Morgunblaðið - 20.08.2019, Blaðsíða 26
EM U 16 kvenna
B-deild í Búlgaríu:
A-riðill:
Ísland – Svartfjallaland ....................... 59:63
Serbía – Rúmenía ................................. 62:37
Slóvenía – Bosnía.................................. 87:36
Staðan: Slóvenía 8, Serbía 8, Rúmenía 6,
Svartfjalland 5, Bosnía 5, Ísland 4.
KÖRFUBOLTI
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 2019
Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • tengi@tengi.is
Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 • www.tengi.is
Opið virka daga frá kl. 8-18 og laugardaga kl. 10-15
Gæði, þjónusta, ábyrgð - það er Tengi
ALLT Í BAÐHERBERGIÐ
FRÁ A TIL IFÖ
Tengi hefur mikla og góða reynslu af IFÖ baðinnréttingum.
IFÖ eru sænskar hágæðavörur sem framleiddar hafa verið allt frá 1936.
Í VESTURBÆ
Björn Már Ólafsson
bmo@mbl.is
Leikur KR og Víkings R. í Pepsi
Max-deild karla í knattspyrnu í gær-
kvöldi fer ekki í sögubækurnar fyrir
fegurðina eftir 1:0 sigur KR, svo
mikið er víst. KR-ingar lögðu
áherslu á að vera þéttir eftir tvo tap-
leiki í röð í deild og bikar og Rúnar
Kristinsson stillti upp tveimur djúp-
um miðjumönnum fyrir framan
varnarlínuna í fyrsta skiptið í sumar.
Það virkaði vel fyrir KR-inga og
þegar við bættist góð pressa fremstu
leikmanna þeirra leiddi það til þess
að Víkingar fengu nær engin færi í
leiknum, aðeins hálffæri.
Stór hluti leiksins einkenndist svo
af stöðubaráttu og góðum og þéttum
varnarleik beggja liða og það þrátt
fyrir að bæði lið þurftu að gera hrók-
eringar á varnarlínum sínum í leikn-
um vegna meiðsla. Bann Sölva Geirs
Ottesen ýtti Kára Árnasyni af miðj-
unni aftur í miðvörðinn við hlið Hall-
dórs Smára Sigurðssonar, sem fór
síðan út af í hálfleik vegna meiðsla.
Kennie Chopart meiddist í fyrri
hálfleik og þurftu heimamenn því
líka að gera breytingar.
KR-ingar nýttu reynslu sína frá
fyrstu mínútu og náðu snemma að
knýja fram gul spjöld á reynslu-
minni leikmenn Víkinga. Síðan eftir
að Kristján Flóki Finnbogason gaf
KR forystuna undir lok fyrri hálf-
leiks nýttu þeir alla sína reynslu í að
sigla sigrinum heim með öruggum
hætti.
Þetta hefur einkennt KR-liðið í
allt sumar. Hægt og rólega tekst því
að vinna jafna leiki með öguðum
varnarleik og mjög samstilltri
pressu. Þegar þeir pressa andstæð-
inginn langt fram á völlinn fylgir allt
liðið með, og þegar þeir falla djúpt
aftur þekkja allir leikmenn sitt hlut-
verk. Fallegt handbragð reynslu-
mikils þjálfara.
Víkingar geta verið svekktir eftir
leikinn. Ekki vegna þess að þeir
spiluðu sérstaklega illa. Né heldur
er 1:0 tap gegn toppliði deildarinnar
sérlega niðurlægjandi. Svekkelsið
hlýtur frekar að vera fólgið í því að
liðið þurfti aðeins að skora eitt mark
til að fá stig út úr þessum leik, en
þeim tókst bara ekki að skapa sér al-
mennilegt færi í heilar 90 mínútur.
Listin að vinna
örugga 1:0 sigra
Agaður varnarleikur KR gegn Víkingi
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Efstir KR-ingar fagna sigurmarkinu í afmælisbúningum sínum í gærkvöld.
Paul Pogba brást bogalistin af víta-
punktinum og náði ekki að tryggja
Manchester United öll stigin í 1:1
jafntefli við Wolves í ensku úrvals-
deildinni í knattspyrnu í gærkvöld.
Anthony Martial hafði komið
United yfir áður en Rúben Neves
jafnaði fyrir Wolves. Pogba var svo
felldur innan teigs þegar rúmar 20
mínútur voru eftir, en Rui Patrício í
marki Wolves varði fasta víta-
spyrnu hans og jafntefli staðreynd.
United er með fjögur stig eftir
fyrstu tvo leikina í deildinni en
Wolves hefur gert tvö jafntefli.
Pogba brást á
vítapunktinum
AFP
Vítaspyrnan Paul Pogba heldur um
höfuð sér en Rui Patrício er sáttur.
Eftir að hafa verið ónotaður vara-
maður hjá AZ Alkmaar í hollensku
úrvalsdeildinni í knattspyrnu um
helgina spilaði Albert Guðmunds-
son allan leikinn með varaliði fé-
lagsins í B-deildinni í gærkvöld.
Hann skoraði þá mark liðsins úr
vítaspyrnu í 2:1-tapi fyrir Elíasi Má
Ómarssyni og liði Excelsior.
Þetta var fyrsta mark Alberts á
leiktíðinni, en hann hefur aðeins
fengið að spila í samtals 12 mínútur
með aðalliðinu í fyrstu þremur
leikjunum í úrvalsdeildinni á leik-
tíðinni þar sem liðið er taplaust.
Fyrsta markið
kom með B-liðinu
Ljósmynd/www.az.nl
Skoraði Albert Guðmundsson greip
tækifærið með varaliði AZ í gær.
1:0 Kristján Flóki Finnbogason 42.
I Gul spjöldKennie Chopart, Pálmi Rafn
Pálmason (KR), Guðmundur Andri
Tryggvason, Erlingur Agnarsson, Kári
Árnason (Víkingi).
Dómari: Einar Ingi Jóhannsson, 7.
Áhorfendur: 1.521.
KR – VÍKINGUR R. 1:0
M
Finnur Tómas Pálmason (KR)
Kristinn Jónsson (KR)
Kristján Flóki Finnbogason (KR)
Óskar Örn Hauksson (KR)
Pálmi Rafn Pálmason (KR)
Ágúst Eðvald Hlynsson (Víkingi)
Kári Árnason (Víkingi)
Þórður Ingason (Víkingi)
KNATTSPYRNA
Danmörk
AGF – Horsens......................................... 2:0
Jón Dagur Þorsteinsson fór af velli á 80.
mínútu hjá AGF.
Staða efstu liða:
København 6 6 0 0 12:4 18
Midtjylland 6 5 1 0 8:2 16
Brøndby 6 4 1 1 13:7 13
Nordsjælland 6 3 1 2 11:7 10
SønderjyskE 6 2 3 1 10:7 9
OB 6 3 0 3 10:9 9
AaB 6 2 1 3 9:7 7
Hobro 6 1 4 1 8:9 7
Horsens 6 2 0 4 5:10 6
Lyngby 6 2 0 4 5:11 6
Randers 6 1 2 3 8:9 5
Svíþjóð
Helsingborg – Gautaborg....................... 1:2
Daníel Hafsteinsson var ekki í leik-
mannahópi Helsingborg.
Staða efstu liða:
Djurgården 20 13 5 2 36:12 44
Malmö 20 11 8 1 35:13 41
AIK 20 12 4 4 29:15 40
Hammarby 20 11 5 4 47:28 38
Häcken 20 11 4 5 31:17 37
Gautaborg 20 9 8 3 29:18 35
Norrköping 20 9 7 4 30:19 34
Elfsborg 20 6 6 8 26:33 24
Örebro 20 6 4 10 28:32 22
Östersund 20 4 9 7 19:30 21
Kalmar 20 3 9 8 17:25 18
B-deild:
Varberg – Brage...................................... 0:0
Bjarni Mark Antonsson spilaði allan
leikinn með Brage.
Noregur
Sarpsborg – Bodö/Glimt ........................ 1:1
Oliver Sigurjónsson var ónotaður vara-
maður hjá Bodö/Glimt.
Staða efstu liða:
Molde 18 12 3 3 42:18 39
Bodø/Glimt 18 12 3 3 41:27 39
Odd 18 10 4 4 26:20 34
Rosenborg 18 8 5 5 27:22 29
Brann 18 8 5 5 23:18 29
Vålerenga 18 7 5 6 33:25 26
Viking 18 7 4 7 27:28 25
Haugesund 18 6 6 6 27:21 24
Kristiansund 18 6 5 7 20:21 23
Lillestrøm 18 6 4 8 23:29 22
Mjøndalen 18 4 8 6 26:30 20
Rússland
Spartak Moskva – CSKA Moskva.......... 2:1
Hörður Björgvin Magnússon lék allan
leikinn með CSKA. Arnór Sigurðsson er
frá vegna meiðsla.
Völsungur frá Húsavík tryggði sér
efsta sætið í 2. deild kvenna í knatt-
spyrnu um helgina og leikur liðið í
1. deild á næsta tímabili.
Harpa Ásgeirsdóttir skoraði eina
markið þegar Völsungur vann 1:0-
sigur gegn Gróttu á Húsavíkurvelli.
Harpa skoraði sigurmark leiksins
strax á 2. mínútu.
Völsungur er með 25 stig í efsta
sæti deildarinnar en liðið hefur leik-
ið níu leiki í deildinni í sumar. Alls
leika sjö lið í 2. deildinni en Sindri
er í öðru sætinu með 18 stig eftir 10
leiki og Grótta er í þriðja sætinu
með 17 stig eftir 10 leiki. Bæði
Sindri og Grótta eiga eftir tvo leiki í
deildinni og geta ekki náð Völsungi
að stigum sem haft hefur nokkra
yfirburði en liðið hefur unnið átta
leiki í sumar, gert eitt jafntefli og
er ósigrað.
Taplausir Húsvíkingar leika í
1. deild kvenna næsta sumar
Ósigraðar Völsungur hefur unnið
átta leiki og gert eitt jafntefli.
Völsungur með
yfirburði í sumar