Morgunblaðið - 20.08.2019, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 20.08.2019, Blaðsíða 17
UMRÆÐAN 17 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 2019 Á palli: VIÐAR Smágrár Opið : 8-18 v i r ka daga, 10-14 laugardaga • S ími 588 8000 • s l ippfe lag id. i s Á grindverki: VIÐAR Húmgrár Viðarvörn Það er í tísku þessa dagana að þykjast frjálslyndur en ekki léttast Hólamanna högg fyrir vikið. Íhald eða umrót Í grein frá árinu 1926 lýsir Jón Þorláks- son, fyrsti formaður Sjálfstæðisflokksins, muninum á umróti og íhaldi m.a. með eftirfarandi hætti: „Munurinn á íhaldsstefnu og þeim umrótsstefnum, sem henni eru and- stæðar, kemur yfirleitt þannig fram, að þegar ráða skal fram úr einhverju vandamáli, spyr íhaldsstefnan: Hvað hefur reynst vel á þessu sviði hingað til? Það, sem vel hefur reynst, viljum vér til fyrirmyndar hafa, viljum varð- veita það. Vér viljum ekki breyta til, nema oss þyki sýnt, að nýjungin sé betri. En umrótsstefnan festir augun á göllum hinnar eldri tilhögunar, sem einatt verða auðfundnir í þessum ófullkomna heimi, og segir: Burt með það gamla og gallaða, vér viljum reyna eitthvað nýtt.“ Ég nefni þetta ekki að ástæðu- lausu en mér hefur þótt undarlegt hvað farið er frjálslega með frjáls- lyndishugtakið upp á síðkastið. Stundum er frjálslyndi jafnvel stillt upp sem einhverslags andstæðu við íhald. Andstæða frjálslyndis er stjórnlyndi en stjórnlyndið vill festa hinn duglega í fjötra hinna flóknustu reglugerða á meðan frjálslyndið vill það ekki. Hvort íhaldsmenn eða um- rótsmenn séu stjórnlyndir eða frjáls- lyndir veltur auðvitað á tíðarandan- um hverju sinni þótt íhaldsmenn séu oftar frjálslyndir í hinum frjálsa heimi. Þeir vilja halda í frelsið. Um- rótsmenn geta vissulega haft góðar tilætlanir en oftar en ekki endar þeirra umrót í auknu stjórnlyndi. Útþynning helgidaga, afnám mannanafnahefðar, óvirðing gagn- vart lífsrétti barns, eyðilegging land- búnaðar (sem er einstakur á heims- mælikvarða), aðild að Evrópusam- bandinu eða skýlaus undirgefni ís- lenskra stjórnmálamanna í garð evrópskra tilskipana ætti auðvitað að flokkast sem umrót. Sjálfstæðisstefnan Við stofnun Sjálf- stæðisflokksins voru sett fram tvö ófrávíkj- anleg aðalstefnumál. Fyrsta aðalstefnumálið var að „Ísland taki að fullu og öllu sín mál í sínar eigin hendur og gæði landsins til afnota fyrir landsmenn eina“ en hitt var „að vinna í innanlandsmálum að víðsýnni og þjóðlegri umbótastefnu á grund- velli einstaklingsfrelsis og atvinnu- frelsis með hagsmuni allra stétta fyr- ir augum“. Um þessi grunngildi, hina einu sönnu sjálfstæðisstefnu, þar sem Ís- land og fullveldið var sett í fyrsta sætið, sameinuðust landsmenn og sigrar Sjálfstæðisflokksins urðu svo stórir að nánast óhugsandi var að mynda ríkisstjórnir án hans. Sjálfstæðisstefnan myndar eina heild því ef þjóðin missir fullveldið hefur hún lítið um það að segja hvort frjálslyndi eða stjórnlyndi sé megin- stef lagasetningar. Þetta hefur ber- sýnilega komið fram í flóknum til- skipunum sem stjórnlyndissjúkir bjúrókratar Evrópusambandsins senda íslenskum ráðamönnum á færibandi til innleiðingar. Meginstefið frá Brussel er að banna margt, leyfa fátt og skipulags- binda allt. Bann við sölu á glóperum kannast flestir við eða undarlega staðla um hámarkssveigju ílangra ávaxta. Hið óendanlega byggingar- reglugerðafargan, sem virðist ekki á neinn hátt skila sér í betri bygging- um, er þó ekki eins léttvægt dæmi. Þar hafa hinar löngu krumlur bjúró- kratans sent fjölskylduvæn einbýlis- hús og draum um garð inn í kaldan almyrkva stjórnlyndis. Landvarnir Það er mikilvægt fyrir fámenna og herlausa þjóð að hafa sterkar land- varnir í löggjöf sinni. Þetta vissu leið- togar fyrri ára. Slíkar varnir sam- rýmast sjálfstæðisstefnunni enda er ekki nóg að berjast fyrir fullveldinu. Fullveldið þarf einnig að verja. Það var Sjálfstæðisflokkurinn sem markaði þá stefnu að hið opinbera ætti virkjanir og aflaði almenningi og atvinnuvegum landsins „nægrar raf- orku á sem hagfelldastan og ódýr- astan hátt“. Stefnan lagði grunninn að sterkum innviðum og var hvati fyrir blómlegt atvinnulíf. Menn þurfa að horfast í augu við það að aldrei fór fram umræða um hvort nokkur vilji hafi verið fyrir því að víkja frá þeirri stefnu. Nú virðist stefna í að orku- framleiðsla eigi að verða, eða sé orð- in, að tekjustofni fyrir eigendur raf- orkuvera eða hina nýju stétt „orkumiðlara“ sem virðist vera undarleg hliðarafurð af flóknu reglu- verki. Það mun óhjákvæmilega bitna á fyrirtækjum og heimilum. Það var líka Sjálfstæðisflokkurinn sem setti í lög að aðeins íslenskir ríkisborgarar mættu kaupa hér fast- eignir. Það var til þess að koma í veg fyrir að þjóðin myndi hægt og rólega enda sem leiguliðar erlendra kaup- sýslumanna. Nú virðist sem erlendur auðmaður hafi keypt upp eitt prósent af landinu okkar, stefni á annað og ætli sér að koma á fót á einhvers lags lávarðafyrirkomulagi í náttúruvernd. Að tapa áttum Forysta Sjálfstæðisflokksins stendur nú frammi fyrir mjög vanda- sömu verki sem orsakast af áralangri vanrækslu á sögu og aðalstefnu- markmiðum flokksins ofan á ein- hvers lags örlagahyggju um að „við eigum engra kosta völ“ í mikilvægum málum. Upplifun margra er að menn hafi algjörlega tapað áttum og standi nú uppi, eftir að hafa lagt af stað í óvissuferð, djúpt inni í bergmálshelli evrópskra bjúrókrata og í stað þess að leita að útgönguleið séu menn að villast dýpra inn í hellinn. Að tapa áttum Eftir Viðar Guðjohnsen Viðar Guðjohnsen »Nú virðist stefna í að orkuframleiðsla eigi að verða, eða sé orðin, að tekjustofni fyrir eig- endur raforkuvera eða hina nýju stétt „orku- miðlara“ sem virðist vera undarleg hliðarafurð af flóknu regluverki. Höfundur er lyfjafræðingur og sjálfstæðismaður. Tilefni skrifa minna er grein Sigríðar Á. Andersen í Morgun- blaðinu þann 1. ágúst sl. þar sem hún fjallar um innflytjendur á Ís- landi. Ég hef ýmislegt að athuga við mál- flutning hennar, en þótt af nógu sé að taka mun ég einskorða mig við þrjá punkta; stað- hæfingar Sigríðar þess efnis að Ís- land „[standi] útlendingum opið“, réttlætingar hennar á að brottvísa flóttafólki til Grikklands og aðdrótt- anir hennar í garð hælisleitenda al- mennt. Afleitt Rök Sigríðar fyrir því að landa- mæri Íslands séu „fráleitt lokuð“ eru að hér búi fjöldi innflytjenda, en þeir voru samkvæmt skilgreiningu Hag- stofunnar um 43.760 árið 2018. Í raun er spurningin þó ekki hvort landamæri Íslands standa opin, heldur hverjum þau standa opin. Eins og Sigríður reifar eru innflytj- endur á Íslandi að langstærstum hluta frá aðildarríkjum Evrópska efnahagssvæðisins (EES). Tölurnar tala sínu máli en í fyrra voru yfir 77% allra innflytjenda á Íslandi evr- ópskir ríkisborgarar og um helm- ingur þeirra frá einungis sex ríkjum; Norðurlöndunum, Póllandi og Lithá- en. Við getum því ályktað að þótt Ís- land hafi svipað hlutfall innflytjenda og mörg nágrannaríkja þess er inn- flytjendahópurinn tiltölulega eins- leitur. Þessari tölu er enda ætlað að kasta ryki í augu þeirra sem telja að rétt væri að taka á móti fleira flótta- fólki hingað til lands. Sigríður heldur því nefnilega blá- kalt fram að Ísland bjóði „fjöld[a] flóttamanna velkomna ár hvert“. Það er alrangt, hvort sem er í alþjóð- legum skilningi eða sé litið til hlut- falls af heildarfólksfjölda. Ísland hefur frá árinu 1956 tekið við rúm- lega 700 manns sem flokkast sem „kvótaflóttafólk“ og að auki hefur um 600 flóttamönnum sem komist hafa til Íslandsstranda af eigin rammleik verið veitt alþjóðleg vernd af hálfu Útlendingastofnunar (ÚTL) síðan 2011. Hlutfall flóttamanna af heildarfólksfjölda Íslands er því um 0,36% sem er afleitt í alþjóðasam- hengi. Hin Norðurlöndin státa af hlutfalli frá 2,2% (Finnland) og upp í 14,7% (Svíþjóð). Við stöndum ná- grannaríkjunum því verulega langt að baki. Óboðlegt Ástæðu þess hve fáir komast gegnum nálarauga ÚTL og fá hæli má að hluta rekja til óbilgjarnrar beitingar stjórnvalda á Dyflinnar- reglugerð Evrópusambandsins. Hún kveður á um að úrvinnsla hælisum- sókna flóttafólks sé á ábyrgð fyrsta Evrópulands sem fólkið kemur til, en ekki þeirra landa sem það kýs að ferðast til eftir það. Niðurstaðan er mikið álag á hæliskerfi nokkurra ríkja, m.a. Grikklands, á meðan ríki sem standa fjærst evrópsku landa- mærunum geta skorast undan ábyrgð. Þannig hefur ÚTL komist hjá því að taka til afgreiðslu stóran hluta þeirra umsókna sem skilað er inn, en stundað linnulausar brottvís- anir til fyrstu viðkomulanda hælis- leitenda. Aðstæður flóttafólks í Grikklandi eru óboðlegar og urðu til þess að mörg Evrópulönd hættu um hríð að brottvísa hælisleitendum til Grikklands, en hófu það á ný í kjöl- far almennrar múgsefjunar þegar hælisumsóknum fjölgaði vegna styrjaldarinnar í Sýrlandi. Í mars í ár skrifuðu 25 frjáls fé- lagasamtök undir opið bréf til evr- ópskra leiðtoga þar sem þau kalla eftir tafarlausum að- gerðum til að binda enda á það ástand sem blasir við flóttafólki í Grikklandi. Samtökin lýsa því hvernig flótta- fólk sefur „í óupphituð- um tjöldum eða yfirfull- um gámum með tak- markað aðgengi að vatni og rafmagni ber- skjaldað fyrir ofbeldi, áreitni og misnotkun“. Sú réttlæting Sigríðar á brottvísunum að að- stæður í Grikklandi séu í öllu falli skárri en í skelfilegum flótta- mannabúðum utan Evrópu er til marks um minnsta siðferðislega metnað sem undirritaður hefur séð í þessum málum og hefur þó séð ýmislegt. Grunnhyggið Alvarlegasta athugasemd mín varðar hins vegar sýn Sigríðar á hælisleitendur almennt, sem að hennar mati eiga það sammerkt að vera ekki að flýja neyð heldur í fyrsta lagi vilja „versla með dvalar- leyfi“ sín og í öðru lagi „koma betur undir sig fótunum“. Sem fyrr segir er fjölmörgum flóttamönnum brott- vísað héðan á grundvelli Dyflinnar- reglugerðarinnar til annarra Evr- ópuríkja án þess að lagt hafi verið mat á aðstæður þeirra. Ég þekki persónulega til fjölda fólks sem hef- ur endað í flóttamannabúðum eða á götunni í Grikklandi, Ítalíu eða Frakklandi vegna þessarar stefnu, þrátt fyrir að hafa jafnvel upplifað ofbeldi og þvingun þar áður. Að halda því fram að þetta fólk sé ekki að flýja neyð og sé í einhvers konar hælisverslunarleiðangri lýsir miklu skilningsleysi á kringumstæðum þess. Ennfremur koma hingað mann- eskjur sem hvorki flýja stríð né nátt- úruhamfarir en eru samt sem áður á flótta undan efnahagslegri neyð, sem er raunveruleg neyð. Sigríður viðurkennir að það sé þrautaganga fyrir borgara utan EES að fá dvalar- og atvinnuleyfi hér á landi, en því miður hafi fulltrúar atvinnulífsins ekki sýnt vilja til að greiða götu þeirra. Þetta er að drepa málinu á dreif. Ef hér hafa komið mörg þús- und Pólverjar og Litháar til starfa er ekkert því til fyrirstöðu að mann- eskja frá Gana eða Perú finni vinnu við hæfi. Eðlilegast er að fólk geti valið hvar það kýs að lifa lífinu og að vel sé tekið á móti fólki á flótta. Er Ísland opið innflytjendum? Eftir Finn Guðmundarson Olguson Finnur Guðmundarson Olguson » Í raun er spurningin þó ekki hvort landa- mæri Íslands standa opin, heldur hverjum þau standa opin. Höfundur er smiður. finnursamur@hotmail.com Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.