaður. Þór- gnýr segir að áhugi Akureyringa á Tinna komi til vegna bókarinnar Dularfulla stjarnan. Í henni komu Tinni og Kolbeinn kapteinn við á Akureyri til að taka eldsneyti á för sinni til Grænlands. Þeir fengu sér að borða á Akureyri en Kolbeinn kapteinn var þá í áfengisbindindi. Talið er að hann hafi fallið í bind- indinu og ýtir fræg setning hans „Það svíkur ekki sódavatnið á Akur- eyri“ undir þá kenningu. Talið er að glas Kolbeins hafi innihaldið gin að mestu, ásamt smá sódavatni. Ævintýri Tinni og Kolbeinn kapteinn gerðu garðinn frægan þegar þeir heimsóttu Akureyri á leið til Grænlands í bókinni Dularfulla stjarnan. Stytta af Tinna í bígerð á Akureyri Lögreglan á Suðurlandi lokaði í gær af austasta hluta Reynisfjöru vegna grjóthruns úr berginu yfir fjörunni. Tveir ferðamenn; karlmaður um tvítugt og barn, höfðu slasast lítillega þegar þeir fengu grjót yfir sig úr berg- inu. Fékk lögreglan einnig ábendingar um að svipað at- vik hefði átt sér stað á sunnudag. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Hluta Reynisfjöru lokað vegna grjóthruns

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.