Morgunblaðið - 20.08.2019, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.08.2019, Blaðsíða 22
Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is 22 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 2019 ENGINN ÐBÆTTUR SYKUR ENGIN ROTVARNAREFNI 85% TÓMATPÚRRA VI 50 ára Garðar er fæddur í Reykjavík en fluttist ungur í Hafnar- fjörð og býr í suður- bænum þar. Hann er kerfisstjóri að mennt og sér um vefi Hafnar- fjarðarbæjar. Maki: Guðmunda Björk Matthíasdóttir, f. 1974, viðskiptafræðingur hjá Íslenskum endurskoðendum. Börn: Þóra Dís Garðarsdóttir, f. 2003, og Eyjólfur Rafn Garðarsson, f. 2010. Foreldrar: Eyjólfur Rafn Halldórsson, f. 1943, d. 2001, rafvélavirki, og Bjarnveig Borg Pétursdóttir, f. 1946, d. 2007, húsmóðir. Garðar Rafn Eyjólfsson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú ert svo hugmyndaríkur að þú gefur þér vart tíma til þess að framkvæma eina áður en sú næsta tekur yfir. 20. apríl - 20. maí  Naut Það er alltaf skemmtileg tilbreyting að skella sér í leikhús eða njóta annarra listviðburða. Njóttu þess að vera með ást- vinum þínum og lífs þíns eins og það er nú. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þig langar kannski ekki að hlusta á það sem ástvinur vill segja þér en þú ert rausnarlegur og góðhjartaður. Þínir nán- ustu vilja þekkja þinn innri mann. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Gáðu að því hvernig þér líður ná- lægt vinum og kollegum. Sá eini sem tapar á lausmælgi ert þú sjálfur. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Hugsanir hafa vald og þú verður að ná stjórn á þeim áður en þær ná stjórn á þér. Varastu að dæma hlutina af fyrstu kynnum því oft ber yfirborðið ekki með sér hvað undir býr. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú þarft að takast á við ábyrgð og skyldur þessa dagana. Hristu upp í hlut- unum og leyfðu hugmyndafluginu að njóta sín. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú hefur alltaf verið gefinn fyrir það óvenjulega og þess vegna ætti dagurinn í dag að verða þér til ánægju. Reyndu að forgangsraða verkefnum og draga djúpt andann. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú gleðst yfir því að öldurnar hefur lægt og allir eru á eitt sáttir. Dragðu djúpt andann og leystu flókna stöðu með brjóstvitinu. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Gamlir vinir kunna að láta á sér kræla. Þú velur þér yfirleitt vini sem þú getur litið upp til. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þótt þú sért vanalega upp á þitt besta þegar það er nóg að gera hjá þér, þá geturðu verið afar góð/ur í að gera ekkert. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það er allt í lagi að hampa sjálf- um sér svona af og til ef það er ekki á ann- arra kostnað. Einbeittu þér að því að tala hreint út um hlutina frekar en byrgja þá inni. 19. feb. - 20. mars Fiskar Það er engin ástæða til þess að láta hugfallast þótt allt virðist ekki ganga upp. störf í Fríhöfninni þegar hann flutti heim. „Ég slasaðist við störf þar og hef síðan gengið við göngugrind. Ég er aðallega í tölvunni núna, hún veitir mér mikla ánægju og svo horfi ég á sjónvarpið.“ way í tæpt ár og söng þá dinner- tónlist meðan fólk sat að snæðingi. Hann var síðan starfsmaður Fríhafn- arinnar á Keflavíkurflugvelli þar til hann flutti til Bandaríkjanna 1999. Þar bjó hann til 2003 en hóf þá aftur E inar Viðar Júlíusson er fæddur 20. ágúst 1944 í Keflavík og ólst þar upp. Hann hóf ungur að syngja og þegar hann var í Barnaskólanum í Keflavík var hann fenginn til að syngja ein- söng á stúkuskemmtunum og á árshátíðum hjá barnaskólanum. „María Markan heyrði mig syngja og sagði að ég væri bjartur baritón og vildi fá mig í söngtíma, en ég var þá byrjaður í rokkinu og vildi syngja það frekar.“ Einar byrjaði að syngja með hljómsveitum í Keflavík á dans- leikjum 1959 fyrst með H.J. kvintett og svo með hljómsveit Guðmundar Ingólfs gítarleikara 1960-63 en þá stofnaði hann ásamt fleirum hljóm- sveitina Hljóma og var fyrsti söngv- ari hennar. „Við spiluðum þá Cliff Richards og The Shadows-lög og gamla rokkara og lög með Presley. Þegar Bítlarnir komu fram og ég átti að syngja Twist and Shout þá vildi ég ekki öskra og söng lagið eins og Cliff Richards. Strákarnir voru ekki sáttir við það og fengu annan söngvara í Hljóma.“ Einar var þá ráðinn í hljómsveitina Pónik, sem tók upp nafnið Pónik og Einar. Hann var kosinn vinsælasti dægurlaga- söngvari landsins árið 1965. Einar söng með hljómsveitinni með hléum í meira en 30 ár, en hann þurfti að taka sér hlé öðru hverju út af raddböndunum. Pónik og Einar gaf út tvær smáskífur, Einar söng inn á eina LP plötu með Ellý Vil- hjálms þar sem þau sungu lög Jenna Jóns og kom sú plata út 1978. Einar hefur ennfremur sungið lög á ýmsum plötum, m.a. lagið Útlaginn á Íslandslög 3. „Ég held að það hafi verið besta útkoman á söng mínum á plötu, það var virkilega vel heppnað.“ Einar er gagnfræðingur frá Gagn- fræðaskóla Keflavíkur. Hann var starfsmaður í verslun Varnarliðsins í ellefu ár, verslunar- og skrifstofu- stjóri í versluninni Víkurbæ í Kefla- vík í sjö ár, skrifstofumaður hjá Varnarliðinu í sex ár, verslunarstjóri í versluninni Hljómvali í Keflavík í fjögur ár, skemmtanastjóri í Broad- Einar var í stjórn Verslunar- mannafélags Suðurnesja í áratug og var bæði gjaldkeri félagsins og for- maður sjúkrasjóðs og orlofsnefndar. Fjölskylda Einar kvæntist 26.11. 1966 Ólöfu Hafdísi Ragnarsdóttur, f. 19.3. 1946, d. 18.6. 1995, verslunarmanni. For- eldrar hennar voru hjónin Ragnar Gíslason, f. 28.10. 1918, d. 11.5. 1998, sjómaður og útgerðarmaður á Siglu- firði, og María Guðmundsdóttir, f. 19.10. 1923, d. 22.1. 2007, húsmóðir. Seinni eiginkona Einars var Luella Cardos frá Bandaríkjunum, en af sýrlenskum ættum. Þau skildu. Dætur Einars og Ólafar eru 1) Vil- borg Einarsdóttir, f. 23.10. 1967, verslunarmaður í Keflavík, sambýlis- maður hennar er Þórólfur Beck. Börn þeirra eru Ólöf Oddný Beck Þórólfsdóttir og Eiríkur Beck Þór- ólfsson; 2) Halldóra Einarsdóttir, f. 10.6. 1969, búsett í Arendal í Noregi. Börn hennar með fyrrverandi sam- býlismanni, Trausta Ívarssyni, eru Einar Júlíusson, tónlistarmaður og fyrrverandi verslunarmaður – 75 ára Pónik og Einar F.v.: Úlfar Sigmarsson, Einar, Sævar Hjálmarsson, Erlendur Svavarsson og Magnús Eiríksson. Valdi rokkið frekar en klassíkina Einar í Rokksafninu Plakat af Einari 16 ára og hann sjálfur 49 árum síðar. 40 ára Herdís er Garðbæingur, fædd þar og uppalin, og býr í Ásunum. Hún er stúdent frá Fjöl- brautaskóla Garða- bæjar og er að læra lögfræði við HR. Maki: Ingólfur Freyr Elmers, f. 1979, lagnamaður hjá jarðvinnslufyrirtækinu Gröfu og grjóti. Börn: Tómar Hreiðar Thor Elmers, f. 2009, og Ingólfur Týr, f. 2011. Foreldrar: Tómas Agnar Tómasson, f. 1939, fyrrverandi eigandi Ölgerðarinnar, búsettur í Garðabæ, og Þórunn Árna- dóttir, f. 1941, d. 2011, ljósmóðir. Herdís Rún Tómasdóttir Til hamingju með daginn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.